Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Side 32
32 Menning Vikublað 30. september–2. október 2014
Semur við eina
virtustu plötu-
útgáfu heims
Önnur plata tónskáldsins Önnu
Þorvaldsdóttur verður gefin út
af einu virtasta útgáfufyrirtæki
heims, Deutsche Grammophon.
Þetta fornfræga útgáfufyrirtæki
einbeitir sér fyrst og fremst að
útgáfu á klassískum tónverkum
og þykir það því mikill heiður að
fá inni með nýja tónlist hjá fyrir-
tækinu. „Almennt séð hafa þau
verið mjög varkár í vali á slíkri
útgáfu,“ segir Anna. Samningur-
inn hljóðar upp á útgáfu þessar-
ar tilteknu plötu, sem áætlað er
að komi út í nóvember, en Anna
segir að þegar séu uppi áform um
næstu útgáfu. Anna hlaut mik-
ið lof gagnrýnenda fyrir plötuna
Rhizoma sem kom út árið 2011
og fékk í kjölfarið tónlistarverð-
laun Norðurlandaráðs fyrir verk-
ið Dreymi af þeirri plötu.
Sjálfshjálparbók
sem skurðarbretti
n Gaukar í Borgarleikhúsinu n Ferskt og frumlegt verk eftir Huldar Breiðfjörð
T
veir menn hittast á hótel-
herbergi á ótilgreindum
stað sem hvorki er Reykja-
vík (Hilmar Guðjónsson) né
landsbyggðin (Jóhann Sig-
urðarson) heldur eitthvað alveg mitt
á milli. Þar hafa þeir mælt sér mót,
fulltrúar hvor síns helmings af þessu
andstæðupari, ekki í neinum ískyggi-
legum erindagjörðum heldur vegna
páfagauks. Mennirnir tveir reynast
svo gerólíkir að upplagi að þeir hrein-
lega skilja ekki hvor annan. En þegar
viðskiptin ætla að fara út um þúfur
skakkar vetrarveðráttan leikinn og
þeir verða fangnir á hótelinu, tveir
saman auk fugls í búri, og þegar allt
kemur til alls reynast þeir eiga tölu-
vert sameiginlegt.
Gaukar — titillinn er meira
lýsandi fyrir verkið en áhorfandinn
hyggur í fyrstu. Það hvarflar að áhorf-
anda að ef til vill sé það ekki fuglinn
sem er fanginn í búrinu heldur þeir.
Hótelherbergið sem þeir þurfa að
gera sér að góðu verður táknmynd
fyrir líf þeirra sem hefur farið á ann-
an veg en þeir hefðu óskað sér og
þurft að deila með maka sem ekki
skildi þá. Fyrr en varir eru þeir farnir
að kýta eins og gömul hjón sem eiga
ekki lengur saman á meðan búr páfa-
gauksins, sem verður að algeru auka-
atriði, varpar skugga sínum yfir her-
bergið. Þannig verður búrið umgjörð
verksins.
Páfagaukurinn Pálfríður verður
fyrir persónu Jóhanns Sigurðarsonar
eins konar staðgengill konunnar sem
yfirgaf hann og það eina sem veitir
lífi hans gildi; gaukurinn hermir ein-
göngu eftir henni og það sem hann
áður hafði ekki áhuga á að gera með
konu sinni er hann í eftirsjá sinni nú
farinn að gera með páfagauknum.
Hann brýnir fyrir persónu Hilmars
Guðjónssonar að hann þurfi nú
stundum að flauta fyrir gaukinn,
enda þótt hún Pálfríður kunni eitt
og eitt orð í íslensku þá tali hún ekki
málið, og þá þurfi hún stundum að
fá að heyra sitt eigið. Það er einmitt
þetta sem þeir gaukar veita hvor öðr-
um með viðkynningu sinni: í fyrsta
sinn í langa hríð hafa þeir fundið ein-
hvern sem talar sama mál og þeir.
Þeir eru tilfinningaheftir karlar sem
skilja ekki þær aðstæður sem þeir eru
lentir í, skilja ekki hvað gerðist í sam-
böndum þeirra og hvernig fyrrver-
andi mökum þeirra getur liðið betur í
nýja lífinu án þeirra eins illa og þeim
sjálfum líður, og áhorfandinn fær á
tilfinninguna að það sé margt ósagt í
þeirri útgáfu af atburðunum sem þeir
ræða sín á milli. „Karlar eru róman-
tískari, sögðu félagarnir við mig. Þeir
eru lengur að jafna sig.“
Gaukar er frábærlega skrifað verk
og vel unnið í alla staði; frá sviðsmynd
til lýsingar, hljóð- og myndvinnslu,
tónlist Úlfs Eldjárns til frábærs leiks
allra og ekki síst páfagauksins Juri í
hlutverki Pálfríðar. Samspilið milli
Hilmars og Jóhanns er tilfinninga-
þrungið og fallegt og rýnandi komst
við oftar en þrisvar.
Gaukar er ekki létt verk, það fjall-
ar um tímann sem alltaf vill renna
út í sandinn, feigð, skilningsleysi
og missi, en áhorfandinn er leidd-
ur í gegnum það með góðu hlutfalli
af kímni sem afhjúpar persónurnar
á þægilegan hátt fremur en að hún
virki á áhorfanda sem uppfylling-
arefni. Rýnandi er ekki vanur því að
skella upp úr en að sjá sveitamann-
inn nota bókina Karlar eru frá Mars,
konur eru frá Venus sem skurðar-
bretti fyrir súrsaða selshreifa er að
öðru ólöstuðu sennilega það eftir-
minnilegasta og fyndnasta sem hann
hefur séð á íslensku leiksviði.
Gaukar er ferskt verk og frumlegt
og óhætt er að mæla með sýningunni
við alla nema yngstu leikhúsunn-
endur. Rétt er að óska Huldari Breið-
fjörð til hamingju með fyrsta leikrit
sitt og öllum þeim sem komu að sýn-
ingunni. n
Karlar eru frá Mars, konur eru frá
Venus Gagnrýnandi segir atriðið þar sem
selshreifar eru skornir á sjálfshjálparbók sé
eitt fyndnasta og eftirminnilegasta atriði
sem hann hefur séð í íslensku leikhúsi.
Mynd GríMur Bjarnason
Tilfinningaheftir karlar
Hilmar Guðjónsson og Jóhann
Sigurðarson í hlutverkum
sínum í Gaukum.
Mynd GríMur Bjarnason
Gaukar
Höfundur og leikstjórn: Huldar Breiðfjörð
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Leikendur: Hilmar Guðjónsson, Jóhann
Sigurðarson, Juri.
Sýnt í Borgarleikhúsinu
arngrímur Vídalín
ritstjorn@dv.is
Dómur
Sage Francis
rappar á Húrra
Bandaríski rapparinn Sage
Francis kemur fram á tónleik-
um á skemmtistaðnum Húrra
laugardaginn 4. október klukk-
an 22.00. Francis er þekkt nafn
í jaðarrapptónlistarheiminum
og hefur ítrekað hlotið mikið lof
gagnrýnenda fyrir plötur sínar,
tilraunakenndan hljóðheim og
persónulega texta. Tónleikarnir
verða þeir fyrstu á tónleikaferða-
lagi um Evrópu þar sem hann
fylgir eftir fimmtu hljóðversskífu
sinni, Copper Gone, sem kom
út á árinu. Sage Francis á nokk-
uð stóran hóp aðdáenda hér á
landi enda hefur hann leikið hér
nokkrum sinnum áður. Það eru
Lordpusswhip og Vrong sem
munu sjá um upphitun. Miða-
sala er hafin á á midi.is.
Japönsk ástarhreiður og geðþekkir nasistar
Love Hotel og Der Anständige á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík
K
vikmyndir sem gefa innsýn
inn í dulda menningarkima
annarra þjóða hafa löngum
verið ofarlega á forgangs-
lista mínum yfir skylduáhorf
og Ástarhreiðrið (e. Love Hotel) er
því mikill hvalreki. Þar fylgjumst við
með hinum japönsku ástarhótelum;
földum griðastöðum sem enginn
talar um en allir vita af og langflest-
ir þurfa að nota sér einhvern tíma
á ævinni. Japanska þjóðin býr þétt
og einkalíf er því oft af skornum
skammti. Fólk er aldrei einsamalt
þegar það deilir svefnrými, vinnu-
rými og notast við almenningssam-
göngur og býr í stórborg. Fjöldinn
yfirtekur prívatið og sumir nota því
ástarhótelin hreinlega til að fá frí frá
heiminum. Við fylgjumst með kúnn-
um og vertum hótelanna og áttum
okkur kannski smám saman á því að
þótt sumir sæki sér vissulega næði til
iðkunar kynlífsathafna þá sækir fólk
ekki síður frelsi á ástarhótelin: frelsi
frá reglum, boðum og bönnum jap-
ansks þjóðfélags. Satt að segja er
þetta ekki svo slæm hugmynd fyrir
íslenskt þjóðfélag.
Sá geðþekki (þ. Der Anständige)
fjallar um Heinrich Himmler sem
var hugmyndasmiður útrýmingar-
búða nasista með gasklefum og öllu
því sem fylgdi. Myndin á að varpa
ljósi á hvers kyns maður Himmler
var í raun og veru og opinbera bak-
grunn hans.
Farið er yfir áður óþekkt einka-
bréf, myndir og dagbækur sem
saman eiga að fylla upp í göt og birta
okkur áður óþekktan sannleika um
hinn vægðarlausa Himmler. Vanda-
málið er samt eiginlega að formsins
vegna erum við mjög oft að horfa á
ljósmyndir og sögumaður les texta
upp úr bréfi eða dagbók og fyrir vik-
ið fer maður hálfpartinn að óska
þess að maður sé bara að lesa bók,
eða skoða heimasíðu með sömu
upplýsingum. Ég kom fróðari út en
kvikmyndaformið er ekki nýtt sem
skyldi, og maður fær á tilfinninguna
að þessi mynd hefði getað verið
miklu áhrifaríkari. n
Love Hotel
Leikstjórn: Philip Cox, Hikaru Toda Der
Anständige.
Der Anständige
Leikstjórn: Vanessa Lapa
ragnheiður
Eiríksdóttir
Dómur
Ástarhreiður Á ástarhótelum í Japan fær
fólk frelsi frá reglum, boðum og bönnum
japansks þjóðfélags.
Geðþekki nasistinn Heimildamyndin
Sá geðþekki á að varpa ljósi á hvers kyns
maður Heinrich Himmler var í raun og veru.
„Gaukar er
frábærlega
skrifað verk og vel
unnið í alla staði.