Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Page 31
Vikublað 20.–22. maí 2014 Sport 31 Hannes Þór Halldórsson Aldur: 30 ára Félag: Sandnes Ulf Leikform: Gott Hannes varði mark Íslendinga í undankeppni HM og hélt í atvinnu- mennsku að keppni lokinni eftir að hafa leikið með KR undanfarin ár. Hannes samdi við Sandnes Ulf í Noregi en tímabilið hófst í lok mars. Hannes hefur staðið milli stanganna hjá liðinu í öllum leikjum liðsins til þessa í deildinni. Hann hefur þótt standa sig vel og meðal annars varði hann vítaspyrnu í einum af fyrstu leikjum tímabilsins. Þrátt fyrir það er liðið á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í fyrstu átta leikjunum. Ari Freyr Skúlason Aldur: 27 ára Félag: OB Leikform: Mjög gott Ari var fastamaður í íslenska liðinu í undankeppninni og spilaði vel í vinstri bakverðinum. Eftir að hafa spilað í Svíþjóð með GIF Sundsvall færði hann sig um set til Danmerkur í fyrra þar sem hann spilar nú með OB. Hann hefur haldið sér í góðu leikformi í vetur og hefur verið fastamaður í liðinu sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Alls hefur hann tekið þátt í 29 leikjum á tímabilinu, sem senn tekur enda í Danmörku, og skorað tvö mörk. Birkir Már Sævarsson Aldur: 29 Félag: Brann Leikform: Gott Birkir Már eignaði sér hægri bak- varðarstöðuna í undankeppni HM. Hann hefur leikið með Brann frá árinu 2008 og verið fastamaður þar nánast allar götur síðan. Á þessu tímabili hefur hann byrjað sex leiki og komið einu sinni inn á sem varamaður, en sem kunn- ugt er er tímabilið í Noregi nýhafið eða því sem næst. Birkir ætti því að verða í ágætu leikformi og klár í slaginn fyrir vináttuleik- ina sem eru framundan. Ragnar Sigurðsson Aldur: 27 ára Félag: Kuban Krasnodar Leikform: Gott Eftir að hafa sleg- ið í gegn með FC Kaupmannahöfn réri harðjaxlinn Ragnar Sigurðsson á önnur mið í janúarglugganum. Fyrir áramót lék hann reglulega fyrir FCK, meðal annars í Meistaradeildinni. Ragnar hefur hægt og bítandi verið að koma sér inn í rúss- neska boltann, en deildin þar í landi fer senn að klárast. Eftir að hafa byrjað á bekknum í fyrstu leikjunum eftir vetrarfrí hefur Ragnar verið í byrjunarliðinu í síðustu sex leikjum. Krasnodar er í 5. sæti deildarinnar og á fína möguleika á sæti í undankeppni Evrópu- deildarinnar á næstu leiktíð. Kári Árnason Aldur: 31 árs Félag: Rotherham Leikform: Mjög gott Kári og Ragnar mynduðu öflugt varnarteymi í undankeppni HM og ekki er útlit fyrir að það muni breytast á næstunni. Kári hefur verið fastamaður í liði Rotherham sem leikur í þriðju efstu deild Englands. Alls hefur hann leikið 42 leiki á tímabilinu, flestar mínútur allra leikmanna íslenska landsliðsins í vetur. Rotherham endaði í 4. sæti deildarinnar og mætir Leyton Orient um næstu helgi í hreinum úrslitaleik um sæti í Championship- deildinni. Aron Einar Gunnarsson Aldur: 25 ára Félag: Cardiff Leikform: Sæmilegt Fyrsta tímabil Arons Einars og félaga hans í Cardiff í ensku úrvalsdeildinni var enginn dans á rósum. Liðið féll um deild og Aron átti ekki fast sæti í liðinu, sérstaklega seinni hluta tímabilsins. Alls lék hann 23 leiki í úrvalsdeildinni, þar af byrjaði hann 17 sinnum. Aron hefði ef til vill viljað fá fleiri mínútur, en alls lék hann 1.539 mínútur í úrvalsdeildinni. Tímabilið þar á undan, þegar Cardiff komst upp úr Champions- hip-deildinni, lék hann 3.191 mínútu. Frá byrjun aprílmánaðar hefur Aron aðeins leikið tvo heila leiki – síðustu leiki liðsins í úrvalsdeildinni. Birkir Bjarnason Aldur: 25 ára Félag: Sampdoria Leikform: Ekki gott Birkir Bjarnason hefði eflaust viljað fá fleiri mínútur með Sampdoria í vetur. Liðið keypti hann frá Pescara í fyrra en það sem af er þessu tímabili hefur Birkir aðeins leikið rúmar 700 mínútur í ítölsku deildarkeppnunum. Hann hefur tekið þátt í 14 leikjum Sampdoria og fyrsta leik Pescara í B-deildinni, þaðan sem hann var keyptur. DV hefur ekki upplýsingar um hvort Birkir sé meiddur, en hvað sem því líður hefur hann ekkert spilað síðan 19. apríl síðastliðinn. Þar á undan spilaði hann 26. mars í A-deildinni. Frá þeim tíma hefur Birkir aðeins spilað 167 mínútur. Gylfi Þór Sigurðsson Aldur: 24 ára Félag: Tottenham Leikform: Gott Gylfi spilaði nánast jafn mikið í vetur fyrir Tottenham og hann gerði á sinni fyrstu leiktíð, rúmlega 1.200 mínútur í úrvalsdeildinni og 600 mínútur í Evrópudeildinni. Þessi lykilmaður íslenska landsliðsins var frá samanlagt í um mánuð vegna meiðsla í vetur. Gylfi tók þátt í 5 af síðustu 6 leikjum Tottenham í deildinni, þar af var hann tvisvar í byrjunarliði, einu sinni ónotaður varamaður og kom þrisvar inn á sem varamaður. Gylfi skoraði sex mörk fyrir Tottenham í þeim 35 leikjum sem hann kom við sögu í í vetur. Jóhann B. Guðmundsson Aldur: 23 ára Félag: AZ Alkmaar Leikform: Mjög gott Jóhann Berg Guð- mundsson stimplaði sig inn í landsliðið með magnaðri þrennu gegn Sviss í undankeppninni á síðasta ári. Á þessari leiktíð fékk hann að spila mikið hjá AZ Alkmaar í Hollandi, eða 2.900 mínútur í öllum keppnum. Alls skoraði hann níu mörk í 48 leikjum sem hann tók þátt í og lagði upp helling af mörkum. Jóhann mun yfirgefa herbúðir AZ í sumar og freista gæfunnar í sterkari deild. Alfreð Finnbogason Aldur: 25 ára Félag: Heerenveen Leikform: Mjög gott Alfreð varð eins og flestir vita marka- kóngur hollensku deildarinnar og algjör lykilmaður í liði Heerenveen í vet- ur. Alls lék hann 3.100 mínútur í deild og bikar. Á undanförnum tveimur tímabilum hefur Alfreð skorað 59 mörk fyrir hollenska liðið, fádæma góður árangur. Líkt og Jóhann Berg hefur Alfreð láta hafa eftir sér að hann vilji komast í sterkari deild og miðað við árangur hans í markaskorun ætti það ekki að verða vandamál fyrir landsliðs- framherjann. Kolbeinn Sigþórsson Aldur: 24 ára Félag: Ajax Leikform: Gott Kolbeinn var helsti markaskorari íslenska liðsins í undankeppni HM og skoraði fjögur mörk í sjö leikjum. Hann varð meistari með Ajax í vor en alls lék hann 2.400 mínútur í deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Kolbeinn skoraði ellefu mörk í það heila fyrir Ajax í vetur. Þó Kolbeinn hafi spilað heilmikið vekur athygli að hann hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu 10 leikjum sínum fyrir Ajax. Í þeim hefur hann spilað 738 mínútur í það heila. Lið Austurríkis Ísland mætir Austurríki í vináttuleik þann 30. maí næstkomandi. Marcel Koller, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 23 manna hóp sinn fyrir leikinn en auk þess mætir Austurríki Tékkum fjórum dögum síðar. Í hópnum eru allar helstu stjörnur Austurríkis, þar á meðal David Alaba leikmaður Bayern München. Markverðir: Robert Almer (Cottbus), Heinz Lindner (Austria Vienna) og Ramazan Oezcan (Ingolstadt) Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dynamo Kiev), Gyoergy Garics (Bologna), Martin Hinteregger (Salzburg), Florian Klein (Salzburg), Emanuel Pogatetz (Nuremberg), Sebastian Proedl (Werder Bremen), Markus Suttner (Austria Vienna) og Andrea Ulmer (Salzburg) Miðjumenn: David Alaba (Bayern Munich), Marko Arnautovic (Stoke), Julian Baumgartlinger (Mainz), Stefan Ilsanker (Salzburg), Andreas Ivanschitz (Levante), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Valentino Lazaro (Salzburg), Christoph Leitgeb (Salzburg) og Marcel Sabitzer (Rapid Vienna) Framherjar: Lukas Hinterseer (Wacker Innsbruck), Marc Janko (Trabzonspor) og Andreas Weimann (Aston Villa) Koma vel undan vetri n Staðan á lykilmönnum íslenska landsliðsins eftir veturinn n Undirbúningur fyrir undankeppni EM að hefjast 12 11 9 78 23 17 14 10 6 Ari Freyr Birkir B. 2 Birkir M. Jóhann Hannes Ragnar Kolbeinn Gylfi Alfreð Aron Kári Þessir bíða eftir tækifærinu Jón Daði Böðvarsson Aldur: 21 árs Félag: Viking Líklega þarf Jón Daði að sýna meira til að fá kallið en þarna er á ferðinni leikmaður sem vert er að fylgjast með. Jón Daði er þegar bú- inn að skora þrjú mörk á rúmum 400 mínútum í norsku úrvalsdeildinni í vetur en hann skoraði 1 mark á rúmum 900 mínútum á síðustu leik- tíð. Haldi Jón Daði áfram á sömu braut verður þess ekki langt að bíða að kallið komi. Emil í stóru hlutverki n Misjöfn staða á mönnum sem voru í aukahlutverki n Eiður líklega hættur E mil Hallfreðsson spilaði sjö leiki í undankeppni HM, en hann hefur átt góðu gengi að fagna með Verona í ítölsku deildinni í vetur. Emil hefur byrj- að langflesta leiki liðsins og stað- ið sig vel, en liðið hefur komið á óvart í vetur og verið í harðri bar- áttu um Evrópusæti. Aðrir leikmenn voru í hálfgerðum aukahlutverkum í undankeppninni. Sölvi Geir Otte- sen, leikmaður Ural í Rússlandi er í hörkuleikformi og fastamaður í vörn rússneska liðsins. Eggert Gunnþór Jónsson lék þrjá leiki í undankeppn- inni en hefur ekki átt fast sæti í liði Belenenses í Portúgal í vetur. Liðs- félagi hans, Helgi Valur Daníelsson, hefur spilað öllu meira, eða 26 leiki í deild. Ólafur Ingi Skúlason, leik- maður Zulte-Waregem í Belgíu, er í fínu formi og hefur spilað 31 leik á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohn- sen, sem tilkynnti eftir Króatíuleik- ina að hann væri hættur með lands- liðinu, hefur spilað reglulega fyrir Club Brugge í vetur, eða 28 leiki. Oft- ast hefur hann þó komið inn á sem varamaður. Allt útlit er fyrir að Eið- ur hafi leikið sinn síðasta landsleik fyrir Ísland, að minnsta kosti hefur ekkert annað heyrst. n Lið Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.