Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Side 3
Vikublað 6.–8. maí 2014 Fréttir 3
Íslenskt tal leiðbeinir
notanda um allar aðgerðir
Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu
fjöri sem startað hefur verið í gang
með hjartastuðtækjum frá Donnu.
Samaritan PAD
hjartastuðtæki
kosta aðeins frá
kr. 199.600 m/vsk.
2000 var fjölgunin mest í yngsta hópn
um og það ár fyrirfóru níu ungmenni
sér. Síðan hefur dregið úr sjálfsvígum
fólks undir tvítugu og í dag eru þau eitt
til þrjú á ári. „Það er enn of mikið.
Við horfum til þess að á undanförn
um árum höfum við farið hringinn í
kringum landið með fræðslu fyrir fé
lagsþjónustu, heilsugæslu, presta,
kennara og námsráðgjafa sem hefur
kannski orðið til þess að umræðan
er að opnast og fólk vinnur meira
saman.“
Aðstæður þeirra sem svipta sig
lífi eru líka ólíkar. „Þetta getur gerst
í hverri fjölskyldu. Stundum kemur
sjálfsvígið eins og þruma úr heið
skíru lofti en stundum hafa aðstand
endur vitað til þess að viðkomandi
hafi glímt við erfiðleika. Það kemur
alltaf jafn mikið á óvart þegar einhver
sviptir sig lífi, aðstandendur verða
alltaf hissa og dofna og fara í gegnum
allar tilfinningarnar.“
Hún segir að stundum gerist þetta
á óvæntum stundum, eins og þegar
alkóhólistar eru að hefja bataferli.
„Þeir hafa skilið eftir sig sviðna jörð
og vita ekki hvar þeir eiga að byrja að
biðjast afsökunar. Ef ekkert tekur við
þegar alkóhólistinn kemur úr meðferð
og tengslanetið er horfið er vaxandi
hætta á að hann fari aftur í neyslu eða
hann hugsi með sér að hann muni
aldrei komast aftur inn í þetta samfé
lag og þá sé eins gott að hverfa, fyrir
fara sér. Það hafa allir þörf fyrir nánd.“
Fjölda manns bjargað á hverju ári
Á síðustu árum hefur verið lögð
áhersla á að hjálpa fagfólki að þekkja
merki kvíða, þunglyndis, depurðar
og annarra geðsjúkdóma. „Þung
lyndi er grafalvarlegur sjúkdómur
sem getur leitt fólk til dauða. Bæði
af því að það getur endað með því
að fólk bindur enda á eigið líf og eins
vegna þess að fólk hættir að hugsa
um líkamlegar þarfir sínar, tekur ekki
mark á líkamlegum kvillum og leitar
sér síður hjálpar.
Fagfólk þarf að vera vakandi fyrir
því en því miður er ekki hægt að koma
í veg fyrir öll sjálfsvíg. Sem betur fer
er fólki þó bjargað á hverju ári. Talað
er um að það séu á milli 500 og 600
sjálfsvígstilraunir gerðar á ári. Það er
fólk sem fær oft og tíðum nýtt líf. Það
nær botninum með sjálfsvígstilraun
inni og fer í kjölfarið að vinna í sínum
málum. Þá er fólk að vaxa út frá mikl
um erfiðleikum.“ n
Vill sneggri viðbrögð
Þorleifur styður bæði gjaldfrelsi og greiðslur til foreldra vegna fátæktar
A
ð mati Dögunar í Reykja
vík ætti að lengja fæðingar
orlofið og hafa borgarrekna
dagvistun að því loknu
sem og hún hefjist fyrr en
nú er. Við viljum aukna samfellu í
dagvistunarkerfinu og að strax að
loknu fæðingarorlofi taki við heild
rænt kerfi skóla og frístundastarfs,“
segir Þorleifur Gunnlaugsson, odd
viti flokksins, um áherslur Dögunar
hvað varðar dagvistun barna. „Þetta
kæmi í stað þess fyrirkomulags sem
nú er við lýði þar sem börn fara oft,
fyrst í daggæslu í einkageiranum og
svo í leikskóla borgarinnar.“
Dagforeldrar starfi sem
launþegar
Dögun í Reykjavík hefur sett fram þá
hugmynd að dagforeldrar ættu þess
kost að starfa sem launþegar undir
skóla og frístundarsviði borgarinnar.
„Dagforeldrar í Reykjavík gegna
veigamiklu hlutverki í þjónustu og
umönnun barna okkar í Reykjavík.
Það er því mikilvægt að viðhalda
þeirri þekkingu og þeim mannauði
sem skapast hefur í núverandi dag
foreldrakerfi. Af þessum ástæðum er
varhugavert að leggja þjónustu dag
foreldra niður. Mikil fremur ætti að
koma á borgarreknum ungbarna
leikskólum til viðbótar dagforeldra
kerfinu svo foreldrar geti valið það
daggæsluform sem henti sínu barni.
Þá leggur Dögun í Reykjavík áherslu
á að foreldrar hafi val um að vera
í fæðingarorlofi, hafa barn sitt hjá
dagforeldri eða í leikskóla.“ Mik
ill skortur er á dagforeldrum sem
stendur og segir Þorleifur fulla þörf á
að auglýsa eftir dagforeldrum í þeim
hverfum þar sem skortur er á plássi.
Þá vill hann að foreldrar eigi þess
kost að fá greitt fyrir að vera heima,
kjósi þeir það. „Eins ættu foreldrar
sem kjósa, og geta verið heima með
barn sitt fram að hefðbundnum leik
skólaaldri, að fá greitt sem nemur
niðurgreiðslu á ungbarnaleikskóla
plássi,“ segir Þorleifur.
Frístundakort tekjutengd
Það kemur varla á óvart að Þorleif
ur styðji hugmyndir Vinstri grænna
um gjaldfrjálsa leikskóla, grunn
skóla og frístundaheimili. Þorleifur
segir fátækt barna í borginni krefj
ast sneggri viðbragða en fjögurra
ára aðlögunartíma sem Vinstri græn
leggja til. „Dögun í Reykjavík vill for
gangsraða með það að markmiði
að stemma strax stigu við vaxandi
barnafátækt í borginni með tekju
tengingu gjaldskráa. Þannig greiði
þeir sem eru hvað tekjulægstir ekk
ert fyrir grunnþjónustu barna en
þeir tekjuhæstu meira. Þá vill Dögun
í Reykjavík einnig að frístundakort
séu tekjutengd þannig að þau börn
sem búi við fátækt á heimilum hafi
sömu tækifæri og önnur börn til að
taka virkan þátt í frístundastarfi.“ n
Meiri stuðningur
vegna fátæktar
Áherslur Dögunar í
málefnum barna í
borginni snúa að fá-
tækt þeirra. Þorleifur
vill sneggri viðbrögð
við aðstæðumun
barna í borginni.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
sjálfsvígi foreldra
leynt fyrir börnum
n Þöggunin djúpstæð í vestrænni menningu n Sorgarferlið erfiðara en ella n 2.500 nýir syrgjendur á ári
Þrjú sjálfsvíg
á mánuði
Karlar líklegri en konur til að
svipta sig lífi
n Á 40 sekúndna fresti fremur einn
einstaklingur sjálfsvíg í heiminum.
n Að minnsta kosti þrír einstaklingar
fyrirfara sér á Íslandi í hverjum mánuði.
n Á árunum 1999–2009 voru 382 sjálfs-
víg framin á Íslandi, þar af 291 karlar.
n Á sama tímabili fyrirfóru sér 29 ung-
menni undir tvítugu og 28 einstaklingar
67 ára og eldri.
n Frá árinu 1996 hafa að minnsta kosti
þrjú börn á aldrinum 6–15 ára svipt sig lífi.
n Karlar eru mun líklegri en konur til að
svipta sig lífi, en konur gera mun fleiri
sjálfsvígstilraunir.
Að sögn Salbjargar eru fimm þættir sem
þarf að hafa í huga þegar fólk lendir í
tilvistarkreppu.
1. Fólk þarf viðtal við fagaðila þar sem
farið er yfir stöðuna. Hvað var, það sem
er og það sem er framundan varðandi
markmið og annað.
2. Fólk þarf að fá fræðslu um orsök,
einkenni, afleiðingar, horfur og von ef um
sjúkdóm er að ræða.
3. Fólk þarf að skoða hvort lífsstíls-
breytinga sé þörf. Það þarf að skoða
svefninn, næringuna, hreyfinguna, sam-
skipti við aðra, skólann, vinnuna og annað.
4. Fólk þarf kannski lyf, stundum í
skemmri tíma, stundum lengri.
5. Fólk þarf að skoða tengslanetið, finna
stuðninginn og fræða fjölskylduna því
enginn er eyland. Fjölskylduvinnan er
mjög mikilvæg.
Fimm skref í átt að bættri líðan
Mikilvægt að ræða við fjölskyldu og fagaðila
„Eitt og
eitt barn
hefur verið í
vandræðum
og svipt sig lífi.
Þá höfum við
sagt að einelti
drepur.