Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Þorsteinn Guðnason • Sölu- og markaðsstjóri: Helgi Þorsteinsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttaSkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtaRSími aUglýSingaR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 30. september–2. október 2014 Mér fannst ég ekki hafa gert neitt Ég pirrast reglulega yfir þessu Hann var sjómaður Heyr mína bæn Ólöfu Arnalds fannst ekki gaman að eiga afmæli. – DV Sigurður Sigurjónsson missti föður sinn þegar hann var fimm ára. – DV V ið Íslendingar teljum okkur vera sérlega umburðarlynda þjóð. Gott ef við montum okkur ekki af því eins og svo mörgu öðru að vera umburðarlynd­ ust allra þjóða. Það var líka í nafni umburðar­ lyndis sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flutti setningarávarpið á trúarhátíðinni Kristsdegi í Hörpu á laugardaginn. Hann sagði í samtali við RÚV: „Það er kjarni kristninnar að sýna umburðarlyndi gagnvart öllum skoðunum en virða um leið réttinn til umræðu og gagnrýni. Þess vegna fannst mér engin ástæða til þess að það séu sett einhver skilyrði um það hvað menn vilja segja, heldur komi hver og einn söfnuður að þessum einstaka degi á sínum forsendum, með sínar áherslur.“ Agnes Sigurðardóttir, biskup Ís­ lands, flutti líka ávarp á hátíðinni, sem hafði þann yfirlýsta tilgang að sameina kristna menn úr sem flest­ um kirkjudeildum og sem víðast af landinu í bæn fyrir landi og þjóð og einstökum stofnunum og embættis­ mönnum hennar. Virk þátttaka forseta og biskups hefur verið gagnrýnd, aðallega vegna þess að í yfirlýstum bænarefnum Kristsdagsins var að finna umdeildar áherslur, svo vægt sé að orði komist. Svonefnt Friðrikskapellusamfélag stendur fyrir Kristsdeginum. Þetta eru sömu aðilar og stóðu að Hátíð vonar í ágúst í fyrra þar sem aðal­ ræðumaðurinn var Franklin Graham, sonur hins fræga predikara Billy Graham, og yfirlýstur andstæðingur hjónabanda samkynhneigðra. Þátt­ taka Agnesar Sigurðardóttur í þeirri samkomu var líka gagnrýnd, en svör hennar þá voru á svipuðum nótum og hún notar til að svara gagnrýninni nú: Að hvers kyns samstarf allra trú­ félaga í landinu sé dýrmætt og hún vilji sýna því stuðning með því að sækja slíkar hátíðir. Það er gott og blessað. En samt ástæða til setja stórt spurningar­ merki við þátttöku hennar og for­ seta Íslands í svona hátíðum þar sem afturhaldssöm sjónarmið, eins og endurskoðuð afstaða til fóstur­ eyðinga og andstaða við hjónabönd samkynhneigðra, sem verða að telj­ ast úr takti við viðtekin meirihluta­ sjónarmið í íslensku þjóðlífi, eru höfð í hávegum. Og það annað árið í röð. Mörg atriðin í skránni yfir bænar­ efni Kristsdagsins virka beinlínis an­ kannaleg í augum stórs hluta þjóðar­ innar þó flest hafi þau reyndar verið fullkomlega góðra gjalda verð og fal­ lega hugsuð, eins og bæn fyrir Hólum og Skálholti og andlegu lífi biskups­ stólanna, bæn fyrir forseta Íslands, ríkisstjórn og Alþingi, forsætis­, fjár­ mála og innanríkisráðuneytum og öðrum stofnunum ríkisins og starfs­ fólki þeirra. Friðrikskapelluhópurinn segir í athugasemd eftir helgina að misskilningur hafi verið um að það skjal sem birtist á vefsíðu hópsins hafi verið notað líka á Kristsdeginum sjálfum. Það breytir engu um þau sérkennilegu áhersluatriði sem greinilega eru ofarlega í huga að­ standenda hátíðarinnar og ljá henni yfirbragð sértrúarsafnaða og ofstækis trúarhópa til hægri. Beðist var undan gagnrýni fjöl­ miðla: „Biðjum fyrir fjölmiðlum, eigendum þeirra, stjórnendum og starfsfólki. Að umfjöllun þeirra megi vera til uppbyggingar og menntun­ ar.“ Beðið var um blessun Guðs á kvótakerfinu sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mótfall­ inn: „Biðjum fyrir útgerðarfyrir­ tækjum og kvótakerfinu, biðjum um blessun hans og vilja með sjávarút­ veginn.“ Og hún er furðuleg sú sýn sem gefur að líta hjá þessum hópi í afstöðunni til lista: „Biðjum … fyrir leiklist, myndlist, bókmenntum og hönnun … Að skaparinn sé tilbeðinn í verkunum en sköpunarverkin séu ekki upphafin.“ Það er hægt að réttlæta margt í nafni samstöðu og umburðarlyndis, sérstaklega ef grunnþættirnir sem sameina ólíka skoðanahópa skipta meginmáli. Í tilfelli biskups væri það trúin á sama guð. Í tilfelli forsetans er grunntónninn sem þjóðkjörinn forseti á sameiginlegan með þessu fólki öllu óljósari. Í báðum tilvikum orkar þátttaka þeirra tvímælis og yrði aðeins skoðuð sem þjónk­ un við sértækan málstað, pólitísk­ an og andlegan yrði eitthvað svipað endurtekið að ári. n Sigldur forstjóri Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkur­ samsölunnar, er sannarlega ekki fæddur í gær líkt og viðtal hans í Kastljósi bar með sér. Einar er með svör á reiðum höndum um áfellisdóm Samkeppniseftirlitsins yfir fyrirtækinu og vænir það um samsæri og illan hug. Einar er svo stimamjúkur og sjóaður í samskiptum við fjöl­ miðla að hann er meira að segja glettilega sannfærandi. Hann hefur líka talsverða reynslu af fjölmiðlum því á árum áður var hann sjálfur blaðamaður á RÚV og framkvæmdastjóri Íslenska út­ varpsfélagsins og loks stjórnar­ formaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Hitnandi ráðherrastólar Áfram daprast fylgi ríkisstjórnar­ innar og vandræðamál Hönnu Birnu virðast farin að leggjast af fullum þunga á fylgis­ tölur Sjálfstæð­ isflokks. Hverfi varaformaðurinn úr ráðherrastól eru Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Einar K. og Guð- laugur Þór ekki langt undan. Og Brynjar Níelsson og Birgir Ármanns- son eru jafnvel líka nefndir en þá bara í dómsmálin. Hvað sem verð­ ur um Hönnu Birnu í ráðherrastól er ekki síður áhugavert að velta fyrir sér hugsanlegum manna­ breytingum framsóknar megin við ríkisstjórnarborðið. Þar er nú tekið að bera á þungri undiröldu fyrir því að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra „komi heim“ og hjálpi til við að bjarga því sem bjargað verður í grasrót flokks­ ins, sem er hálfgert flag. Þar hef­ ur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki beint þótt vera neinn sérstak­ ur sáðmaður. Verði Gunnar Bragi kallaður „heim“ úr utanríkisráðu­ neytinu er þrýstingur vaxandi fyrir því að stóllinn þar verði ekki grænn heldur blár. Hriflu-Jónas um framsóknarkonur Fréttin um framsóknarkonurnar góðglöðu, Guðfinnu Jóhönnu Guð- mundsdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur og Vigdísi Hauks- dóttur að fíflast með moskumálið í síðustu viku í samkvæmi stjórn­ mála­ og hagfræðinema var vafa­ laust best heimfærð á Facebook hjá kvikmyndagerðarmanninum Viðari Víkingssyni. Viðar benti á að með myndbandsupptökunni hafi nemarnir verið að fylgja leiðsögn sjálfs Jónasar frá Hriflu, stofnanda Framsóknarflokksins, sem vildi láta mynda ölvað fólk því til háðungar. Jónas vildi: „… Auglýsa með hæfilegum fyrirvara í útvarpi að hvenær sem ölvaðir og siðvana drykkjugestir kæmu þangað yrðu þeir ljósmyndaðir með góðum kvikmyndavélum og lögð stund á að ná ýtarlegum myndum (…) Yrði þess krafizt að lögreglan í Reykjavík sýndi myndina í rúm­ góðu húsi í borginni, þegar líður að hausti. Til þessarar sýningar ætti að bjóða ráðherrum, forráða­ mönnum menntamála, biskupi, lögreglustjóra, skólanefndum borgarinnar, landlækni og for­ stöðumönnum stjórnmálaflokk­ anna.“ Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur grunar að hún sé með athyglisbrest. – DV Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar­ innar er fyrirhugað að takmarka innritun í framhaldsskóla á árinu 2015 þannig að ársnemendum fækki um 916. Þetta er tæpleg 5% fækkun ársnemenda sem eru nem­ endur í fullu námi. Einstaklingarnir eru enn fleiri. Til að setja þessa fjölda­ takmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjöl­ brautaskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90–100 starfsmönnum í kjölfarið. Þessi fyrirhugaða fækkun framhaldsskólanemenda sem kynnt er í fjárlagafrumvarpinu mun dreif­ ast um allt land og það mun að sjálf­ sögðu fækkun starfsmanna einnig gera. Þetta mun fyrst og fremst bitna á nemendum sem eru eldri en 25 ára, en nú eru þeir um 4.000 eða tæplega 17% af heildinni. Meðal aldur nem­ enda á verknámsbrautum er rúm­ lega 25 ár. Brottfall Það helsta sem aðgreinir okkar fram­ haldsskólakerfi frá nágrannalöndun­ um er að nám í framhaldsskóla er lengra hér á landi og brottfall er hér meira. Um 98% grunnskólanem­ enda fara í framhaldsskóla en hætta of margir námi án þess að ljúka prófi. Íslenskir framhaldsskólar hafa verið óþreytandi í baráttunni gegn þeim vanda sem brottfallið er. Sá möguleiki að koma aftur í skóla með aukinn þroska og reynslu hefur stað­ ið brottfallsnemendum til boða. Það að geta lokið námi þótt seint sé, skipt­ ir miklu máli fyrir einstaklingana og framtíðarmöguleika þeirra en einnig fyrir menntunarstig þjóðarinnar sem aftur hefur jákvæð áhrif á hagvöxt og almenna hagsæld. Enn er ekki búið að stytta námstíma í framhalds­ skóla þó áform séu þar um en nú á hins vegar að takmarka sveigjanleika kerfisins sem hefur verið þess helsti kostur hingað til. Menntastefna Meðalaldur er hæstur í verknáms­ skólum og skólum sem sinna fjar­ kennslu og meðalaldur í skólum sem starfa á landsbyggðinni er hærri en skólanna á höfuðborgar­ svæðinu. Hæst er hlutfall eldri nemenda í Tækniskólanum. Þar verður nem­ endum fækkað um 95 eða um 5,3%. Fjölbrautaskólinn í Ármúla hefur bæði sinnt eldri nemendum af höfuð borgarsvæðinu og einnig utan af landi með fjarkennslu. Þar fækkar nemendum um 12,2%. Á töflunni má sjá áhrif á fjóra skóla á landsbyggðinni. Skólarnir þyrftu í raun enn meira fjármagn, ættu þeir að mæta menntunarþörfinni í nær­ samfélaginu og vera færir um að standa undir nægilega fjölbreyttu námsframboði. Með áformum rík­ isstjórnarinnar um fjöldatakmark­ anir mun rekstrarstaða framhalds­ skóla úti á landi versna til muna og námsframboð mun þar væntanlega einnig verða einhæfara. Byggðastefna Rannsóknir sýna að gott aðgengi að námi skiptir miklu máli ef hækka á menntunarstig þjóðar. Menntamála­ ráðherra ferðast nú um landið og heldur erindi um mikilvægi læsis og menntunar fyrir hagvöxt og hagsæld í landinu. Á sama tíma skerðir hann aðgengi að menntun sem mun koma harðast niður á ungu fólki á lands­ byggðinni. Þeim er boðið í staðinn að flytja búferlum og fara í einkaskóla á Suðurnesjum eða í Borgarfirði með ærnum tilkostnaði. Enginn vafi er á að með þessari ráðstöfun mun op­ inberum störfum á landsbyggðinni fækka enn frekar. Byggðastefna ríkis­ stjórnar Sigmundar Davíðs Gunn­ laugssonar er í skötulíki og ómögu­ legt er að átta sig á hvort ráðherrarnir eru að koma eða fara í þeim efnum. n Lokað og læst„Rannsóknir sýna að gott aðgengi að námi skiptir miklu máli ef hækka á menntunarstig þjóðar. Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Kjallari Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is „Ástæða til að setja stórt spurningar- merki við þátttöku henn- ar og forseta Íslands í svona hátíðum. Hér er tafla með nokkrum dæmum um áhrif menntastefnu ríkisstjórnarinnar: Skóli Hlutfall nemenda 25 ára og eldri* Fækkun ársnemenda 2015 Tækniskólinn 42,2% 5,3% Fjölbrautaskólinn í Ármúla 32,90% 12,20% Menntaskólinn á Tröllaskaga 19,90% 17% Framhaldsskóli Norður lands vestra 17,20% 11,70% Fjölbrautaskóli Snæfellinga 13,9% 18,4% Menntaskólinn á Egilsstöðum 10,20% 15,70% * Tölur frá menntamálaráðuneyti. Tölur eru úr fjárlagafrumvarpi 2015.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.