Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Síða 6
Vikublað 20.–22. maí 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Ungar konur réðust á mann Upp úr klukkan átta á laugar- dagsmorgun réðust tvær konur um tvítugt inn á fertugan karl- mann í fjölbýlishúsi á Selfossi. Ástæðan var sú að konurnar töldu hann vera að góna á þær í tíma og ótíma. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að fólkið hafi farið að rífast heiftarlega. Konunum barst liðsauki er karlmaður, vinur þeirra, tók þátt í æsingnum sem lauk með því að önnur konan beit og hrinti manninum með þeim af- leiðingum að hann rifbeinsbrotn- aði. Konurnar og félagi þeirra voru handtekin og yfirheyrð. Mál- ið er upplýst og verður sent til ákæruvalds að lokinni rannsókn. Slasaðist á höfði Síðdegis á föstudag slasaðist 87 ára kona á höfði eftir fall við bið- stöð strætó við Fossnesti á Selfossi. Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að konan hafi hlotið skurð á höfði og var hún flutt með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Meiðsli hennar voru að öðru leyti ekki alvarleg. Þá slasaðist þrettán ára ung- lingur á fæti þegar hann féll af torfæruhjóli á keppnis- og æf- ingasvæði við Bolöldu á sunnu- dag. Hann var fluttur á Slysadeild Landspítala þar sem gert var að sárum hans. Undanfarið hafa lögreglu borist tilkynningar frá fólki sem hefur fengið símhringingar að utan. Hver tilgangur hringinganna er liggur ekki fyrir, en væntanlega er um að ræða svikahringingar. Fólk er varað við að svara hringingum af þessu tagi, sérstaklega ef það þekkir ekki númerið. „Líðan hennar ekki góð“ Sigurður Hólmar selur draumabílinn til að bjarga lífi dóttur sinnar L íðan hennar er ekkert sér- staklega góð,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson um dóttur sína Sunnu Valdísi, en Sigurður hefur sett draumabílinn sinn á sölu til að bjarga lífi dóttur sinnar. Mun söluandvirði bílsins renna í rannsóknasjóð Sunnu Val- dísar sem er haldin AHC-sjúkdóm- inum. Það var vefur Smartlands, á mbl.is, sem greindi fyrst frá sölu bílsins sem er Porsche Boxter. „Hún fær lömunar- og krampa- köst nánast á hverjum einasta degi. Þannig að við erum farin að íhuga tilraunalyf sem ekki hefur verið prófað á þessum börnum áður. Það er voða gleði hjá okkur ef hún á einn góðan dag. En líðan hennar er ekki góð í dag,“ segir Sigurður sem veitir AHC-samtökunum á Íslandi, AHC-sambandinu í Evrópu og AHC International Alliance formennsku í dag. „Við erum að vinna heimilda- mynd um þennan sjúkdóm til að vekja athygli á honum og finna þessi týndu AHC-börn. Það eru lík- lega sjö þúsund börn sem ekki er búið að greina eða finna í heimin- um. Við viljum finna þau og koma þeim í rétta meðferð,“ segir Sigurð- ur en Sunna Valdís er eina barnið á Íslandi með AHC-sjúkdóminn og í hópi átta hundruð í heiminum. „Þetta er stökkbreyting í geni sem veldur lömun og krömpum. Hún lamast öðru megin eða báð- um megin í líkamanum. Þetta er tímabundin lömun sem getur stað- ið í einhverja klukkutíma, eða jafn- vel daga eða vikur. Svo veldur þetta líka þroskaskerðingu. Hún er átta ára líkamlega en um þriggja ára andlega,“ segir Sigurður. n birgir@dv.is Falleg systkini Sunna Valdís ásamt eldri bróður sínum, Viktori Snæ. Svona er leið- réttingin útfærð n 20.000 sóttu um fyrsta sólarhringinn n Útreikningar líklega tilbúnir í haust F rá því að opnað var fyrir um- sóknir um leiðréttingu verð- tryggðra húsnæðislána á sunnudag höfðu um 20.000 manns sótt um, á hádegi á mánudag. Ein algengasta spurningin sem enn brennur á fólki er hverjir eigi rétt á leiðréttingu. Stysta svarið er; allir sem skulduðu verðtryggt húsnæðislán til eigin nota árin 2008 og 2009. Fái fólk leiðréttingu er láninu skipt í tvennt: frumhluta og leið- réttingarhluta sem er gerður upp sjálfkrafa á fjórum árum. Þeir sem hafa greitt eða gert upp sín lán fá lækkun í formi afsláttar á opinberum gjöldum eða „sérstakan persónuaf- slátt“. Ekki skiptir máli hjá hvaða að- ila lánið var tekið. Flestir fá 0,5–1,5 milljónir Skilgreiningin sem forsætisráðu- neytið og ríkisskattstjóri gefa á heimasíðum sínum sem forsendu leiðréttingar eru eftirfarandi: „Þeir sem áttu íbúðarhúsnæði til eigin nota á Íslandi á árunum 2008 og/ eða 2009 og skulduðu verðtryggð fasteignaveðlán sem þeir tóku eða yfirtóku í tengslum við kaup eða byggingu á húsnæðinu geta sótt um leiðréttingu.“ Því er hægt að sækja um leið- réttingu láns hvort sem lán var tek- ið fyrir árin 2008–2009 eða meðan á tímabilinu stóð. Einnig ef lán var gert upp á umræddu tímabili eða eftir það. Ekki er hægt að sækja um leið- réttingu lána sem voru tekin eftir 31. desember 2009. Samkvæmt vef forsætisráðuneyt- isins voru um 74 þúsund heimili með skráð verðtryggð húsnæðislán vegna kaupa á fasteignum til eigin nota í árslok 2009. Samkvæmt ráðu- neytinu eiga um 69 þúsund þeirra rétt á einhvers konar leiðréttingu. Flest heimili fá leiðréttingu á bilinu 0,5–1,5 milljónir króna en hæst getur upphæðin numið 4 milljónum króna á einstakling, hjón eða sambýlisfólk. Til að hægt sé að sækja um leið- réttingu er skilyrði að verðtryggt lán vegna húsnæðis til einkanota hafi verið skráð í reit 5.2 á skattaframtöl- um 2009 og 2010. Hægt er að sækja um leiðréttingu framtals hjá ríkis- skattstjóra hafi það ekki verið gert. Allir geta sótt um Hægt er að sækja um leiðréttingu til 1. september 2014 en allar umsókn- ir verða teknar til skoðunar samtím- is. Þegar fyrir liggur hvort réttur á leiðréttingu sé til staðar er sú leið- rétting greidd með eftirfarandi hætti; láni er skipt upp í frumhluta og leið- réttingarhluta sem er hluti lánsins á tímabilinu 2008 og 2009. Fyrst er leið- réttingarfjárhæð greidd inn á fast- eignaveðkröfur sem glatað hafa veð- tryggingu í kjölfar nauðungarsölu. Ef ekki hefur komið til nauðungar- sölu er leiðréttingarlán til lækkunar höfuðstóls eða vanskila vegna láns. Leiðréttingarlánið er áfram á nafni viðkomandi en það greiðist sjálfkrafa niður á fjórum árum. Allan tímann er áfram greitt af frumláni. Það lán sem á fyrsta veðrétt er tek- ið fyrir fyrst með þeim hætti sem lýst var hér að framan. Næst lán sem á annan veðrétt og svo koll af kolli. Þeir aðilar sem hafa endurfjár- magnað sitt lán og eiga rétt á leið- réttingu fá hana inn á nýja lánið. Þeir sem hafa greitt upp lán en eiga rétt á leiðréttingu fá hana í formi sérstaks persónuafsláttar sem nýtist til lækk- unar opinberra gjalda frá og með ágúst 2015. Lækkunin eða afsláttur- inn dreifist á næstu fjögur ár eftir það. Dregið frá leiðréttingu Ýmsir þættir koma til frádráttar leið- réttingu. Allar sérstakar skulda- aðlögunaraðgerðir af hálfu hins opinbera teljast þar með sem og vaxtaniðurgreiðslur og vaxtabætur. Ekki er hægt er hægt að fá úr því skorið hver leiðrétting á einstaka lán verður fyrr en allar umsóknir hafa verið teknar til skoðunar. Heildar- upphæð leiðréttingarinnar mun nema um 150 milljörðum króna samkvæmt vef forsætisráðuneytisins en um helmingur þess er í formi skattafsláttar vegna nýtingu sér- eignarlífeyrissparnaðar. Niðurstaða í haust Um tvenns konar úrræði er að ræða varðandi ráðstöfun séreignarlífeyris- sparnaðar. Annars vegar er hægt að nota sparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól verðtryggðra hús- næðislána eða til þess að safna fyrir innborgun til húsnæðiskaupa. Hægt er að safna séreignarlífeyri til að nýta með þessum hætti frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hvert heimili getur ráðstafað 500.000 krónum á ári með þessum hætti og er upphæðin skattfrjáls. Á þriggja ára tímabili er því hægt að safna eða nota sparnað sem þegar er til að upphæð 1,5 milljónir króna. Hægt er að nýta sér úrræðið til 30. júní árið 2019. Þeir sem eiga þegar sérstakan lífeyrissparnað geta nýtt sér hann á fyrrgreindu tímabili. Sé fólk ósátt við niðurstöðu varð- andi leiðréttingu er hægt að kæra úr- skurðinn til úrskurðarnefndar sem skipuð er af Hæstarétti. Ekki hefur verið gefin út nákvæmari tímasetn- ing varðandi niðurstöður útreikninga en haustið 2014. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir blaðamanns varðandi nánari útfærslu framkvæmdanna fengust ekki svör frá forsætisráðuneyti eða ríkisskattstjóra. n Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Leiðrétting húsnæðis- lána Þeir sem hafa greitt upp sín lán fá leiðréttingu í formi „sérstaks persónuaf- sláttar“. MyND Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.