Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Side 11
Vikublað 20.–22. maí 2014 Fréttir 11 Auglýst eftir nýjum félaga Auglýst hefur verið eftir nýjum hundi fyrir Davíð, en Gutti var langhundur (e. dachshund). Myndin er úr safni. GlæsileGt fjallahjól Smiðjuvegi 30 - rauð gata / Kópavogi / sími: 577 6400 Aðeins... 77.583 kr.  Diskabremsur  Álstell  Demparar 100 mm  21 gír Shimano Saka Árborg um skjalafals N okkrir eigendur landsins Ás- gautsstaða í Árborg hafa skorað á sýslumanninn á Sel- fossi að rifta skiptum sem gerð voru á landspildu í landi Ásgautsstaða og landspildu sem var í eigu Stokkseyrarhrepps. Eignarhald Ásgautsstaða er mjög flókið en sam- tals eru eignarhlutar níu og skipta þó nokkrir aðilar með sér hverjum og ein- um hlut. Hluti hópsins, sá hinn sami og skorar nú á sýslumann, sendi inn kæru til embættis sérstaks saksóknara árið 2011 með kröfu um að opinber rannsókn færi fram á skiptum á áður- nefndum landspildum. Sú landspilda sem seld var út úr landi Ásgautsstaða er í dag hluti af þéttbýli Stokkseyrar og þar er gatan Heiðarbrún. Fengu ekki þinglýsingu Kærunni var hins vegar vísað frá í apríl 2012 þar sem hún bar með sér að málið væri af einkaréttarlegum toga og vegna þess að mörg hinna meintu brota væru fyrnd. Kærunni var beint gegn einstaklingum, með- al annars gegn Ástu Stefánsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og Grétari Zophaníassyni, sem var sveitarstjóri Stokkseyrarhrepps. Í kærunni segir að árið 2005 hafi Árborg gefið út stofnskjal fyrir fjór- ar lóðir við Heiðarbrún, nr. 10, 10a, 12 og 12a. Landnúmerið sem til- greint var er 165571 í öllum tilvik- um. Landnúmer Ásgautsstaða, þar sem lóðirnar standa í raun og veru er 165522. Árið 1997 hafði Stokks- eyrarhreppur sóst eftir því að fá um- ræddar lóðir í landi Ásgautsstaða en það hafi ekki gengið því þinglýsingu hafi verið synjað með athugasemd- um frá sýslumanni. Grétari og byggingarfulltrúanum, Bárði Guðmundssyni, hafi verið það fyllilega ljóst að sveitarfélagið hafi ekki átt umræddar lóðir. Þrátt fyr- ir það hafi lóðirnar verið mældar út og önnur landnúmer tilgreind vís- vitandi svo hægt væri að þinglýsa stofnskjölum. Segir í kærunni að þetta séu augljós svik og fölsun sem forsvarsmenn Stokkseyrarhrepps og Árborgar beri ábyrgð á. Deilt um mannvirki Einnig deila landeigendur um fast- eignir og mannvirki sem risið hafa á landinu. Hesthús, sumarhús og garð- hús eru þar á meðal en í kærunni kemur fram að byggingarfulltrúi Stokkseyrarhrepps, Bárður, hafi af- skipti af byggingu mannvirkjanna. Hann hafi hins vegar aldrei gert kröfu um upplýsingar eða sönnun fyrir eignarhaldi eða ráðstöfunar- rétti á landinu. Þannig hafi eigend- ur þessara húsa komist upp með að reisa þau án leyfis frá öðrum eigend- um jarðarinnar. Kröfur þeirra þrettán land- eigenda sem lögðu fram kæruna voru meðal annars þær að opinber rannsókn færi fram á því með hvaða heimildum sala fór fram á lóðum í landi Ásgautsstaða. Einnig að upp- lýst verði um allar leigugreiðsl- ur sem sveitarfélögin tvö hafa inn- heimt vegna lóða við Heiðarbrún. Þá var þess krafist að opinber rannsókn verði gerð á þætti sveitarfélaganna Stokkseyrarhrepps og Árborgar, en þau eru sameinuð í dag. Kanna þurfi hvort rangt upprunalandnúmer sé að finna á stofnskjali fyrir umræddar lóðir og hver beri ábyrgð á því. Vilja skaðabætur Sem fyrr segir var kærunni vísað frá embætti sérstaks saksóknar, á þeim grundvelli að málið væri einkamál. Við þetta eru land- eigendur og lögfræðingur þeirra ekki sáttir, en þeir telja málið vera opinbert líkt og fram kemur í kröfum þeirra. Lítið hefur gerst á þeim tíma sem liðið hefur frá því að kæran var send inn og þar til nú, að áskorun hefur verið send sýslumanni um að rifta skiptum á landi Ásgautsstaða og Stokks- eyrarhrepps, í dag Árborgar. Með þeirri riftun verður hægt að fara fram á skaðabætur en alls óvíst er um viðbrögð sýslumanns og fram- hald málsins. n n Hluti landeigenda Ásgautsstaða telur á sér brotið n Rangt landnúmer notað í þinglýsingu Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Ásta og Grétar Ásta var kærð persónulega vegna Árborgar sveitar- félags. Grétar var hins vegar kærður persónulega fyrir sinn þátt í málinu. Stokkseyri Gatan norðan megin við tjörnina er Heiðarbrún. Landeigendur segja að ólöglega hafi verið staðið að því þegar Stokkseyrarhreppur eignaðist hluta landsins sem gatan er byggð á. „Hann var félagi minn“ H ann var miklu meira en bara hundur, hann var fé- lagi minn,“ segir Davíð Zoph- oníasson, áttræður rafvirki í Hafnarfirði, en fimm ára langhund- ur hans, Gutti, lamaðist skyndilega í síðasta mánuði svo það þurfti að svæfa hann. Þegar hundurinn var færður til dýralæknis veitti hann því athygli að Gutti var með marblett. Hann taldi líklegast að einhver hefði sparkað í hundinn og veitt honum áverka sem leiddu til þess að lam- aðist á afturlöppunum. „Hann lamaðist á einni nóttu,“ segir Davíð, en hann hafði hleypt Gutta út á laugardagskvöldi stuttu fyrir svefninn. „Þegar ég hleypti hon- um aftur út á sunnudagsmorgun þá var hann eitthvað skrýtinn og lagðist bara niður þegar hann var búinn að gera þarfir sínar.“ Hundinum hrakaði mikið og eft- ir það dró hann afturlappirnar á eftir sér. Á sunnudagskvöldinu var hann fluttur til dýralæknis. „Þeir sögðu það uppi á dýraspítala að það væri marblettur á honum. Þetta er nátt- úrulega ályktun frá dýralækninum, að það hafi verið sparkað í hann,“ segir Davíð. Vegna áverkanna þurfti að svæfa Gutta. Davíð segist ekki ætla að kæra málið til lögreglunnar. „Þeir geta aldrei fært mér hann aftur. Þetta var miklu meira en bara hundur,“ segir hann. Inni á Hundasamfélaginu á Face- book hefur verið auglýst eftir lang- hundi fyrir Davíð. Sjálfur vissi hann ekki af því þegar blaðamaður hafði samband, en kvaðst vera mjög ánægður með framtakið. n simon@dv.is Lét lóga hundi sem lamaðist eftir spark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.