Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 20.–22. maí 2014 Ég er eins og Chaplin Ást við fyrstu sýn Ég var óánægður Ég væri bara dáinn Öskrandi stálfuglar Elísabet Markúsdóttir slasaðist alvarlega í bílslysi. – DV Tatíana Ósk og Eddi Demo eru kærustupar og bestu vinir. – DV Róbert Marshall fékk höfuðhögg. – DV E in stærsta auðlind Íslendinga er lítt snortin náttúra með allri sinni fegurð og friðsemd. Úti um allt land er að finna staði þar sem fólk getur notið þess að fara um án þess að nútíminn elti það uppi með þyrlum eða óheftum fjölda vélknúinna tækja. Dýrð hinnar íslensku náttúru er ekki aðeins í byggðum hálend- isins eða á fjarlægum stöðum svo sem Hornströndum þar sem heils- árs byggð ert ekki til staðar. Í næsta nágrenni við höfuðborgina er Esjan með sínum dásemdum og Úlfars- fellið hefur þá sérstöðu að vera fjall í miðri borg. Þúsundum saman leit- ar gangandi fólk í þær gæðastundir sem fást með því að vera úti í nátt- úrunni með sjálfum sér. Göngu- fólk hefur sérstaklega sótt í þessi lífsgæði. Kyrrðarrofið felst í þyrlum sem halda uppi reglubundum ferð- um á slóðir sem ættu að vera laus- ar við hávaðann og spaðasláttinn nema í neyðartilvikum. Fólk sem ekki nennir að ganga finnur sér þá auðveldu lausn að svífa upp á fjöll og borga fyrir upplitið. Svo slær það sér á lær, bendir til himins, og segir: „þarna fór ég“. Sífellt færist í vöxt að þyrlur þeyt- ist með nútímafólkið um fjöll og óbyggðir og valdi ónæði þeim sem sækjast eftir kyrrðinni. Göngu- maður á Úlfarsfelli þarf skyndi- lega að leggja á flótta vegna þess að þyrla, full af letingjum, birtist sem stormsveipur. Nokkrum sinnum á hverjum sólardegi birtist öskrandi stálfuglinn með hávaða og yfirgangi. Minna er um slíkt á Esjunni þótt það hljóti að þróast í aðra og verri átt. Hugmyndir eru meira að segja uppi um að skemma þessa náttúruperlu Reykvíkinga með því að setja upp kláfferju svo fólk geti skotist þang- að upp á örfáum mínútum. Ef trunta nútímans fær að ráða för verður friðurinn vandfundinn. Sjón- og hljóðmengun mun skemma fyrir þeim sem vilja njóta en ekki þjóta. Á endanum verður ekki eftir neinu að slægjast með því að leita á áður fáfarnar slóðir. Hugmyndir eru uppi um að banna lágflug yfir Hornströndum þar sem fjöldi fótgangandi ferða- manna leitar í kyrrðina og fegurðina án þess að valda mengun. Þetta er frábær hugmynd sem ætti að útfæra enn víðar. Við eigum umfram allt að gæta þess að halda í ómengaða nátt- úrufegurð eins og kostur er. Þyrl- ur eiga ekki að vera leyfðar nema til að bjarga fólki eða til að gefa hreyfi- hömluðum kost á að komast á eft- irsóknarverða staði. Það er engin ástæða til þess að þyrlur séu að þvælast um með fullfrískt fólk þar sem kyrrðin á að ríkja. Við eigum að sýna landinu og náttúrunni þá virðingu að halda stálfuglunum frá einhverri sérstæðustu og fegurstu náttúru heims. Fólki í fullu fjöri er engin vorkunn að láta reyna á fætur og lungu til að njóta náttúru Íslands. Við þurfum að finna jafnvægið sem tryggir friðinn.n Sannfæring Brynjars Aðkoma Brynjars Níelssonar að lagasetningu um skuldaleið- réttingar hefur sýnt ágætlega fram á hve hugmyndin um að kjörnir fulltrúar eigi að fylgja sannfæringu sinni er marklítil í raun. Þannig tók Brynjar sæti Vilhjálms Bjarnasonar í efnahags- og viðskiptanefnd til að kjósa með frumvarpinu. En svo ákvað Brynjar að vera ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna um frumvarp- ið í þinginu og sjálfur ætlar hann ekki að nýta sér skuldaafskrift- irnar enda hefur hann sjálfur lýst sig andsnúinn þeim. Persónuleg sannfæring Brynjars virðist litlu skipta í samanburði við pólitíska hagsmuni. Málsvörn Jóns Ásgeirs Frétt um Aurum-málið sem birt- ist í fréttatíma Stöðvar 2 á laugar- daginn vakti talsverða athygli. Í fréttinni var viðtal við Gest Jónsson, lögmann Jóns Ás- geirs Jóhannesson- ar, eiginmanns aðaleiganda fyrir- tækisins sem á Stöð 2. Inntakið í fréttinni var það mat Gests að allir sakborningar í málinu yrðu sýknaðir, meðal annars Jón Ás- geir, en réttarhöldum í málinu er nú lokið. Fréttinni var svo slegið upp á Vísi. Stundum getur verið sérstaklega gott að vera kvæntur eiganda fjölmiðlafyrirtækis. Róleg rannsókn Seinagangur yfirvalda vegna rannsóknar á leikamáli innan- ríkisráðuneytisins sætir nokkurri furðu. Málið er sáraeinfalt og snýst um að upp- lýsa hver í innan- ríkisráðuneytinu lak minnisblaði um hælisleitand- ann Tony Omos til Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins fyrir hálfu ári. Ofarlega á lista grunaðra eru Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra og aðstoðarmenn henn- ar, Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. Ráðherrann, sem er æðsti yfirmaður lögreglu, hafði sjálfur látið rannsaka mál- ið innanhúss sem skilaði engu. Saksóknari var þó ekki sáttur og hefur krafist ítarlegrar rannsókn- ar sem nú fer fram á hraða snig- ilsins. Björgvin bæjarstjóraefni Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, var skilinn eftir á köld- um klaka þegar ríkisstjórn Geirs Haarde hrökklaðist frá völdum. Undanfarið hefur hans helsta starf verið að vera menningar- blaðamaður á Pressunni undir ritstjórn Björns Inga Hrafnsson- ar. En nú gæti verið að rofa til því fullyrt er að Björgvin stefni á bæjarstjórastólinn í Árborg. Ásta Stefánsdóttir er í 5. sæti, baráttu- sæti, hjá Sjálfstæðisflokknum og kannanir benda til þess að hún nái ekki kjöri. Björgvin sér tæki- færið og hefur tekið að sér kosn- ingastjórn Samfylkingar í von um bæjarstjórastól í framhaldinu. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Valli sport og Pollapönk brutu siðareglur. – DV Í nýrri skýrslu Rauða krossins, Hvar þrengir að, kemur fram að nær níundi hver einstaklingur er fastur í viðjum fátæktar, úrræða- leysis og einangrunar. Staða barna er eitt stærsta áhyggjuefnið, börn sem búa við fátækt glíma við félagslega einangrun og félagslegar erfðir auka líkurnar á fátækt þeirra þegar þau komast á fullorðinsár. Börn sem búa við fátækt eru lík- legri til að verða af sjálfsagðri og nauðsynlegri grunnþjónustu á borð við leikskóla, skólamáltíðir og frí- stundaheimili og til eru dæmi þess að börnum sé jafnvel vikið úr þjón- ustunni vegna vangoldinna skulda foreldra. Þannig skapast aðstöðu- munur strax á æskuárum sem svo getur haft óæskilegar afleiðingar. Nauðsynlegt er að bregðast hratt og fumlaust við skýrslu Rauða krossins, ekki síst á vettvangi Reykjavíkurborgar. Rjúfum fátæktarálögin Reykjavíkurborg á að þjónusta borg- arbúa betur, veita dyggara stuðn- ingsnet fyrir fjölskyldur sem búa við fátækt, hækka fjárhagsaðstoð, fjölga virkniverkefnum og stuðla að auk- inni þátttöku fólks almennt í samfé- laginu. Fyrst og fremst verður þó að rjúfa vítahring fátæktar og koma í veg fyr- ir að hún erfist milli kynslóða. Ein stærsta og árangursríkasta aðgerðin til þess er að afnema gjaldskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og frístunda- heimili. Þannig léttum við byrðum af barnafólki og tryggjum börnum tekjulágra sömu grunnþjónustu og hinum tekjuhærri. Núverandi gjaldheimta bitnar verst á tekjulágum fjölskyldum, enda eru gjaldskrárnar ótengdar tekjum fólks. Hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla greiða um 500 þúsund krónur á ári, sama hvort þau eru á lágmarkslaun- um eða hátekjufólk. Þannig myndi muna mestu fyrir tekjulægstu fjöl- skyldurnar ef gjaldskrárnar yrðu afnumdar. Auknar ráðstöfunartekjur og jöfnuður Leikskólar, skólamáltíðir og frí- stundaheimili eiga að vera fyrir öll börn. Efnahagslegar hindranir eru því ólíðandi. Eina leiðin til að tryggja raunverulega jöfn tækifæri barna til góðrar menntunar og frístunda- starfs er að afnema gjaldskrárnar. Það eru engin rök fyrir því að innheimta hundruð þúsunda skóla- gjöld í leikskóla, ekki frekar en fyrir grunnskóla, framhaldsskóla eða há- skóla. Menntun á að vera gjaldfrjáls – hún á að vera fyrir okkur öll óháð efnahag. Sama gildir um frístunda- heimilin – þau eiga að vera fyrir öll börn og það eru engin haldbær rök fyrir gjaldskrám þar, ekki frekar en fyrir félagsmiðstöðvastarf unglinga. Útópía eða raunhæft verkefni? Verkefnið kann að hljóma stórt, enda telja sumir að gjaldskrárnar dekki kostnaðinn vegna leikskóla, skólamáltíða og frístundaheim- ila. Það er auðvitað ekki rétt – og verk efnið er vel raunhæft. Foreldr- ar greiða 10% af kostnaðinum við þjónustuna, hin 90% eru þegar greidd úr borgarsjóði. Á fjórum árum getum við stig- ið skrefið til fulls og afnumið gjald- skrárnar með öllu. Til þess þarf að hækka framlag til skóla- og frí- stundasviðs um 750 milljónir, eða 0,9% af tekjum borgarsjóðs á ári. Peningarnir eru til, verkefnið rúm- ast vel innan fimm ára áætlunar borgarsjóðs og útilokar ekki að hægt sé að vinna önnur mikilvæg verk- efni á sama tíma. Það eina sem þarf til að innleiða gjaldfrjálsa leikskóla, skólamáltíð- ir og frístundaheimili er pólitískur kjarkur og ábyrg fjármálastjórn þar sem forgangsraðað er í þágu barna. Vinstri græn eru reiðubúin til þess. n Burtu með fátækt Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Kjallari „Leikskólar, skóla- máltíðir og frí- stundaheimili eiga að vera fyrir öll börn. „Ef trunta nútím- ans fær að ráða för verður friðurinn vand- fundinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.