Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1978, Page 9
Versiimarskýrslur 1977
1
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda,
sem Hagstofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flngvéla, sem fluttar
eru til landsins, er þó öðru visi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær
Hagstofan yfirleitt ekki frá tollyfirvöldunum, heldur bcint frá hlutað-
eigandi innflytjendum. Upplýsa þeir, hver sé byggingarkostnaður eða
kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður heimflutn-
ingskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sem tekið er í verslunar-
skýrslur. Skipainnflutningurinn hefur frá og með árinu 1949 verið tek-
inn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með innflutningi júnimánaðar og des-
embermánaðar, nema þegar sérstök ástæða hefur verið til annars, í sam-
bandi við gengisbreytingar. Sömu rcglu hefur verið fylgt um flugvélainn-
flutninginn. — í kaflanum um innfluttar vörur síðar í innganginum er
gerð nánari grein fyrir innflutningi flugvéla og skipa 1977. — Útflutt
skip og flugvélar hafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega. í kafl-
anum um útfluttar vörur síðar i innganginum er gerð grein fyrir sölu
skipa og flugvéla úr landi 1977.
Útflutningurinn er í verslunarskýrslum talinn á söluverði afurða
með umbúðum, flultra um borð i skip Cfob) á þeirri höfn, er þær fyrst
fara frá. Er hér yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflyi j-
anda. Sé um að ræða greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það heimil-
að í útflutningsleyfinu, er uj)phæð þeirra dregin frá, til þess að hreint foh-
verð komi fram. — Fob-verð vöru, sein seld er lir landi með cif-skilmálum,
er fundið með því að draga frá cif-verðmætinu flutningskostnað og trvgg-
ingu, ásamt uinboðslaunum, ef nokkur eru. — Nettóverðið lil úlflytjand-
ans er fob-verðið samkvæmt verslunarskýrslum að frádregnum gjöldum á
útflutningi. Þessi gjöld, sem lögð hafa verið á útfluttar sjávarafurðir,
voru felld niður með lögum nr. 5 13. febrúar 1976, en í stað þeirra kom
eitt gjald, 6% af fob-verði. Niðurlagðar og niðursoðnar sjávarafurðir eru þó
undanþegnar þessu gjaldi, en af þeim er greitt vörumagnsgjald, kr. 5 940
á tonn (að ytri umbúðum fráreilcnuðum). Tekjur af 6% útflutnings-
gjaldinu renna til Aflatryggingasjóðs, Fiskveiðasjóðs og Fiskimálasjóðs,
til greiðslu á vátryggingarkostnaði fiskiskipa, til sjávarrannsókna og
Framleiðslueftirlits sjávarafurða, lil Landssambands isl. útvegsmanna
og til samtaka sjómanna (sbr. 4. gr. laga nr. 5/1976). -— Engin gjöld
eru á útfluttum landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti isfisks i verslunarskýrslum
gilda sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir i kaflanum um útfluttar
vörur síðar í inngangi þessum.
Allmikið er um það, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er i útflutningsleyfi
útflutningsdeildar viðskiptaráðuneytisins. Fer svo, þegar látið er uppi
af hálfu útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lag-
færa þetta síðar, og er hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað
miklu.
Það segir sig sjálft, að í verslunarskýrslur koma aðeins vörur, sem
afgreiddar eru af tollyfirvöldum á venjulegan hátt. Kaup islenskra skipa
og flugvéla erlendis á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki i
verslunarskýrslum, og ef slíkar vörur eru fluttar inn í landið, koma þær