Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Qupperneq 28
Vikublað 6.–8. maí 201420 Sport Toby Alderweireld n Toby er belgískur varnarmaður sem kemur úr smiðju Ajax og hefur á leiktíðinni – þeirri fyrstu í búningi félagsins – verið notaður sem varamaður fyrir miðverðina. Hann hefur þó sýnt að hann er afar traustur leikmaður – þá sjaldan hann fær möguleika. Ólíklegt verður að þykja að Alderweireld verði í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum. Hið ótrúlega lið Atletico n Ekki þekktustu nöfnin í bransanum n Á toppnum á Spáni og komnir í úrslit Meistaradeiladar Koke Aldur: 22 ára n Þessi 22 ára leikmaður hefur leikið sjö leiki fyrir landslið Spánverja en er líklegur til að hækka þá tölu verulega eftir frábært tímabil sem byrjunarliðsmaður í Atletico Madrid. Hann er leikmaðurinn sem skoraði sigurmarkið í síðari leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni og er sá leikmaður í La Liga sem hefur sent flestar stoðsendingar. Xavi hefur látið hafa eftir sér að hann vilji sjá Koke sem arftaka sinn hjá Barcelona, en fleiri félög eru um hituna, þar á meðal Manchester United. Varamenn: Raul Garcia n Garcia hefur á tímabilinu skorað níu mörk fyrir liðið. Sex þeirra hafa verið fyrstu mörkin í leikjum liðsins. Leikmaðurinn, sem áður lék með Osasuna, hefur skorað fjögur mörk í Meistaradeildinni og þykir einn öflugasti skallamaður spænsku deildarinnar og er stór- hættulegur í föstum leikatriðum. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í liðinu þó hann hafi verið á bekknum í síðari leiknum gegn Chelsea. Jose Sosa n Sosa var í liði Simone þegar hann stýrði Estudiantes de la Plata til sigurs í argentínsku deildinni árið 2006. Hann er frábær spyrnumaður, afar duglegur og hefur reynslu af því að spila með stórliðum á borð við Bayern og Napoli. Hann hefur að mestu vermt bekkinn þetta árið en mun væntanlega leika stærra hlutverk á næstu leiktíð. Cristian Rodriguez n Leikmaðurinn hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Simeone á tímabilinu og er líklegur til að yfirgefa liðið í sumar. Laukurinn, eins og hann er kallaður, hefur fengið fá tækifæri en stefnir á að láta ljós sitt skína með Úrúgvæ á HM í sumar. Miðjumaðurinn hefur þó komið við sögu í allnokkrum leikjum og virðist njóta trausts þjálfarans. David Villa n Þessi mikli markahrókur spilaði feiknavel í síðari leiknum á Barcelona en kom ekki við sögu á móti Chelsea. Spánverjinn er á lokametrunum á sínum ferli og spilar því ekki eins mikið og yngri leikmenn liðsins. Það er ómögulegt að útiloka hann fyrir úrslitaleikinn – enda hefur hann sýnt að hann getur enn leikið knattspyrnu í hæsta gæðaflokki. Thibaut Courtois Aldur: 21 árs n Courtois fékk Zamora-verðlaunin á Spáni í fyrra sem veitt eru þeim markmanni sem fær fæst mörk á sig. Flest bendir til þess að hann muni fá sömu verðlaun aftur í ár. Foreldrar Courtois voru báðir atvinnumenn í blaki og hann býr yfir hæðinni og snerpunni til að verða einn allra besti markvörður heims. Courtois talar fjögur tungumál: spænsku, frönsku, ensku og flæmsku. Miranda Aldur: 29 ára n Þrátt fyrir fína frammistöðu með Atletico undanfarin ár hefur Miranda fengið fá tækifæri með brasilíska landsliðinu. Ólíklegt er að hann verði í hópnum á HM í sumar. Miranda er sterkur í loftinu og í raun frábær varnarmaður. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik spænska bikarsins gegn Real Madrid í fyrra. Diego Godín Aldur: 28 ára n Godín er kletturinn í vörn landsliðs Úrúgvæ og hefur staðið sig feikivel með Atletico í vetur. Godín komst í hann krappan fyrr á leiktíðinni þegar hann virtist hvetja samherja sína til að meiða Lionel Messi í leik gegn Barcelona. Godín var auðmýktin uppmáluð eftir á og sagðist aldrei myndi hvetja mann til að meiða mótherja. Juanfran Aldur: 29 ára n Juanfran er alinn upp í herbúðum Real Madrid en honum tókst aldrei að brjótast inn í liðið þar. Þessi eldfjóti og ótrúlega vinnusami hægri bakvörður spilaði með Osasuna þar sem hann vakti athygli Atletico sem keypti hann í janúar 2011. Framfarirnar undir stjórn Diegos Simeone hafa verið miklar og mun hann berjast um hægri bak- varðarstöðuna í spænska landsliðinu við Cesar Azpilicueta í sumar. Filipe Luis Aldur: 28 ára n Barcelona hafði mikinn áhuga á Brasilíumanninum Filipe Luis þegar hann lék með Deportivo en hátt verð gerði það að verkum að ekkert varð úr hugsanlegum félagaskiptum. Hann hefur spilað með Atletico frá 2010 en spurning hvort hann verði þar mikið lengur. Félög á Englandi eru sögð vilja fá hann í sínar raðir. Þrátt fyrir fína frammistöðu virðist Filipe Luis ekki vera inni í myndinni hjá brasilíska landsliðinu. Tiago Aldur: 33 ára n 89 prósent sendinga Tiago gegn Chelsea í síðustu viku heppnuðust. Hann var ein af ástæðum þess að Atletico missti aldrei tökin á leiknum. Frábær miðju- maður sem líður best fyrir framan vörnina. Tiago spilaði áður með Chelsea en þótti ekki standa undir væntingum. Mario Suarez Aldur: 27 ára n Suarez er Atletico Madrid-maður í húð og hár en fór á flakk árið 2008 áður en hann skipti aftur yfir í Atletico 2010. Suarez fékk tækifæri með spænska landsliðinu í fyrrasumar og ekki þykir ólíklegt að hann fái sæti í stjörnum prýddu liði Spánverja á HM í sumar. Hann talar ensku reiprennandi og félög í Englandi hafa verið orðuð við kappann. Arda Turan Aldur: 27 ára n Diego Simeone hefur unnið gott starf með Arda Turan sem var helst þekktur fyrir sóknarhæfileika sína áður en Atletico keypti hann frá Galatasaray árið 2011. Turan þykir í raun engu síðri í að verjast en sækja en þessi öflugi Tyrki er þekktur fyrir mikla útsjónarsemi og góðar sendingar. Adrían Lopez Aldur: 26 ára n Fyrir tveimur árum var allt í blóma hjá Adrian Lopez. Hann skoraði í undirbúningsleikjum Spánverja fyrir EM en komst svo ekki í hópinn. Þess í stað var hann valinn í Ólympíuliðið þar sem hann lék ekki vel og tímabilið sem fylgdi var lélegt. Það kom á óvart að hann skyldi byrja gegn Chelsea en hann skoraði mikilvægt mark og þakkaði Diego Simeone traustið. Diego Costa Aldur: 25 ára n Diego Costa hefur komið víða við á ferli sínum en það var fyrst í vetur sem hann fór að vekja almenni- lega athygli. Hann er fæddur í Brasilíu en mun leika með Spánverjum á HM í sumar. Diego Costa er ekki bara fæddur markaskorari því fáir framherjar eru jafn duglegir og hann. baldur@dv.is/einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.