Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 30. september–2. október 20142 Fréttir Innbrotahrina í sumarbústaði Lögreglunni á Selfossi bárust þrjár tilkynningar um innbrot í sumarbústaði skammt frá Kerinu í Grímsnesi í liðinni viku. Í öllum tilvikum hafði gluggi eða hurð verið spennt upp til að komast inn í húsin. Mismiklu var stolið úr bústöð- unum. Aðallega voru það rafmagn- stæki eins og flatskjáir, verkfæri og ýmsir smámunir. Þjófavarnarkerfi fór af stað í einum bústaðanna 22. september klukkan 09.24. Minnst var tekið úr þeim bústað svo leiða má líkur að því að þjófurinn hafi lagt á flótta því engin var sjáan- legur nærri þegar lögregla kom á staðinn skömmu síðar. Ekki er útilokað að sami einstaklingur hafi verið að verki í hinum tveimur bústöðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Stórslösuðu hjólreiðamann Lögregla leitar þeirra sem komu vírnum fyrir L ögreglan á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar nú atvik sem átti sér stað um klukkan 18 á laugardag þegar hjólreiðamað- ur hjólaði á vír sem strengdur hafði verið yfir göngubrú frá Naustavogi yfir á Geirsnef. Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunni að hafa komið vírnum fyrir. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er við- komandi beðinn um að hafa sam- band við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjorns- son@lrh.is, eða í gegnum Facebook- síðu lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. DV.is fjallaði um málið um liðna helgi en hjólreiðamaðurinn varð ekki var við mannaferðir nálægt brúnni þegar hann kom þar að. Er talið að sá sem var að verki hljóti að hafa verið nýbúinn að koma vírnum fyrir þegar hjólreiðamaðurinn fór yfir brúna. Maðurinn er tæplega fimmtugur, vanur hjólreiðamaður og var vel búinn. Þegar hann kom á brúna, þá snarstoppaði hjólið á vírnum. Mað- urinn tókst á loft og flaug í loftköstum fram fyrir sig. Vinstri öxl mannsins er illa farin eftir slysið og þá var hann mjög lemstraður á andliti. „Hann er óbrotinn sem betur fer, en það blæddi mikið úr andlitinu á honum. Hann lenti líka á höfðinu að hluta til og því er ekki spurning að hjálmurinn bjarg- aði því að ekki fór mikið verr,“ sagði eiginkona mannsins. Vírinn gæti komið úr nýju göngu- brúnni en ljóst er að einhver kom honum svona fyrir. Talsvert átak þarf til að binda hann fastan. Segja má að sá sem kom honum fyrir hafi í raun gert tilraun til að valda stór- slysi enda hefði getað farið svo miklu verr til dæmis ef maðurinn hefði ver- ið á miklum hraða eða ef einhver lág- vaxnari hefði verið á ferð. n astasigrun@dv.is, birgir@dv.is Sat blóðugur eftir Hér sést vírinn og blóð úr manninum sem sat sár eftir. Framvísaði fölsuðu vegabréfi Ferðamaður framvísaði um helgina fölsuðu vegabréfi við komuna í vegabréfaskoðun í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn framvísaði ísraelsku vegabréfi í vegabréfaskoðuninni og töldu tollverðir að vegabréfið væri fals- að. Það reyndist vera rétt og var maðurinn handtekinn. Lögregla segir málið vera komið í hefð- bundið ferli og til rannsóknar. Á batavegi Konan sem slasaðist alvar- lega þegar hún féll í sprungu skammt frá Þríhnúkagíg síðast- liðinn föstudag er á batavegi. Konan hlaut alvarlega höfuðáverka. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð. Henni hefur ver- ið haldið sofandi í öndunarvél, en er nú laus úr henni en er þó enn á gjörgæsludeild. Sigraði Dróma Björn Steinbekk og eiginkona hans höfðu betur eftir fjögurra ára baráttu E ftir fjögurra ára slag við þá er loksins búið að endur- reikna lánið eins og við báð- um alltaf um,“ segir Björn Steinbekk Kristjánsson framkvæmdastjóri í samtali við DV. Hann hefur síðustu fjögur ár stað- ið í stappi við Dróma hf., hlutafélag sem innheimtir lán sem voru í eigu SPRON og Frjálsa fjárfestingabank- ans, og hefur sagt félagið brjóta gegn skyldum sínum sem fjármálastofn- un og lánveitandi. „Arion banki ákvað að gera það sem Drómi gerði aldrei, að endurreikna lánið okkar og afturkalla uppboð á eign okkar hjóna, sem þýðir jú kannski að eftir fjögur ár, þá unnum við sigur.“ „Ég skil að fólk sé óttaslegið“ Björn keypti efri hæð húss að Byggðarenda árið 2004 og fjármagn- aði það annars vegar með tveim- ur lánum frá Íbúðalánasjóði og Íslandsbanka og hins vegar reiðu- fé sem nam um fimm milljónum króna. Árið 2007 var lán Íslands- banka endurfjármagnað með láni frá Frjálsa fjárfestingabankanum en eins og fyrr segir innheimti Drómi lán bankans í kjölfar falls bankans. Árið 2010 hætti Björn að greiða af láninu en honum var þá orðið ljóst að hann réði ekki við af- borganirnar. Ekkert gekk að semja við Dróma og Björn kærði háttsemi fé- lagsins til Fjármála- eftirlitsins þar sem beiðni um 110 pró- senta leið vegna lánsins var hafnað þó Íslandsbanki og Landsbanki hefðu afskrifað samanber samkomulag milli ríkisins og fjármála- stofnana um 110 prósenta leiðina. Hann ræddi málið opinberlega í fjölmiðlum og gerði alvarlegar athugasemdir við aðferð- ir Dróma við að verðmeta íbúðina og sagði félagið brjóta gegn skyld- um sínum sem fjármálastofnun og lánveitandi. Í kjölfar þessa fékk hann bréf frá Ingólfi Friðjónssyni, fram- kvæmdastjóra Dróma, þar sem Ingólfur lagði til að Björn veitti Dróma heimild til að gera viðskipti hans opinber. Í samtali við DV í febrúar 2012 sagðist Björn hafa litið á þetta sem hreina hótun frá fram- kvæmdastjóranum: „Ég skil að fólk sé óttaslegið.“ Hver var tilgangurinn? „Ég kærði Dróma og vinnubrögð þeirra til Fjármálaeftirlitsins á sínum tíma og þaðan var því vísað áfram til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjár- málastofnanir, sem tók í rauninni ekki efnis- lega afstöðu til málsins en staðfesti þó að verð- matið á eigninni hefði verið of hátt.“ Hins vegar hafi Drómi alltaf neitað að gera eitthvað í mál- inu sem endaði með því að þeir buðu upp eign- ina og áttu hæsta boð. Í framhaldinu var ákveðið að samþykkisfrestur yrði til 7. janúar 2014. Þann 30. desember var lögum um nauðungarsölur hins vegar breytt sem þýddi að ekki fór fram fullnusta á uppboðinu. Á sama tíma tók Arion banki yfir lánasafn einstaklinga hjá Dróma. „Þá endur- reiknaði Arion banki lánið eins og við höfðum farið fram á, og lækk- aði það um tæplega átta millj- ónir, sem hafði alltaf verið okkar málatilbúnaður. Á endanum aftur- kölluðu þeir svo uppboðið sem þýð- ir að við eigum eignina og það eru engin uppboð í gangi,“ segir Björn sem bætir við að hann velti því fyrir sér hver tilgangurinn hafi verið hjá Dróma öll þessi ár. Skaðaði hundruð heimila „Það er komin endanleg niðurstaða á skuldastöðu á eigninni og Arion banki gerði rauninni allt það sem Drómi neitaði að gera og gott betur.“ Aðspurður hvað geti skýrt muninn á vinnubrögðum Dróma annars vegar og Arion banka hins vegar segir Björn: „Drómi var þrotabú Frjálsa fjárfestingabankans og SPRON. Samkvæmt lögum um þrotabú skal skiptastjóri hámarka heimtur búsins. Það tel ég að hafi haft áhrif og hindrað stjórnendur Dróma í að fara þá leið að semja við fólk.“ Þá sitji eftir sú staðreynd að fyrir bæri eins og Drómi hafi verið sett upp með ákvörðun Fjármála- eftirlitsins og í samráði við fjármála- ráðherra á þeim tíma, Steingrím J. Sigfússon. „Og hvernig eiga einstak- lingar, sem hafa ekkert um það að segja hvar þeirra skuldir liggja, eða er unnið gegn, að snúa sér til FME eða annarra yfirvalda? Þetta var frá fyrstu hendi afleit hugmynd og skað- aði hundruð heimila. Og enn hefur engin tekið ábyrgð á henni, sem er sorglegast.“ Björn segir málið allt hafa tekið sinn toll. „Varðandi okkur hjónin hefur þetta skemmt mikið. Að vita ekki skuldastöðu sína og geta ekki tekið ákvarðanir fram í tímann hefur reynt mikið á. Við erum á vanskila- skrá vegna þessa máls þó svo við telj- um að á okkur hafi verið brotið. Það hefur tekið toll og gert okkur erfitt fyrir að koma undir okkur fótunum eftir hrun en framtíðin er björt og fortíðinni breytum við ekki.“ n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Arion banki ákvað að gera það sem Drómi gerði aldrei, að endurreikna lánið okkar og afturkalla uppboð á eign okkar hjóna, sem þýðir jú kannski að eftir fjögur ár, þá unnum við sigur. Frjálsi og Dróma Drómi hf. er hlutafélag sem innheimtir lán sem voru í eigu SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans. Hefur reynt mikið á Björn Steinbekk segir málið hafa reynt mikið á. Þau hjónin séu á vanskilaskrá þrátt fyrir að á þeim hafi verið brotið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.