Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 30. september–2. október 201428 Sport Þessir skapa flesta atvinnumenn n Breiðblik og FH búa til flesta n Þrír fjórðu íslenskra atvinnumanna í knattspyrnu leika á Norðurlöndunum n 60 strákar spila með A-liðum erlendis og hafa leikið landsleik B reiðablik og FH eru þau ís- lensku félög sem „fram- leitt“ hafa flesta núverandi íslenska atvinnumenn í knattspyrnu karla. Hvort fé- lag hefur alið upp sjö leikmenn sem í dag uppfylla þau skilyrði að hafa knattspyrnu að atvinnu með A-liði á erlendri grund og hafa leikið lands- leik fyrir Íslands hönd með U-21 árs eða A-landsliðinu. Samtals eru leik- mennirnir sem uppfylla þessi skil- yrði 59. Talan er nokkuð breytileg frá mánuði til mánaðar enda eru félaga- skipti tíð. Til viðbótar við þessa 59 atvinnu- menn má nefna að nokkrir ungir leikmenn eru á mála hjá félögum í Hollandi og Englandi, svo dæmi séu tekin. Þeir hafa þó ekki kom- ist á blað hjá A-liðum þeirra félaga og/eða hafa ekki leikið landsleik (A eða U-21) fyrir Íslands hönd. Þar má nefna leikmenn á borð við Adam Örn Arnarson hjá Nijmegen í Hollandi og Albert Guðmundsson hjá Heeren- veen. Báðir, og raunar miklu fleiri, eru á mála hjá erlendum stórliðum og eiga framtíðina fyrir sér. Í þessari úttekt er bara horft til þeirra sem í dag leika með A-liði og hafa spilað landsleik. Þá eru ekki taldir með leik- menn sem kunna að spila með liðum í neðri deildum á erlendri grund. 1990 sterkur árgangur Þegar horft er til einstakra árganga sést að Ísland á tíu atvinnumenn sem fæddir eru árið 1990, leikmenn sem nú eru 24 ára. Þeim árgangi tilheyra leikmenn á borð við Aron Jóhanns- son, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson og Viðar Örn Kjartansson. Næstu tveir árgangar, leikmenn fæddir 1991 og 1992 eiga sex leikmenn hvor. Athygli vekur að enginn íslenskur knattspyrnumaður, fæddur árið 1994, leikur með A-liði sem atvinnumaður í útlöndum. Hafa verður í huga, að Ísland hef- ur samtals átt mun fleiri atvinnu- menn í knattspyrnu. Eggert Gunnþór Jónsson, sem síðast lék í Portúgal, er samningslaus sem stendur og er á meðal þeirra sem ekki talinn með. Þá leika á Íslandi allnokkrir leik- menn sem hafa leikið sem atvinnu- menn um lengri eða skemmri tíma. Sem fyrr er ítrekað að einungis eru taldir þeir sem eru atvinnumenn er- lendis í dag. Þyrnum stráð leið Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, sem hefur flesta iðkendur allra félaga og er ann- að þeirra tveggja félaga sem eiga sjö leikmenn í atvinnumennsku, segir að leið ungs, efnislegs knattspyrnu- Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Mark Vörn Miðja Sókn 17 21 174 Súluritið sýnir að dreifing atvinnumanna eftir stöðum á vellinum er nokkuð góð. Hafa ber í huga að álitamál getur verið hvaða staða er aðalleikstaða leikmanns. Fjórir íslenskir markverðir eru atvinnumenn í dag. Aldursdreifing atvinnumanna 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 1 0 2 3 4 5 6 7 8 9 10 iðkanda til atvinnumennsku sé iðu- lega þyrnum stráð. Margt þurfi að ganga upp. Spurður hver sé lykillinn að því að „framleiða“ atvinnumenn segir hann að um samspil margra þátta sé að ræða. „Hjá Breiðabliki hefur undanfarinn áratug verið lögð rík áhersla á að ráða góða þjálfara í yngri flokkana, líka þá allra yngstu. Til að mynda hafa þrír þjálfarar sem þjálfa sjötta flokk hjá okkur, all- ir gjaldgengir í úrvalsdeildum karla eða kvenna.“ Mikill metnaður sé lagður í að hafa góða þjálfara í öllum stöðum. Breiðablik búi auk þess að góðri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar, bæði innanhúss og utan. Þá bendir hann réttilega á að mikið sé um barna- fjölskyldur á þeirra svæði í Kópa- vogi og þess vegna séu iðkendurnir margir. Það hafi auðvitað áhrif og auki líkurnar á því að leikmenn úr Breiðabliki verði atvinnu- menn. „En til viðbótar hafa strákar – ungir og efnileg- ir leikmenn – viljað koma hingað og æfa.“ Þrír af fjórum á Norður löndunum Langflestir íslenskir atvinnumenn í knattspyrnu, eða þrír af hverjum fjórum, leika á Norðurlöndunum. Að- eins fjórðungur leik- ur utan Norðurland- anna þriggja; Noregs, Danmerkur og Svíþjóð- ar. Flestir leika í Noregi, 18 talsins, 14 leika í Sví- þjóð og 12 í Danmörku. Fjórir eru á Englandi og þrír í Hollandi og Ítalíu. Tveir leika, merkilegt nokk, í Rússlandi og einn á Spáni, á Indlandi og í Belgíu. Jöfn dreifing á milli staða Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi ís- lenskir sóknarmenn verið fyrirferðar- mestir í fréttum, og hafi kannski náð lengst, verður ekki hjá þeirri töl- fræði litið að hlutfall leikmanna, eftir því hvar á vellinum þeir spila, dreifist nokkuð jafnt. Þannig eru fjórir íslenskir markmenn atvinnu- menn í knattspyrnu (einn þeirra ólst upp í Danmörku), 17 varnarmenn, 17 sóknarmenn og 21 miðju- mað- Fremstur Íslendinga? Gylfi Þór er líklega fremsti knattspyrnumaður þjóðar- innar í dag. Hann er FH-ingur að upplagi en lék einnig með Breiðablik áður en hann fór út í atvinnumennsku. Þau félög eiga heiðurinn af flestum spilandi íslenskum atvinnumönnum í dag. MyNd ReuteRs Línuritið sýnir aldursdreifingu íslenskra atvinnumanna í knattspyrnu karla. Tíu leikmenn, fæddir 1990, hafa knattspyrnu að atvinnu en gloppur eru víða í línuritinu. Hafið hugfast að yngri leikmenn geta átt eftir að fara út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.