Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 42
14 Ferming Helgarblað 14.–17. mars 2014
Á
hverju ári flykkjast ferm-
ingarbörn í verslanir
landsins til að leita
að réttu sparifötun-
um fyrir veisl-
una, en fötin eru í margra
huga mikilvægur hluti af
fermingunni. Blaðamaður
hafði samband við nokkrar
verslanir og fékk að vita allt
um fermingartískuna í ár.
Litríkar slaufur
„Við erum aðallega með
jakkaföt, það eru flestir
að taka jakkaföt í ár,“ segir
Bjartur Snorrason, verslunar-
stjóri hjá Gallerí Sautján.
„Það eru frekar klassískir
litir í jakkafötunum; grár,
dökkblár og svartur. Svo eru
strákarnir svolítið að leika sér
með liti í aukahlutunum eins
og slaufum, sem eru alveg sér-
staklega vinsælar, og jafnvel
bindum. Prjónaðar slaufur og
prjónuð bindi hafa líka verið
nokkuð vinsæl í ár.“
Bjartur segir slaufurnar vinsælli
en bindi á meðal fermingardrengja
og að þær séu í öllum regnbogans lit-
um.
„Strákarnir eru alveg að leika sér
með litina. Ég myndi segja að vinsæl-
ustu litirnir í slaufunum séu vínrauð-
ur, brúnn og rauður og svo erum við
líka með frekar skæra liti sem tóna
vel við klassísku litina í jakkafötun-
um.“
Converse-skór í öllum litum
Bjartur segir skyrturnar í ár herra-
legar og klassískar.
„Þær eru hvítar, ljósbláar og svo
erum við líka með köflóttar skyrtur.
Þær eru frekar klassískar og passa því
vel við jakkafötin. Svo erum við líka
með vesti og fyrir þá sem vilja alls
ekki jakkaföt þá erum við með staka
jakka sem strákarnir hafa verið að
taka með þröngum gallabuxum, sem
er líka mjög vinsælt.“
Margir strákar á fermingaraldri
eru feimnir við að klæðast spari-
skóm.
„Ég myndi segja að 90 pró-
sent af þessum strákum séu að fara
bara beint í Converse-skóna. Það er
einmitt svolítið skemmtilegt því það
er mjög herralegt þegar þeir klæðast
jakka-
fötum og
skyrtu og eru
með slaufu eða
jafnvel bindi,
en svo gera þeir
„lúkkið“ aðeins
strákalegra með því
að klæðast strigaskón-
um við. Og þar eru lit-
ir líka vinsælir. Við seljum
náttúr lega svarta og dökkbláa Con-
verse-skó en líka mjög mikið af vín-
rauðum og jafnvel hvítum og gráum.“
Hvítir blúndukjólar
Sylvía Clothier Rúdolfsdóttir,
rekstrar stjóri Gallerí Sautján, segir
kjóla vera málið í ár.
„Við erum bæði með kjóla með
blúndu og án blúndu en þeir eru all-
ir í hinu svokallaða „skater“-sniði þar
sem toppurinn er þröngur að ofan og
svo kemur hringskorið pils.“
Sylvía segir blúndur alltaf
vinsælar fyrir ferminguna.
„Hvíti liturinn er líka alltaf mjög
vinsæll hjá stelpunum. Og fyrir þær
sem ekki vilja vera í kjól þá erum við
með blúnduboli, bæði í hvítu og kór-
albleiku, og svo „skater“-pils við,“
segir hún og bætir við að auk hins
klassíska hvíta litar hafi
kóral- og ljósbleikur komið
sterkur inn í ár.
En hvað með skóbúnað
stelpnanna?
„Margar eru orðnar mjög ör-
uggar á hælaskóm og vilja
vera á háum hælum en svo
eru líka margar sem vilja
bara vera á litlum hælum eða í
ballerínuskóm. Svo eru jafnvel ein-
hverjar sem ætla að vera í Converse-
skóm á fermingardaginn.“
Blazer-jakkar yfir kjólana
Edda Sif Sigurðardóttir, eigandi
Dúkkuhússins, segir kjóla vera það
vinsælasta hjá stelpunum í ár.
„Við erum mest með stelpulega
kjóla sem eru teknir saman í mittið
og ætli vinsælasti liturinn hafi ekki
verið hvítur. Hann hefur ekki alltaf
verið það, en var mjög vinsæll í ár,
og svo er þessi klassíski ljós-
bleiki litur líka vin-
sæll. Einnig var
ljósmyntugrænn
mjög vin-
sæll og
blúndur og blómamynstur að auki,“
segir hún.
„Yfir kjólana eru stelpur svo
mikið að taka blazer-jakka, annað-
hvort svarta eða hvíta, og skórnir eru
margir með fylltum hæl og einnig
mjög „plain“, til dæmis svartir.“
Höfuðskraut og líkamskeðjur
Rakel Unnur Thorlacius, verslunar-
stjóri Spútnik í Kringlunni, segir
marga fallega kjóla í boði í verslun-
inni fyrir þær sem þora að vera öðru-
vísi á fermingardaginn.
„Við erum með
alls konar kjóla.
Margir eru mjög
„fermingarlegir“ og
svo erum við líka
með velúrkjóla sem
eru mikið í tísku
núna og henta vel
fyrir fermingar,“
segir hún og bend-
ir á að einnig megi
lífga upp á ferm-
ingar-„lúkkið“
með fallegu skarti.
„Við erum með
mikið af alls kon-
ar höfuðskrauti
sem við teljum að
geti verið mjög
flott fyrir ferm-
inguna. Svo erum
við náttúrlega
líka með „body
chains“ eða lík-
amskeðjur sem
eru mjög mik-
ið í tísku núna
og gætu ver-
ið flottar til að
„poppa upp“
kjóla fyrir
fermingar-
daginn.“ n
Converse-skór
og hvítar blúndur
n Fermingartískan er fremur hefðbundin í ár n Keðjur og litríkar slaufur vinsælar
Herralegt og
strákalegt í
bland Herraleg
jakkakföt við
strigaskó og lit-
ríka sokka er það
vinsælasta hjá
strákunum í ár.
Toppur og pils Fyrir þær
sem ekki vilja vera í kjól er
mikið úrval af blúndu-
toppum og pilsum við.
Kjóll og blazer Margar
velja að vera í hvítum eða
svörtum blazer-jakka yfir
fermingarkjólinn.
Hefðbundir litir Flestir eru að velja
jakkaföt í gráum, dökkbláum eða svört-
um. Við fötin eru herralegar skyrtur og
skemmtilegir litir í sokkum og bindum.
Svartar blúndur
Fyrir þær sem þora
að skera sig úr er
jafnvel hægt að
velja sér svartan
fermingarkjól.
Hvítar blúndur
Hvítar blúndur eru
alltaf vinsælar fyrir
ferminguna. Þessi
kjóll fæst í Spútnik.
Evonia er hlaðin bæti-
efnum sem næra hárið
og gera það gróskumeira.
Myndirnar hér til hliðar
sýna hversu góðum árangri
er hægt að ná með Evonia.
Evonia
www.birkiaska.isFyrir Eftir
Evonia eykur
hárvöxt með því
að veita hárrótinni
næringu og styrk.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
horn@dv.is