Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 20.–22. maí 20148 Fréttir H elsta einstaka ástæða þess að nemendur hættu í framhaldsskólum haustið 2013 var sú að þeim var vísað burtu úr skóla og þeir brutu skólareglur. Stór hóp- ur glímdi einnig við veikindi, með- al annars andleg, og þurfti því að hætta námi. Þetta kemur fram í töl- um menntamálaráðuneytisins, sem gerði könnun meðal íslenskra fram- haldsskólanema á ástæðum þess að þeir hættu í skóla. Mikið hefur verið rætt um brotthvarf íslenskra nem- enda í framhaldsskólum á liðnu ári og talið mikilvægt að stemma stigu við því. Nú skima sautján framhalds- skólar sérstaklega fyrir nemendum í brotthvarfshættu í tilraunaverk- efni ráðuneytisins, en spurningin er hvort grípa þurfi inn í fyrr á náms- ferli nemanda til að tryggja að hann ljúki skólagöngu og hætti ekki námi. Algengast er að skólarnir láti yngri nemendur hafa forgang inn í fram- haldsskólana og erfiðara getur reynst að fá skólavist þegar fólk eldist. Allir skólarnir Brotthvarfstölurnar taka til allra ís- lenskra framhaldsskóla, en alls hættu 1.060 nemendur námi áður en þeir luku prófum á haustönninni 2013. Svipuð könnun var gerð á vorönn 2013 og eru niðurstöðurnar þannig að nánast jafnmargir nemendur hættu námi á vor- og haustönn 2013 og munar þar sárafáum. Í báðum rannsóknunum kom fram að brot á skólareglum og/eða slök mæting væri helsta ástæða þess að nemend- ur hættu námi. Þess vegna hætta þeir Hafa ber í huga að 170 nemendur skiptu um skóla á þessari haustönn, það er að segja fóru úr einum fram- haldsskóla og í annan. 890 nemendur teljast því hafa hætt námi á síðustu önn og teljast „brotthvarfsnemendur.“ Haft var samband við alla íslenska nemendur sem hættu námi á önn- inni, það er að segja nemendur sem skiluðu sér ekki í próf í desember í hverjum skóla fyrir sig. Nemendur sem hætta eftir próf (á milli anna) teljast ekki inn í þennan hóp. Þegar rýnt er í tölurnar má skipta þeim nemendum sem hættu í fram- haldsskóla í fimm flokka: 1 Peningar: Nemendur sem hætta vegna peningamála. Það er að segja nemendur sem hætta vegna fjárhagsörðugleika eða fóru að vinna. Alls 171 nemandi. 2 Fjölskylduaðstæður: Nemendur sem hætta vegna fjölskylduaðstæðna. Það er að segja nemendur sem hætta vegna flutn- inga eða persónulegra ástæðna. Alls 84 nemendur. 3 Heilsa: Nemendur sem hætta vegna heilsufarsmála. Það er að segja nemendur sem hætta vegna veikinda barna, líkamlegra veikinda, neysla eða meðferðar eða andlegra veikinda. Alls 183 nemendur. 4 Skóli: Nemendur sem hætta vegna skólamála. Það er að segja nemendur sem hætta vegna námsörðugleika, þeim fannst námið tilgangslaust eða hættu vegna áhugaleysis. Nemendur sem töldu námið vera of erfitt, áttu í samskipta- erfiðleikum við starfsfólk skóla, lentu í einelti, var vísað úr skóla vegna brots á skólareglum. Alls 343 nemendur. 5 Annað. Nemendur sem ekki gefa upp ástæðu fyrir brott- hvarfi sínu. Alls 109 nemendur. Helmingurinn tengist ekki skólunum Þegar horft er til þessara fimm flokka sést að 38,5 prósent gefa skólatengda ástæðu, það er að segja ástæðu sem tengist námi þeirra beint, fyrir brott- hvarfi sínu úr framhaldsskóla. Þetta tengist ýmsu en stærsta hluta hópsins innan þessa mengis hefur verið vísað úr skóla, meðal annars fyrir brot á skólareglum. Í flestum ís- lenskum framhaldsskólum er slík brottvísun síðasta úrræði skólayfir- valda og er nýtt þegar nemendur falla ítrekað bæði í áföngum og/eða á mætingu eða brjóta skólareglur. Yfir- leitt hefur mikið gengið á áður en slík úrræði eru nýtt og nemendurnir eiga að hafa fengið stuðning innan skólans áður en til brottvísunar kemur. Það eru svo tuttugu prósent ís- lenskra framhaldsskóla nemenda sem hætta vegna fjárhagsástæðna og svipaður fjöldi hættir vegna heilsufarsmála. Það þýðir að 483 nemendur hættu af ástæðum sem framhaldsskólarnir geta sjálfir ekki stýrt; heilsufarslegum málum, fjár- málum og vegna fjölskylduaðstæðna nemendanna. Það er rétt tæpur helmingur brotthvarfshópsins. Fleiri karlar hætta Fleiri karlar en konur hætta námi í framhaldsskólum. Algengara er að konur hætti námi vegna veikinda barna og eru það yfirleitt konur sem eru eldri en 20 ára. Brotthvarfið er nokkuð jafnt með- al eldri nemenda og þeirra sem ekki hafa náð tuttugu ára aldri þegar þeir hætta í skólanum. Eldri nemendur eru í meirihluta þegar kemur að því að vera vísað burtu úr skóla vegna brots á skólareglum, en í öðrum til- fellum er nokkuð jafnt hlutfall á milli hópanna. Nemendur sem eru fædd- ir 1997 og voru því flestir að hefja sína fyrstu önn í framhaldsskóla voru gjarnir á að skipta um skóla, eða 53 nemendur. Nemendur fæddir 1996 og 1995 koma svo í humátt á eftir þeim. Hægt er að rýna betur í tölurn- ar hér til hliðar. n n Ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum n Margir glíma við andleg veikindi Flestir brjóta skólareglurnar Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Fylgjast með Hér fylgjast nemendur við Kvennaskólann í Reykjavík vel með kennslunni í tíma. Mynd Sigtryggur Ari Svona skiptist brotthvarfið 890 nemendur teljast til brotthvarfs 171 hættir vegna peningamála 84 hætta vegna fjölskyldumála 183 hætta vegna heilsufarsmála 343 hætta vegna skólamála170 nemendur skiptu um skóla 5 konur eldri en 20 ára hættu vegna veikinda barna 36 konur hættu vegna líkamlegra veikinda 59 konur hættu vegna andlegra veikinda 51 karl hætti vegna andlegra veikinda 13 karlar hættu vegna neyslu á vímuefnum eða fóru í meðferð og 7 konur hættu af sömu ástæðu 134 körlum var vísað úr skóla vegna brots á skólareglum 38,5 gefa skólatengda ástæðu fyrir brotthvarfi. Stærsta hlutanum hefur verið vísað úr námi fyrir brot á skólareglum Fleiri nemendum eldri en 20 ára var vísað úr námi en þeim sem eru yngri Fleiri karlar en konur hætta námi Yngstu nemarnir skipta helst um skóla 483 hættu af ástæðum sem skólarnir geta ekki stýrt sjálfir Vitni stíga fram vegna nauðgunarmáls Lögreglan hefur farið yfir eftirlitsmyndavélakerfi Nokkur vitni hafa stigið fram vegna nauðgunarmáls sem lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Lögreglan óskaði eftir aðstoð vitna en í fréttatilkynningu sagði að kon- an hefði leitaði á neyðarmót- töku Landspítalans í Fossvogi á laugardag vegna nauðgunar. Fyrr um nóttina var konan á skemmtistöðunum B5 og Eng- lish Pub í miðborginni, en síðan er ekki vitað um ferðir hennar fyrr en hún bankaði upp á og leitaði aðstoðar í húsi við Lang- holtsveg. Þaðan var konunni ekið á neyðarmóttökuna. Talið er að konan hafi knúið dyra á nokkrum stöðum á Hóls- vegi og Langholtsvegi, áður en eftir henni var tekið, en hún kom að Hólsvegi frá Hjalla- vegi og gekk síðan áfram Lang- holtsveg. Í Fréttablaðinu á mánudag greindi lögreglan á höfuðborgar- svæði frá því að nokkur vitni hefðu stigið fram vegna málsins og hefur lögreglan skoðað eftir- litsmyndavélakerfi skemmtistað- anna English Pub í Austurstræti og B5 í Bankastræti í tengslum við rannsókn málsins. Konur bjóða í mat „Þú þarft ekki að vera kona til að koma í boðið,“ segir Stefan- ía Sigurðardóttir, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en viðburður flokksins í borginni sem nefnist Kvöldverður með frambjóðendum hefur vakið athygli fyrir þær sakir að einung- is konur bjóða kjósendum í mat og sakna einhverjir þess að karl- arnir á lista Sjálfstæðisflokksins bjóði ekki kjósendum í mat. Þeir frambjóðendur sem taka þátt í þessum viðburði eru þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sem skipar fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík, Hildur Sverrisdóttir, borgarfull- trúi sem skipar fimmta sætið og Marta Guðjónsdóttir, vara- borgarfulltrúi sem skipar sjötta sæti á lista flokksins. Það er Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, sem stendur fyrir þessum viðburði og segir Stefanía eðlilegt að það félag hafi konur í forgrunni. „Þetta kem- ur í staðinn fyrir að mæta á op- inn fund. Þarna fá kjósendur tækifæri á að kynnast frambjóð- endunum betur,“ segir Stefanía. „Þetta er öðruvísi nálgun á því að hitta kjósendur.“ Þrír efstu á lista Sjálfstæðis- flokksins í borginni eru Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvars- son og Kjartan Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.