Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 13
Fréttir 13Vikublað 20.–22. maí 2014 „Þetta er ein leið Þöggunar“ n Segist ekki ganga inn í hvaða starf sem er vegna skoðana sinna persónueinkenni komu fram í úr- skurðinum, til að mynda menntun hans og búsetustaður. Hann segist meðal annars fengið tölvupóst frá ónafngreindum blaða- manni þar sem hann var með „óljós- ar hótanir“ um að fjallað yrði um úr- skurðinn. Af því varð þó ekki, nema á AMX, en án þess þó að hann væri nafngreindur. Ólafur var ósáttur við úrskurðinn þar sem hann segir að hann hafi verið gildishlaðinn en í honum voru mjög nákvæmar upplýsingar um persónuleg fjármál hans og einkaneyslu. „Málið er að það mál var dómskerfinu til mikillar skamm- ar. Það á nú að vera þannig að þeir sem leita til dómstóla eftir úrlausn með þessum hætti, þeim á að vera tryggð nafnleynd. Í mínu tilfelli þá var það hins vegar þannig að mér var lýst með þeim hætti að það hefði verið hægt að setja ljósmynd af mér með fullu nafni og kennitölu í dóm- inn. Það sem svo virkilega meiddi í þessu var að úrskurðurinn var fullur af staðreyndavillum um það hvernig ég hafði hagað mínum fjármálum.“ Ólafur segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Persónuvernd féllst á þetta sjónar- mið mitt en benti mér á að þar sem það var Hæstiréttur Íslands sem braut gegn mér að þá væri ekkert hægt að gera því ekki væri hægt að fara gegn Hæstarétti Íslands. Þetta mál var ekki til þess að efla álit mitt á dómskerfinu og því hvernig það hef- ur þróast síðustu árin.“ „Reynt að gera mig tortryggilegan“ Ólafur segir að umfjöllunin um úr- skurðinn á AMX sé eitt dæmi þess að fjármál hans séu notuð gegn hon- um. „Það er búið að nota mín fjár- mál gegn mér. Það eru meðal annars menn eins og Friðrik Arngrímsson og aðrir sem tilheyra þessari valda- klíku í útgerðinni sem hafa tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn, þessi svokall- aða skrímsladeild. Hins vegar hefur lítið farið fyrir því að rætt sé efnislega um gagnrýni mína á Davíð Oddsson og hans ákvarðanir. Hins vegar er alltaf farið í mig og reynt að gera mig tortryggilegan. Þetta er ein leið þöggunar því ég er ekki í nokkrum vafa um að gjaldþrotakrafan er til þess gerð að reyna að gera mig ótrú- verðugan í allri umræðu. Ég hef rekið mig á það að það sé ráðist á það sem ég skrifa og reynt að sýna með rök- um að ég sé að skrifa vitleysu. Enda er það ekki þannig. Svo eru skoðanir alltaf skoðanir,“ segir Ólafur. Fjárfesting fór illa Aðspurður hvort það sé nokkuð til- fellið að gjaldþrot hans megi ein- göngu rekja til kröfugerðar Friðriks Arngrímssonar, þar sem ljóst sé að hann hafi verið komin í fjárhags- erfiðleika þar sem hann sótti með- al annars um greiðsluaðlögun, segir Ólafur að svo sé vitanlega ekki. Hann segist hafa flutt heim frá Bretlandi, ásamt fjölskyldu sinni, árið 2003 og að þau hafi keypt sér hús og hafi farið í fjárfestingar sem gengu ekki upp. „Ég fjárfesti í bakaríi sem gekk ekki upp. Þetta var bakarí sem var með starfsemi í Hafnarfirði, Kópavogi og í Iðuhúsinu. Ég keypti mig þar inn. Sá rekstur og það sam- starf gekk ekki eins og að var stefnt. Það var í mars 2008 sem ég sá að þetta myndi ekki ganga og því lokaði ég starfseminni til að lágmarka tjón- ið. Fyrirtækið fór í gjaldþrot og upp úr því gjaldþroti var ég með talsverð- ar skuldir á bakinu sem síðan stökk- breyttust við gengishrun krónunnar.“ Ólafur segist ekki hafa haft nægj- anlega þekkingu á rekstri bakaría og að hann hafi ekki áttað sig á því áður en hann fór út í reksturinn. „Ég sat svo eftir með talsverðar skuldir. Nú er ég gjaldþrota eins og margir aðr- ir. Þetta er ekki eitthvað sem menn stefna að þegar þeir fara út í lífið, að verða gjaldþrota, en þetta er enginn heimsendir.“ „Í harkinu“ Ólafur segist vinna við ráðgjöf og ritstörf um þessar mundir. „Undan- farin ár hef ég unnið að hluta til við ritstörf en að hluta til við ráð- gjöf. Það er ráðgjöf bæði hér heima og erlendis. Maður er bara í hark- inu eins og svo margir aðrir. Það hefur verið mjög harkalegur hernað- ur gegn mér vegna þeirra skoðana sem ég hef verið að tjá. Þó ég sé með ágæta menntun og ágæta reynslu þá labba ég ekkert inn í hvaða starf sem er, með sömu reynslu og sömu menntun. Þannig að ég verð bara að sjá mér sjálfur fyrir verkefnum.“ Ólafur spyr að því, og tengir saman það tvennt sem honum hef- ur hvað helst verið legið á hálsi fyrir, að ef hann hefði verið svo duglegur við að fá greitt fyrir sín skrif þá hefði hann varla orðið gjaldþrota. „Menn geta spurt sig: Ef ég væri svona af- kastamikill í því að láta menn borga fyrir mín skrif hefði ég þá lent í þess- um fjárhagserfiðleikum og náð mér upp úr þeim? Þetta fellur alveg um sjálft sig.“ Fjármagnar bókina sjálfur Ólafur útilokar ekki að hann haldi áfram að skrifa bækur í framtíðinni en útgáfufyrirtæki í eigu sonar hans gefur út bókina Í skugga sólkonungs. „Kannski skrifa ég bara aðra bók um Davíð. Ég er búinn að fá svo margar sögur um hann eftir að ég gaf út þessa bók. Það eru margir sem hafa skammað mig fyrir að hafa ekki talað við sig áður en ég skrifaði hana. Nei, ég segi svona: Ég held nú að ég skrifi ekki aðra bók um Davíð. Við erum alveg búin að þola nóg af Davíð og hans verkum. Það er auðvitað ótrú- legt að einn og sami maður hafi ver- ið forsætisráðherra í einn og hálf- an áratug, síðan seðlabankastjóri og svo er þessi sami maður að gera sig líklegan til að stjórna umræðunni með því að ritstýra elsta og virtasta dagblaði landsins og endurskrifa söguna.“ Aðspurður hvort einhver sé á bak við útgáfu hans segir hann að svo sé ekki, heldur fjármagni hann útgáfuna sjálfur. „Það er enginn á bak við mig. En það má kannski segja að allar þær þúsundir manna sem keyptu Sofandi að feigðarósi hafi verið á bak við mig. Á sínum tíma fór ég bara til þeirra Forlags- feðga og spurði hvort þeir væru til í að gefa út bók eftir mig og þeir voru til í það.“ Ákvað að gera þetta sjálfur Aðspurður hvort bókaforlög hafi ekki viljað gefa nýju bókina út segir Ólafur að hann hafi ekki fundið fyrir miklum áhuga. „Ég ætla ekkert að gefa mér það hver ástæðan er. Það hentaði mér ágætlega að gera þetta svona. Ég gaf Forlaginu auðvitað séns á að fá bókina en þeir sáu hana aldrei kláraða. Ég talaði við þá en það kom ekkert út úr því. Ég var líka alltaf með það á bak við eyrað að gera þetta sjálfur,“ segir Ólafur áður en hann kveður blaðamann til að halda til Reykjanesbæjar til að dreifa bók- inni sinni í verslanir þar í bæ. n Knúinn í þrot Ólafur segist hafa verið knúinn í þrot af fyrrverandi framkvæmdastjóra LÍÚ, Friðriki Arngrímssyni, vegna meiðyrðamáls sem hann tapaði. Mynd SigtRygguR ARi „Það hefur verið mjög harka­ legur hernaður gegn mér vegna þeirra skoðana sem ég hef verið að tjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.