Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Page 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 30. september–2. október 2014 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. A lþjóðasamfélagið lýsti yfir hryllingi sínum og and- styggð á aðgerðum hryðju- verkasamtakanna Boko Haram í apríl síðastliðnum. Þá rændu nígerísku samtökin um 276 ungum stúlkum um miðja nótt. Mikil áhersla var lögð á að koma böndum yfir vígamennina og frelsa stúlkurnar. Myllumerkið „#bringbackourgirls“ var sent út á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á voðaverkunum. Það átti að veita þjóðarleiðtogum aðhald og minna á kröfuna um að stúlkurn- ar yrðu frelsaðar. Nú fimm mánuðum síðar hefur lítið breyst og hafa Boko Haram-samtökin haldið áfram árás- um sínum á þorp í Nígeríu. Má ekki gleymast Meðvitund einstaklinga á samfélags- miðlunum er þó enn mikil og daglega tísta um 3.000 notendur á Twitter um málið og í heildina hefur því verið tíst um fimm milljón sinnum. Banda- ríska öldungadeildarþingkonan Frederica Wilson er í hópi þeirra sem tísta. Hún segist hafa heitið því að vekja daglega athygli á voðaverkun- um þar til stúlkurnar finnast. „Þetta má ekki gleymast,“ segir Wilson. Eina sem þær gerðu var að mæta í skólann Newsweek fjallaði á dögunum um erindi eftir Florence Ozor, nígeríska athafnakonu, sem segir mannránið mikinn harmleik. Ozor flutti erindið fyrst á ráðstefnunni Women‘s Leadership Retreat. „Það eina sem stúlkurnar gerðu var að fara í skól- ann,“ segir hún. „Í fyrstu var ég hissa. Ekkert var sagt eða gert til að bjarga stúlkun- um okkar. Umræðan um málið var engin í Nígeríu. En um allan heim var krafan um að frelsa stúlkurnar (#BringBackOurGirls) mikil og fór eins og eldur í sinu bæði meðal al- mennra borgara, frægra einstaklinga og stjórnmálamanna sem neituðu að taka þátt í þögguninni,“ segir hún og bendir á konu að nafni Hadiza Bala Usman sem tók málin í sínar hendur og blés til mótmæla í Nígeríu þar sem hún krafðist aðgerða stjórn- valda. „Það þurfti að krefjast þess að stjórnvöld björguðu stúlkunum okkar,“ segir Ozor. Hópur kvenna hef- ur síðan staðið vaktina, alla daga frá 30. apríl. Þær hafa mótmælt kröftug- lega og fyrir vikið sætt hótunum, áreitni auk þess sem stjórnvöld hafa reynt að banna þeim með lögum að mótmæla. „En þeir þagga ekki nið- ur í okkur,“ segir Ozor. „Stúlkurnar okkar eru ekki komnar heim. Þetta er harmleikur sem við neitum að sam- þykkja. Ef aðeins helmingurinn af þeim úrræðum sem notuð voru við leitina að malasísku flugvélinni hefði verið nýttur til að bjarga þeim væru stúlkurnar nú í öruggri höfn,“ segir hún. „Við höfum fengið heiminn til að hugsa um þetta, en nú er tími að- gerða.“ Færa sig upp á skaftið. Ozor bendir á að ef eitthvað hafi Boko Haram fært sig upp á skaftið að undanförnu. Liðsmenn samtakanna hafa nú hertekið bæi við landamæri Nígeríu og Kamerún. Þá hafa sam- tökin, sem upp til hópa hafa aðeins notað karlmenn í bardögum sínum, beitt ungum konum undanfarið. „Ég óttast að þær séu þvingaðar til þess að sprengja sig í loft upp,“ segir hún. „Við megum ekki gleyma þeim. Við megum ekki bregðast þeim. Komið stúlkunum okkar heim – núna og á lífi.“ Í síðasta mánuði herjuðu Boko Haram á karlmenn og pilta í Borno í norðausturhluta Nígeríu. Þá myrtu þeir 28 og rændu 97 karlmönnum og drengjum. 25 menn særðust í árásinni þar sem Boko Haram fóru með ofbeldi um og kveiktu í heimil- um. Liðsmenn hryðjuverkasamtak- anna voru klæddir einkennisklæðn- aði hermanna og lögreglumanna og skutu á hópinn. „Þeir hrintu mönnunum okkar og drengjunum inn í bílana sína og hótuðu að skjóta hvern þann sem óhlýðnaðist þeim. Allir voru hræddir,“ segir einn þeirra sem lifði árásina af. n „Komið stúlkunum okkar heim núna“ n Boko Haram herja enn í Nígeríu og ekkert hefur spurst til 297 skólastúlkna sem var rænt Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Boko Haram Nígerísku Boko Haram-samtökin hafa undanfarið valdið miklum usla í þéttbýlasta ríki Afríku, Nígeríu. Um er að ræða hryðjuverkasamtök herskárra múslima sem vilja stofna íslamskt Nígeríuríki. Það hafa meðlimir sam- takanna gert með því að skipuleggja aftökur, sprengjuárásir og nú mannrán. Þúsundir hafa fallið í aðgerðum þessara hryðjuverkasamtaka. Ætlun samtakanna er að steypa núverandi stjórnvöldum í Nígeríu af stóli og koma á íslömskum bókstafslögum og reglum. Hvar eru þær? Boko Haram birtu meðal annars mynd- bönd af stúlkunum. P eter Nunn hefur verið fang- elsaður fyrir að senda bresku þingkonunni Stellu Creasy hót- anir á Twitter. Maðurinn hót- aði meðal annars að nauðga þingkon- unni vegna skoðana hennar á því að mynd af rithöfundinum Jane Austen ætti að vera sett á nýja 10 punda peningaseðla. Nunn hótaði einnig Caroline Criado-Perez, sem setti af stað herferð til að auglýsa Austen sem spennandi kost á seðlana. Málið þykir sérstaklega eftirtekta- vert, enda er það eitt hið fyrsta sinn- ar tegundar þar sem ofbeldi á netinu kemur við sögu. „Þetta er fyrsta skref- ið í því að takast á við netofbeldi og viðurkenna afleiðingar þess,“ segir þingkonan. „Við þurfum að senda skýr skilaboð um að svona verði ekki liðið, hvaðan sem það kemur. Þetta er gam- all glæpur sem tekur á sig nýja mynd.“ Maðurinn var ákærður og kröfðust báðar konurnar þess að fá nálgunar- bann á hann. Meðal þeirra skilaboða sem hann sendi á netið voru: „Ef þú mátt ekki hóta því að nauðga frægu fólki, til hvers er þetta fólk þá,“ og þá lýsti hann því hvernig hann teldi best að beita „nornir,“ eins og hann kallaði Creasy og Criado-Perez, kynferðis- legu ofbeldi og nauðga þeim. n astasigrun@dv.is Hótaði að nauðga þingkonu Vildi ekki rithöfundinn Jane Austen á 10 punda seðil Kynferðislegar hótanir Báðar konurnar óttuðust manninn mikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.