Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2014, Page 38
Vikublað 6.–8. maí 201430 Fólk Fegin að vera komin út úr skápnum Leikkonan Ellen Page tilkynnti það opinberlega í febrúar að hún væri samkynhneigð. Page mætti nýlega í spjallþátt nöfnu sinnar, Ellen DeGeneres, og ræddi við hana um opinberun- ina, þar sem hún sagði að hún hefði aldrei verið jafn stressuð á ævinni og þá. Page sagði þó að eftir á að hyggja hefði hún vitað að hún var tilbúin. „Ég vissi að ég myndi verða haminjusamari fyrir vikið, þetta lá þungt á mér. Ég skammaðist mín mikið og var með samviskubit yfir því að vera ekki komin út úr skápnum,“ sagði leikkonan í viðtalinu. Veiðimálastofnun Veiðinýting  Lífríki í ám og vötnum  Rannsóknir  Ráðgjöf Dagskrá: 14:00 Fundur settur Yfirlit um starfsemi Veiðimálastofnunar Sigurður Guðjónsson 14:20 Staða Atlantshafslaxins hér á landi og annars staðar Guðni Guðbergsson 14:40 Kaffihlé 15:10 Framleiðsla í íslenskum ám Jón S. Ólafsson 15:30 Áhrif hita á smádýr í ferskvatni, rannsóknir í Hengladölum Elísabet R. Hannesdóttir Hvernig verður stangveiðin í sumar? Ársfundur Veiðimálastofnunar 2014 Verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2014 í sal Veiðimála- stofnunar 3. hæð á Keldnaholti (Árleyni 22) Allt áhugafólk velkomið „Of grönn – svo of feit“ Tyra Banks segist þekkja sársauka þess að verða fyrir útlitsfordómum H ver hefði haldið að stelpa sem var send á spítala vegna þess að hún var of grönn myndi síðar lenda í því að vera kölluð of feit?“ segir fyrirsæt- an og athafnakonan Tyra Banks í viðtali við bandaríska tímaritið People. Þar ræðir hún hvernig það var að vera ung kona sem óx hratt á tímabili en þyngdist lítið. „Þetta sumar varð ég ellefu ára og léttist um fimmtán kíló en tók út vaxtarkipp. Ég var ekki einu sinni „ofurfyrirsætu-grönn“ Þetta var miklu verra en það. Fólk hélt að ég væri með átröskun. Þetta var á 9. áratugnum og þá var hungursneyð í Eþíópíu og fólk gantaðist með út- lit mitt,“ segir Tyra sem verður fer- tug á þessu ári. Hún fór ítrekað til lækna sem tóku ótal blóðpruf- ur og sendu hana í fjölmargar rannsóknir. Fljótlega breyttust þó hlutirnir, hún þroskaðist og lík- amlegur þroski fylgdi vaxtarkippn- um sem hún hafði tekið. Þegar hún varð svo fullorðin og hafði lagt ofurfyrirsætuferilinn á hilluna þyngdist hún og segist hafa upp- lifað háð og spott fyrir þyngd sína. „Ég veit hversu sársaukafullt það er að vera bæði of grönn og að vera kölluð of feit,“ segir Tyra sem segist vilja að ungar konur fái frið til að vera þær sjálfar, án þess að finna fyrir útlitsfordómum. „Gallarnir eru bestir. Þeir eru frábærir,“ segir hún og segir að fólk eigi að fagna fjölbreytileikanum. n Þekkir erfiðleikana Tyra segir óþolandi að verða fyrir útlitsfordómum á alla vegu. Mynd ReuTeRs Bara vinir Mikið hefur sést til þeirra Kylie Jenner og Justins Bieber saman undafarið. Kylie, sem er 16 ára og yngsta Kardashian-systir- in, og Justin sem er tvítugur og flestir þekkja, eru þó ekki sögð vera að slá sér upp. Þau hafa verið dugleg að birta myndir af þeim saman á samskiptasíð- um eins og Instagram, með- al annars um helgina þegar þau voru í Las Vegas. Ónafn- greindur vinur Justins segir þó í samtali við US Weekly að þau séu bara vinir. „Þau eru bara að skemmta sér saman, það er ekkert meira í gangi,“ hefur blaðið eftir honum. Stærstu tísku- slysin á Met Gala n Þemað í ár líklegt til að fjölga slysum n Flottustu hönnuðir heims C ostume Institute Gala- hátíðin verður haldin í Metropolitan Museum of Art í New York þann 6. maí. Þangað mæta allar stjörnu- rnar og flottustu hönnuðir heims í sínu fínasta pússi, ballið er það allra glæstasta á árinu og oft sagt vera uppskeruhátíð tískuunnenda. Á rauða dreglinum á ár verða meðal annarra; Lupita Nyong'o, Sarah Jessica Parker, Taylor Swift og Kim Kardashian og margt auðugasta fólk heims. Miði á at- burðinn kostar tæpar þrjár millj- ónir íslenskra króna. Þótt atburð- urinn veki mikla athygli þá stíga hönnuðir og stjörnur feilspor á dreglinum. Þemað vefst fyrir þeim og útkoman getur orðið háðuleg fremur en glæst. Tískuslysin eru fjölmörg og eftirminnileg. elítuklæðnaður í ár Á hverju ári er ákveðið þema á há- tíðinni. Í fyrra var þemað, pönk: frá kaos til hátísku, þar sem áherslan var á áhrif pönks á tískuna síðan snemma á 7. áratug síðustu ald- ar. Framleiðendur tískufatnað- ar fylgdu í kjölfarið og vel mátti greina áhrif frá atburðinum í tísku- verslunum á borð við Top Shop, Zara og Asos. Þemað í ár er sérlega erfitt og líklegt að stuðullinn yfir tískuslys- in verði geigvænlega hár. Gestir eiga nefnilega að klæðast elítu- klæðnaði í anda 20. aldar, svo sem bosmamiklum samkvæmiskjólum og háum silkihönskum. Miðaverð hærra til að trekkja að fínni gesti Tengt ballinu er haldin sýningin Charles James, handan tískunnar. Yfirlitssýning um hönnuð sem varð áhrifamikill í Bandaríkjunum á síðustu öld. Charles James var lítt þekktur utan iðnaðarins og auðugra við- skiptavina sinna. Á 3. áratugnum lýstu samtíðarmenn hans hon- um sem snillingi. Christian Dior sagði verk hans í ætt við ljóðlist og hönnuðir á borð við Coco Chan- el og Elsa Schiaparelli klæddust hönnun hans. Anna Wintour er meðal sýn- ingarstjóra og þess hefur verið getið að hún hafi viljað að gestir í ár væru vel valdir. Því er miða- verðið mun hærra en í fyrra. Þá hafa verið gefnir út strangir staðl- ar, karlar skuli til að mynda bera hvít bindi og konur hanska. n ritstjorn@dv.is Katie HOlMeS 2008 Kjóllinn, skórn- ir, farðinn. Þetta ár var ofurhetju- þema, en það er hreinlega ekki nægilega góð afsökun fyrir þessum klæðaburði. elizaBetH BanKS 2007 Elizabeth á ófá tískuslysin að baki og nokkur á Met Gala. Hér er hún í einkennilegum og klunnalegum kjól. ViCtOria BeCKHaM 2009 Þótt hún teljist framleiða fág- aðan fatnað þá steig frú Victoria ansi stórt feilspor á dreglinum. niCOle ritCHie Nicole Ritchie hefur oft átt betri daga á dreglinum, grátt hárið stingur í stúf. anna WintOur 2004 Á þessi kona ekki að vera leiðtogi tískuheimsins? Þessi samsetn- ing gefur það ekki til kynna. aSHley OlSen 2013 Hér er Ashley í glæsilegustu gerð kartöflupoka sem sést hefur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.