Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Page 18
Vikublað 20.–22. maí 201418 Fréttir Erlent Herragarður hýsir svarta sögu Breta n Myrk leyndarmál líta dagsins ljós n Allt frá þrælaverslun til fangabúða S íðastliðinn þriðjudag veitti breska utanríkis- og sam- veldisráðuneytið fámennum hópi blaðamanna takmark- aðan aðgang að skjalasafni sínu í Hanslope Park, en segja má að þar séu geymd skjöl sem fela myrk- ustu leyndarmál breska heimsveld- isins. Utanríkis- og samveldisráðu- neytið hefur í gegnum tíðina deilt skjalasafninu með leynisþjónustun- um MI5 og MI6. Þrátt fyrir bresk lög sem segja til um að ekki megi halda skjölum leynilegum lengur en í þrjá- tíu ár má finna skjöl í Hanslope Park allt frá sautjándu öld sem al- menningur hefur ekki fengið að líta augum. Efni þessara leynilegu skjala spannar allt frá þrælaverslun á öldum áður til leynimakks kalda stríðsins. Tuttugu og fimm þúsund hillumetrar Rekja má sögu skjalasafnsins í Hanslope Park til ársins 1941 er varnarmálaráðuneytið breska lagði hald á eignina sem hafði fyrrum ver- ið herragarður. Í seinni heimsstyrj- öld var herragarðurinn notaður sem njósnamiðstöð en með breytum aðstæðum varð hlutverk gamla höfðingjasetursins æ meira skjala- geymsla. Njósnahlutverk setursins var þó aldrei gefið alfarið upp á bát- inn og enn í dag er deild þar sem snýr að netöryggi. Í heildina áætlar ráðu- neytið að um 1,2 milljónir leynilegra skjala sé geymd í Hanslope Park, sem samsvarar um tuttugu og fimm þúsund hillumetrum. Tregða hjá yfirvöldum Um áratugaskeið viðurkenndu bresk stjórnvöld ekki tilvist skjalasafnsins og þrátt fyrir ákveðna viðleitni ný- lega til að opna aðgang að skjölun- um gætir þó enn nokkurrar tregðu hjá yfirvöldum. Síðastliðinn þriðju- dag kynntu yfirvöld áætlun sína sem segir til um að sextíu þúsund skjöl sem flokkuð hafa verið sem mjög mikilvæg verði gerð almenningi að- gengileg á næstu fimm árum. Von- ast utanríkis- og samveldisráðu- neytið til að önnur skjöl verði tilbúin árið 2027. Ástæðan fyrir þessari töf er að þrátt fyrir að háan aldur skjal- anna er talið nauðsynlegt að farið sé yfir hvert einasta skjal og viðkvæmni þess rýnd og svo ritskoðað eftir því. Eru uppi miklar efasemdir um að þessi áætlun gangi eftir í ljósi þess að það tók sömu stofnun tvö og hálft ár að hleypa í gegn um tuttugu þús- und skjölum tengdum nýlendum Breta. Síðastliðinn október áætlaði The Guardian að skjölin yrðu tilbú- in árið 2350 með sama áframhaldi. Vitnisburður um ódæðisverk Ef skjölin munu nokkurn tímann líta dagsins ljós þá munu þau að öll- um líkindum varpa ljósi á myrkustu skúmaskot breskrar sögu. Vitað er að í skjalasafninu eru geymd gögn sem varða meðal annars Falklandseyja- stríðið, óhæfuverk á Írland og í Hong Kong, ráðabrugg og áróður á tím- um kalda stríðsins, þrælaverslun, og stríðsglæpi í seinni heimsstyrj- öld. Katie Engelhart, blaðamaður tímaritsins Vice, var á meðal þeirra sem fengu að fara í skoðunarferð um skjalasafnið. Meðal þeirra skjala sem Engelhart segist hafa barið augum var rannsókn á vopnasölu til Síerra Leóne, bréfaskipti varð- andi þrælaverslun á árunum 1858 og 1859, og dagbók Donald Duart Maclean, njósn ara KGB í Bretlandi. Svört saga Breta Skuggalegustu gögnin í skjalasafn- inu í Hanslope Park varða þó ný- lendur Breta í Afríku. Árið 2011 höfðuðu aldraðir kenískir ríkis- borgarar skaðabótamál gegn breska utanríkis- og samveldisráðuneytinu vegna misþyrminga af hálfu breskra nýlenduyfirvalda. Fyrst um sinn var óskað eftir því að ráðuneytið veitti aðgang að gögnum tengdum ofríki á nýlendutímanum. Ráðuneytið sagð- ist þá ekki hafa nein gögn en eftir úrskurð dóms kom í ljós að skjölin voru um fimmtán hundruð talsins. Lýsa þau svartri sögu breska ríkisins í Afríku. Eitt skjalið var bréf frá ár- inu 1953 skrifað af breskum dóms- málaráðherra Keníu þar sem hann líkir aðstæðum í fangelsum þar við útrýmingarbúðir Þriðja ríkisins. Annað skjal er símskeyti frá sama tíma þar sem breskur liðsforingi er sagður hafa brennt kenískan mann lifandi. Kenísku öldungarnir unnu skaðabótamálið. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Fékk aðgang Katie Engelhart, sem meðal annars skrifar fyrir Vice og Guardian, fékk aðgang að skjalsafninu ásamt öðrum blaðamönnum. Njósnamiðstöð Hanslope Park séð að ofan. Vegna þess sem þar fer fram er bannað að taka ljósmynd af sjálfri samstæðunni. Skjöl Óheyrilegt magn af leynilegum skjöl- um er geymt í Hanslope Park. MyNd Vice 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Sagðir safna liði við Víetnam Vaxandi spenna milli Kína og Víetnams vegna olíuborpalls S vo virðist sem Kínverjar séu að auka herstyrk sinn umtals- vert við landamæri Kína og Ví- etnam. Kínverjar sem búa við landamærin hafa deilt ljósmyndum á netinu, sem eru sagðar vera tekn- ar 16. og 17. maí, sem sýna mikinn fjölda hermanna, skriðdreka og stór- skotaliðs við landamærin. Samkvæmt heimildum Epoch Times voru ljós- myndirnar teknar í Pingxiang-borg við landamæri Kína og Víetnam. Gífurleg spenna hefur verið á milli landanna vegna byggingu olíubor- palls í eigu kínverska ríkisfyrirtæk- isins CNOOC aðeins hundrað og tuttugu sjómílur frá landamærum Víetnam. CNOOC er eitt þeirra fyrir- tækja sem leitar að olíu við Dreka- svæðið. Olíuborpallurinn er við Paracel-eyjar en yfirráð Kínverja yfir þeim hafa verið talin umdeild og gera Víetnamar tilkall til þeirra. Þann 11. maí hófust mótmæli vegna áforma Kínverja. Þróuðust mótmælin út í uppþot gegn kínversk- um íbúum landsins. Talið er að tutt- ugu og einn hafi látist í óeirðunum og tugir slasast og báru mótmæl- endur auk þessa eld að fjölmörgum verksmiðjum í eigu Kínverja. Víetna- mar á Íslandi mótmæltu fyrir utan kínverska sendiráðið á mánudag. Í kjölfar uppþotanna hefur kínverska utanríkisráðuneytið varað alla ríkis- borgara við að ferðast til Víetnam sem og sent fimm skip til að flytja þúsund- ir kínverskra ríkisborgara úr landinu. Þann 15. maí síðastliðinn varði Fang Fenghui, herforingi í kínverska hernum, ákvörðun yfirvalda um að bora eftir olíu í heimsókn sinni til höfuðstöðva varnarmálastofnunar Bandaríkjanna. Notaði hann þá tæki- færið til að vara Bandaríkjamenn við taka afstöðu í málinu. „Það er mögu- legt að þessi deila geti haft áhrif eða truflað samskipti landanna,“ var haft eftir Fang. n hjalmar@dv.is Safna liði Hér má sjá eina þeirra mynda sem íbúar við landamæri Víetnam og Kína hafa deilt á netinu. Myndin er sögð vera tekin í Pingxiang-borg. Rotnandi lík í háskóla Hundruð líka, sem höfðu verið gefin til vísindastarfs, hafa verið geymd við stofuhita í kjallara Complutense-háskólans í Madrid um árabil. Spænska dagblaðið El Mundo greindi frá þessu á mánu- dag. Í frétt dagblaðsins eru að- stæður í kjallaranum sagðar vera martraðarkenndar og líkjast einna helst hryllingsmynd. Sýna myndir sem fylgja fréttinni svartar rotn- aðar fætur ofan á ruslatunnum og líkamspörtum raðað handa- hófskennt í hillur. Líkti dagblaðið líkunum við múmíur. Líkin eru talin vera tvö hund- ruð og fimmtíu talsins og eru öll geymd í þrjátíu fermetra herbergi í kjallara háskólans. Í samtali við El Mundo sögðu starfsmenn háskól- ans ekkert óeðlilegt við fyrirkomu- lagið. „Við erum ekki ríkur háskóli og það er engin heilsufarsleg hætta af þessu. Sá sem sér um líkbrennsluofninn okkar settist í helgan stein um jólin og verka- lýðsfélögin banna okkur að aug- lýsa starfið því að þeirra sögn er ofninn í ónothæfu ástandi,“ var haft eftir Ramón Mérida, deildar- forseta líffræðideildar háskólans. Hann viðurkenndi þó í sama sam- tali að sum líkin væru fimm ára gömul. Háskólinn svaraði frétt El Mundo samdægurs og sagði að búið væri að finna lausn á vanda- málinu, útfararstofa muni fjar- lægja líkin á komandi dögum. Talið er að háskólinn fái fimmtíu lík á ári. Að sögn dagblaðsins hef- ur þeim fjölgað mikið á síðast- liðnum árum sem gefa lík sitt til vísinda. Er það gert til að spara útfararkostnað. Fleygði dóttur sinni í laugina Karlmaður í Arizona hefur verið handtekinn fyrir að henda tæplega tveggja ára gamalli dóttur sinni út í sund- laug. Með þessu ætlaði mað- urinn að refsa telpunni sem hafði misst út í laugina fimm vikna gamlan hvolp. Annar gestur í sundlauginni bjarg- aði stúlkunni úr lauginni. Öryggismyndavélar í sund- laugargarðinum sýna atvikið greinilega og hefur maðurinn því verið hnepptur í varðhald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.