Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Qupperneq 9
Vikublað 6.–8. maí 2014 Fréttir 9
Gæði fara aldrei úr tísku
Hitastýrð
blöndunartæki
Stílhrein og
vönduð
Segir bréf Jónínu
hafa verið niðrandi
n „Hef reynt að koma vitinu fyrir dóttur okkar“ n Sendi töluvert magn skilaboða
S
tjórn Krossins hefur sent
frá sér útskýringar á bréfi
sem Jónínu Benedikts-
dóttur barst nýlega. Í bréf-
inu var Jónínu tilkynnt að
henni hefði verið vikið úr Krossinum
en Sigurbjörg Gunnarsdóttir skrif-
aði undir bréfið fyrir hönd stjórn-
ar trúfélagsins. Sigurbjörg er dóttir
Gunnars Þorsteinssonar, eiginmanns
Jónínu, en hatrammar deilur hafa
átt sér stað undanfarin ár um yfir-
ráð í Krossinum. Að sögn Jónínu er
ástæða brottrekstrarins skrif hennar
til Sigurbjargar og annarra safnaðar-
meðlima sem Jónína kveðst hafa ver-
ið að reyna að „koma vitinu fyrir,“ í
deilunum um stjórnun Krossins.
Svívirðingar, áreiti og hótanir
Í yfirlýsingu frá Krossinum er þetta
staðfest en þar segir að skilaboð Jón-
ínu hafi verið særandi, ógnandi og
þau innihaldið hótanir, svívirðingar
og áreiti. „Stjórn Krossins kom
saman fyrir nokkrum vikum til að
sammælast um viðbrögð við fjöl-
mörgum skriflegum og munnleg-
um orðsendingum sem höfðu borist
ýmsum safnaðar meðlimum á síð-
ustu misserum í gegnum netpóst,
smáskilaboð, síma eða augliti til
auglitis á kirkjulóð safnaðarins. Bár-
ust þessar orðsendingar frá Jónínu
og innihéldu þær særandi og ógn-
andi fullyrðingar, svívirðingar, áreiti
og hótanir. Stjórninni var ljóst að
safnaðarmeðlimir voru margir farnir
að veigra sér við að mæta á samkom-
ur vegna þessa og því þótti brýnt að
bregðast við með einhverjum hætti,“
segir í yfirlýsingunni.
Í samtali við DV vill Sigurbjörg
ekki útskýra þessi skilaboð Jónínu
með nánari hætti en segir að þetta
hafi verið töluvert mikið magn skila-
boða til meðlima safnaðarins. „Ég
ætla ekki að tjá mig nánar um inni-
haldið,“ segir Sigurbjörg.
Sýndu Jónínu nærgætni
Í tilkynningunni segir einnig að reynt
hafi verið að leita annarra leiða til að
stöðva áreiti Jónínu. Sigurbjörg sendi
henni bréf og fór fram á það í fullri
vinsemd að hún hætti öllum skrif-
legum og munnlegum sendingum
sem innihéldu meiðandi og ókristi-
legt orðaval. Hún fékk hins vegar tvö
bréf sem voru „orðljót, niðrandi og í
raun hatursfull,“ eins og það er orðað
í tilkynningunni. „Til að sýna Jónínu
nærgætni var ákveðið að halda þessu
atviki frá fjölmiðlum, engin tilkynn-
ing um þetta birt á heimasíðu safn-
aðarins og bréf hennar ekki tíunduð,“
kemur enn fremur fram í tilkynningu
Krossins.
„Ég hef reynt á alla vegu“
„Málið er auðvitað flóknara því við
erum að tala um dóttur okkar og
þegar börnin okkar lenda í slæmum
félagsskap þá reynum við að koma
vitinu fyrir þau og það hef ég gert.
Ég hef reynt á alla vegu,“ sagði Jón-
ína í samtali við DV.is fyrir helgi. Hún
kveðst hafa reynt að leita sátta í mál-
inu sem varðar það að Gunnar Þor-
steinsson og stuðningsmenn hans
innan trúfélagsins líta svo á að sú
stjórn sem nú situr sé ólögleg og sitji í
umboðsleysi.
„Ég vil ekki vera þátttakandi í því
að kirkja sé notuð sem stríðsvett-
vangur. Það er nóg af öðrum stöðum
sem við getum barist. Ég hef reynt að
halda mig fyrir utan þetta, nema ég
hef reynt að koma vitinu fyrir dóttur
okkar sem hefur lagst mjög lágt gagn-
vart föður sínum. Núna síðast með
því að kæra bókhald Krossgatna til
sérstaks saksóknara.“
Fjaðrafok á aðalfundum
Tvær fylkingar hafa tekist á síðan
Gunnar var sakaður um kynferðis-
brot, en í kjölfarið hætti hann sem
forstöðumaður Krossins. Í byrjun
apríl greindi Kastljós frá því að
áfangaheimilið Krossgötur og Kross-
inn hefðu óskað eftir því að sérstakur
saksóknari færi yfir bókhald beggja
stofnananna með tilliti til bókhalds-
áranna 2008–2012. Síðustu tveir að-
alfundir hafa ekki verið lausir við
fjaðrafok, en árið 2012 hvatti Sigur-
björg félagsmenn til þess að kjósa
Gunnar, föður sinn ekki, en hún hafði
staðið með honum þegar hann var
ásakaður um kynferðisbrot. Á síð-
asta aðalfundi, sumarið 2013, þurfti
að kalla til lögreglu eftir að til átaka
kom. Þar buðu þau feðgin sig bæði
fram til forystu. Gunnar vill nú kom-
ast aftur í stjórn trúfélagsins og hef-
ur að undanförnu kallað eftir því að
aðal fundur verði haldinn svo hægt
verði að kjósa um nýja stjórn. n
Jónína Benediktsdóttir „Málið er
auðvitað flóknara því við erum að tala um
dóttur okkar og þegar börnin okkar lenda í
slæmum félagsskap þá reynum við að koma
vitinu fyrir þau og það hef ég gert,“ segir
Jónína. Mynd Sigtryggur Ari
rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
Sigurbjörg gunnarsdóttir
Bréfið sem Jónína fékk, þar sem
henni var vísað úr Krossinum, var
undirritað af Sigurbjörgu. Hún
segir að Jónína hafi sent töluvert
magn skilaboða. Mynd Sigtryggur Ari
„Safnaðar
meðlimir
voru margir
farnir að veigra
sér við að mæta
Er ekki harkalegt að stefna mönnum fyrir dóm? spyr Kári sem kirkjan stefndi
Gefur ekki
upp nafn
þess hótaði
Ingvar Þórðarson, annar af
framleiðendum kvikmyndar-
innar Vonarstræti, segist
ekki ætla að gefa upp nafn
útrásarvíkingsins sem hótaði
að fá lögbann sett á myndina.
Ingvar segir að um sé að ræða
leiðindaatvik
og að hann vilji
ekki ræða það
frekar. Nafn
mannsins mun
því að öllum
líkindum aldrei
koma fram.
Vefmiðilinn
Pressan greindi
frá því á mánu-
daginn að lög-
banninu hefði
verið hótað fyrir síðustu helgi.
Þar var haft eftir Ingvari: „Hót-
anir virka aldrei hvort eð er í líf-
inu. Menn mega reyna að setja
lögbann en það er ekkert hlaup-
ið að því. Þá þyrftu menn að
reiða fram ansi háa tryggingu.
Menn eiga kannski fyrir því. Það
getur verið að margir kannist
við sjálfan sig þarna en hótanir
eru bara lélegar yfir höfuð.“
Í myndinni er meðal annars
fjallað um fyrrverandi atvinnu-
mann í knattspyrnu sem starfar
í íslenskum banka. Maðurinn
er leikinn af Þorvaldi Davíð
Kristjánssyni. Samkvæmt frétt
Pressunnar hafði einn ónafn-
greindur kaupsýslumaður sam-
band við Ingvar símleiðis og
hótaði því að setja lögbann á
myndina á þeim forsendum að
ein persónan í myndinni væri
augljóslega byggð á honum.
Meðframleiðandi Ingvars að
myndinni er Júlíus Kemp.
Þorvaldur davíð
Kristjánsson
„Hótanir virka
aldrei hvort
eð er í lífinu. Menn
mega reyna að setja
lögbann en það er
ekkert hlaupið að því.