Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 20.–22. maí 201426 Lífsstíll Sykursjúkur? Slepptu kvöld- matnum Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa til kynna að það að sleppa kvöldmatnum hafi jákvæð áhrif á sykursýki 2. Vísindamenn skiptu sykursjúkum þátttakendum í tvo hópa. Báðir hópar fengu að borða jafn margar hitaeiningar en annar hópurinn fékk allar hitaeiningarnar í tveimur stór- um máltíðum en hinn í sex litl- um máltíðum. Í ljós kom að þeir sem borðuðu aðeins morgunmat og hádegismat grenntust meira, höfðu lægri blóðsykur og betri stjórn á insúlíninu en þeir sem borðuðu sex máltíðir á dag. Þetta kemur fram í New York Times. Ertu með kynlíf á heilanum? Vísindamenn við UCLA-háskól- ann segjast hafa fundið sannan- ir fyrir því að sumir einstaklingar séu virkilega með kynlíf á heilan- um. Þetta kemur fram í Los Ang- eles Daily News. Í rannsókn voru konur og karlar spurð hversu marga bólfélaga þau hefðu átt um ævina. Þátttakendum voru einnig sýndar fjölbreyttar mynd- ir, sumar erótískar, aðrar ekki. Í ljós kom að eftir því sem einstak- lingarnir höfðu átt fleiri bólfélaga því líklegra var að heili þeirra sýndi viðbrögð þegar erótíska myndefnið var sýnt. Vísindamennirnir segjast ekki hissa á að heilinn bregðist við erótísku efni. „En ef heilinn bregst við afar vægum erótískum myndum ertu líklegri til að örvast auðveldlega í daglegu lífi,“ sagði vísindamaðurinn Nicole Prause. Ófrískar konur verri ökumenn Barnshafandi konur eru líklegri en aðrir til að lenda í bílslysum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rann- sóknar sem birtust í USA Today. Vísindamenn skoðuðu sjúkra- gögn yfir 500 þúsunda kanadískra mæðra. Í ljós kom að ófrískar kon- ur á öðrum hluta meðgöngu eru 42 prósentum líklegri til að lenda í árekstri og eru þar með í hópi ök- umanna sem þjást af kæfisvefni. Á fyrsta og síðasta hluta með- göngunnar eru líkurnar þær sömu og hjá konum sem ekki eru ófrískar. Vísindamennirnir skoðuðu aðeins gögn eftir bílslys sem voru svo alvarleg að leita þurfti á sjúkrahús í kjölfarið. Líkur á að nýbökuð móðir valdi bílslysi minnka mikið og verða enn minni en áður en hún varð ófrísk. n Ótrúlegustu hlutir geta aukið sjálfstraust þitt S amkvæmt rannsókn myndu fleiri vilja auka sjálfstraust sitt heldur en að lifa fjörugra kynlífi. Á vefsíðu sjónvarps- drottningarinnar Opruh er alls kyns fróðleik að finna. Með- al annars þennan lista yfir ótrúlega hluti sem hafa jákvæð áhrif á sjálfs- traustið. Náðu þér í „fix“ strax í dag. Slappt illmenni Náðu þér í góða spennusögu til að auka sjálfs- traustið. En það er hængur þar á. Samkvæmt rann- sókn í Ohio-háskól- anum þarf sakamál- ið að vera frekar auðleyst en samt áhugavert. Í rannsókninni kom í ljós að þótt allir lesendurnir nytu þess að vita ekki hver framdi glæp- inn þá veitti það þeim sem þjáðust af litlu sjálfstrausti mesta „kikkið“ ef illmennið reyndist vera sá sem þá grunaði. Kate Stine, ritstjóri Mystery Scene-tímaritsins mælir með bókum Alexanders McCall, Margaret Maron og Lindsay Davis. Heili sigurvegara (jafnvel þótt sigurinn sé auðveldur) Skráðu þig í nokkrar auðveld- ar keppnir sem þú telur þig líklegan til að standa uppi sem sigurvegari í. Hvort sem það eru rökræður í þeim málefnum sem þú hefur tileinkað þér, kapphlaup við silalegan maka, tafl við lélegri skákmann eða eitt- hvað annað. Litlir sigrar byggja upp sjálfstraustið á líffræðilegan hátt. Þetta segir dr. Ian Robertson, höfundur bókarinnar The Winner Effect. Robertson segir hvern sig- ur hafa jákvæð áhrif á andrógen hormónin í þeim hluta heilans sem snýr að umbun og áhugahvöt sem verður til þess að magn testó- steróns eykst sem svo verður til þess að þú verður öruggari með þig í næstu áskorun. Að sögn Robertson hefur kikkið sem þú færð af mörg- um litlum sigrum áhrif á þig næstu mánuðina. Fleiri kviðæfingar Líkamsrækt virkar sem mótefni á lítið sjálfstraust. Þetta kemur fram í niðurstöðum Jaclyn Maher við Penn State-háskólann. Maher leggur til að þeir sem þjást af litlu sjálfsöryggi auki við heilsurækt sína, þótt ekki sé nema nokkr- ar mínútur. „Allir vita að hreyfing bætir skapið en það er þetta extra sem þú skalt leggja á þig þegar sjálfstraustið er ekki upp á marga fiska. Bættu tólf kviðæfingum við æfingaplanið, lyftu aðeins oftar en venjulega eða hlauptu enn lengra og það mun hafa áhrif á sjálfs- traustið.“ Tjáðu þig á netinu Við vitum öll að dag- bókarskrif geta virkað eins og fínasta sálfræðimeð- ferð. Hins vegar leiddi rannsókn í Haifa-háskólanum í Ísrael í ljós að það að skrifa okkar innstu hugð- arefni á nafnlausa bloggsíðu hef- ur enn betri áhrif á sjálfstraustið. Í rannsókninni kom í ljós að tveggja mánaða persónuleg bloggskrif og að minnsta kosti tvær nýjar færslur í hverri viku hafa góð áhrif á sjálfs- öryggið. Sérstaklega ef bloggsíðan heldur úti kommentakerfi. Kjaftaðu um aðra Dreifðu virkilega safaríkri sögu um einhvern sem þú þekkir og þér mun líða betur. En aðeins ef slúðrið er jákvætt. Þetta kemur fram í niður- stöðum Staffordshire-háskólans á Englandi. Jákvætt slúður jók sjálfs- traust þátttakenda lítillega. Nei- kvætt slúður jók hins vegar á vanlíð- an þess sem slúðraði. Mundu hátindana Hugsaðu um augnablikið í lífi þínu þegar þú upplifðir þig sem sterkasta manneskju. Hvort sem það var þegar þér tókst að halda aga á erfiða bekknum, heillaðir fyrsta viðskiptavininn eða fæddir barn, þá skaltu skrifa um það í tíu mínútur. Samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of Experimental Social Psychology ætti það að fylla þig sjálfstrausti án þess að gera þig of kotroskinn. Breyttu um stellingu Settu annan handlegginn á bríkina á stóln- um en hina yfir stólinn við hliðina á þér. Settu svo ann- an ökklann yfir hitt lærið. Ef þú ert eins og þátttakendur í rannsókn sem framkvæmd var af vísindamönnum við Northwestern-háskólans eykur þessi stelling sjálfstraust þitt. Í rann- sókninni kom í ljós að þeir sem sátu svona tóku meiri áhættu í áhættu- spili og voru líklegri til að vilja halda ræður. Að sögn Ann Cuddy, sálfræðings við Harvard Business-háskólann, eykst magn testósteróns við slíkar kraftstellingar á meðan magn streitu- hormónsins kortisóls minnkar. Horfðu til stjarnanna Líttu til einstaklingsins sem þú horfir mest upp til. Hvort sem það er Michelle Obama, Hillary Clinton, Angelina Jolie eða einhver allt ann- ar getur þú fengið frá þeim heil- mikið kikk. Auðvitað er samband ykkar einhliða. Þú veist allt um hana en hún veit ekkert um þig. Það kemur samt ekki í veg fyrir að þið getið átt ýmislegt sameiginlegt. Í rannsókn kom í ljós að ef einstak- lingar skrifuðu niður það sem þeir áttu sameiginlegt með fyrir mynd sinni, hvort sem það voru gáfur, uppvöxtur á brotnu heimili eða veikleiki fyrir sælgæti, upplifðu þeir sig nær því að vera manneskjan sem þeir vildu vera. n Efldu sjálfstraustið Meira sjálfstraust Hægt er að gera ótrúlegustu hluti til að auka sjálfstraustið, til dæmis gera fleiri kviðæfingar og tjá sig á veraldarvefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.