Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 20.–22. maí 201438 Fólk Aftur í sviðsljósið Rob Kardashian er stiginn aftur fram í sviðsljósið eftir að hafa haldið sig fjarri því undanfarna mánuði. Rob, sem er eini bróð- ir Kardashian-systra, dró sig úr sviðsljósinu fyrir nokkrum mánuðum vegna persónulegra vandamála. Hann hefur barist við þyngdina og þunglyndi. Rob sást á LAX-flugvellinum í vik- unni ásamt móður sinni en þau mæðginin voru á leið til Evrópu. Brúðkaup Kim, systur Rob, fer nefnilega fram á næstunni og munu þau ætla að hjálpa við skipulagninguna en enn er óljóst hvar nákvæmlega brúðkaupið verður haldið. Opinbera ást sína Ástarsamband Orlandos Bloom og frönsku leikkonunnar Noru Arnezeder virðist vera alvarlegt. Þau eru allavega farin að sjást opinberlega saman. Um helgina leiddust þau hönd í hönd í Vest- ur-London. Þau fóru út að borða með vinum Orlandos á veitinga- staðinn Little House og virtust afar ástfangin að sjá. Parið stakk af snemma og fór á miðnætursýningu í bíó. Þau Or- lando og Nora hafa verið að hitt- ast síðan í janúar á þessu ári. Beckham- hjónin á rúntinum Beckham-hjónin eru hugsanlega þekktustu hjón Bretlands og það er alltaf nóg um að vera hjá þeim. Þau passa sig þó á að gefa sér alltaf góðan tíma fyrir hvort annað og gera hversdagslega hluti inn á milli. Á sunnudaginn sáust þau á rúntinum í London. Þau voru bara tvö á ferð og virk- uðu eins og hvert annað ungt og ástfangið par. Victoria var með derhúfu á höfðinu og David sat undir stýri. Hjónin skelltu sér í sundlaugaklúbbinn Surrey Park þar sem þau nutu dagsins í sól- inni. Skrýtin áhugamál auðugra og frægra Það er ýmislegt sem fræga fólkið getur dundað sér við Fótboltastjarna sem elskar bingó Christiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er mikill töffari og er einn frægasti knattspyrnumaður veraldar. Fótbolti er að sjálfsögðu líf hans og yndi en Ronaldo á sér áhugamál sem fæstir myndu veðja á að hann stundaði. Staðreyndin er sú að leikmaðurinn elskar að spila bingó. Ronaldo sagði í viðtali árið 2011: „… það getur verið mjög spennandi vegna þess að þú gætir þurft að bíða heillengi eftir einni tölu til að vinna.“ Boxari og dúfnabóndi Hnefaleikakappinn Mike Tyson er goðsögn í sinni íþrótt og er þekktur fyrir gríðarlegan kraft en ekki síður fyrir óheflaða framkomu og róstusamt einkalíf. Boxarinn á sér þó mýkri hlið, en hann hefur mikinn áhuga á dúfum og hefur gaman af dúfna- ræktun og keppir meira að segja í dúfnaflugi. Tyson sagði í viðtali nýlega að hann eigi hvorki meira né minna en 2.500–3.000 dúfur. Þetta áhugamál Tyson hefur vakið mikla athygli og framleiddi sjónvarpsstöðin Animal Planet til að mynda þætti sem fjölluðu um dúfnahald boxarans. Var háð tölvuleik Leikkonan Mila Kunis, unnusta Ashtons Kutcher og verðandi barnsmóðir hans, hefur leikið í mörgum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum en henni er fleira til lista lagt. Eitt helsta áhugamál leikkonunnar var um langt skeið tölvuleikurinn World of Warcraft. Leikkonan sagðist hafa eytt mörgum klukkustundum á dag í að spila leikinn ásamt þáverandi kærasta sínum, leikar- anum Macaulay Culkin. Kunis viðurkenndi að hún hefði í raun orðin háð leiknum og ákveðið að hætta alfarið að spila hann. Safnar Barbie- dúkkum Leikarinn Johnny Depp stundar það óvenjulega áhugamál að safna Barbie- dúkkum. Leikarinn er sagður eiga marga tugi slíkra dúkka en hann safnar sérstök- um útgáfum og þeim sem koma á markað í takmörkuðu upplagi. Depp sagðist hafa leikið sér mikið með slíkar dúkkur sem barn og að áhugi hans á dúkkunum hafi fylgt honum allar götur síðan. Depp segist oft leika sér með dúkkurnar við börnin sín. „Það er eitt af því fáa sem ég geri vel,“ sagði leikarinn. Prjónar eins og vindurinn Leikarinn og leikstjórinn David Arquette er ekki við eina fjölina felldur en eitt aðal- áhugamál hans er prjónaskapur. Arquette lærði að prjóna af ömmu sinni þegar hann var yngri og hefur ekki stoppað síðan. Prjónaskapur Arquette hefur víða vakið athygli. Hann birtist til dæmis á forsíðu bók- arinnar Celebrity Scarves 2, bók sem gefin er út til styrktar rannsóknum á brjóstakrabba- meini. Safnar rýtingum Angelina Jolie stundar það óvenjulega áhugamál að safna rýtingum. Leikkonan sagði í viðtali við tímaritið W að áhuginn á að safna slíkum gripum hafi byrjað þegar hún var krakki. „Mamma fór með mig að kaupa fyrsta hnífinn minn þegar ég var aðeins 11 eða 12 ára,“ og bætti Jolie við að hún og eiginmaður hennar, Brad Pitt, hefðu keypt fyrsta hnífinn fyrir Maddox, son þeirra, þegar hann var aðeins nokkurra ára gamall. Sankar að sér ritvélum Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks hefur í mörg ár viðað að sér gömlum ritvélum. Leikarinn sagði í viðtali að hann væri mjög langt leiddur í söfnunaráráttunni. Leikarinn einbeitir sér að ritvélum af sérstakri gerð sem framleiddar voru á fjórða áratugnum og á hann nokkur hundruð slíkar ritvélar. Hann segir þetta dýrt áhugamál, þar sem þetta séu ekki beint létt og meðfærileg tæki. „Ég keypti ritvél á fimm dali og borg- aði 85 fyrir flutninginn!“ „Ætla að halda fáránlega flott brúðkaup“ Jessica Simpson undirbýr brúðkaup sitt S öngkonan Jessica Simpson undirbýr brúðkaup um þessar mundir en hún hefur verið trú- lofuð unnusta sínum, fyrrver- andi NFL-stjörnunni Eric Johnson, í tæp fjögur ár. Simpson ræddi um brúðkaupið í þættinum Today Show nýverið, þar sem hún sagði að brúðkaupið myndi klárlega ekki vera lítið. „Það verður fáránlega flott. Ég geri hlutina ekki á smáan hátt.“ Stjörnuparið hafði upphaflega ætlað að halda brúðkaupið á Ítalíu en hefur skipt um skoðun og ákveðið að halda það í Kaliforníu, þar sem það býr. Söngkonan er með margt á prjón- unum og hefur hannað tískuvörur og einnig hönnunarvörur fyrir heimil- ið. Simpson sagði í viðtalinu að hún vilji að allar konur geti gengið í föt- um frá henni. „Ég hef verið í öllum stærðum sem til eru, svo ég veit alveg hvernig á að hanna föt sem henta öll- um konum,“ en söngkonan varð fyr- ir miklu aðkasti þegar hún þyngdist á tímabili. n Jessica og börnin Jessica á börnin Maxwell og Ace með tilvonandi eiginmanni sínum, Eric Johnson. Jessica Simpson Ætlar að gifta sig og segir að brúðkaupið verði allt annað en lítið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.