Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Side 11
Vikublað 6.–8. maí 2014 Fréttir 11 Þau Sögðu ítrekað óSatt n Ráðherra hylmdi yfir með þeim sem framdi brotið n Ráðherra og aðstoðarmenn töluðu gegn betri vitund n Dómsskjöl staðfesta fréttaflutning DV og hrekja málsvörn ráðherra Hanna Birna blekkti þingheim Sagði skjalið ekki komið úr innanríkisráðuneytinu Úrskurður Hæstaréttar setur lekamálið í nýtt samhengi. Þar kemur fram að lög­ reglurannsókn hafi leitt í ljós að minnis­ blaðið um hælisleitandann Tony Omos sé komið úr innanríkisráðuneytinu og að það hafi verið sent Hönnu Birnu, aðstoðar­ mönnum hennar og ráðuneytisstjóra. Þetta er áhugavert í ljósi þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur tvívegis fullyrt að minnisblaðið sem endaði í höndum fjölmiðla sé „ekki sam­ bærilegt við nein gögn í ráðuneytinu“. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma þann 16. desember spurði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Hönnu Birnu um málið. Þá sagði ráðherra að engin staðfesting væri fyrir því að gögn úr inn­ anríkisráðuneytinu hefðu komist í hendur fjölmiðla: „Við höfum einungis munnmæli um það. Þeir sem hafa sent þessi gögn, og það eru ekki einu sinni sambærileg gögn og eru til í ráðuneytinu, eru einstaklingar en ekki ákveðnir fjölmiðlar þannig að því sé til haga haldið.“ Dómsskjölin sýna að þessar staðhæfingar ráðherrans stangast á við þá vitneskju sem Hanna Birna hafði þá þegar um málið. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hún og aðstoðarmenn hennar fengu skjalið sent á netfang sitt klukkan 17.17 þann 19. nóvember. Þá bendir rannsóknin til þess að innanríkisráðherra sé einn af fáum einstaklingum innan ráðuneytisins sem hafði vitneskju um tilvist skjalsins áður en það endaði í höndum fjölmiðla, en það voru alls átta manns. Hanna Birna endurtók þessa staðhæf­ ingu í sérstakri umræðu um málið á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn. Þá hafði Mörð­ ur Árnason, varaþingmaður Samfylkingar­ innar, spurt hana hvort umrætt minnisblað væri til inni hjá ráðuneytinu en hann hafði upplýst að hann væri með minnisblaðið undir höndum. Hanna Birna hvatti hann til að upplýsa sjálfur um það hvaðan hann fékk minnisblaðið en ítrekaði svo að þær upplýsingar sem komið hefðu fram í fjöl­ miðlum væru ekki sambærilegar við það sem finna mætti í gögnum ráðuneytisins: „Ég hvet líka háttvirtan þingmann Mörð Árnason sem hefur umrætt minnisblað undir höndum, hann hefur upplýst það hér, til að upplýsa þingheim um það hvaðan hann fékk minnisblaðið, vegna þess að minnisblaðið sem hefur verið í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu.“ Í ljósi þess að Hönnu Birnu mátti vera ljóst hverjir höfðu vitneskju um minnis­ blaðið sætir furðu að hún hafi bendlað undirstofnanir innanríkisráðuneytisins, lögfræðinga hælisleitendanna og Rauða krossinn við lekann. „Það er hins vegar þannig að í málefnum er tengjast hælisleitendum fara gögn, eins og ég hef áður upplýst þingheim um þegar háttvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir nefndi málið hér, nokkuð víða. Þau fara til lögmanna, lögreglunnar, Rauða krossins, þau fara nokkuð víða,“ sagði ráðherrann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi þann 16. desember. Eins og greint hefur verið frá kemur fram í úrskurði Hæstaréttar að átta manns hafi haft vitneskju um tilvist skjalsins. Lögfræðingurinn sem útbjó það, skrifstofustjóri á skrifstofu stjórnsýslu­ og réttarfars, ráðuneytisstjóri, ráðherra og aðstoðarmenn hans, sem og tveir lögmenn sem lásu skjalið yfir. Þá höfðu engar undir­ stofnanir aðgang að skjalinu. Þannig fæst ekki betur séð en að með því að bendla aðila eins og Rauða krossinn við lekann hafi ráðherrann verið að afvegaleiða umræðuna gegn betri vitund. Skjaldborg um ráðherra Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformað­ ur Sjálfstæðisflokksins og gegnir embætti innanríkisráðherra í umboði flokksins. Í nágrannalöndum okkar er algengt að ráðherrar segi af sér vegna þrýstings innan úr þeim stjórnmálaflokkum sem þeir sækja umboð sitt til. Sú staða sem komin er upp í máli Hönnu Birnu er fordæmalaus á Íslandi. Aldrei áður hefur ríkissaksóknari mælt fyrir um sakamálarannsókn sem beinist gegn ráðherra. Þrátt fyrir þetta hafa aðildarfélög Sjálfstæðisflokksins ekki krafist þess að ráðherrann segi af sér meðan lögreglurann­ sóknin fer fram. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf­ stæðisflokksins, hefur stokkið Hönnu Birnu til varnar oftar en einu sinni. Það sama má segja um nokkra þingmenn flokksins, meðal annars Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann og tengdamóður Þóreyjar Vilhjálmsdóttur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur varið Hönnu Birnu og sagt það fráleita kröfu að hún segi af sér. Í ljósi alls þessa er lekamálið ekki lengur lekamál Hönnu Birnu Kristjáns­ dóttur heldur lekamál ríkisstjórnarinnar. Fór með ósannindi í viðtali við DV Aðstoðarmaður varð tvísaga og lét sig svo hverfa Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, var áberandi í upphafi lekamálsins en dró sig síðar í hlé. Þann 21. nóvember, degi eftir að upplýsingar úr minnisblaði innanríkis­ ráðuneytisins birtust í fjölmiðlum, fullyrti hann í samtali við blaðamann DV að það væri ekkert skjal um Tony Omos til inni hjá ráðuneytinu. Lögreglurannsókn hefur leitt í ljós að þessi fullyrðing aðstoðarmanns­ ins er röng eins og honum hefði mátt vera ljóst enda fékk hann skjalið sent á netfang sitt þann 19. nóvember. Þrátt fyrir að Gísli hefði hafnað tilvist skjalsins útilokaði hann ekki að óbreyttir starfsmenn ráðuneytisins hefðu safnað persónuupplýsingum um hælisleitendur og lekið þeim til fjölmiðla: „Einhverjir gætu verið að búa til einhverja punkta hjá sér.“ Hann dró þetta þó síðar til baka í tilkynningu sem hann sendi á DV og gerðist þannig tvísaga í málinu: „Ekkert hefur komið fram um að gögn um ákveðna einstaklinga sem fjallað hefur verið um víða í stjórnsýslunni hafi verið send óviðkomandi aðilum.“ Þannig vísaði hann fréttaflutningi Mbl.is og Fréttablaðsins á bug en álíka svör áttu síðar eftir að birtast í tilkynningum frá ráðuneytinu. Sagði ósatt í útvarpinu Aðstoðarkona sagðist ekki vita hvaðan skjalið kæmi Eins og DV hefur þegar greint frá var Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sá aðili innanríkisráðuneytisins sem var í sam­ skiptum við fjölmiðla varðandi mál Tony Omos þann 19. nóvember. Hún svaraði fyrir málið í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar en þar þvertók hún fyrir að hafa sjálf lekið skjalinu á fjölmiðla. Þá sagði hún að athugun rekstrarfé­ lags stjórnarráðsins hefði leitt í ljós að gögnunum hefði ekki verið lekið úr innanríkisráðuneytinu: „Þannig að það er raunverulega búið að taka fyrir það að þessi gögn hafi farið, eða einhver gögn er varða þessa hælisleitendur hafi farið úr gögnum ráðuneytisins.“ Þá fullyrti Þórey að hjá ráðuneytinu væri ekki vitneskja um hvaðan minnis­ blaðið væri komið: „Við vitum ekkert hvaðan það kemur.“ Þegar þáttastjórn­ andi spurði hana hvort hún gæti fullyrt að minnisblaðið hefði ekki farið úr ráðu­ neytinu og á fjölmiðla sagði hún: „Ég get náttúrulega ekki sagt það.“ Þá ítrekaði hún að það væri búið að taka fyrir það að lekinn kæmi úr ráðuneytinu, þrátt fyrir að henni hafi mátt vera ljóst að örfáir einstaklingar höfðu vitneskju um skjalið, allir hjá innanríkisráðuneytinu, þar á meðal hún: „Það er búið að sýna fram á það að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“ Fullyrðingar Þóreyjar eru bersýnilega rangar og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún fer með staðlausa stafi í málinu. Sem dæmi sagði hún í skriflegu svari til DV þann 10. janúar að Hanna Birna hefði ekki verið kærð til lögreglu: „Það er engin kæra á Hönnu Birnu hjá lögreglunni eða ríkissaksóknara.“ Staðreyndin er sú að þá þegar höfðu tvær kærur verið lagðar fram. Önnur til ríkissaksóknara og hin til lögreglunnar en sú kæra beinist að Hönnu Birnu sjálfri sem og starfsmönn­ um ráðuneytisins. Síðar bættist þriðja kæran við en hún beinist einnig að Hönnu Birnu. yfirlýsingar ráðuneytisins eiga ekki við rök að styðjast. Alvarlegt verður að teljast að almenningur geti ekki treyst því að sagt sé satt og rétt frá í tilkynningum frá innanríkisráðu- neytinu. Rangfærslur ráðuneytisins hafa ekki verið leiðréttar. Ábyrgðin liggur víðar Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytis- stjóri innanríkisráðuneytisins, hefur ekki viljað gangast við því að gögnum hafi verið lekið úr innanríkisráðu- neytinu þótt henni hafi lengi mátt vera ljóst að sú væri raunin. Þann 13. desember ræddi Ragnhildur við stuðningsmenn Tony Omos í and- dyri innanríkisráðuneytisins. DV varð vitni að því þegar hún þvertók fyrir að trúnaður ráðuneytisins við hælisleitandann hefði verið rofinn. Svo virðist sem það hafi ekki að- eins verið ráðherra og aðstoðar- menn sem brugðust þegar lekamálið kom upp, heldur hafi einnig faglega skipaðir starfsmenn í innanríkis- ráðuneytinu tekið afstöðu með ráð- herranum frekar en sannleikanum og þeim almannahagsmunum sem innanríkisráðuneytinu ber að standa vörð um. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.