Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Qupperneq 16
Vikublað 30. september–2. október 201416 Fréttir Erlent
Glæpagengi stela
olíu fyrir milljarða
n Eiturlyfjaklíkur í Mexíkó snúa sér að olíunni n Stálu fyrir 140 milljarða í fyrra
M
exíkósk eiturlyfjasamtök
hala inn hundruð millj-
arða króna á hverju ári
vegna smygls og sölu á
fíkniefnum. Þetta er ekki
eina tekjulind þessara alræmdu
samtaka því undanfarin miss-
eri hafa þau í auknum mæli beint
spjótum sínum að olíuiðnaðinum í
Mexíkó og stolið olíu fyrir ótrúlegar
fjárhæðir.
7,5 milljónum tunna stolið
Fréttastofa AP fjallaði um málið
fyrir skemmstu og þar var meðal
annars vitnað í gögn frá ríkisrekna
olíufyrirtækinu Pemex sem sýndu
að aðferðir glæpagengja við að stela
olíu væru sífellt að verða þróaðri.
Það sem af er þessu ári hafa þjófar
í Mexíkó borað að minnsta kosti
2.481 gat á olíuleiðslur víðs vegar
um Mexíkó sem er talsverð fjölgun
frá sama tímabili árið 2013 þegar
um 1.600 göt voru boruð. Pemex
áætlar að samtals hafi um 7,5 millj-
ónum tunna af olíu verið stolið
allt árið í fyrra en verðmæti þessa
magns er talið nema um 1.150
milljónum Bandaríkjadala, tæpum
140 milljörðum íslenskra króna.
Miklir fjármunir í húfi
Forsvarsmenn Pemex eru skiljan-
lega áhyggjufullir vegna þessarar
þróunar og það ekki að ástæðu-
lausu – gríðarlegir fjármunir eru í
húfi. Hvað sem því líður hefur enn
sem komið er reynst erfitt að hafa
hendur í hári þeirra sem skipu-
leggja og framkvæma þjófnaðinn.
Glæpagengin hafa að mestu beint
spjótum sínum að Tamaulipas-
héraði í norðausturhluta Mexíkó
en miklar olíuauðlindir eru undan
ströndum héraðsins í Mexíkóflóa.
Talið er að tuttugu prósent allra
þjófnaða á olíu með þessum hætti
eigi sér stað í Tamaulipas-héraði.
Viðamiklar áætlanir
Mexíkósk yfirvöld eru stórhuga
varðandi vinnslu á jarðefnaelds-
neyti – olíu og gasi – á næstu árum,
en talið er að aðeins fimm þjóðir í
heiminum eigi meiri birgðir af jarð-
gasi en Mexíkó. Þá er talið að Mexík-
óar geti unnið 60 milljarða tunna af
hráolíu, eða tvisvar sinnum meira
magn en Mexíkóar hafa unnið á
síðustu 100 árum. Breytingar voru
gerðar á lögum í Mexíkó í desem-
ber síðastliðnum en þau gerðu
Pemex meðal annars kleift að leita
að erlendum fjárfestum til að taka
þátt í mexíkóska olíuævintýrinu.
Vonast þau til þess að erlend fyrir-
tæki muni fjárfesta fyrir um 10 til 15
milljarða dala, allt að 1.800 millj-
örðum króna, á ári hverju næstu
árin. Til að það gangi eftir þarf þó
að koma böndum á gegndarlausan
olíuþjófnað sem eiturlyfjasamtök-
in bera að stærstum hluta ábyrgð á.
Selt til bensínstöðva
David Penchyna sem fer fyrir
orkumálanefnd mexíkóska þings-
ins segir að lagaumbæturnar sem
gerðar voru í fyrra skili ekki tilætl-
uðum árangri ef ekki verður hægt
að skrúfa fyrir lekann á olíuleiðsl-
unum, ef svo má segja. „Stærsta
áskorun okkar er Tamaulipas – og
ég segi það án þess að skammast
mín,“ hefur AP eftir honum. Sam-
kvæmt AP eru það einkum tvö
glæpasamtök sem bera ábyrgð á
þjófnaðinum, Zetas og Gulf Cartel.
Gengin hafa notað héraðið sem
smyglleið fyrir fíkniefni til Banda-
ríkjanna. Til að auka fjölbreytni – og
hagnað – hafa klíkurnar í auknum
mæli stolið olíu sem þær svo selja,
annaðhvort til hreinsunarstöðva í
Mexíkó eða jafnvel til bensínstöðva
beggja vegna landamæranna.
Vitorðsmenn hjá Pemex
Mexíkóski herinn hefur haft
því hlutverki að gegna að reyna að
hafa hendur í hári þjófanna. Þar
sem olíuleiðslurnar liggja víða um
óbyggðir héraðsins grípa hermenn
oftar en ekki í tómt þegar upp
kemst um þjófnað. Flest bendir til
þess að þjófarnir hafi vitorðsmenn
hjá Pemex enda þarf kunnáttu
til að bora í gegnum leiðslurnar.
„Það er ómögulegt að framkvæma
þetta án þess að hafa innanbúðar-
upplýsingar,“ segir Marco Anton-
io Bernal, þingmaður í héraðinu,
sem hefur lagt fram frumvarp um
að viðurlög við olíuþjófnaði verði
hert. Vísar hann meðal annars til
þess að ekki sé alltaf flæði í leiðsl-
unum og því hljóti þjófarnir að
hafa upplýsingar um tímasetn-
ingar og annað. n
Olíuvinnsla Mexíkóar
búa yfir miklum birgðum af
jarðefnaeldsneyti. Þjófar vilja
fá sína sneið af kökunni.
„Stærsta áskor-
un okkar er
Tamaulipas – og ég segi
það án þess að skamm-
ast mín.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Áhyggjufullir Forsvarsmenn Pemex eru skiljanlega áhyggjufullir. Gegndarlaus þjófnaður
gæti fælt fjárfesta frá að taka þátt í olíuævintýrinu í Mexíkó.
Krabbamein
plagar slökkvi-
liðsmenn
Þrír fyrrverandi slökkviliðs-
menn í New York sem létust úr
krabbameini í síðustu viku með
nokkurra klukkustunda milli-
bili áttu það allir sameiginlegt
að hafa verið með þeim fyrstu
sem komu að Tvíburaturnunum
eftir hryðjuverkaárásirnar þann
11. september 2001. Heilsufars-
vandamál hafa plagað stóran
hluta þessara starfsmanna;
slökkviliðsmanna, sjúkraflutn-
ingamanna, lögreglumanna og
annarra sem tóku þátt í björg-
unaraðgerðum.
Þremenningarnir, Daniel
Heglund, Robert Leaver og
Howard Bischoff, létust á mánu-
dag í síðustu viku. Allir létu þeir
af störfum fljótlega eftir árásirn-
ar, eða árið 2003. Því fer fjarri
að þeir séu þeir fyrstu úr hópi
slökkviliðsmanna sem tóku
þátt í aðgerðunum í New York
sem hljóta þessi örlög. Talið
er að fjöldi slökkviliðsmanna
sem dáið hafa úr kvillum sem
beinlínis er hægt að tengja við
daginn örlagaríka nemi níutíu
og tveimur. Þá glíma hundruð
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna við öndunarfærakvilla.
Samkvæmt opinberum
skýrslum um heilsufarstengdar
afleiðingar hryðjuverkaárásanna
2001 voru björgunaraðilar mjög
berskjaldaðir gagnvart krabba-
meinsvaldandi efnum af ýmsum
toga sem dreifðust um loftið
eftir að byggingarnar hrundu.
„Að missa þrjá slökkviliðsmenn
sama daginn úr kvillum tengd-
um 11. september er sársauka-
full áminning um það að nú,
þrettán árum síðar, eru slökkvi-
liðsmenn enn að gjalda dýru
verði fyrir hetjudáð sína,“ sagði
Daniel Nigro, slökkviliðsstjóri
New York-borgar í yfirlýsingu.
Heglund starfaði sem slökkvi-
liðsmaður í 21 ár, Leaver starfaði
í 20 ár en Bischoff í 19 ár.
Ghani sór
embættiseið
Ashraf Ghani sór á mánudag
embættiseið sem forseti Afganist-
ans. Hann fór með sigur af hólmi
í forsetakosningum í landinu fyrir
hálfu ári, en ásakanir um kosn-
ingasvindl og kröfur um endur-
talningu töfðu ferlið. Kjörstjórn
lýsti Ghani sigurvegara fyrir
helgina.
Ghani er hagfræðingur og
starfaði áður sem slíkur hjá Al-
þjóðabankanum. Hann hefur að
undanförnu verið rektor við há-
skólann í Kabúl en einnig verið
fjármálaráðherra Afganistans.
Hann segist ætla að leggja
áherslu á að vinna að friði, takast
á við spillingu í landinu og gera
breytingar á stjórnarskrá þess.
Hann vill friðarviðræður við tali-
bana.