Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Síða 10
10 Fréttir Vikublað 30. september–2. október 2014
Aðförin Að eftirlitinu
n Eftirlitsstofnanir sitja undir ýmsum ásökunum á sama tíma og framlög til þeirra eru
E
mbætti umboðsmanns Al-
þingis hefur undanfar-
ið mátt sæta atlögu af
hálfu þeirra sem það á
að hafa eftir lit með lög-
um samkvæmt. Þannig hafa þrír
ráðherrar ríkisstjórnarinnar gagn-
rýnt umboðsmann harðlega fyrir
vinnulagið í tengslum við frum-
kvæðisathugun embættisins á
samskiptum innanríkisráðherra og
lögreglustjóra meðan á rannsókn
lekamálsins stóð. Þá eru fyrrver-
andi hæstaréttardómari og ritstjóri
Morgunblaðsins á meðal þeirra
sem hafa vegið að embættinu
vegna málsins.
Starf umboðsmanns Alþingis og
annarra stofnana er ekki hafið yfir
málefnalega gagnrýni en líkt og
rakið verður hér á eftir hefur gagn-
rýnin á umboðsmann Alþingis hins
vegar ekki verið byggð á málefna-
legum rökum. Atlaga stjórnvalda er
alvarleg í ljósi þess að embættið er
einungis að sinna lögbundnu hlut-
verki sínu, sem er að tryggja rétt
borgaranna gagnvart stjórnvöld-
um.
Tilgangurinn virðist sá að grafa
undan trúverðugleika eftirlitsstofn-
unarinnar á meðan fyrrgreint mál
er til umfjöllunar og reyna þannig
að draga tennurnar úr embættinu.
Málið er ekki síður alvarlegt með
hliðsjón af stöðu opinberra emb-
ættismanna sem eiga eðli málsins
samkvæmt erfitt með að bera hönd
fyrir höfuð sér gagnvart gagnrýni
stjórnmálamanna eða annarra sem
hafa hagsmuna að gæta. Hér á eftir
verður atlagan að embætti um-
boðsmanns Alþingis rakin.
Réttur borgara
gagnvart stjórnvöldum
Þann 29. júlí greindi DV frá ítrek-
uðum afskiptum Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur innanríkisráðherra
af lögreglurannsókn á lekamálinu,
sem beindist að ráðuneyti hennar,
henni sjálfri og aðstoðarmönnum
sem voru með réttarstöðu grun-
aðs í málinu. Þá kom fram að ráð-
herra hefði boðað Stefán Eiríksson,
þáverandi lögreglustjóra á höfuð-
borgarsvæðinu, á sinn fund vegna
málsins, og hringt í hann til að ræða
rannsóknina. Hanna Birna hafnaði
með öllu því sem hún kallaði „stór-
yrtar og ósannar fullyrðingar DV“
og sagðist hvorki hafa beitt Stefán
Eiríksson þrýstingi né haft óeðlileg
afskipti af rannsókninni.
Tryggvi Gunnarsson, umboðs-
maður Alþingis, tók málið upp og
sendi Hönnu Birnu bréf þar sem
embættið fór fram á svör varðandi
samskipti ráðherra við lögreglu-
stjóra. Vert er að hafa í huga að með
þessu var embættið að sinna lög-
bundinni eftirlitsskyldu sinni en í
2. grein laga um umboðsmanns Al-
þingis segir orðrétt: „Hlutverk um-
boðsmanns er að hafa í umboði Al-
þingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis
og sveitarfélaga á þann hátt sem
nánar greinir í lögum þessum og
tryggja rétt borgaranna gagnvart
stjórnvöldum landsins. Skal hann
gæta þess að jafnræði sé í heiðri
haft í stjórnsýslunni og að hún fari
að öðru leyti fram í samræmi við
lög og vandaða stjórnsýsluhætti.“
Sakaður um
„tilefnislausa aðför“
Svör Hönnu Birnu voru ekki full-
nægjandi en hún lét undir höfuð
leggjast að svara ýmsum spurn-
ingum umboðsmanns. Embættið
ítrekaði því kröfu sína í öðru bréfi
sem sent var á ráðherrann þann 6.
ágúst. Sama dag birtist leiðari eftir
Davíð Oddsson, ritstjóra Morgun-
blaðsins, þar sem hann reyndi að
gera aðkomu umboðsmanns Al-
þingis tortryggilega. Þar kom fram
að rannsókn lekamálsins væri
orðið sjálfstætt rannsóknarefni, og
að ekki væri auðvelt að sjá „hvaða
erindi“ umboðsmaður ætti inn í
málið.
Daginn eftir fór Jón Steinar
Gunnlaugsson, fyrrverandi hæsta-
réttardómari, hörðum orðum um
umboðsmann og vó að starfsheiðri
hans, í aðsendri grein í Morgun-
blaðinu. Ávirðingar hans – sem
voru hvorki studdar með rök-
semdum né gögnum – byggðu
meðal annars á því að aðkoma
embættisins væri „ómálefnaleg“
og „tilefnislaus aðför“ að ráðherr-
anum. Jón Steinar sakaði umboðs-
mann um að hafa farið offari með
því að óska eftir svörum ráðherra.
Hann hefði gerst liðsmaður „í
flokki ófagnaðarmanna“ sem vildu
koma „höggi á ráðherrann.“
Skoða verður skrif Jóns Steinars
í ljósi þess að hann var lögfræðiráð-
gjafi innanríkisráðherra á þessum
tíma og hafði veitt Hönnu Birnu
sérstaka ráðgjöf vegna lekamáls-
ins. Sjálfur sleppti hann því hins
vegar að láta þess getið. Stuttu síðar
eða þann 12. ágúst sakaði Morgun-
blaðið, í Staksteinum, svo umboðs-
mann um ítrekuð lögbrot, þar sem
embættið hefði ekki gefið Alþingi
árlega skýrslu um starfsemi sína á
tilsettum tíma.
Dylgjur, dómar og aðdróttanir
Í þriðja bréfi umboðsmanns Al-
þingis til innanríkisráðherra, sem
birt var á vef embættisins, þann
26. ágúst síðastliðinn, kom fram að
embættið hefði að eigin frumkvæði
ákveðið að taka samskipti ráð-
herra og lögreglustjóra til formlegr-
ar athugunar. Í bréfinu var að finna
afhjúpandi frásögn Stefáns Eiríks-
sonar af ítrekuðum afskiptum og
þrýstingi sem ráðherra beitti hann
vegna lögreglurannsóknarinnar á
lekamálinu.
Innanríkisráðherra brást
við með því að hjóla í umboðs-
mann Alþingis í yfirlýsingu sem
hann sendi fjölmiðlum. Þar sagð-
ist Hanna Birna undrast vinnu-
brögð umboðsmanns. Ekkert nýtt
kæmi fram í bréfi hans og að hún
væri „hugsi og sorgmædd“ yfir því
hvernig ýmsar stofnanir kæmust
upp með að setja fram „eigin dylgj-
ur og dóma án rökstuðnings“ í
garð hennar. Hún sagði bréfið
samanstanda af „aðdróttunum og
tengingum“ sem bentu til þess að
umboðsmaður hefði þegar mótað
sér skoðun í málinu. Þá sakaði hún
umboðsmann um að setja trúnað-
arsamtöl Stefáns Eiríkssonar við
hana og aðra „í óskiljanlegt sam-
hengi.“
Mannréttindi ráðherra?
„Ég var ekki kosin til að verja hags-
muni kerfis sem ég tel að þurfa
að bæta og breyta - heldur til að
verja hagsmuni almennings,“ sagði
Hanna Birna stuttu eftir að sam-
skipti hennar við Stefán Eiríksson
höfðu verið gerð opinber. Þá gagn-
rýndi hún að bréfið hefði verið birt
áður en hún hafði svarað því. Taldi
hún að með þessu hefði umboðs-
maður beitt hana ranglæti og að
andmælaréttur hennar hefði ekki
verið virtur. Þess má geta að bréf
sem umboðsmaður Alþingis send-
ir vegna frumkvæðisathugana
eru undirorpin upplýsingaskyldu
stjórnvalda. Almenningur og fjöl-
miðlar eiga rétt á aðgangi að slíkum
bréfum samkvæmt upplýsingalög-
um. Þá hafði Hanna Birna tvívegis
fengið tækifæri til þess að útskýra
sína hlið á málinu í opnum bréfum
til umboðsmanns. Þannig var ekk-
ert athugavert við vinnulag embætt-
isins í umræddu máli.
Þrátt fyrir það tóku Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra og Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson,
Situr undir árásum Tryggvi
Gunnarsson, umboðsmaður
Alþingis, hefur setið undir linnu
lausum árásum, síðan hann hóf
að spyrja innanríkisráðherra út í
samskipti hans við lögreglustjóra.
Ekki kosin til að verja kerfið „Ég var
ekki kosin til að verja hagsmuni kerfis,“ sagði
Hanna Birna stuttu eftir að samskipti hennar
við Stefán Eiríksson höfðu verið gerð opinber.
Björn Bjarnason fyrrverandi dóms
málaráðherra, sagði umboðsmann Alþingis
„leggja lykkju á leið sína til að rökstyðja
aðkomu sína að málinu.“
Vill rannsaka rannsókn Davíð Oddsson
sagði í leiðara Morgunblaðsins að rannsókn
lekamálsins væri orðin sjálfstætt rannsóknar
efni.
Ráðgjafi fram á ritvöllinn Jón Steinar
Gunnlaugsson ráðgjafi Hönnu Birnu vó að
starfsheiðri umboðsmanns í aðsendri grein í
Morgunblaðinu.
Kenning Elliða Bæjarstjórinn í Vesta
mannaeyjum, kom fram með þá kenningu
að umboðsmaður væri með athugun sinni
að „styrkja valdastöðu sína.“
Mannréttindi ráðherra Sigmundur og
Bjarni gagnrýndu umboðsmann Alþingis
fyrir að birta bréf til innanríkisráðherra
opinberlega.
Jóhann Hauksson
Jón Bjarki Magnússon
johannh@dv.is / jonbjarki@dv.is