Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 18
Vikublað 30. september–2. október 201418 Fréttir Erlent Þessir eiga dýrustu snekkjur veraldar n Ólígarkar og olíufurstar fjölmennastir í hópi þeirra sem eiga heimsins flottustu snekkjur 1 EclipseEigandi: Roman Abramovich Verðmat: 1 billjón dollarar Abramovich lætur ekki sitt eftir liggja og á þessa ótrúlegu snekkju, sem fram til ársins árið 2010 var sú stærsta í heimi. Hún er um 160 metrar að lengd og í henni er að finna veitinga- stað, skemmtistað, hárgreiðslustofu og tvo þyrlupalla. Sagan segir að snekkjan sé búin einhvers konar leysigeisla sem varnar því að hægt sé að taka skarpar myndir af áhöfninni með aðdráttarlinsum. 2 AzzamEigandi: Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan Verðmat: 600 milljónir dollara Þessi snekkja er 180 metrar að lengd, lengri en mörg stór skemmtiferðaskip. Eigandinn er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og hefur sjálfsagt unnið baki brotnu frá barnsaldri. Fjögur ár tók að smíða snekkjuna. Í henni eru sögð 50 lúxusherbergi. Skipið kostaði 627 milljónir fullbúið, en það er aðeins 3,5 prósent af auðæfum sjeiksins. 10 Al MirqabEigandi: Hamad bin Jassim bin Jaber bin Muhammad Al Thani Verðmat: 250 milljónir dollara Al Thani er fyrrverandi forsætisráðherra olíuríkisins Katar. Snekkjan er 133 metrar að lengd en smíði hennar lauk árið 2008. Tólf tveggja manna smáíbúðir eru í snekkjunni og hvert og eitt er búið svefn- og baðher- bergi. Í snekkjunni er einnig að finna bíósal, sundlaug, þyrlupall og 55 manna starfslið. 8-9 Al SaidEigandi: Qaboos bin Said Al Said Verðmat: 300 milljónir dollara Soldáninn af Óman á þessa rosalegu snekkju. Hún er heilir 155 metrar að lengd, eins og einn og hálfur knattspyrnuvöllur af stærstu gerð, og hefur pláss fyrir 70 gesti. Í áhöfninni eru 154, hvorki meira né minna. Í skipinu er meðal annars lyfta, þyrlupallur og tónleika- salur. Þar gæti rúmast 50 manna stórhljómsveit. 8-9 PelorusEigandi: David Geffen Verðmat: 300 milljónir dollara Snekkjan var upphaflega smíðuð fyrir auðmenn í Sádi- Arabíu en Íslandsvinurinn Roman Abramovich keypti hana árið 2004. Þegar hann skildi við eiginkonuna fékk hún snekkjuna en síðar keypti kvikmyndaframleið- andinn Geffen bátinn. Snekkjan er 115 metrar að lengd og er búin tveimur þyrlupöllum og fullri lest af ýmiss konar rándýrum leiktækjum, svo sem sjóköttum. Í síðustu viku fór fram árleg sýning, já eða hátíð, snekkjueigenda í Mónakó. Þar safnast árlega saman margir af auðugustu auðjöfrum heims og bera saman bækur sínar og snekkjur. Samkeppnin þeirra á milli er mikil enda er auði heimssins stórlega mis- skipt. Nokkrir útvaldir vita beinlínis ekki aura sinna tal á meðan aðrir jarðarbúar hafa hvorki í sig né á. Þeir hinir fyrrnefndu eiga snekkjurnar sem hér er fjallað um. Þetta eru dýr- ustu snekkjur veraldar. 7 DúbaíEigandi: Prince Jefri Bolkiah Verðmat: 300 milljónir dollara Þessi risasnekkja er heilir 162 metrar að stærð. Jefri Bolkiah, frá Brúnei, hrinti verkefninu úr vör en smíðin dróst á langinn – um heilan áratug. Það var svo Sheikh Mohammed Rashid al-Maktoum, emírinn af Dúbaí sem lét ljúka við smíðina. Snekkjan getur hýst 115 manns og hefur sjö þilför. Í snekkjunni er sundlaug, skvasssalur, þyrlupallur (auðvitað) og lítill kafbátur. 6 RadiantEigandi: Abdulla Al Futtaim Verðmat: 320 milljónir dollara Ólígarkinn Boris Berezovsky lét byggja þessa risasmíð á sínum tíma en seldi hana síðan núverandi eiganda, bílasala í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sá sem er nógu ríkur til að eiga svona snekkju hlýtur að eiga óvini líka. Hún er búin byssum sem geta skotið afar öflugum hljóðbylgjum að hverjum þeim sem nálgast skipið; sem sprengir hljóðhimnur þeirra. Þá býr hún líka yfir fallbyss- um sem geta sökkt skipum í allt að 90 fjarlægð. Hraðbát- ur er á meðal búnaðar í skipinu, auk alls kyns leikfanga. 4 AEigandi: Andrey Melinchenko. Verðmat: 390 milljónir dollara Þessi óvenjulega en fallega snekkja var hönnuð af Philippe Stark. Hún tilheyrir rússneska ólígarkanum Andrey Melinchenko. Blöndunrtækin eru ekki keypt í BYKO. Þau kosta ein og sér um fimm milljónir króna. Í snekkjunni, með þetta sérkennilega nafn, er auðvitað ýmiss konar lúxus. Til dæmis er hægt er að snúa rúmunum með einum takka, til að hægt sé njóta sólarlagsins sem best. 5 SereneEigandi: Yuri Scheffler Verðmat: 330 milljónir Þessi snekkja er búin neonljósum úr túrkís, sem gera það að verkum að hún lýsist upp í myrkri. Eigandinn er stórtækur framleiðandi rússnesks vodka. Gólfpláss snekkjunnar er samtals tæpir 4.500 fermetrar og þilförin eru sjö. Í snekkjunni er að finna bæði inni- og útisundlaug. Í henni eru tólf svítur, bíósalur og þyrlu- pallur. 3 TopazEigandi: Mansour Bin Zayed Al Nahyan Verðmat: 520 milljónir dollara Þessi bátur er 147 metrar að lengd og er spánnýr, eða því sem næst, byggður árið 2012 af Lurssen Yachts. Í snekkjunni er þyrlupallur, kvikmyndasalur, líkams- ræktarstöð auk alls kyns þæginda. Eigandinn er fulltrúi forsætisráðherra Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Hann er með allra ríkustu mönnum, eins og gefur að skilja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.