Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 13
Vikublað 6.–8. maí 2014 Fréttir Erlent 13 Krossfestingar í Sýrlandi n Íslamskir uppreisnarmenn virkir á nýmiðlum n Sækja í sig veðrið í borgarastyrjöld Í slamskir öfgamenn kross- festu tvo uppreisnarmenn á al- mannafæri í borginni Raqqa í norðausturhluta Sýrlands á dögunum. Að sögn öfga- mannanna voru mennirnir tekn- ir a f lífi til að hefna fyrir tilraun til að koma fyrir bílsprengju. Maður á vegum samtakanna deildi mynd- um af krossfestingunni á Twitter, en samtökin eru merkilega virk á nýmiðlum. Öfgamennir hafa stýrt borginni Raqqa nú um nokkra mánaða skeið. Samtökin sem stýra borginni voru um tíma systursam- tök al-Kaída en þóttu of öfgafull fyrir hryðjuverkasamtökin. Misbauð al-Kaída Uppreisnarhópurinn sem ber ábyrgð á krossfestingunum nefn- ist Íslamskt ríki Írak og nágranna- ríkja. Hópurinn hefur verið að sækja í sig veðrið á síðastliðnum mánuðum í stríðshrjáðu Sýrlandi. Stýra þeir allstóru svæði í Sýrlandi og Írak, mestmegnis beggja vegna landamæra ríkjanna. Í upphafi þessa árs bárust fregnir af því að uppreisnarhópur- inn hefði náð að sölsa undir sig borgina Fallujah í Írak og hefði lýst þar yfir sharía-lögum. Þrátt fyrir að berjast fyrir yfirráðum í Sýrlandi og Írak eru langflestir meðlim- ir hvorki sýrlenskir né írakskir að uppruna, flestir róttækir aðkomu- menn frá öðrum Arabalöndum. Lengi vel átti uppreisnarhópur- inn í virku samstarfi við hryðju- verkasamtökin al-Kaída, en til marks um öfgakennd hópsins þá hafa hryðjuverkasamtökin reynt að skapa fjarlægð á milli sín og uppreisnarhópsins. Talið er að al- Kaída hafi þótt öfgar Íslamska rík- isins svo miklar að það yrði drag- bítur. Virkir á Twitter Krossfesting mannanna átti sér stað í borginni Raqqa þar sem ísla- mistarnir ráða nú lögum og lofum. Myndum af krossfestum líkum mannanna var dreift á Twitter- síðu íslamistanna. „Við vorum rétt í þessu að taka sjö njósnara af lífi fyrir að reyna að koma fyrir bílsprengjum. Mjög góð mæting,“ sagði í skilaboðunum sem fylgdu með myndunum. Raunar eru samtökin gífurlega virk á Twitt- er í gegnum mann að nafni Abu Dujanah. Á Twitter-síðu hans er nærri daglega deilt fréttum sem og myndum af nýjustu voðaverkum samtakanna. Af myndunum að dæma virðist krossfestingin hafa farið fram á umferðareyju. Má sjá nokkurn fjölda áhorfenda, þar á meðal unga drengi. Kristnir menn ofsóttir Fyrr á þessu ári gaf Íslamska ríkið út yfirlýsingu þess eðlis að kristn- um íbúum Raqqa hafi verið boð- inn úrslitakostur, en í borginni býr nokkur fjöldi maróníta. Fengu þeir að velja á milli þess að taka íslams- trú, samþykkja stórkostlega frels- isskerðingu, eða ella vera tekn- ir af lífi. Ekki fylgdi yfirlýsingunni hvorn valkostinn fólkið tók . Óvíst er hver bakgrunnur mannanna sem voru krossfestir er en ekki er ólíklegt að mennirnir hafi ver- ið kristnir. Samkvæmt samtökum sem fylgjast með mannréttind- um í Sýrlandi eru þetta ekki fyrstu krossfestingarnar sem Íslamska ríkið stendur fyrir í borginni. n Eldri mynd Hér má sjá börn virða fyrir sér krossfestan mann. Sýnir myndin krossfestingu sem átti sér stað í upphafi apríl. Krossfestur á umferðareyju Myndinni var deilt á Twitter-síðu eins meðlims Íslamska ríkisins. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Fortíð og nútíð Áhorfendur tóku myndir með af krossfestum mönnum með snjall- símum. „Við vorum rétt í þessu að taka sjö njósnara af lífi fyrir að reyna koma fyrir bílsprengjum. Fannst látinn Talið er að líkið sé af Kevin Casserly sem hefur verið saknað síðan í nóvember. Steggjun í uppnámi vegna líkfundar Sá sem leigði bílinn sagði hópnum að opna ekki farangursgeymsluna undir nokkrum kringumstæðum Þ að sem átti að verða frábær helgi hjá nokkrum félögum í Minnesota í Bandaríkjun- um breyttist í martröð þegar lík fannst í bíl sem þeir fé- lagar tóku á leigu. Til stóð að steggja einn úr hópn- um, Dan Trainor, og var ferðinni heitið frá Minnesota til Kentucky þar sem hópurinn ætlaði að hafa það gaman. Leigður var húsbíll undir hópinn sem lagði af stað síð- astliðinn fimmtudag. Eftir að hafa ekið í dágóða stund ákvað hópurinn að hvíla lúin bein, stöðva bílinn og halda svo áfram daginn eftir. John Kirk, einn úr hópnum, segir í samtali við Star Tribune að eigandi bílsins hafi tekið það skýrt fram að ein farangursgeymsla bíls- ins væri biluð og ekki undir nein- um kringumstæðum ætti að reyna að opna hana. Skilaboðin náðu ekki til allra og þegar umrædd farangurs- geymsla var opnuð um kvöldið mætti þeim vondur þefur – það var lík í farangursgeymslunni. „Þeir opnuðu geymsluna og þar var líkið,“ segir Kirk. Þeir höfðu samband við lög- regluna og var hópurinn tekinn í skýrslutöku í kjölfarið. „Lögreglan tók þessu eðlilega mjög alvarlega, þeir öskruðu á okkur og spurðu okk- ur erfiðra spurninga,“ segir Kirk. Lögregla áttaði sig fljótlega á því að mennirnir tengdust málinu ekkert. Lagt var hald á bílinn með öllum farangri hópsins. Því varð ekkert úr ferðinni. Lögregla er með málið í rann- sókn og beinist hún meðal annars að eiganda bifreiðarinnar. Greint hefur verið frá því að líkið gæti ver- ið af 22 ára karlmanni, Kevin Cass- erly, sem hefur verið saknað síðan í nóvember. Krufning á líkinu á eftir að fara fram. n einar@dv.is Ætlar að selja stúlkurnar Boko Haram, hryðjuverkahópur- inn sem nam 234 ungar skóla- stúlkur á brott í Borno-héraði í Nígeríu í apríl, hefur hótað að selja stúlkurnar. Í mynd- bandi sem barst AFP-fréttaveit- unni viðurkennir forsvarsmaður samtakanna, Abubakar Shekau, í fyrsta sinn að hópurinn hafi framið verknaðinn. Samtökin hafa undanfarin ár barist fyrir stofnun íslamsks ríkis í landinu en nafn samtakanna merkir að vestræn menntun sé bönnuð. Þau hafa ráðist til atlögu við ýms- ar menntastofnanir í norðurhluta landsins. Í myndbandinu segir Shekau að stúlkurnar hafi ekki átt að vera í námi – heldur ættu þær að gifta sig. „Guð fyrirskipaði mér að selja þær. Þær eru hans eign og ég mun framfylgja vilja hans.“ Yfirvöld liggja undir ámæli fyrir að hafa ekki lagt meira á sig til að finna þær. Bregðast þarf við lömunarveiki Lömunarveiki er orðin vanda- mál sem alþjóðasamfélagið þarf að bregðast við. Þetta er mat Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar, WHO. BBC greinir frá því að í Asíu, Afríku og Mið-Austurlönd- um hafi komið upp alvarleg til- felli sem taka þurfi alvarlega. WHO leggur til að ferðamönnum sem koma frá þeim löndum þar sem lömunarveiki hefur komið upp, verði meinað að ferðast á milli landa án staðfestingar á að þeir hafi verið bólusettir. Hættan á frekari útbreiðslu er sögð mest í Pakistan, Kamerún og Sýrlandi. Veikin herjar aðallega á börn yngri en fimm ára. Sjúkdómur- inn, sem smitast með óhreinu vatni eða mat, getur dregið börn til dauða á nokkrum klukku- stundum. Einn sjúklingur af hverjum 200 lamast. Stjórnendur SAS miður sín Stjórnendur SAS-flugfélagsins segjast miður sín eftir að Se og Hør komst yfir upplýsingar um farþegalista félagsins. Samgöngu- ráðherra Danmerkur, Magnus Heunick, hefur látið hafa eftir sér að lekinn sé algjörlega óásættan- legur. Fréttir um Se og Hør hafa vakið mikla athygli í Danmörku á undanförnum dögum. Uppljóstr- arinn Edward Snowden hefur sagt að lekamálið sé til marks um óhóflega gagnasöfnun fyrirtæja um einkamál almennings. Opin- ber rannsókn hefur verið sett á fót til að reyna að rekja málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.