Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Qupperneq 21
Umræða 21Vikublað 30. september–2. október 2014 Þetta var skoðað eitthvað Ég er bara mjög ánægður Þetta er umbun Ólafur Magnússon sakar Þórólf Gíslason um að hafa stöðvað bankalán til Mjólku. – DV Fangelsisstjóri á Litla-Hrauni segir fanga hafa fengið að fara í veiði. – DV Skúli Mogensen ætlar að halda áfram að fjármagna WOW air þrátt fyrir tap. – DV Mest lesið á DV.is 1 Unga konan dó vegna eitrunar Andlát íslensku konunnar sem lést í borginni Algeciras á Spáni 16. september síðastliðinn er nú rannsakað af lög- reglunni á Spáni sem eitrun, samkvæmt svörum ræðismanns Íslands á Malaga, Per Dover Petersen. 56.214 hafa lesið 2 Skeljagrandabróðir flúinn til Algeciras Kristján Markús Sívarsson flutti til Algeciras á Spáni í upphafi mánaðar, stuttu eftir að hann losnaði úr gæslu- varðhaldi vegna gruns um aðild að Vogamálinu. 44.605 hafa lesið 3 Gerðu grín að ummæl-um um múslima og mosku „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, horfið á hana. Engir múslimar og [… ógreinilegt orð …] fatl- aðir [?],“ sagði Guðfinna Jóhanna Guð- mundsdóttir, í samkvæmi hagfræði- og stjórnmálafræðinema þar sem hún birt- ist óboðin ásamt Vigdísi Hauksdóttur og Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, 20. september síðastliðinn. 42.107 hafa lesið 4 Eyjólfur Kristjánsson missti húsið Þann 10. september síðastliðinn var bú Eyjólfs Kristjánssonar tónlistarmanns tekið til gjaldþrotaskipta. Í viðtali við DV í ágúst 2013, sagðist hann hafa fundið mikið fyrir hruninu og yrði ekki hissa ef hann missti húsið. 35.388 hafa lesið 5 Bruninn í Brekkubæjar-skóla: „Börnin í bekkn- um hans horfðu sum á son minn brenna“ Nemandi í grunnskólanum Brekku- bæjarskóla á Akranesi hlaut brunasár þegar kveikt var á neyðarblysi í einni kennslustofu á yngsta stigi skólans þann 22. september. Nú hefur faðir nemandans stigið fram og greint frá því að sonur hans sé alvarlega slasaður eftir að hafa handleikið gamalt neyðarblys sem honum hafði áskotnast. 34.706 hafa lesið 6 „Það er ekkert til sem heitir heilbrigð notkun á sterum“ „Þetta eru ólögleg efni sem eru mjög óholl líkamanum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, aðspurð út í orð vaxtarræktarkonunnar Ragnhildar Gyðu Magnúsdóttur um að hún noti stera skynsamlega. 34.501 hafa lesið Myndin Vatnsveður Suðaustanslagveður gekk yfir landið á mánudag með tilheyrandi úrhelli. Útlit er fyrir rigningarveður fram eftir vikunni. Mynd Sigtryggur Ari F ram kemur í úttekt DV í dag að ýmsar stofnanir sem fást við rannsóknir og eftirlit eigi undir högg að sækja. Auðvelt er að benda á firnamikinn niðurskurð hjá embætti sérstaks saksóknara. Fjárframlagið í frum- varpi til fjárlaga 2015 er varla fjórð- ungur af því sem það var til embætt- isins þegar það hafði mest umleikis þremur til fjórum árum eftir hrun. Samt er starfinu hvergi nærri lok- ið og fjöldi mála, sem hruninu eru óviðkomandi, hrannast inn á borð embættisins. Ekki aðeins skert fjárframlög En atlagan að þessum stofnunum getur verið af öðrum toga. Hún tek- ur á sig afleita mynd þegar stjórn- völd sjálf taka til við að gera þær tortryggilegar. Látum vera þótt lög- fræðingar bankamanna og annarra sakborninga eftir bankahrunið ha- mist í embætti sérstaks saksóknara. Látum vera þótt MS eða Skag- firska efnahagssvæðið reyni að gera Samkeppniseftirlitið tortryggilegt. Málið verður hins vegar ískyggilegra þegar ráðherrar taka undir slíkan áróður og bæta jafnvel í. Slíkt er vel þekkt úr sölum Alþingis t.d. í um- ræðum um olíusamráðsmálið fyrir meira en áratug. Nýleg dæmi eru svo um tilraunir Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra til að gera embætti umboðsmanns Alþingis tortryggilegt. Fjárframlög til eftirlits og rannsókna í þágu borgaranna eru undir Alþingi komin. Vel er hægt að lesa forgangsröðun og áherslur út úr fjárlagafrumvarpi efnahags- og fjár- málaráðherra í þessu efni. gagnleg kunnátta til landsins Almennir borgarar eiga mikið undir því að embætti sérstaks saksóknara haldi velli og vinni áfram að rann- sókn efnahagsbrota. Fyrir hrun lifði yfirstétt þessa lands í hægindum refsileysis undir merkjum óheil- brigðs samgangs milli stórra við- skiptablokka og stjórnmála. Rann- sókn efnahagsbrota var frumstæð og sárlega skorti sérhæfða rannsak- endur á því sviði eins og GRECO benti á löngu fyrir hrun. (GRECO er stofnun á vegum ríkja sem eiga aðild að Evrópuráðinu og fæst hún við að rannsaka spillingu í aðildar- löndunum og mæla fyrir um úrbæt- ur.) Frá stofnun embættis sérstaks saksóknara hefur mikil þekking og kunnátta við rannsókn efnahags- brota og saksókn fyrir slík brot færst inn í landið. Fyrir það ber að þakka. Raunar á almenningur mikið undir því að embættið haldi velli og fái að vinna sín störf án áreitni frá Alþingi sem nú ætlar að skera embættið nið- ur við trog. Áreitni lögfræðinganna er hins vegar daglegt brauð og fastur liður í lífi og starfi þeirra sem vinna hjá embætti sérstaks saksóknara. Svipaða sögu má segja af Samkeppniseftirlitinu. Samkeppn- islög byggja ekki á neinum geðþótta um það hvar ríkja eigi samkeppni og hvar ekki og að mestu leyti erum við háð tilskipunum ESB um heilbrigða viðskiptahætti og samkeppni. Al- menningur skilur vel grundvöll heilbrigðrar samkeppni um leið og hann áttar sig betur en áður á því að þeir sem ná undirtökum á markaði hatast við hana. Og hafa alltaf gert. Hættumerki Eva Joly rannsakaði spillingarmál í Frakklandi árum saman undir vernd lífvarða. Hún varaði við atlög- um af þessum toga þegar leitað var til hennar fljótlega eftir hrun. Hún var þess fullviss að embætti sér- staks saksóknara yrði gert tortryggi- legt af hálfu verjenda bankamanna og útrásarvíkinga. Boðskapur Evu og hollráð voru fleiri og umhugs- unarverð. Í bók sem hún skrifaði segir hún frá yfirlýsingu sem hún og nokkrir þekktir rannsóknardóm- arar á meginlandi Evrópu sömdu fyrir 10 til 12 árum. Meginregla þeirra er þessi: „Gagnsæi er eðlileg fylgiregla frelsis; gagnsæi án frels- is brýtur í bága við mannréttindi. Ef ógagnsæi fylgir frelsinu greiðir það leið til lögbrota.“ Regla rannsóknar- dómaranna merkir nánar til tekið að á frjálsum markaði verði að ríkja gagnsæi. Fari gagnsæið forgörðum hefur leyndarhyggja tekið völdin. Í skjóli hennar eru afbrotin framin. Hér er því ekki haldið fram að eft- irlitsstofnanir séu hafnar yfir gagn- rýni og vitanlega ættu þær að búa yfir eins konar innra eftirliti. Stunda gagnsæi í verkum sínum. Og borg- urunum á að vera frjálst að sækja rétt sinn gegn þeim eða úrskurð- um þeirra. Mörg slík úrræði eru þrautreynd, ekki aðeins hér á landi, heldur víða um lönd og tryggja rétt borgaranna og fyrirtækjanna. En sú tilfinning er afleit að sjálft fram- kvæmdavaldið hafi horn í síðu slíkra stofnana og sæki að þeim með bein- um eða óbeinum hætti. Slíkt er bein- línis hættumerki. n Atlagan að eftirlitinu „Frá stofnun embættis sérstaks saksóknara hefur mikil þekking og kunnátta við rannsókn efnahagsbrota og saksókn fyrir slík brot færst inn í landið. Fyrir það ber að þakka. Jóhann Hauksson johannh@dv.is Kjallari Samkeppnin Páll Gunnar Pálsson og starfsmenn Samkeppniseftirlitsins eru nú í kröppum dansi gegn innmúruðum hagsmunum. Mynd Logo SAMkEppniSEftirLit Metniðurskurður Ólafur Þ. Hauksson sérstakur saksóknari. Embætti hans sætir svo miklum niðurskurði að ráðstöfunarfé er nú inn- an við fjórðungur þess sem það var árið 2011.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.