Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Blaðsíða 15
Vikublað 6.–8. maí 2014 Fréttir Stjórnmál 15
„Við getum
ekki treyst
ókunnugum“
Stjórnmálafræðingurinn Hannes
Hólmsteinn Gissurarson lýsir, á
Facebook-síðu sinni, yfir stuðn-
ingi við Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur í klúðurslegu lekamáli
hennar. Hvetur hann hana til að
hlusta ekki á „netdverga“. „Hún
hefur ekkert gert rangt og hef-
ur staðið sig vel í sinni stöðu,
enda afburðastjórnmálamaður,“
skrifar Hannes. Líkir prófessor-
inn því næst flóttamönnum við
innbrotsþjófa. „Til hvers höfum
við útlendingaeftirlit? Af hverju
læsum við dyrunum, áður en við
förum eitthvað? Það er, af því að
við getum ekki treyst ókunnug-
um,“ skrifar hann.
Kvartaði yfir skrifum fræðimanns
Þjóðfræðingur segist ekki hafa geðheilsu til að tjá sig um málið
É
g hef ekki geðheilsu í að standa
í einhverju svona því ég veit að
svona umræða hefur afleiðingar.
Ég sagði að ég ætlaði ekki að tjá
mig meira um þetta þess vegna,“ segir
Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðing-
ur í samtali við DV. Hún skrifað færslu
á Facebook á dögunum þar sem hún
sagði að „valdakall“ hefði hringt í yf-
irmann hennar við Háskóla Íslands
árið 2010 og kvartað yfir grein sem
hún skrifaði í Fréttablaðið. „Það varð
til þess að ákveðinn valdakall hringdi
upp í Háskóla, yfirmann minn, til
að „kvarta“ undan mér, athuga hvað
svona stelpuskjáta væri að gera sem
stundakennari við HÍ. Ég ræði þetta
mál ekki frekar en það olli mér að
sjálfsögðu vanlíðan og ótta – fyrst og
fremst kannski vonbrigðum með að
svona væri raunverulega í pottum
búið [sic] í þessu samfélagi. Mér finnst
þessi reynsla enn þá svolítið heftandi
og leiðinleg í dag,“ skrifar Bryndís. Hún
vildi ekki tjá sig um hvaða „valdakall“
hefði kvartað yfir skrifum hennar. „Það
er nefnilega jússí stöffið en ég ætla ekki
að segja frá því núna. Ég meika það
ekki núna,“ segir Bryndís. Af orðum
hennar að dæma virðist þó vera um að
ræða þjóðþekktan stjórnmálamann.
Grein Bryndísar fjallaði um mál
níumenninganna svokölluðu sem
voru ákærðir árið 2008 fyrir hafa ráðist
á Alþingi meðan búsáhaldabyltingin
stóð sem hæst. Valdimar Tryggvi Haf-
stein, þáverandi yfirmaður Bryndísar,
harðneitaði að tjá sig um málið er
DV spurði hann um málið. „Ég verð
að ræða þetta við hana Bryndísi. Þú
verður bara að tala við hana,“ segir
hann. Kjarninn fjallaði um á dögun-
um að sjötti hver háskólamaður þori
ekki að tjá sig við fjölmiðla af ótta við
viðbrögð valdafólks. n
hjalmar@dv.is
Þorir ekki að tjá sig
Bryndís segir í samtali við DV
ekki hafa geðheilsu til að tjá
sig meira um kvörtun valda-
mannsins umrædda.
„Pólitískir
jólasveinar“
Brynjar Níelsson segist á Face-
book-síðu sinni fá hroll í hvert
skipti sem stjórnmálamenn segj-
ast boða metnaðarfulla pólitík.
„Slíkur boðskapur er því algengari
sem lengra er horft til vinstri. Nú
boða Vg liðar í Reykjavík gjald-
frjálsan leikskóla fyrir öll börn.
Auðvelt er að boða metnaðarfulla
pólitík og senda skattgreiðend-
um reikninginn. Reykjavíkurbúar
þurfa ekki á pólitískum jólasvein-
um að halda,“ skrifar þingmaður-
inn. Biðlar hann til borgarbúa um
að átta sig á því að hærri skattur
þýði ekki betri þjónustu.
Sleggjudómar
um Eurovision
Félags- og húsnæðismálaráð-
herra, Eygló Harðardóttir, var
gestur Markúsar Þorhallssonar
á Útvarpi Sögu á mánudags-
morgun. Þar var hún var stödd
til að ræða eina helstu birtingar-
mynd evrópskrar samvinnu,
Eurovision. Með henni í för var
aðstoðarmaður forsætisráðherra,
Jóhannes Þór Skúlason. Sagði
Eygló að serbneska lagið Molitva
í flutningi Marija Šerifovic frá
árinu 2008 væri í miklu uppá-
haldi hjá sér. „Nördarnir Eygló
Harðardóttir og Jóhannes Þór
munu reyta af sér besserwiss og
sleggjudóma um tónlistarsmekk
Evrópubúa,“ skrifaði Jóhannes
Þór á Facebook-síðu sína.
S
óley Björk Stefánsdóttir, eig-
andi Vefmiðilsins akv.is, neit-
ar að borga Sveini Arnars-
syni blaðamanni laun fyrir
tvær vikur sem hann vann við
miðilinn í apríl. Sveinn var ritstjóri
akv.is til 14. apríl síðastliðinn en þá
hóf hann störf hjá fréttamiðlinum
Vísi. Að hans sögn var viðskilnaður
í upphafi á góðum nótum en þegar
kom að mánaðamótum fékk hann
ekki greidd laun. Sóley Björk er odd-
viti Vinstri grænna á Akureyri fyr-
ir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Hún hefur lagt áherslu á bætta sam-
vinnu og samskipti sem og opið lýð-
ræði í stjórnmálabaráttu sinni.
Fékk ekkert greitt
fyrir tvær vikur
„Ég held að hún vilji bara ekki greiða
mér laun, punktur. Hún hefur svo
sem látið mig fá einhverjar skringi-
legar skýringar eins og greiðslur fyrir
einhverjar auglýsingar hafi ekki borist
þannig að hún skuldi mér ekki neitt,“
segir Sveinn í samtali við DV. Hann
segir að munnlegt samkomulag hafi
verið á milli hans og Sóleyjar þess
eðlis að hann fengi ákveðið hlutfall af
auglýsingatekjum sem verktakalaun.
Þau laun hafi ekki borist fyrir fyrstu
tvær vikur aprílmánaðar. „Ég skrifa
mína seinustu frétt þar sunnudaginn
13. apríl,“ segir Sveinn. „Mér finnst
bara sorglegt að hafa treyst fólki og fá
það svona í hausinn. Samkomulagið
var munnlegt, byggt á trausti. Ég verð
launþegi hjá öðrum miðli en ég er
ekki með því að afsala mér launum.“
Segist hafa ofgreitt í mars
Í samtali við DV ber Sóley fyrir sig
að hún hafi ofgreitt Sveini fyrr á ár-
inu og skuldi honum því engin laun
fyrir fyrstu tvær vikur aprílmánaðar.
Hún segir að ákveðnar auglýsinga-
tekjur hafi ekki fengist innheimtar
í marsmánuði en Sveinn hafi þrátt
fyrir það fengið full laun greidd fyrir
þann mánuð. „Það var í raun og veru
þannig að hann var ráðinn á prósentu
og ég greiddi honum full laun. Við
höfðum talað um að þetta færi eft-
ir innheimtu, þannig að ef að reikn-
ingur innheimtist ekki þá drægist
það af launum. Ég geri samt upp við
hann strax með þeim fyrirvara að allt
innheimtist. Maður sendir út reikn-
inga og maður vonast bara eftir að
þeir fáist allir greiddir þannig að ég
greiddi honum bara út,“ segir Sóley.
Að hennar sögn voru ekki allir reikn-
ingar greiddir í upphafi mars og því
geri hún kröfu um að þau geri upp
sín á milli. Telur hún að það sem hún
hafi ofgreitt kom á móti vangoldnum
launum fyrir aprílmánuð. „Miðað við
okkar samkomulag held ég að hann
skuldi mér frekar. Það verður bara að
viðurkennast að seldar auglýsingar á
hans tíma eru ekki mjög margar. Ég
leyfi mér að efast að það kæmi út í
plús.“
Skýtur skökku við
Sveinn segir það hárrétt að hann hafi
einungis átt að fá hlutfall af auglýs-
ingatekjum. Það að hann hafi feng-
ið ofgreitt segir hann hins vegar eft-
iráskýringu. „Ég get ekki séð það að
ég hafi fengið of mikið í laun. Það er
bara af og frá, einfaldlega ekki rétt. Ef
ég hef fengið of mikið þá hefur hlýt-
ur einhver annar að hafa fengið of
lítið því öllum tekjum var skipt,“ segir
hann. Sveinn segist ætla að skoða
hvaða leiðir séu honum færar til að
innheimta launin. Segir hann skjóta
skökku við að hún segist vera fylgj-
andi því að launamenn skuli berj-
ast fyrir réttindum sínum en vilji ekki
greiða honum. „Ég vann réttilega sem
ritstjóri vefjarins í tvær vikur.“
Segist ekki koma nálægt ritstjórn
Segir Sóley ekkert óeðlilegt við það
að á sama tíma og hún stýri einum
stærsta fréttamiðli bæjarfélagsins sé
hún í stjórnmálabaráttu. „Ef ég væri
ritstýra þá væri það óeðlilegt en hins
vegar er það nú bara þannig að ég
lagði miðilinn niður um tíma eftir að
ég ákvað að fara í pólitík. Það komu
margir að mér og sögðu þetta mik-
ilvægan miðil. Ég leysti það þannig
að ég réð ritstjóra og ég kem bara að
framkvæmdastjórn,“ segir Sóley.
Að hennar sögn hefur hún engin
áhrif á ritstjórn fréttamiðlins í dag.
„Ég skrifa og sendi reikning og borga
laun. Ég réð Svein á ákveðnum
forsendum um hvernig ritstjórnar-
stefnan ætti að vera.“ n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Ég réð Svein
á ákveðnum
forsendum um hvernig
ritstjórnarstefnan ætti að
vera.
Oddviti VG neitar að
borga blaðamanni
n Eigandi vefmiðils í stjórnmálabaráttu n Segir blaðamanninn skulda sér
Eigandi og oddviti Sveinn Arnarsson blaða-
maður segir oddvita Vinstri grænna á Akureyri,
Sóleyju Björk Stefánsdóttur, neita að borga
honum laun fyrir tveggja vikna vinnu. Hún er
eigandi vefmiðilsins akv.is. Mynd FacEbook