Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1978, Side 50
48*
Verslunarskýrslur 1977
í kr. 23,28 á lítra (sbr. reglugerð nr. 272/1977). Gjald á hjólbörðum og
gúmmíslöngum hélst óbreytt á árinu 1977, kr. 45,00 á kg.
Innflutningsgjald á bifreiðum og biflijólum hélst óbreytt á árinu
1977, að því undanskildu, að með reglugerð nr. 431 31. des. 1976 var 90%
innflutningsgjald á jeppabifreiðum lækkað í 50%.
Innflutningsgjald á gasolíu og brennsluoliu hélst óbreytt á árinu 1977,
kr. 1,33 á lcg. Að öðru leyti vísast til greinargerða á þessum stað í inn-
gangi Verslunarskýrslna fyrir hvert ár 1972—76.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum
vörum sem hér segir, í millj. kr.:
1976 1977
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá ............................ 12 522,6 17 700,1
Bensíngjald2) .................................................. 1 777,3 2 360,4
Gúmmígjald2)................................................. 62,4 94,5
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum ..................... 1 174,0 2 427,5
Gjald af gas- og brennsluolíum .............................. 429,0 623,4
Alls 15 965,3 23 205,9
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er eklci meðtalinn í framan greindum fjárhæðum. —
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskiptum varð 1. mars 1975
alls 20% að meðtöldum sérstökum viðaukum, og hefur haldist svo síðan.
Að því er varðar skiptingu andvirðis hans milli ríkissjóðs sjálfs og ann-
arra aðila fram til ársloka 1975 vísast til bls. 51* í Verslunarskýrslum
1975. Frá ársbyrjun 1977 (sbr. lög nr. 111/1976) runnu sem fyrr 8% af
tekjuin af 18% söluskattshluta í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Jafnframt
hættu Olíusjóður og Viðlagasjóður að fá sem svarar 1% söluskattshluta
til hvors, og skyldu tekjur af 2% söluskattsauka renna í rikissjóð. —
Samkvæmt j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt, skal söluskattur af
vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda leggjast á tollverð vöru að
viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% áætlaðri álagningu. Tekjur af
þessu gjaldi námu 1 210,7 millj. kr. 1976, en 1 603,3 millj. kr. 1977, hvort
tvesggja áður en hluti Jöfnunarsjóðs, Olíusjóðs og Viðlagasjóðs dregst frá.
Með lögum nr. 65 16. júlí 1975 var lagt 12% svo kallað vörugjald
á fjölmargar innfluttar vörur og á sömu innlendar vörur að svo miklu
leyli sem þær eru framleiddar innanlands. Frá 1. janúar 1976 var gjald
þetta lækkað í 10%, en frá 7. maí 1976 (sbr. lög nr. 20/1976) var það
hækkað í 18% með gildistíma til 31. desember 1976. Með lögum nr.
119/1976 var vörugjaldið framlengt til ársloka 1977. Vörugjald á inn-
fluttum vörum er reiknað af tollverði þeirra. Hráefni, helstu rekstrar-
vörur og ýmsar brýnar neysluvörur eru undanþegnar gjaldi þessu, en
hins vegar er það t. d. yfirleitt tekið af fjárfestingarvörum. Tekjur af
vörugjaldi, sem renna óskiptar í ríkissjóð, námu 3 505,2 millj. kr. 1976 og
5 197,5 millj. kr. 1977.
O Innifalin í aöflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (197(>
f>17,5 millj. kr., 1977 818,6 millj. kr.), hyggingarsjóðsgjald sem er %% af aðflutn-
ingsgjöldum (1976 61,8 millj. kr, 1977 84,9 millj. kr.), sérstakt gjald til Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins (1976 23,5 millj. kr., 1977 34,3 millj, kr.) og sjón-
varpstollur (1976 87,8 millj. kr., 1977 609,4 millj. kr.).
2) Rennur óskipt til vegamála.