Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Qupperneq 18
Vikublað 6.–8. maí 20142
Bestu og verstu
Flestir eiga sitt uppáhalds Eurovision-lag. DV leitaði
til álitsgjafa í leitinni að besta og versta íslenska
Eurovision-laginu. Öll lög sem hafa tekið þátt í
undnakeppninni hér heima og svo auðvitað þau sem
fóru alla leið í stóru keppnina úti komu til greina. Því
fer fjarri að álitsgjafar blaðsins séu á einu máli en
þrjú lög lenda í fyrsta sæti yfir besta lagið. Á toppi
verstu laganna trónir hins vegar Sjúbídú sem söng-
konan Anna Mjöll flutti eftirminnilega árið 1996.
indiana@dv.is
íslensku eurovision-lögin
tell me
Flytjendur: Einar Augúst og
Telma
„Bara eitthvað svo sjarmer-
andi.“
Norðurljós
Flytjandi: Eyjólfur Krist-
jánsson
„Mesta klúður íslenskrar
Eurovision-sögu að lagið hafi
ekki komist áfram árið 1987.“
Hægt og hljótt
Flytjandi: Halla Margrét
„Hefur elst ótrúlega vel.“
Hvar ertu nú?
Flytjandi: Dr. Spock
„Sem betur fer er prófessor-
inn loksins kominn á Júrópall.
Þetta lag er stórkostleg
blanda hrárra tilfinninga
og mjúkrar angurværðar og
hefði örugglega náð mun
lengra en lagið sem það laut í
lægra haldi fyrir.“
Hugarró
Flytjandi: Magni Ásgeirsson
„Bara frábært popplag í
geðveikum flutningi.“
Núna
Flytjandi: Björgvin Hall-
dórsson
„Glæsilegur fulltrúi íslensku
þjóðarinnar. Lagið bæði
falleg og grípandi. Man eftir
gæsahúðinni og stoltinu sem
ég fylltist þegar hann flutti
lagið á stóra sviðinu.“
Það sem enginn sér
Flytjandi: Daníel Ágúst
„Vanmetin perla, frábært lag
sem lifir enn góðu lífi þrátt
fyrir vont gengi í keppninni
úti.“
Látum sönginn
hljóma
Flytjandi: Stefán Hilmars-
son
„Vanmetið lag en ofboðslega
skemmtilegt. Stebbi i stuði –
það klikkar ekki.“
Ho Ho Ho we say
hey hey hey
Flytjandi: Merzedes Club
„Lagið gott, kropparnir enn
betri og píano sóló Gillz ein
mesta snilld sem sést hefur á
Eurovision-skjánum.“
this is My Life
Flytjandi: Eurobandið
„Fullkomið Eurovision-lag
og í fyrsta sinn sem íslenskir
listamenn mastera bæði
myndavélar og sviðs-
framkomu í hörgul.“
open Your eyes
Flytjandi: Birgitta Haukdal
„Lagið er eitt margra góða
íslenskra Eurovision-laga.
Það er ekki endilega best, en
hvernig Birgitta flutti lagið á
sviði gerir það eftirminnilegt.
Það skilur eftir sig góða
tilfinningu.“
Ég á líf
Flytjandi: Eyþór Ingi
„Eingöngu vegna þess að ég
söng raddirnar í því og það
eitt hjálpar.“
Þessi voru líka nefnd
sem Bestu lögin
1–3 Draumur um Nínu
Flytjendur: Eyfi og Stebbi
n „Ég myndi aldrei vilja segja hvað mér finnst versta lagið vera.
Það gæti sært einhvern. En besta lagið að mínu mati er NÍNA.“
n „Mesti smellur sem hefur komið i þessa keppni. Allir hafa sungið
Ooooohhh-ið i laginu i misjöfnu ástandi sem er skemmtilegt.“
n „Stórkostlegur þjóðsöngur okkar allra.“
1–3 All out of Luck
Flytjandi: Selma Björnsdóttir
n „Vel heppnað „feelgood“-lag.“
n „Þetta lag hefur einhvern veginn allt; grípandi laglínu,
hressan texta, góðan söng og frábæra sviðsframkomu.
Sígilt, ég er alveg sannfærð um að það myndi ná jafngóð-
um, ef ekki betri árangri núna en 1992.“
n „Langbesta Eurovision-lagið frá upphafi … enda vann
það næstum því … lagið og boðskapurinn á vel við okkur
enn í dag.“
4–5 Is it true?
Flytjandi: Jóhanna Guðrún
n „Váá, hún stóð sig svo vel og lagið æðislegt.
Alger „winner “– enda vann hún næstum því.“
n „Án efa besta framlag okkar hingað til,
frábært lag og óaðfinnanlegur flutningur.“
4–5 gleðibankinn
Flytjandi: ICY
n „Sama hvað hver segir þá er þetta hittari.“
n „Einfaldlega frábært lag í alla staði, ég er á því að
það hafi ekki farið betra lag út síðan 1986.“
1–3 eitt lag enn
Flytjandi: Stjórnin
n „Hresst og skemmtilegt.“
n „Nær fullkomlega stemningunni.“
n „Frábær flutningur í Sagreb á sínum tíma. Þau Sigga og
Grétar voru rosalega flott á sviðinu og enduðu í toppsæt-
um fyrir – þrátt fyrir að syngja á íslensku. Æðislegt lag.“