Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 20.–22. maí 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þriðjudagur 20. maí 16.25 Ástareldur (Sturm der Liebe) 17.15 Músahús Mikka (15:26) 17.25 Violetta (7:26) (Violetta) Disneyþáttaröð um hina hæfileikaríku Violettu, sem snýr aftur til heimalands síns, Buenos Aires eftir að hafa búið um tíma í Evrópu. Aðalhlutverk: Diego Ramos, Martina Stoessel og Jorge Blanco. e 18.25 Táknmálsfréttir 18.35 Melissa og Joey (Melissa & Joey) Bandarísk gam- anþáttaröð. Stjórnmála- konan Mel situr uppi með frændsyskini sín, Lennox og Ryder, eftir hneyksli í fjölskyldunni og ræður mann að nafni Joe til þess að sjá um þau. Aðalhlutverk leika Melissa Joan Hart, Joseph Lawrence og Nick Robinson. 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir Íþróttir dagsins í máli og myndum. 19.40 Kastljós 20.10 Leiðin á HM í Brasilíu (13:16) Í þættinum er farið yfir lið allra þátttökuþjóð- anna á HM, styrkleika þeirra og veikleika og helstu stjörnur kynntar til leiks. Við kynnumst gestgjöfun- um, skoðum borgirnar og leikvangana sem keppt er á. 20.40 Castle (17:23) (Castle) Bandarísk þáttaröð. Höfundur sakamálasagna er fenginn til að hjálpa lögreglunni þegar morðingi hermir eftir atburðum í bókum hans. Meðal leikenda eru Nathan Fillion, Stana Katic, Molly C. Quinn og Seamus Dever. 21.25 Nýsköpun - Íslensk vísindi III (3:8) Ný íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna um vísindi og fræði í umsjón Ara Trausta Guðmundssonar og Valdi- mars Leifssonar. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 21.55 Svipmyndir frá Noregi Fjallað er um hönnuðinn Turi Gramstad Oliver sem varð þekkt fyrir hönnun sína á 6. og 7. áratugnum. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Úr launsátri (5:6) 7,9 (Hit and Miss) Spennu- þrungnir og átakanlegir þættir í framleiðslu Pauls Abbotts, um kaldrifjaðan leigumorðingja sem lendir í óvæntri aðstöðu þegar vinkona hennar deyr. Aðal- hlutverk: Jonas Armstrong, Chloë Sevigny og Karla Crome. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.05 Víkingarnir (1:9) (The Vikings) Ævintýraleg og margverðlaunuð þáttaröð um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Aðalhlutverk: Travis Fimmel, Clive Standen og Jessalyn Gilsig. Leikstjóri: Michael Hirst. e 23.50 Kastljós 00.15 Fréttir Endursýndar Tíufréttir. e 00.25 Dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 07:00 Pepsímörkin 2014 08:15 Pepsímörkin 2014 13:25 Barcelona - A. Madrid 15:05 Pepsí deildin 2014 (Valur - Fram) 16:55 Pepsímörkin 2014 18:10 Ensku bikarmörkin 2014 18:40 Lubbecke - Kiel 20:00 Þýsku mörkin 20:30 FA bikarinn (Arsenal - Hull) 22:10 Moto GP (Frakkland) 23:10 UFC Now 2014 23:55 NBA (NBA Special: Reggie Miller) Skemmtilegur heim- ildarþáttur frá NBA. 12:25 Norwich - Arsenal 13:55 Enska 1. deildin (Derby - Brighton) 15:35 Sunderland - Swansea 17:15 Chelsea - Man. City 19:00 Goals of the Season 20:00 Man. City - QPR - 13.05.12 20:35 Destination Brazil 21:05 (Man. Utd. - Man. City 22:50 Enska 1. deildin (QPR - Wigan) 20:00 Hrafnaþing Málin skoðuð við þinglok. 21:00 Stjórnarráðið Ella Hirst og Willum við stjórnvölinn 21:30 Skuggaráðuneytið Katrín Jak,Katrín Júl,Heiða Kristín og Birgitta. 17:35 Strákarnir 18:05 Friends (21:24) 18:25 Seinfeld (21:24) 18:50 Modern Family (24:24) 19:15 Two and a Half Men (10:24) 19:40 Veggfóður (6:7) 20:25 Borgarilmur (2:8) 21:00 The Killing (11:13) 21:45 Anna Pihl (10:10) 22:30 Lærkevej (8:10) 23:15 Chuck (7:13) 23:55 Cold Case (3:23) 00:40 Veggfóður (6:7) 01:25 Borgarilmur (2:8) 02:00 The Killing (11:13) 02:45 Anna Pihl (10:10) Gullstöðin rifjar upp þriðju þáttaröðina um dönsku lögreglukonuna Önnu Pihl sem reynir að sameina einkalíf og erilsamt starf á Bellahoj-stöðinni í Kaup- mannahöfn. 03:30 Lærkevej (8:10) Vönduð dönsk þáttaröð. 04:15 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 09:55 The Bodyguard 12:05 La Delicatesse 13:55 The Five-Year Engagement 16:00 The Bodyguard 18:10 La Delicatesse 19:55 The Five-Year Engagement 22:00 The Green Mile 01:05 J. Edgar 03:20 Your Highness 05:00 The Green Mile 17:50 Junior Masterchef Australia (20:22) 18:35 Baby Daddy (9:16) 19:00 Grand Designs (4:12) 19:45 Hart Of Dixie (14:22) 20:30 Pretty Little Liars (13:25) 21:15 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 21:45 Nikita (14:22) 22:25 Southland (9:10) 23:10 Revolution (12:22) 23:50 Arrow (22:23) 00:40 Tomorrow People (13:22) 01:20 Grand Designs (4:12) 02:05 Hart Of Dixie (14:22) 02:50 Pretty Little Liars (13:25) 03:35 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 04:05 Nikita (14:22) 04:50 Southland (9:10) 05:35 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (11:16) 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:05 Million Dollar Listing 16:50 In Plain Sight (2:8) 17:30 Secret Street Crew (2:6) 18:15 Dr. Phil 18:55 Top Chef (8:15) 19:40 Everybody Loves Raymond (12:16) 20:05 The Millers (19:22) 20:30 Design Star (5:9) 21:15 The Good Wife (15:22) Þessir margverðlaunuðu þættir njóta mikilla vinsælda meðal áhorfenda SkjásEins. Það er þokkadís- in Julianna Marguilies sem fer með aðalhlutverk í þátt- unum sem hin geðþekka eiginkona Alicia sem nú hefur ákveðið að yfirgefa sína gömlu lögfræðistofu og stofna nýja ásamt fyrr- um samstarfsmanni sínum. Þetta er fimmta serían af þessum vönduðu þáttum þar sem valdatafl, rétt- lætisbarátta og forboðinni ást eru í aðalhlutverkum. 22:00 Elementary 8,0 (20:24) Sherlock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síðustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Þegar vasaþjófur lætur lífið sökum miltisbrandseitrunar leita Sherlock og Watson upptaka eiturefnisins í þeim tilgangi að reyna að hindra fleiri dauðsföll. 22:45 The Tonight Show 23:30 Málið (7:13) Hárbeittir fréttaskýringarþættir frá Sölva Tryggvasyni þar sem hann brýtur viðfangsefnin til mergjar. Í þætti kvöldsins verður fjallað um fram- hjáhald frá öllum hliðum þess. Sölvi tekur viðtal við hjónabandsráðgjafa sem segir frá máli sem kom inn á borð til hans og varðar hliðarspor í hjónabandi. 00:00 Royal Pains (5:16) Þetta er fjórða þáttaröðin um Hank Lawson sem starfar sem einkalæknir ríka og fræga fólksins í Hamptons. 00:45 Scandal (17:22) 01:30 The Incredible mr. Good- win (5:5) 02:20 Elementary (20:24) 03:05 The Tonight Show 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In The Middle 08:30 Extreme Makeover: Home Edition (9:26) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (157:175) 10:15 The Middle (2:24) 10:40 The Wonder Years (9:24) 11:05 Flipping Out (8:11) 11:50 The Kennedys (6:8) 12:35 Nágrannar 13:00 The X-Factor US (20:26) 13:55 In Treatment (25:28) 14:20 Sjáðu 14:50 Covert Affairs (8:16) 15:35 Scooby-Doo! Leynifélagið 16:00 Frasier (13:24) 16:25 Mike & Molly (11:23) 16:45 How I Met Your Mother 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Pepsímörkin 2014 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Stóru málin 19:50 Surviving Jack 8,5 (6:8) Glæný gamansería um mann á miðjum aldri sem hefur aldrei gefið sér mikinn tíma til að sinna fjölskyldunni. Núna er eiginkona hans á leið í háskólanám og hann tekur að sér að vera heima og sjá um uppeldi unglinganna á heimilinu. 20:10 Á fullu gazi 20:30 The Big Bang Theory (24:24) Sjöunda þáttaröðin um félagana Leonard og Sheldon. 20:55 The Mentalist (21:22) Sjötta þáttaröðin um Patrick Jane sem er sjálf- stætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlögreglunnar í Kaliforníu. Hann á að baki glæsilegan feril við að leysa flókin glæpamál með því að nota hárbeitta athyglisgáfu sína. Á sama tíma og hann aðstoðar lögregluna við ýmis mál er hann sjálfur að eltast við raðmorðingjann Red John sem myrti eigin- konu hans og dóttur. 21:40 The Smoke (7:8) Vönduð bresk þáttaröð frá fram- leiðendum Broadchurch. 22:25 Veep (3:10) Þriðja þáttaröð- in ef þessum bráðfyndnu gamanþáttum. Julia Louis- Dreyfus er hér í hlutverki þingmanns sem ratar í starf varaforseta Bandaríkjanna. 22:55 Daily Show: Global Edition 23:20 Grey's Anatomy (23:24) 00:05 Believe (8:13) Glænýjir þættir sem fjalla um unga stúlku sem fæddist með einstaka hæfileika. 00:50 Crossing Lines (8:10) 01:40 Falcón (2:4) 02:25 Fringe (8:22) 03:10 Burn Notice (16:18) 03:50 Bad Lieutenant - Port of Call - New Orleans Spennumynd með Nicolas Cage, Evu Mendes og Val Kilmer. Rannsóknarlög- reglumaður fær til rannsóknar flókið morðmál en sjálfur hefur hann ýmsa djöfla að draga og berst við eiturlyfja- og spilafíkn. 05:50 Fréttir og Ísland í dag e N ektarsenur í sjónvarpsþátta- röðinni Game of Thrones eru til umfjöllunar í erlendum miðlum. Á meðan einhverj- ir segja þættina laumuklám, segja aðrir þættina hefðbundna fantasíuþætti þar sem áhersla er lögð á spennu, kynþokka og drama. Í bók- um George R. R. Martin er áherslan á kynlífið ekkert minni en í þáttum HBO og varla til sú söguhetja sem iðar ekki af losta á annarri hverri síðu. Færri vita að framleiðendur þátt- anna ráða til sín alvöru klámstjörnur til að leika í þáttunum. Klámstjörnur á borð við Sahara Knight, Masie Dee, Sibel Kekilli, Samantha Bentley og Jessica Jensen sem allar hafa leikið í verulega grófum klámmyndum. Það kemur varla á óvart að þess- ar leikkonur fara með hlutverk vændiskvenna í þáttunum. Að- eins ein þeirra fær bitastæðara hlut- verk, ástralska klámmyndaleikkonan Aeryn Walker. Sú hin sama hefur sagst hafa orðið smeyk um að aðrir teldu hana hafa fengið hlutverkið út á útlitið. „Hvað ef fólk heldur að ég hafi fengið hlutverk- ið af því ég er með falleg brjóst? Ég get leikið!“ sagði Aeryn. Í grein í The Daily Beast eru mögu- legar ástæður framleiðenda raktar og það gerir Aurora Snow, sem sjálf hefur leikið í klámmyndum. Helstu ástæðurnar telur hún vera þær að klámmyndaleikkona sé alltaf viljug til þess að fara úr fötunum og geri engar sérstakar klásúlur um annað í samn- ingum við framleiðendur, að þær séu ódýrt vinnuafl og þægilegar í allri um- gengni í tökum. n Klámstjörnur í Game of Thrones Ódýrt og meðfærilegt vinnuafl, segir Aurora Snow, fyrrverandi klámstjarna S einni heimsstyrjöldin stend- ur á tímamótum. Vissulega lauk henni fyrir næstum 70 árum, og þó er henni á ein- hvern hátt hvergi nærri lok- ið. Rússar og Úkraínumenn keppast um að líkja hverjir öðrum við nas- ista, og stöðugt vella upp úr jóla- pökkunum fleiri bækur um Hitler og nas ismann. Á undanförnu ári hafa komið út bækur á borð við Hitler‘s Furies, um konur í Þriðja ríkinu, Sjáðu hver er kominn aftur, sem fjall- ar um endurkomu hans til Þýska- lands í dag, og Hitler in Argentina, sem fjallar um búsetu Hitlers og Evu Braun í Argentínu og ku ekki vera skáldsaga. Er þá eitthvað ósagt? Já, af þessari bók að dæma. HHhH er flokkuð sem skáldsaga, en í raun er hún afskaplega vel unnið heimildaverk um Rein- hard Heydrich, landstjóra í hinu hernumda Tékklandi og einn af allra grimmustu skósveinum Hitlers, og jafnframt um mennina sem drápu hann. En hvers vegna er hún þá kölluð skáldsaga? Skipuleggjandi Helfararinnar Sagnfræðingum seinni heims- styrjaldar er vandi búinn. Líklega eru þetta mest rannsökuðu sex ár mannkynssögunnar og síðustu eft- irlifendur eru óðum að deyja. Með þeim fyrirvara að leifar Hitlers finn- ist í Argentínu virðist því fátt nýtt um atburðina að segja. En höfundur hér segir ekki aðeins sögu viðburð- anna heldur líka sögu sögunnar. Ótal fræðirit, sögulegar skáldsögur og kvikmyndir hafa verið gerðar um morðið á Heydrich og Binet tekst á við þær, brýtur upp frásögnina til að ræða aðrar útgáfur og hvað hon- um þyki um þær. Með þessum hætti dregur hann lesandann ekki aðeins inn í frásögnina heldur inn í rann- sóknina líka, maður fylgist spenntur með að hverju hann kemst eftir því sem hann sökkvir sér dýpra og dýpra ofan í heimildirnar. Sagan sjálf er vissulega átakan- leg. Heydrich var einn helsti skipu- leggjandi Helfararinnar og við fylgj- umst með hvernig hún vindur upp á sig frá fjöldaaftökum í Úkraínu og til Auschwitz. Á sama tíma kynnumst við Heydrich sjálfum, syni tónskálds sem var rekinn úr sjóhernum fyrir framhjáhald en vinnur sig upp til æðstu metorða í þessu mesta glæpa- ríki sögunnar, og var ekki einn um að eignast feril í Nasistaflokknum þegar allt virtist komið í strand. Er enn hægt að skrifa sögulegar skáldsögur? Binet lætur þó það ekki eftir sér að færa okkur inn í huga persón- anna, þvert á móti heldur hann sig við staðreyndirnar en brýtur þær upp með eigin vangaveltum á sama tíma og hann fúlsar við söguleg- um skáldskap. Enda kemst enginn skáldskapur í hálfkvisti við þessa ótrúlegu og skelfilegu tíma. Menningarrýnirinn Adorno sagði að það væri barbarískt að yrkja ljóð um Auschwitz, og átti þar við að skynsemin gæti ekki náð utan um viðburðina ef hún héldi sig við sjálfumglaða íhugun. Það er einmitt þetta sem er svo heillandi við Binet, hversu lítillátur hann er gagnvart hinni miklu sögu, hvern- ig hann viðurkennir að hann getur aldrei fyllilega gert henni skil. Jafn- vel þótt hann segi frá helstu persón- um liggja þúsundir óbættar hjá garði í bakgrunni hennar. HHhH er sagnfræði dulbúin sem skáldsaga, höfundur sprengir upp bæði form og tekur sér frelsi til að komast nær viðburðum en flestir sagnfræðingar geta. Og þó hlýtur maður að spyrja sig, er hægt að skrifa sögulegar skáldsögur um seinni heimsstyrjöldina eftir HHhH? n Sagan af hryllingnum Sagnfræði dulbúin sem skáldsaga Laurent Binet Höfundur sprengir upp bæði form og tekur sér frelsi til að komast nær viðburðum en flestir sagn- fræðingar geta. „Er hægt að skrifa sögulegar skáld- sögur um seinni heims- styrjöldina eftir HHhH? Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur HHhH Höfundur: Laurent Binet Þýðandi: Sigurður Pálsson Útgefandi: JPV 376 blaðsíður Klámmynda- leikkonur leika hórur Margar þekktar klám- myndastjörnur hafa verið ráðnar til að leika í þáttunum Game of Thrones. Aurora Snow Fyrrverandi klámmyndaleik- kona og pistlahöfundur á The Daily Beast skrifar um klám í þáttunum Game of Thrones.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.