Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Qupperneq 12
12 Fréttir Vikublað 20.–22. maí 2014 É g er ekkert að vega að Davíð Oddssyni heldur er ég að fjalla um verk og valdaferil Davíðs Oddssonar,“ segir Ólafur Arnarson, rithöfundur og bloggari, í viðtali við DV þegar hann er spurður hvort hann gefi út bók sína um forsætisráðherrann fyrrver- andi, Í skugga sólkonungs: Er Davíð Oddsson dýrasti maður lýðveldis- ins?, til þess að koma höggi á hann. Í fjölmiðlum um helgina kom fram að athafnamaðurinn Ragnar Önundarson hefði gagnrýnt bókina á þeim forsendum að Ólafur væri „málaliði útrásarvíkings sem vill ófræja DO [Davíð Oddsson]“. Ragnar hélt því meðal annars fram að Ólafur væri ekki raunverulegur höfundur bókarinnar heldur almannatengill- inn Gunnar Steinn Pálsson. Ólafur segir að honum sárni að stöðugt sé vegið að persónu hans sjálfs í um- ræðunni en ekki fjallað um það sem hann segir efnislega. „Ég gæti nátt- úrulega hamrað á því í hvert skipti sem nafn Ragnars Önundarsonar kemur í umræðuna að hann sé stærsti samkeppnisdólgur lýðveldis- ins. Hann fékk stærsta dóm fyrir brot á samkeppnislögum sem fallið hefur á lýðveldistímanum. En ég er ekkert að því, þó það sé satt,“ segir Ólafur. Litlir kærleikar Gagnrýni Ragnars þarf kannski ekki að koma á óvart. Ólafur Arnarson og Davíð Oddsson eru engir sérstakir mátar og hefur Ólafur oft skotið föst- um skotum að Moggaritstjóranum núverandi og öfugt. Ljóst var þegar bók Ólafs kom út að hún yrði um- deild því einnig hefur komið fram opinberlega að hann sé tengdur fyrr- verandi ráðamönnum Kaupþings. Engir kærleikar hafa heldur verið á milli fyrrverandi stjórnenda Kaup- þings og Davíðs Oddssonar. Afar líklegt er til dæmis að Ólafur hafi haft greiðan aðgang að Kaup- þingsmönnum þegar hann skrifaði fyrri bók sína um hrunið, Sofandi að feigðarósi, þar sem Davíð var einnig gagnrýndur harkalega. „Ég gaf nú ekki upp einstaka viðmæl- endur, ekki frekar en ég geri Í skugga sólkonungs, en ég hef auðvitað rætt við mjög marga, og ekki bara Kaup- þingsmenn. Ég hef rætt við menn í ýmsum fjármálafyrirtækjum, inni í stjórnkerfinu, í ráðuneytum og víð- ar. Ég held að þetta hafi verið eitt af því sem gaf bók minni vigt á sínum tíma: Ég náði að klóra dálítið undir yfiborðið.“ Tengslin við Kaupþingsmenn DV greindi svo meðal annars frá því á sínum tíma að hann hefði þegið mánaðarlegar greiðslur upp á 400 þúsund krónur frá Gunnari Steini en hann hefur meðal annars unnið náið með fyrrverandi stjórnend- um og hluthöfum Kaupþings, með- al annars Hreiðari Má Sigurðssyni og Bakkavararbræðrum. Ólafur var þá með bloggsvæði á vefmiðlinum Pressunni, sem meðal annars var í eigu VÍS sem var í eigu Bakkavarar- bræðra, og skrifaði marga pistla þar sem hann gagnrýndi meðal annars Davíð Oddsson og embætti sérstaks saksóknara. Í bókinni Ísland ehf., sem kom út í fyrra, var greint frá því að Gunnar Steinn hefði lagt á ráðin að stofna „bloggher“ til að hafa áhrif á sam- félagsumræðuna á Íslandi. Ólafur kannast ekki við að hafa verið hluti af honum. „Bókin er eftir mig“ Við Ólaf hefur sannarlega loðað að hann sé á mála hjá hagsmunaðilum eins og Kaupþingsmönnum við að skrifa útgáfu af sögu efnahagshruns- ins sem er þeim þóknanleg. „Ég veit ekki hvað Ragnar hefur fyrir sér í þessu. Ég get upplýst það að bókin er eftir mig og Gunnar Steinn Páls- son hefur enga aðkomu að þessari bók. Ekki annað en að eftir að hann sá þetta þá hafði hann samband við mig og lýsti yfir áhuga á að fá eintak. Ég gat bent honum á að bókin væri til sölu í öllum betri bókabúðum,“ seg- ir Ólafur sem blæs á gagnrýni þess efnis að hann sé málaliði: „Það kaup- ir enginn minn penna.“ Ólafur segist hafa mjög ákveðnar skoðanir sem séu ekki í öllum tilfell- um í „takt við almannaróm“. „Ég hef til dæmis verið mjög gagnrýninn á dómsmál, þessi hrunsdómsmál. Ég tel til dæmis að dómstólarnir hafi að mörgu leyti brugðist og að þetta hafi skaðað okkur. Hefur það haft áhrif á mig að ég hef skoðað þessi mál vel, að ég þekki þetta og ég er tengd- ur þessum mönnum sem eru undir smásjánni fjölskylduböndum? Auð- vitað hefur það áhrif. En þetta eru mínar skoðanir. Ég skrifa um það sem ég vil skrifa, eins og ég vil skrifa um það og það kaupir enginn mína sannfæringu. Ég fer ekki að leggja nafn mitt í að skrifa eitthvað sem fer gegn sannfæringu minni.“ Gefur ekki up verkkaupa Ólafur segir að hann vilji ekki gefa upp hverja hann vinnur fyrir, hverj- ir það eru sem kaupa þjónustu hans. „Ég hef ekki verið tilbúinn til að ræða um þá sem hafa keypt af mér ráðgjaf- arþjónustu vegna þess að það er ekk- ert þar sem þolir ekki dagsljósið. Ég ræði hins vegar ekkert um verkefni mín fyrir aðra, hvorki í hverju þau felast né eitthvað annað, til dæmis hverjir mínir verkkaupar eru. Ef þeir vilja gera þetta opinbert þá bara gera þeir það.“ Selur vel Neikvæð athygli, líkt og ummæli Ragnars um Ólaf, þarf hins vegar alls ekki að vera slæm fyrir bók hans. Nei- kvæð athygli getur þvert á móti vakið forvitni um bókina og kallað á frekari umræður um hana. Sú umræða um bókina var fyrirsjáanleg; bæði aðal- söguhetja hennar og höfundurinn sjálfur hafa sannarlega verið í um- ræðunni á Íslandi á liðnum árum. Bókin hefur líka selst vel hingað til og fór beint í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Báðar bækur Ólafs hingað til hafa því selst vel því sú fyrri seldist í nokk- ur þúsund eintökum. Bækur hans virðast því falla í kramið hjá lesend- um enda fjalla þær báðar eingöngu, eða að hluta, um Davíð Oddsson, mann sem sannarlega er áhugi fyrir í íslensku samfélagi. Friðrik lagði fram gjaldþrotakröfu Ólafur hefur ekki bara verið á milli tannanna á fólki vegna tengsla sinna við tiltekna kaupsýslumenn heldur hafa fjármál hans líka borið á góma. Ólafur segir að sín persónulegu fjár- mál hafi verið notuð „gegn sér“. Sú umræða hefur hins vegar ekki verið opinber þar til nýlega þegar Ólafur var úrskurðaður gjaldþrota vegna skulda sem meðal annars má rekja til fjárfestingar hans í bak- aríi fyrir hrunið 2008. Sá sem lagði fram kröfu um að bú Ólafs yrði tek- ið til gjaldþrotaskipta var fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, Friðrik Arn- grímsson, en hann stefndi Ólafi fyrir meiðyrði. „Ég var úrskurðaður gjaldþrota í apríl. Það var að beiðni Friðriks J. Arngrímssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra LÍÚ, sem eignaðist kröfu á mig eftir að ég var dæmd- ur sekur um meiðyrði í garð hans.“ Ólafur hafði skrifað um að LÍÚ kost- aði að hluta til starfsemi netmiðils- ins AMX, sem rekinn var á sínum tíma, þar sem meðal annars var fjall- að með gagnrýnum hætti um Ólaf. „Þetta þrætti Friðrik fyrir og þetta var rangur dómur enda kom það líka fram í DV svart á hvítu að LÍÚ hefði varið háum fjárhæðum í aðila sem tengdust AMX. En það hafði engin áhrif á dómarann sem gaf mér ekki kost á að kalla Friðrik Arngrímsson til skýrslutöku fyrir dómi. Þetta fannst mér líka óskiljanlegt þegar fram hafði komið að ummæli mín voru rétt. Ég var svo dæmdur sekur um meiðyrði.“ Ólafur fékk ekki áfrýj- unarleyfi í málinu, af því bæturnar voru undir tilskildum mörkum, en segist hins vegar hafa kært dóminn til Mannréttindadómstóls Evrópu. Ónafngreindur í úrskurðinum Á umræddum miðli, AMX, var með- al sagt frá úrskurði í Hæstarétti um synjun á greiðsluaðlögun hjá ónafn- greindum manni þar sem fjármál- um viðkomandi var lýst í nokkrum smáatriðum. Þessi maður var Ólafur Arnarson og duldist sjálfsagt fáum sem lásu úrskurðinn þar sem ýmis „Þetta er ein leið Þöggunar“ n Ólafur Arnarson varð gjaldþrota í síðasta mánuði en var að gefa út bók sem selst hefur vel Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ósáttur við umræðuna um sig Ólafur Arnarson segist vera ósáttur við umræðuna um sig þar sem hann sé oft afgreiddur út af tengslum sínum við ákveðna athafnamenn, eða vegna fjármála sinna, en ekki vegna orða sinna. Mynd SIGTryGGur ArI Gagnrýninn á davíð Bók Ólafs Arnarsonar fjallar um störf Davíðs Oddssonar og er hann afar gagnrýninn á for- sætisráðherrann fyrrverandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.