Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Side 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 20.–22. maí 2014 T alið er að bein allt að sjö- tíu þúsund manna hafi ver- ið notuð til að skreyta hina heimsfrægu Sedlec-kapellu í Kutná Hora í Tékklandi. Standa nú viðgerðarmenn frammi fyrir ærnu verki þar sem kapellan, sem er svo að segja þakin mennsk- um beinum, er við það að grotna niður. Að færa kirkjuna í uppruna- legt ástand mun þó mögulega reyn- ast viðgerðarmönnum strembið verk því ekki er vitað með hvaða aðferð František Rint, tréskurðar- maðurinn sem mótaði beinin á sín- um tíma, notaði. Kapellan er vin- sælasti viðkomustaður ferðamanna til Tékklands og því nokkuð í húfi fyrir ferðamannaiðnað landsins. Að sögn safnstjóra eru allar líkur á því að drungalegar skreytingar kapell- unnar kunni að bíða varanlegt tjón verði ekkert gert. Vinsæl greftrunarstaður á öldum áður Hefur kapellan í Kutná Hora verið tengd dauða um aldaraðir þrátt fyrir að það hafi ekki verið fyrr en árið 1870 sem hún var skreytt beinum líkt og sjá má afrakstur af í dag. Á miðöldum varð kirkjugarð- urinn í kringum kapelluna gífur- lega vinsæll greftrunarstaður hjá aðli Mið-Evrópu. Var jarðvegur- inn talinn sérstaklega heilagur því samkvæmt þjóðsögu átti munkur að hafa blandað heilögum jarðvegi frá Golgata við tékknesku moldina. Svo vinsælt var að vera jarðsettur í Kutná Hora að grafa þurfti upp eldri bein til að koma fyrir nýjum líkum. Árið 1511 var það gert en í stað þess að koma beinunum fyrir á öðrum stað var þeim komið fyr- ir í kjallara kapellunnar. Eigend- ur kapellunnar tæplega fjögur hundruð árum síðar, Schwarzen- berg-aðalsættin, ákváðu árið 1870 að ráða tréskurðarmann- inn František Rint til þess verks að móta skreytingar úr beinunum sem hann og gerði næstu áratugi. Margra ára verk Rint skyldi þó ekki eftir neinar leið- beiningar né vísbendingar um hvernig hann fór að því að festa saman beinin. Þyngir það auk þess verk viðgerðarmanna að um er að ræða gífurlegt magn beina; í hverju horni eru geysistórir píramídar sem telja hver tugþúsundir beina. Talið er að taka muni allt að ári að taka í sundur og þrífa hvern píramída fyrir sig. Fyrst um sig verður það verk þó geymt því við- gerðarmenn hyggjast hefja vinnu á að lagfæra loft kapellunnar síð- ar á þessu ári. Hefur það í för með sér að nauðsynlegt er að taka nið- ur feikistóra ljósakrónu sem inni- heldur að sögn í það minnst eitt eintak af hverju beini mannslík- amans. Þrátt fyrir að áætlað sé að að sú viðgerð hefjist næstkomandi júlí hafa viðgerðarmenn enn ekki komið sér saman um hvaða að- ferð verði notuð til að festa beinin saman á ný eftir að þau hafa verið þrifin. Við það að grotna niður Petr Blažek, sóknarfulltrúi Sedlac, var nýlega í viðtali við ríkisút- varp Tékklands og lagði hann þar áherslu á nauðsyn þess að hefja viðgerðir. „Eins og er höfum við ekki hugmynd um hvað heldur beinunum saman í píramídunum. Við vitum ekki hvort það sé ein- hvers konar stuðningskerfi inni í þeim eða ekki. Þrátt fyrir það teljum við nauðsynlegt að hefjast handa á þessu verki núna. Ef við gerum það ekki þá verður ekkert eftir af þessu merka kennileiti,“ sagði Blažek. Eru skemmdirnar nú þegar orðnar nokkuð sýnilegar; í einu horni kapellunnar hefur myndast hola niður í grafhvelfinguna fyrir neðan. Hefur verið reynt að kanna hvað veldur en enn sem komið er hefur ekki fundist nein skýring á holunni. Verði ekkert að gert er ekki harla ólíklegt að grafhýsið hrynji. n Beinakirkja að grotna niður n Viðgerðarmenn vita ekki hvernig beinunum er haldið saman Sýnilegar skemmdir Á þessari mynd sjást skemmdirnar glögglega en gifs í lofti er að flagna. Fyrir miðju má sjá fræga ljósakrónu kapellunnar sem sögð er innihalda öll bein líkamans. Skjaldarmerki Tréskurðarsmiðurinn František Rint var ráðinn af aðalsættinni Schwarzenberg í það verk að vinna úr beinum sem höfðu safnast upp í kjallara kapellunnar. Hann þakkaði fyrir með því að gera skjaldarmerki ættarinnar úr beinum. Tugir þúsunda beina Hér má sjá einn píramída kapellunnar sem viðgerðarmenn telja að verði erfið- ast að færa í fyrra horf. Sérfræðingar vita ekki hvernig beinunum er haldið saman. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Eins og er höfum við ekki hugmynd um hvað heldur beinunum saman í píramídunum Páfinn heim- sækir flótta- mannabúðir Frans páfi hyggst meðal annars heimsækja Dheisheh-flótta- mannabúðirnar í Betlehem í fyrir hugaðri pílagrímsferð sinni til Ísrael. Times of Israel greinir frá þessu. Flóttamannabúðirnar eru þær fimmtu stærstu í landinu en talið er tæplega fimmtán þús- und manns séu hýst þar. Jóhann- es Páll páfi II heimsótti sömu flóttamannabúðir árið 2000. Kall- aði hann þá eftir lausn á hörmu- legum aðstæðum hjá þeim millj- ónum manns sem hafa verið gerð heimilislaus í kjölfar stofn- unar Ísraelríkis. Mun Frans páfi heimsækja fæðingarkirkjuna sem og aðra staði sem eru heilagir í kristinni trú í ferð sinni. Höfnuðu lokatilboði Forsvarsmenn breska lyfjafyrir- tækisins AstraZenica hafa hafn- að yfirtökutilboði bandaríska lyfja risins Pfizer. Tilboðið hljóð- aði upp á 55 pund á hlut, eða 69 milljarða punda alls. Upphæðin jafngildir þrettán þúsund millj- örðum króna. Forsvarsmenn Astr- aZenica töldu tilboðið ekki nægi- lega gott. Markmið Pfizer með yfirtökunni var að skapa stærsta lyfjafyrir tæki heims. Höfuðstöðv- ar þess áttu að vera í New York en fyrirtækið átti að vera skráð í Bret- landi af skattalegum ástæðum. Mannfall í flóðum Flóðin í ríkjum Balkanskag- ans eru einhver þau verstu í yfir hundrað ár. Þrjátíu og sjö hafa látist og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Ástandið er einna verst í Bosníu og Serbíu en þar hafa aurskriður fallið og graf- ið hús í aur. Þá óttast sérfræðingar að flóð- in og aurskriðurnar geri það að verkum að jarðsprengjur, frá tím- um stríðsins á Balkanskaga, kom- ist upp á yfirborðið með tilheyr- andi hættu fyrir almenning. „Flóð sem þessi verða kannski á þús- und ára fresti,“ segir Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu. Segir hann að með góðu skipulagi hafi tekist að takmarka tjónið að einhverju leyti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.