Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 20.–22. maí 201428 Lífsstíll „Með 170 kíló upp þetta fell“ Sveinbjörn Ingi Svarfdal tekur þátt í Biggest Winner átakinu M aður bara náði botninum. Maður var orðinn 174 kíló,“ segir Sveinbjörn Ingi Svarfdal, kokkur og þátttakandi í Biggest Winner-átakinu. „Það þurfti nú ekki nema heilsíðuauglýsingu frá Ferða- félaginu,“ segir Sveinbjörn og hlær, aðspurður af hverju hann ákvað að slá til og taka þátt í átakinu. Með fráhvarfseinkenni ef hann mætir ekki „Ég fór á fundinn og leist ekkert á þetta til að byrja með. Ég hélt að þetta yrði bara eitthvað svona að haldast í hendur og allir rólegir bara, en svo er þetta nú bara svona helvíti góður hópur og við förum út að ganga fimm sinnum í viku,“ seg- ir Sveinbjörn og bætir við að þeir sem vilji hittist nokkrum sinnum í viku fyrir utan þær æfingar sem Ferðafélagið er með. „Maður er eig- inlega bara með fráhvarfseinkenni ef maður mætir ekki,“ segir Svein- björn aðspurður hvernig stemn- ingin í hópnum sé, en hann segir hana vera frábæra. „Kílóin eru komin niður í 166, kannski ekki nógu gott þar, en þrjár buxnastærðir niður og allt þetta, þannig að þetta er allt að gerast. Þetta gerist bara á góðum hraða. En við erum samt farin að príla upp á öll fjöll hérna við Reykja- vík,“ segir Sveinbjörn, en hann seg- ist líka finna mikinn mun á styrk og þoli. „Já, Jesús Kristur, ég man nú ekki alveg hvað púlsinn á mér var, en hvíldarpúlsinn var í kring um 80–90, núna er hann kominn í 60, þannig að það er stór munur.“ Sveinbjörn segist líka vera einstak- lega ánægður með starfsfólkið sem sér um verkefnið. „Þau eru náttúr- lega æðisleg að nenna þessu,“ segir Sveinbjörn og hlær. Hefur bætt sig mikið Sveinbjörn hefur bætt sig gríðar- lega frá því að hann byrjaði í verk- efninu en hann hefur ásamt fleirum í hópnum klifið mörg fell í nágrenni Reykjavíkur, þar má til dæmis nefna Úlfarsfell, Helgafell, Mosfell og fleiri fell. Sveinbjörn segir þá til- finningu að hafa náð að klífa þessi fell mjög góða. Hann segist ekki hafa trúað því að hann gæti þetta. „Fyrst þegar ég fór Helgafellið ældi ég bara, svo núna gerum við þetta bara eldsnemma á morgnana og þetta bara sjö sinnum léttara,“ seg- ir Sveinbjörn og segist hafa komið sjálfum sér á óvart að hafa náð þess- um árangri. „Ég meina, þú getur rétt ímyndað þér að fara með 170 kíló upp þetta litla fell, þannig að þetta er helvíti gott, er það ekki?“ spyr hann á móti, hlæjandi, en hann seg- ir líka að þolinmæði umsjónarfólks- ins hafi klárlega hjálpað mikið til. Hefur ekki farið í ræktina síðan hann byrjaði Sveinbjörn segir að átakið hafi hjálpað honum mikið og jafnvel meira en ef hann hefði farið í rækt- ina í staðinn. „Ég er ekki búinn að fara í ræktina síðan ég byrjaði í þessu og það gengur betur í þessu en nokkurn tímann í ræktinni.“ Aðspurður af hverju hann telji að það gangi betur í þessu en rækt- inni segir Sveinbjörn það líklega vera fræðslufundina og aðhaldið sem hann fái. „Og líka það að mað- ur var bara búinn að ná botninum og ætli að breyta þessu,“ bætir hann við. „Mórallinn og hópurinn er líka bara æðislegur. Það er verið að tala saman á kvöldin, skiptast á skila- boðum og hvetja fólk áfram.“ Aðspurður hvaða markmið Sveinbjörn hafi sett sér segir hann að stefnan sé tekin á Fimm- vörðuháls í sumar. „Ætli maður reyni ekki að fara niður í 120 kílóin einhvern tímann. Og drepast ekki úr offitu á þessu ári, þá er ég helvíti sáttur,“ segir Sveinbjörn í hæðn- istón og hlær. En hvað tekur við hjá Sveinbirni þegar verkefninu lýkur eftir ár? „Ætli þeir nái ekki að plata mann í að skrá sig á annað námskeið hjá þeim. Maður er eiginlega kominn með bakteríuna.“ n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Ætli maður reyni ekki að fara niður í 120 kílóin einhvern tímann. Og drepast ekki úr offitu á þessu ári, þá er ég helvíti sáttur. Á toppnum Sveinbjörn segist hafa komið sjálfum sér á óvart eftir að hann byrjaði í verkefninu. Hefur farið víða Sveinbjörn hefur gengið á mörg fell og segist finna mikinn mun á sér. Til að mynda ældi hann eftir fyrstu ferðina á Úlfarsfellið en finnst það mun minna mál í dag. Ekki eins góðir og haldið er fram? Svokallaðir tásuskór hafa notið mikilla vinsælda hjá hlaupurum og útivistarfólki síðustu ár. Fram- leiðandi skónna hélt því fram að þeir hefðu ýmsa heilsufarslega kosti umfram venjulega hlaupa- skó, til dæmis að skórnir styrktu vöðva í löppum, örvuðu tauga- boð og bættu jafnvægi. Margir gagnrýndu þetta og töldu sumir skóna beinlínis skaðlega. Framleiðandinn, Vibram USA, var á endanum dreginn fyrir dóm þar sem hann var sakaður um misvísandi auglýsingar og blekkjandi markaðssetningu. Nú í maí samþykkti Vibram að greiða sáttargreiðslu upp á rúmar þrjár milljónir dollara og geta þeir sem keyptu skóna af Vibram á síðustu fimm árum fengið endurgreiðslu. „Fyrir feita, flotta og frábæra“ Heilsuátakið Biggest Winner skilar miklum árangri F erðafélag Íslands hleypti af stokkunum í mars nýju verk- efni sem ber hið skemmtilega heiti Biggest Winner. Verkefnið gengur út á að fá fólk sem er í yfir- vigt til að gera bót á sínum lífsstíl með því að stunda holla hreyfingu og útiveru. Verkefnið mun standa yfir í heilt ár. DV náði tali af Páli Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands, og spurði hann út í verkefnið. „Þetta er verkefni fyrir það sem við köllum fólk í yfirvigt, eða fyrir feita, flotta og frábæra eins og við sögðum í kynningu á verkefninu,“ svarar Páll þegar hann er beðinn um að lýsa verkefninu. „Þarna vild- um við koma og bjóða þessum hópi upp á aðstoð við að hreyfa sig, gera æfingar og um leið vinna í því að breyta sínum lífsstíl. Við horfum á langtíma árangur og gerum þetta allt saman í rólegheitunum,“ segir Páll. Páll segir verkefnið bæði byggt á gönguferðum og styrktaræfingum. „Við höfum síðan verið með fræðslu- kvöld, mælingar og heilmikið að- hald. Þetta urðu 50 manns sem taka þátt í verkefninu. Það hefur núna strax myndast gríðarleg stemning og mikil orka í þessum hópi. Þau eru búin að taka mjög miklum framför- um í þreki og gönguformi og margir hverjir hafa líka þegar náð miklum árangri í öðrum málum sem þeir hafa verið að vinna í, þá annað- hvort bæði hvað varðar ummál eða þyngd,“ segir Páll. Átakið fer að mestu fram á höfuð- borgarsvæðinu og í nágrenni þess, en Páll segir nóg af skemmtilegum gönguleiðum í boði þar. „Við höfum verið mest hér í göngustígakerfi borgarinnar. Við höfum síðan farið á Úlfarsfell og erum að fara á þessi fell hérna í nágrenni Reykjavíkur. Það sem er skemmtilegt við þetta er að þú ert bæði úti í náttúrunni og í öllum veðrum, þannig að þú ert líka að fá náttúruupplifun í gegnum þetta verkefni,“ segir Páll að lokum. n jonsteinar@dv.is Páll Guðmundsson Páll segir verkefnið hafa farið vel af stað og sér mikinn mun á þátt- takendum. Með honum á myndinni er Auður Kjartansdóttir. Tvær stórar máltíðir betri en fleiri litlar Því hefur lengi verið haldið fram að betra sé að borða margar minni máltíðir yfir daginn en að borða sjaldnar og þá meira í einu. Ný rannsókn sýnir hins vegar fram á að ef borðaðar eru tvær stórar máltíðir snemma yfir daginn og kvöldmatnum sleppt skili það sér í meira þyngdartapi heldur en ef borðaðar eru þrjár máltíðir auk þriggja millimála yfir daginn. Rannsakendur ráðleggja fólki að borða frekar stóran morgunverð og hádegismat og að hafa síðustu máltíð dagsins kaloríusnauðari. Ískaffi er málið í sumar Ískaffi er svalandi og hressandi drykkur sem er mjög einfalt að útbúa. Hér kemur einföld upp- skrift sem hægt er að laga á nokkrum mínútum. Innihald: n 2 tsk. skyndikaffi n 1 tsk. sykur n 3 msk. heitt vatn n 180 ml köld mjólk Setjið allt í lokanlegt ílát eða hristiglas og hristið vel saman þar til myndast hefur froða og allt hefur blandast vel saman. Hellið í glas með nógu af ísmolum. Svo einfalt er það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.