Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Síða 10
Vikublað 20.–22. maí 201410 Fréttir Sprautunálar skildar eftir í garðinum n Nágrannar heimilis fyrir útigangskonur langþreyttir n 24 útköll til lögreglu á einum mánuði M aður náttúrlega sárkennir í brjósti um þessar konur. Það er ekki það að maður hafi ekki samúð og vilji ekki að það sé hugsað um þær. En þessir einstaklingar sem eru þarna virða ekki lágmarks um­ gengnisreglur við nágranna sína,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, íbúi á Skeggjagötu, sem er meðal lang­ þreyttra nágranna heimilis fyrir utan garðskonur sem er í götunni. Íbúar eru sammála um að utan­ garðskonurnar eigi heima inni í heil­ brigðiskerfinu. Ragnhildur hefur fundið ýmislegt í garðinum; sprautunálar, hasspíp­ ur og önnur ummerki eftir neyslu áfengis og annarra vímugjafa. Þá hefur ein kona sem býr á heimilinu haft hægðir á tröppunum fyrir utan heimili Ragnhildar, ásamt því að umrædd kona hefur sofnað talsvert ölvuð í kjallara húss í grenndinni, sem hún hafði brotist inn í. Hótað lífláti „Félagsbústaðir keyptu þessa eign 2005 eða 2006,“ segir Ragnhildur sem hefur búið í húsinu í tíu ár. Um parhús er að ræða og önnur íbúðin hýsir um­ rætt heimili fyrir útigangskonur. Eft­ ir hrunið flutti fjölskyldan sem hafði búið í hinni íbúðinni út, og stuttu síðar fengu nágrannar símtal frá starfsmönnum borgarinnar þar sem þeim var tjáð að í húsinu yrði gert heimili fyrir útigangskonur. Nágrann­ ar voru ekki spurðir sérstaklega um leyfi, heldur einfaldlega tilkynnt um að svona yrði þetta. „Okkur var lofað að það væri sér­ valið og gott starfsfólk og við yrðum ekki fyrir ónæði,“ segir Ragnhildur og bætir við að það hafi svo sannarlega ekki staðist. „Þetta er búið að vera mjög erfitt frá upphafi en hefur stig­ magnast, “ segir Ragnhildur. Nágrannar þurftu að búa við hávaða á næturnar, og á endanum voru, að sögn Ragnhildar, komnir „mjög erfiðir og hættulegir einstak­ lingar“ á heimilið, sem hótuðu ná­ grönnum meðal annars lífláti. Lögreglan kölluð til nærri daglega „Mig minnir að í febrúar 2013 hafi verið ekki færri en 24 útköll til lög­ reglunnar,“ segir Ragnhildur. „Ónæð­ ið var alveg ótrúlega mikið.“ Þá segir hún að sjúkrabílar hafi ítrekað verið kallaðir til: „Það voru svakaleg læti hérna og ég veit fyrir víst að þær réð­ ust á starfsmenn og stórslösuðu þá. Það voru hérna sjúkrabílar, bara upp á hvern dag. Einhvern tímann gerð­ ist eitthvað hræðilegt því allt var brotið og bramlað.“ Í fyrra fundust einnig sprautunálar í garðinum, hasspípur og annað rusl. „Eftir þetta þá töluðum við við lögfræðinga, og gerðum þá kröfu að ef ekki yrði bætt úr þessu, og leig­ usamningum viðkomandi einstak­ linga sagt upp, þá myndum við gera kröfu um að borgin lokaði þessu heimili og seldi eignina,“ segir Ragn­ hildur en nágrannar funduðu með fulltrúum frá velferðarsviði Reykja­ víkurborgar. „Við ákváðum að gefa þeim þrjá mánuði til að koma sínum málum í lag, en það dróst aðeins, og eftir sex mánuði var þetta allt í lagi og allt komið í lag,“ segir Ragnhildur, en borgin lét meðal annars einangra betur á milli íbúðanna. Eftir þetta var því nokkur friður að sögn Ragnhildar. „Það tekur enginn ábyrgð á þessu“ Ónæðið byrjaði hins vegar aftur nýlega en einn af þremur íbúum á heimilinu fór að hafa sig mikið í frammi. Þrátt fyrir fyrri kvartanir verða nágrannar nú aftur fyrir miklu ónæði vegna ólifnaðarins, sem er mestmegnis fyrir utan húsið. „Það er starfskona þarna á sólarhringsvakt, en hún er bara ein, og hún getur ekki fylgst með því sem gerist hérna fyrir utan.“ Ragnhildur segir að konurnar komi sér fyrir í nærliggjandi görðum og sitji þar að sumbli og séu í neyslu. „Þessar konur eru að koma hérna í garðana því þær mega ekki drekka inni eða reykja. Þær pissa og gera þarfir sínar, og náttúrlega kasta upp, og þetta gerist nokkrum sinnum á sólarhring núna. Það eru íbúar í hús­ unum hérna í kring sem verða mest fyrir þessu,“ segir Ragnhildur. „Þessar konur stoppa aldrei lengi þarna og það er eins og borgin gleymi alltaf sínum kríteríum um hver eigi að fá að vera þarna.“ Nú er ég búin að hafa samband við vel­ ferðarsvið og velferðarráð. Það tekur enginn ábyrgð á þessu og enginn veit hvað á að gera þannig að ég sé ekki hvað við eigum að gera annað en að fylgja þessu fast eftir. Það er allavega mjög erfitt að treysta þeim,“ segir Ragnhildur. „Mér finnst þetta eigin­ lega vera valdníðsla.“ „Ekki rétt staðsett“ Birgitta Ásbjörnsdóttir er þriggja barna móðir sem býr handan við götuna. Í samtali við DV segist hún hafa þurft að ræða við heimilis­ konur um sprautunálar, um að þær séu ekki skildar eftir á víðavangi. Þá segir hún óþægilegt að búa með börn í grennd við svona starfsemi. „Það er mjög erfitt að þurfa að út­ skýra fyrir börnum af hverju fólk er í þessu ástandi sem það er, og af hverju það lítur svona út,“ segir Birgitta, en hún snöggreiddist ný­ lega er ein kvennanna gaf sig á tal við börn hennar. „Ég styð þessa starfsemi fullkom­ lega, mér finnst hún bara ekki rétt staðsett. Ég hef fulla samúð með þessum konum en ég held að þær eigi frekar heima inni í heilbrigðis­ kerfinu en félagsmálakerfinu.“ n „Ég skil mjög vel að nágrannar séu orðnir langþreyttir á þessu ástandi. Það hefur gengið á ýmsu í þessu heimilishaldi ef satt skal segja. Það hefur verið veitt miklu viðbótarfjármagni í stuðning inn á þetta heimili. Það virðist ekki duga til þannig að velferðarsvið er með það til skoðunar núna hvað annað sé hægt að gera fyrir þessar konur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við DV. „Vandinn er sá að heilbrigðiskerfið segir að þessar konur eigi ekki heima á spítala. Þótt það sé vakt yfir þeim allan sólarhringinn þá bara einhvern veginn ná þær að gera af sér alls konar óskunda. Þetta er ótrúlega erfitt ástand þarna og við erum með þetta í skoðun. Ég er alls ekki að útiloka að þetta verði endurskoðað, og jafnvel fundið annað húsnæði, því þetta virðist ekki ganga upp, alveg sama hvað við setjum í þetta,“ segir Björk. „Það er okkar hlutverk að vera á vaktinni með svona.“ Þá segir Björk að í raun og veru eigi heimiliskonurnar heima á spítala, en Reykjavíkurborg hafi fengið þau svör að heilbrigðiskerfið vilji ekki taka við þeim. „Það er svo hræðilegt að hitta þessar konur. Ég skil ekki geðdeildirnar, að taka ekki við fólki þegar það er svona veikt. Ef geðdeild Landspítalans á ekki að sinna þessu fólki þegar það er í þessu ástandi, þá veit ég eiginlega ekki til hvers geðdeildirnar eru, satt best að segja. Þegar heilbrigðis­ kerfið vill ekki taka við þeim þá eru þær úti í samfélaginu, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Hræðilegt að hitta þessar konur Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir miklu viðbótarfjármagni hafa verið veitt í heimilið, og furðar sig á því að geð­ deildirnar vilji ekki taka við heimiliskonum. Ótrúlega erfitt ástand „Ég skil ekki geðdeildirnar, að taka ekki við fólki þegar það er svona veikt.“ Símon Örn Reynisson simon@dv.is „Ég styð þessa starfsemi fullkom- lega, mér finnst hún bara ekki rétt staðsett. Notaðar sprautunálar Í garðinum hafa fundist sprautunálar. MyNd RagNHiLduR SvERRiSdóttiR Hasspípa Hér má sjá hasspípu sem búin var til úr plastflösku og skilin var eftir í garðinum. MyNd RagNHiLduR SvERRiSdóttiR „Þær pissa og gera þarfir sínar, og náttúrlega kasta upp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.