Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 14.–17. mars 201412 Fréttir E ngin af þeim 18 ummælum sem Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður stéttar- félagsins VR, krafðist ómerk- ingar á í dómsmáli sem hann höfðaði gegn blaðamönnum DV voru ómerkt. Dómur í meiðyrðamáli Stef- áns Einars gegn blaðinu féll á þriðju- daginn. Málarekstur Stefáns Einars gegn blaðinu snerist um fréttir sem birtu- st í DV í lok árs 2012 þar sem fjallað var um ráðningu á núverandi sam- býliskonu hans, Söru Lind Guðbergs- dóttur, til VR á fyrri hluta árs 2012. Taldi Stefán Einar að umfjöllun DV væri röng og fæli í sér meiðyrði gagn- vart honum. Inntakið í umfjöllun DV var að ráðningin hefði verið sviðsett og að búið hefði verið að ákveða að ráða Söru Lind í starfið enda kom í ljós við rekstur málsins að Stefán Ein- ar hafði ýmiss konar afskipti af ráðn- ingunni, meðal annars hringdi hann í ráðgjafafyrirtækið sem sá um ráðn- ingarferlið og tilgreindi að umsækj- andinn þyrfti að hafa menntun í lög- fræði en þetta skilyrði var ekki hluti af starfslýsingunni þegar það var auglýst. Aðdragandi ráðningar Þá var greint frá því í DV í fréttum árið 2012 að samskipti þeirra Stefáns Einars og Hrafnhildar Ástu hefðu ha- fist áður en hún var ráðin í starfið en upphaf þeirra má rekja til þess að for- maðurinn bað hana að halda fyrir- lestur á samkomu á vegum VR á Hótel Rangá á Suðurlandi. Greint var frá því að Stefán Einar hefði í kjölfarið hvatt Söru Lind að sækja um umrætt starf. Þetta gerði Sara Lind og var ráðin til stéttarfélagsins í kjölfarið. Tekið skal fram að Stefán Einar og Sara Lind höfðu ekki hafið samband sitt á þeim tíma sem hún var ráðin til VR. Samband þeirra Söru Lindar og Stefáns Einars hófst skömmu eftir að hún hóf þar störf, eða nánar tiltekið um sumarið 2012. Staðfesting fyrir dómi Eitt af lykilatriðunum í dómnum í máli Stefáns Einars gegn DV eru eft- irfarandi ummæli dómarans, Kristrúnar Kristinsdóttur, en hún taldi að efnis- lega hefði verið sýnt fram á það fyr- ir dómi að um- fjöllun blaðsins um ráðningu Söru Lind- ar, og að- draganda hennar, hefði verið sönn og að vitni hefðu staðfest frásögnina efn- islega með vitnisburði sínum: „Stór hluti fréttarinnar er frásögn af því hvernig stefnandi, framkvæmdastjóri VR og starfsmaður Capacent lýsa at- vikum fyrir blaðamanni. Lýsa þau öll samkvæmt frásögn blaðamanns aðdraganda ráðningar og atvikum í meginatriðum með sama hætti og þau gerðu fyrir dómi. Þau málsatvik telur dómurinn upplýst eins og að framan getur, enda hefur ekkert kom- ið fram í málinu sem hnekki þeim.“ Dómurinn í máli Stefáns Einars gegn DV er því skýr og standa eftir öll þau ummæli sem hann stefndi fyr- ir. Hugsanlegt er að segja megi að í sýknudómi Héraðsdóms Reykja víkur felist að dómurinn sé að segja að um- fjöllun DV um málið hafi átt rétt á sér í ljósi staðreynda. Í þessari niður- stöðu felst viss áfellisdómur yfir ráðn- ingunni og hvernig að henni var stað- ið hjá VR. Báðum aðilum var svo gert að standa straum af sínum málskostnaði fyrir dómi. Tvenn ummæli dæmd ómerk Sara Lind Guðbergsdóttir stefndi DV fyrir flest af þeim ummælum sem Stef- án Einar stefndi einnig fyrir. Í hennar máli voru tvenn ummæli á forsíðu blaðsins dæmd dauð og ómerk. Í dómnum er gerður sá greinarmunur á Stefáni Einari og henni að hún er ekki talin vera opinber persóna og því megi fjölmiðlar ekki tala með sama hætti um hana. Stefán Einar hafði líka stefnt blaðinu fyrir sömu ummæli og dæmd voru dauð og ómerk í hennar máli. Mikilvægustu orð dómarans um þessi ómerktu ummæli eru eftirfar- andi: „Stefnandi verður ekki talin opinber persóna og nægar ástæður sem réttlætt geti að skýrt sé opinber- lega frá einkamálefnum hennar verða ekki taldar vera fyrir hendi. Ekki verð- ur séð að leitað hafi verið sjónarmiða stefnanda við vinnslu fréttarinnar eða henni gefinn kostur á að tjá sig um at- vik eða væntanlega umfjöllun áður en hún yrði birt. Þá hefur tilmælum stefnanda um leiðréttingu ummæla ekki verið sinnt af hálfu stefndu. Með framsetningu efnis í heild sinni á forsíðu blaðsins er brotið gegn friðhelgi einkalífs stefnanda, án þess að séð verði að lýðræðishlutverk fjöl- miðlaveitu og upplýsingaréttur al- mennings krefjist þess.“ DV var dæmt til að greiða Söru Lind miskabætur, auk þess að borga málskostnað hennar og kostnað vegna birtingar dómsins í fjölmiðl- um. n Dómarinn neitaði að ómerkja 18 ummæli Dómarinn taldi að sýnt hefði verið fram á að umfjöllunin um ráðningu Söru Lindar Guðbergsdóttur væri efnislega rétt  „Ráðningarferlið hjá VR var sviðsett“  „Laganemi ráðinn í yfirmannsstöðu hjá VR“  „Sara Lind hafði á þessum tíma ekki lokið lögfræðinámi sínu í Háskóla Íslands og hafði takmarkaða starfsreynslu“  „Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að samskipti Stefáns Einars og Söru Lindar hafi hafist áður en starfið sem hún fékk var auglýst til umsóknar hjá VR“  „Þessi ráðning hefur valdið titringi innan VR“  „Mér fannst það alltaf skrítið að verið væri að ráða inn mann- eskju sem var gjörsamlega óreynd og síðan spyrst það út að þau eru saman“  „Hann segir að sú saga hafi gengið innan félagsins að starfið væri auglýst fyrir „formlegheita sakir“ en búið hafi verið að ákveða hver fengi það áður en ráðningarferlið hófst“  „Eftir að Sara Lind hélt fyrirlesturinn á Hótel Rangá boðaði for- maðurinn Söru Lind á fund sinn þar sem henni var boðin yfirmanns- staða hjá VR með ágætis byrjunarlaun. Böggull fylgdi þó skammrifi þar sem Stefán Einar sagðist þurfa að auglýsa stöðuna opinberlega áður en VR gæti ráðið Söru Lind. Var henni bent á að sækja um yfirmannsstöðuna líkt og aðrir“  „27 ára laganemi ráðin úr hópi 400 umsækjenda“  „Sara Lind hafði á þessum tíma ekki lokið lögfræðinámi sínu í Háskóla Íslands og hafði takmarkaða starfsreynslu“  „Þessi ráðning hefur valdið titringi innan VR sökum þess að Sara Lind er sambýliskona formanns VR, Stefáns Einars Stefánssonar“  „Hann segir að sú saga hafi gengið innan félags- ins að búið hafi verið að ákveða hver fengi það áður en ráðningarferlið hófst“  „VR virðist samkvæmt þessu hafa lagt út í nokkur hundruð þúsund króna kostnað að óþörfu“ Ekki ómerkt ummæli Ómerkt ummæli  „Ólga vegna ástkonu“  „Laganemi gerður að yfirmanni“ DV áfrýjar DV hefur tekið ákvörðun um að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Söru Lindar Guðbergsdóttur gegn blaðinu. Blaðið mun því gera tilraun til að fá Hæstarétt Íslands að hnekkja þeim dómi að ummælin tvö sem blaðið var dæmt fyrir hafi falið í sér meið- yrði. Þar sem engin ummæli blaðsins voru dæmd dauð og ómerk í málinu sem Stefán Einar höfðaði kemur áfrýjun þar ekki til álita af hálfu blaðsins enda féllst dómurinn ekki á kröfugerð hans að neinu leyti. Ástkona Eitt af því sem dæmt er dæmt fyrir í máli Söru Lindar Guðbergsdóttir er notkun á orðin „ástkona“. Merking orðsins ástkonu er nokkuð mismunandi á milli bóka um orðanotkun. Í íslenskri orðabók Menn- ingarsjóðs er merking orðsins neikvæð: „ástmær kvænts manns, frilla.“ Ljóst er að DV notaði orðið ekki í þeirri merkingu þar sem Stefán Einar var ekki kvæntur á þeim tíma sem samband þeirra Söru Lindar hófst. Í íslenskri samheitaorðabók er skiln- greiningin á ástkona miklu víðari: „ástmey, ástmær, ástvina, elskandi, frilla, fylgikona, kærasta.“ Skilgreiningarnar á orðinu þarna eru ekki eins neikvæðar; flest sambönd fólks byrja á því að konan er ástkona mannsins, kærasta hans, og maðurinn er ástmaður konunnar, kærasti hennar. Svo geta þau orðið sambýlisfólks og jafnvel hjón. Í íslensku máli virðist orðið ástkona því oft vera notað sem samheiti orðsins kærasta, líkt og gert var í umfjöllun DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.