Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2014, Qupperneq 38
Vikublað 27.–29. maí 201438 Fólk Á röltinu með bumbuna Christian Bale og Sibi Blazic fóru í göngutúr L jósmyndarar náðu mynd- um af leikaranum skapstóra Christian Bale á dögunum þar sem hann var á göngu ásamt eiginkonu sinni, fyrrverandi módelinu Sibi Blazic, en þau eiga von á barni. Parið sást hamingjusamt í göngutúr í Santa Monica-hverfi Los Angeles á dögunum og Blazic var sæt og sælleg með stærðar bumbu. Tímaritið People staðfesti í mars að hjónin ættu von á öðru barni sínu saman, en fyrir eiga þau dóttur, hina níu ára gömlu Emmeline. Bale er mikill fjölskyldumaður. Árið 2009 sagði hann til að mynda í viðtali að hann gengi ávallt með mynd af dóttur sinni og eigin- konu í veskinu. „Þetta snýst allt um stelpurnar mínar,“ sagði leikarinn. Bale er með nokkur verkefni á prjónunum um þessar mundir en hann lék nýlega í mynd Ridleys Scott, Exodus, sem fjallar um þegar Móses frelsaði gyðinga úr ánauð í Egyptalandi. n Í göngutúr að viðra bumbuna Bale og Blazic eiga von á sínu öðru barni saman. Mynd www.SplaShnewS.CoM  Quentin Tarantino Myndir leikstjórans Quentin Tarantino eru af mörgum talin algjör meistaraverk og hefur hann til að mynda tvisvar unnið óskarsverð- laun fyrir myndir sínar. Það kemur því kannski ekki á óvart að leikarinn er bráðgáfaður en hann er meðlim- ur MENSA-samtakanna og greindarvísitala hans mældist 160 stig. Sem barn var leikstjórinn að eigin sögn ofvirkur og sáu margir sem stóðu honum nærri að hann hefði gáfurnar með sér. Hann hætti námi 16 ára gamall þar sem hann þoldi ekki skólann. Mörgum vegnar vel á fleiri sviðum en bara skemmtibransanum Þekktir sem hafa gáfurnar með sér M argar stjörnur eiga sér bakgrunn í öðru en því sem þær vinna við í dag og eru margar þeirra bráð- gáfaðar og hámenntaðar. Hér eru nokkrar stjörnur sem hafa gáfurnar með sér. n  James Woods Leikarinn James Woods er vel gefinn maður, en hann uppljóstraði því eitt sinn í þættinum Inside The Actors Studio að hann væri með greindarvísitöluna 184. Woods fékk næstum því hæstu mögulegu einkunn á bandaríska skólaþroskaprófinu, svokölluðu SAT-prófi. Hann gekk í MIT, þar sem hann fékk námsstyrk og nam þar stjórnmálafræði. Woods hætti þó námi áður en hann útskrifaðist til að einbeita sér að leiklistarferli sínum.  Masi Oka Masi Oka er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Heroes og Hawaii Five-O. Oka er bráðgáfaður og er greindarvísitala hans yfir 180. Oka fæddist í Japan og var alinn upp af einstæðri móður sinni, en hann hefur aldrei hitt föður sinn. Oka útskrifaðist frá Brown-háskóla árið 1997 með gráðu í tölvunarfræði og starfaði stuttlega hjá tæknibrellufyrirtæki George Lucas, ILM.  Lisa Kudrow Leikkonuna Lisu Kudrow þekkja flestir sem hina léttgeggjuðu og heldur einföldu Phoebe úr sjónvarpsþáttunum Friends. En Kudrow sjálf er allt annað en einföld en hún á sér fortíð úr vísindaheiminum. Leikkonan útskrifaðist úr Vassar-háskóla sem líffræðingur árið 1985. Eftir útskriftina hóf Kudrow að vinna með föður sínum, Lee Kudrow, sem er læknir og sérfræðingur í höfuðverkjum. Feðginin unnu saman að klínískum rannsóknum á höfuðverkjum.  Dolph Lundgren Lundgren hefur átt farsælan feril sem stjarna í mörgum hasarmyndum og hefur leikið margar eftirminnilegar persónur, til dæmis sovéska boxarann Ivan Drago og sjálfan He-Man. Lundgren er sagður vera með greindarvísitöluna 160. En Lundgren segir þó sjálfur að líkt og með hæð hans sé talan oft ýkt. Leikarinn sænski útskrifaðist með gráðu í efnaverk- fræði frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi og lauk síðar meistaranámi í sömu grein frá háskólanum í Sidney. Lundgren fékk einnig Fulbright-námsstyrk við MIT.  Natalie Portman Leikkonunni Natalie Portman er ekki fisjað saman en leikkonan útskrifaðist með BA-gráðu í sálfræði frá Harvard og talar sex tungumál. Kennarar Portman við Harvard sögðu hana hafa verið framúrskarandi námsmann. Leikkonan plumaði sig vel í skólanum og birtist m.a. grein eftir hana og fleiri árið 2002 í vísindatímariti. Leikkonan hefur einnig verið gestafyrirlesari við Columbia-háskólann og talar hún einnig sex tungumál. Deilir við Charlie Sheen Söngkonan Rihanna og glaum- gosinn Charlie Sheen hafa átt í deilum á Twitter undanfarna daga. Ástæðan er sú að Charlie Sheen fór um helgina út að borða ásamt eiginkonu sinni, Brett Rossi, á staðnum Giorgio Baldi. Rossi átti afmæli og Rihanna var einnig á staðnum. Rossi er mik- ill aðdáandi Rihönnu og sendi Sheen skilaboð til söngkonunnar um hvort hún gæti gefið sér tíma til að sitja fyrir á mynd. Rihanna afþakkaði vegna þess hve margir ljósmyndarar væru fyrir utan staðinn en Sheen tók ekki vel í það. Leikarinn jós fúkyrðum yfir Rihönnu á Twitter sem svaraði í sömu mynt. Átti ímynd- aðan vin „Ég átti ímyndaðan vin sem hét Strákur,“ segir leikarinn Channing Tatum í viðtali í nýjasta tímariti GQ magazine. Tatum segir skort á vinum ekki hafa verið ástæðu þess að hann átti einn ímyndað- an. „Ég held að ég hafi bara lif- að í hugarheimi að hluta til sem barn. Ég var alltaf úti í skógi í stríðsleikjum. Ímyndaði mér að fólk væri að elta mig. Ég var ekki að því vegna þess að ég væri ör- væntingarfullur. Ég átti vini.“ Tat- um tjáði sig einnig um áfengis- neyslu sína sem hann segir of mikla og að jafnvel mætti flokka hann sem alkóhólista. Reyndi að flýja brúðkaupið TMZ hefur greint frá því að Rob Kardashian, bróðir raun- veruleikasjónvarpsstjörnunnar Kim Kardashian, ætlaði ekki að vera viðstaddur brúðkaup henn- ar og Kanye West á dögunum. Rob flaug til Evrópu nokkrum dögum fyrir brúðkaupið en sneri að lokum aftur í tæka tíð. TMZ segir ástæðuna hafa verið að Rob kærði sig ekki um myndatökurn- ar og athyglina sem fylgdu brúð- kaupinu vegna þess hve mikið hann hefur bætt á sig undanfarna mánuði. Mörgum hefur þótt þetta undarleg skýring enda sé líf hans myndað nánast alla daga fyrir sjónvarpsþættina sem fjalla um líf fjölskyldunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.