Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Page 14
Vikublað 27.–29. maí 201414 Fréttir Viðskipti FAGURLISTADEILD - FRJÁLS MYNDLIST Námið í Fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá nauðsynlega þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að takast á við ólík viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í listsköpun sinni. Námseiningar: 180 LISTHÖNNUNARDEILD - GRAFÍSK HÖNNUN Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og frumlega framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu, sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla og margmiðlun. Námseiningar: 180 MYNDLIST - HÖNNUN - ARKITEKTÚR Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum. Listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Eins árs hnitmiðað 72ja eininga heildstætt nám í sjónlistum. auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2014-2015 Umsóknarfrestur til 4. júní. Nánari upplýsingar á www.myndak.is Sími 462 4958 Skóli með sterkan prófíl 1974-2014 Fresta flutningi Færri starfsmenn Vísis flytja frá Djúpavogi til Grindavíkur Ú tgerðarfyrirtækið Vísir hf. hef- ur ákveðið að fresta flutningi á fiskvinnslu félagsins frá Djúpa- vogi til Grindavíkur um allt að eitt ár. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem Vísir sendi frá sér á mánu- dag. Þar kemur fram að þetta sé þó gert með þeirri undantekningu að ein af þremur vinnslulínum félagsins verði flutt frá Djúpavogi eins og upp- haflega stóð til. Vegna ákvörðunar- innar, sem tekin var í samráði við sveitarstjórn Djúpavogshrepps, flytja færri starfsmenn Vísis til Grindavík- ur en ráð var fyrir gert. Í tilkynningunni segir að þurr- söltunarlína, ásamt tilheyrandi tækjabúnaði, verði flutt til Grinda- víkur en á Djúpavogi verða eftir tæki og vinnslulínur til ferskfiskvinnslu og frystingar. Í stað söltunarlínunnar verður fjárfest í vinnslulínu til slátr- unar og pökkunar á eldisfiski. „Vegna frestunarinnar gefst heimamönnum mun rýmri tími til að bregðast við boðuðum breyting- um. Ákvörðunin er í fullu samræmi við þann vilja og ásetning stjórnenda Vísis að finna og byggja upp starf- semi og störf í stað þeirra sem hverfa og bjóða starfsfólki sínu ný störf á sama stað eða sömu vinnu á nýjum stað,“ segir í tilkynningunni. Starfsmönnum Vísis og sveitar- stjórnarmönnum á Djúpavogi var gerð frekari grein fyrir framkvæmd- inni á fundi sem fram fór á mánu- dag. Í tilkynningunni segir að stjórn- endur Vísis muni áfram vinna með sveitarstjórn Djúpavogshrepps við að styrkja stoðir nýrra starfa á Djúpa- vogi. Þá er tekið fram að samstarf fyrirtækisins og sveitarstjórnarinnar hafi „verið til fyrirmyndar“ þau 15 ár sem Vísir hefur verið með starfsemi á Djúpavogi. n Grindavík Vegna ákvörðunarinnar flytja færri starfsmenn til Grindavíkur en upphaf- lega stóð til. „Miklu meira en mínar væntingar voru“ Kári Stefánsson er sáttur við lífsýnasöfnun Íslenskrar erfðagreiningar K ári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir að lífsýnasöfnun fyrir- tækisins hafi gengið vonum framar miðað við væntingar hans sjálfs. Hann segir að í lok vik- unnar muni liggja fyrir nákvæm- ar niðurstöður um fjölda þátttak- enda í söfnuninni. „Okkur finnst þetta hafa gengið nokkuð vel. Fram- ar vonum þeirra sem höfðu á þetta raunsæja sýn frá upphafi. Ég lét hafa það eftir mér þegar við byrjuð- um þessa söfnun að við stefndum á að ná 30 þúsund manns. Miðað við þær tölur sem liggja fyrir núna þá er þetta miklu, miklu meira en mínar væntingar voru.“ Sent til 100 þúsund manns Líkt og komið hefur fram þá sendi Íslensk erfðagreining út beiðni um þátttöku í lífsýnasöfnuninni til 100 þúsund Íslendinga í byrjun mánaðar- ins. Mikil umræða hefur verið um líf- sýnasöfnunina í samfélaginu það sem af er mánuðinum þar sem hún var tengd við fjáröflun fyrir Landsbjörg. Björgunarsveitunum var heitið 2.000 krónum í styrk fyrir hvert lífsýni sem safnaðist. Þátttakendur í söfnuninni gátu annaðhvort sent sýnin í pósti til Íslenskrar erfðagreiningar eða látið starfsfólk björgunarsveitanna fá sýn- ið þegar það bankaði upp á. Hópur fræðimanna í Háskóla Ís- lands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lífsýnasöfnunin var gagnrýnd vegna tengingarinnar við Landsbjörg. Hóp- ur vísindamanna sendi svo frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þeir gagnrýndu fræðimennina. Sú um- ræða endurspeglaði ágætlega ólíka póla í umræðunni um söfnunina. Fræðimennirnir töldu að sú aðferð að nota Landsbjörg í söfnuninni væri ekki við hæfi þar sem verið væri að setja óheppilegan þrýsting á fólk með því að nota fjárstuðning við gott mál- efni sem hvata til að fá fólk til að taka þátt í söfnuninni. Vísindamennirnir undirstrikuðu hins vegar vísindalegt mikilvægi söfnunarinnar og rann- sókna Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki komið niður á söfnuninni Miðað við orð Kára þá hefur gagn- rýnin umræða um lífsýnasöfnunina ekki komið niður á endurheimtum úr henni. „Það virðist vera sem um- ræðan um söfnunina, bæði jákvæð og neikvæð, hafi haft hverfandi áhrif vegna þess að fólk hefur greinilega mótaðri skoðanir um þetta en ein- hver hefði kannski haldið.“ Kári segir að Íslensk erfðagrein- ing hafi fengið rúmlega 20 þúsund sýni í pósti. „Við höfum fengið rúm- lega 20 þúsund sýni úr pósti. Það gæti bent til að við fáum kannski um 40 þúsund í heildina. En nákvæmar tölur vitum við ekki fyrr en í lok vik- unnar,“ segir Kári. Ná meirihluta þjóðarinnar Ef endurheimtur Íslenskrar erfða- greiningar úr lífsýnasöfnuninni verða á bilinu 30 til 40 þúsund þá mun lífsýnasafn fyrirtækisins hafa stækkað um fjórðung til fimmt- ung. Fyrir átti Íslensk erfðagreining um 140 þúsund lífsýni. Þetta þýðir að í kjölfar söfnunarinnar mun Ís- lensk erfðagreining eiga lífsýni úr meirihluta íslensku þjóðarinnar, 170 til 180 þúsund í heildina. Eigandi Íslenskrar erfðagreiningar er bandaríska lyfjaþróunarfyrirtæk- ið Amgen sem keypti það fyrir um 50 milljarða króna í lok árs 2012. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Vonum framar Kári Stefánsson segir að lífsýnasöfnun Íslenskrar erfðagrein- ingar hafi gengið vonum framar. MyNd SIGtryGGur ArI Góð þátttaka Þekktir Íslendingar tóku þátt í lífsýnasöfnuninni, meðal annars Jón Gnarr, sem hér sést afhenda starfsmanni björgunarsveitanna sitt lífsýni. MyNd SIGtryGGur ArI „Það virðist vera sem umræðan um söfn- unina, bæði jákvæð og neikvæð, hafi haft hverfandi áhrif Tryggvagata 13 til sölu Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðar- hús á lóðinni Tryggvagötu 13. Verður hugmyndasamkeppni um útlit hússins og borgartorgs fyrir framan bygginguna. Lóðin komst í fréttirnar hinn 21. febrúar síðastliðinn þegar Stefán Pálsson sagnfræðing- ur birti mynd frá Reykjavíkur- borg af teikningu húsnæð- is á umræddu svæði. Spurði Stefán hvort einhver hugsun væri á bak við inndregið skot á byggingunni, önnur en sú að láta húsaröðina líta út eins og getnaðarlim. Lóðin, sem er austan Tryggvagötu, á milli Grófarhúss og Hafnarhvols, er um 840 metr- ar að stærð. Á henni má byggja sex hæða hús, ásamt kjallara og heimilar deiliskipulag rúmlega 5.200 fermetra hús. Tilboðum í lóðina skal skila 25. júní næst- komandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.