Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 30. september–2. október 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Þriðjudagur 30. september
16.25 Ástareldur (Sturm der
Liebe) Þýsk þáttaröð um
ástir og afbrýði eigenda og
starfsfólks á Hótel Fürsten-
hof í Bæjaralandi.
17.18 Snillingarnir (10:13)
17.40 Violetta (Violetta)
Disneyþáttaröð um hina
hæfileikaríku Violettu, sem
snýr aftur til heimalands
síns, Buenos Aires eftir að
hafa búið um tíma í Evrópu.
Aðalhlutverk: Diego Ramos,
Martina Stoessel og Jorge
Blanco. e.
18.25 Táknmálsfréttir (30:365)
18.35 Melissa og Joey (3:21)
(Melissa & Joey) Bandarísk
gamanþáttaröð. Stjórn-
málakonan Mel situr uppi
með frændsyskini sín,
Lennox og Ryder, eftir
hneyksli í fjölskyldunni og
ræður mann að nafni Joe til
þess að sjá um þau. Aðal-
hlutverk leika Melissa Joan
Hart, Joseph Lawrence og
Nick Robinson.
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Kastljós
20.00 Djöflaeyjan Þáttur um
leiklist, kvikmyndir, mynd-
list og hönnun. Ritstjóri
er Brynja Þorgeirsdóttir
og aðrir umsjónarmenn
Vera Sölvadóttir, Goddur,
Sigríður Pétursdóttir og
Kolbrún Vaka Helgadóttir.
Dagskrárgerð: Sigurður
Jakobsson. Textað á síðu
888 í Textavarpi.
20.30 Alheimurinn (10:13)
(Cosmos: A Spacetime
Odyssey) Áhugaverð þátta-
röð þar sem skýringa á
uppruna mannsins er leitað
með aðstoð vísindanna auk
þess sem tilraun er gerð
til að staðsetja jörðina í
tíma og rúmi. Umsjón: Neil
deGrasse Tyson.
21.15 Hefnd 8,1 (11:13) (Revenge
III) Bandarísk þáttaröð
um unga konu sem snýr
aftur eftir fjarveru með
það að markmiði að hefna
sín á þeim sem sundruðu
fjölskyldu hennar. Meðal
leikenda eru Emily Van
Camp og Max Martini.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Skylduverk (5:6) (Line
of Duty II) Breskur saka-
málamyndaflokkur um
ungan lögreglumann sem
ásamt starfssystur sinni er
falið að rannsaka spillingu
innan lögreglunnar. Meðal
leikenda eru Martin Comp-
ston, Lennie James, Vicky
McClure og Adrian Dunbar.
Atriði í þáttunum eru ekki
við hæfi barna.
23.20 Gullkálfar 6,7 (5:6)
(Mammon) Norsk spennu-
þáttaröð um blaðamann
sem sviptir hulunni af fjár-
málahneyksli hjá alþjóðlegu
stórfyrirtæki. Þegar hann
kemst að því að fjölskylda
hans tengist málinu, hrynur
tilvera hans. e.
00.20 Kastljós
00.45 Fréttir
00.55 Dagskrárlok (28:365)
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
12:00 Pepsímörkin 2014
13:15 Þýsku mörkin
13:45 Spænsku mörkin 14/15
14:15 Spænski boltinn 14/15
15:55 UEFA Champions League
2014
18:00 Meistaradeildin - upp-
hitun
18:30 UEFA Champions League
2014
20:45 Meistaradeildin - Meist-
aramörk
21:30 UEFA Champions League
2014
01:10 Meistaradeildin - Meist-
aramörk
07:00 Premier League (Stoke -
Newcastle)
08:40 Messan
09:55 Messan
13:20 Premier League (Hull -
Man. City)
15:00 Premier League (Sunder-
land - Swansea)
16:40 Premier League (Chelsea -
Aston Villa)
18:20 Premier League (Arsenal -
Tottenham)
20:00 Ensku mörkin - úrvals-
deild (6:40)
20:55 Messan
22:10 Football League Show
2014/15
17:35 Strákarnir
18:00 Frasier (9:24)
18:25 Friends (16:24)
18:45 Seinfeld (12:13)
19:10 Modern Family
19:35 Two and a Half Men (9:24)
20:00 Höfðingjar heim að sækja
20:15 Veggfóður
21:00 Homeland (11:12)
21:50 Zero Hour (5:13)
22:35 Red Widow (3:8)
23:20 Shameless (11:12)
00:10 Chuck (13:22)
00:55 Cold Case (22:23)
01:40 Höfðingjar heim að sækja
01:55 Veggfóður
02:45 Homeland (11:12)
03:40 Zero Hour (5:13)
04:25 Red Widow (3:8)
05:10 Shameless (11:12)
06:00 Tónlistarmyndbönd frá
Bravó
11:10 The Oranges
12:40 Spider-Man 2
14:45 27 Dresses
16:35 The Oranges
18:05 Spider-Man 2
20:10 27 Dresses
22:00 Interview With the
Vampire
00:00 The Rum Diary
03:25 Interview With the
Vampire
17:15 Who Do You Think You Are?
18:15 Jamie's 30 Minute Meals
18:40 Baby Daddy (3:21)
19:00 Total Wipeout UK (11:12)
20:00 How To Live With Your
Parents for the Rest of
your Life (11:13)
20:25 One Born Every Minute
21:15 Drop Dead Diva (7:13)
22:00 Witches of east End (5:10)
22:45 Terminator: The Sarah
Connor Chronicles (19:22)
23:30 Gang Related (10:13)
00:10 Damages (7:10)
01:05 Total Wipeout UK (11:12)
02:05 How To Live With Your
Parents for the Rest of
your Life (11:13)
02:25 One Born Every Minute
03:15 Drop Dead Diva (7:13)
03:55 Witches of east End (5:10)
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (14:25)
08:20 Dr. Phil
09:00 The Talk
09:40 Pepsi MAX tónlist
15:00 Made in Jersey (7:8)
15:40 Kirstie (12:12)
16:00 Kitchen Nightmares (2:10)
16:45 Happy Endings (16:22)
17:05 Reckless (5:13)
17:50 Dr. Phil
18:30 The Tonight Show
19:10 The Talk
19:50 Trophy Wife (4:22)
20:10 The Royal Family (3:10)
20:35 Welcome to Sweden (3:10)
Welcome to Sweden er
glæný sænsk grínþáttaröð,
en þættirnir slógu rækilega
í gegn í Svíþjóð fyrr á þessu
ári. Welcome to Sweden
fjalla um hinn bandaríska
Bruce (Greg Poehler) sem
segir upp vellauðu starfi
í New York til að flytja
með sænskri kærustu
sinni, Emmu (Josephine
Bornebusch), til Svíþjóðar.
Parið ætlar sér að hefja nýtt
líf í Stokkhólmi og fáum
við að fylgjast með Bruce
takast á við nýjar aðstæður
í nýjum heimkynnum á
sprenghlægilegan hátt.
21:00 Parenthood 8,0 (2:22)
Bandarískir þættir um
Braverman fjölskylduna í
frábærum þáttum um lífið,
tilveruna og fjölskylduna.
21:45 Ray Donovan (5:12) Vand-
aðir þættir um harðhausinn
Ray Donovan sem reynir að
beygja lög og reglur sem
stundum vilja brotna.
22:35 The Tonight Show 8,3
Spjallþáttasnillingurinn
Jimmy Fallon hefur
tekið við keflinu af Jay
Leno og stýrir nú hinum
geysivinsælu Tonight show
þar sem hann hefur slegið
öll áhorfsmet. Hinn marg-
verðlaunaði Ben Affleck er
gestur kvöldsins hjá Jimmy
en hann er nú að kynna
nýja mynd sem hann leikur
aðalhlutverkið í og nefnist
Gone Girl. Kate Walsh, sem
er þekktust fyrir hlutverk
sitt sem Dr. Addison í Grey‘s
Anatomy, kemur líka í
heimsókn en hún leikur í
glænýrri sjónvarpsþáttaröð
sem sýnd er á SkjEinum um
þessar mundir, Fargo.
23:15 Flashpoint (3:13) Flashpoint
er kanadísk lögregludrama
sem fjallar um sérsveita-
teymi í Toronto. Sveitin
er sérstaklega þjálfuð í að
takast á við óvenjulegar
aðstæður og tilfelli, eins og
gíslatökur, sprengjuhótanir
eða stórvopnaða glæpa-
menn. Þættirnir eru hlaðnir
spennu og er nóg um
hættuleg atvik sem teymið
þarf að takast á við.
00:00 Scandal (14:18)
00:45 Ray Donovan (5:12) Vand-
aðir þættir um harðhausinn
Ray Donovan sem reynir að
beygja lög og reglur sem
stundum vilja brotna.
01:35 The Tonight Show
02:15 Pepsi MAX tónlist
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Wonder Years (6:6)
08:30 Gossip Girl (5:24)
09:15 Bold and the Beautiful
(6452:6821)
09:35 The Doctors (8:50)
10:15 The Middle (20:24)
10:40 Go On (11:22)
11:00 Flipping Out (3:12)
11:45 The Newsroom (6:9)
12:35 Nágrannar
13:00 American Idol (36:39)
14:25 American Idol (37:39)
15:05 The Mentalist (8:22)
15:50 Sjáðu (358:400)
16:20 Scooby-Doo! Leynifélagið
16:45 New Girl (10:24)
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 The Simpsons
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:11 Veður
19:20 Meistaramánuður (1:5)
19:40 2 Broke Girls (16:24)
20:05 Atlas 4D
20:50 Modern Family 8,7 (1:22)
Sjötta þáttaröðin um
líf þriggja tengdra en
ólíkra nútímafjölskyldna,
hefðbundinnar 5 manna
fjölskyldu, samkynhneigðra
manna sem eiga ættleidda
dóttur og svo pars af
ólíkum uppruna þar sem
eldri maður hefur yngt upp í
suðurameríska fegurðar-
dís. Í hverjum þætti lenda
fjölskyldurnar í ótrúlega
fyndnum aðstæðum sem
við öll könnumst við að
einhverju leyti.
21:15 The Big Bang Theory (1:24)
Áttunda þáttaröðin um fé-
lagana Leonard og Sheldon
sem eru afburðasnjallir
eðlisfræðingar sem vita
nákvæmlega hvernig al-
heimurinn virkar. Hæfileikar
þeirra nýtast þeim þó ekki í
samskiptum við annað fólk
og allra síst við hitt kynið.
21:35 Gotham 8,6 (1:16) Hörku-
spennandi þættir þar sem
sögusviðið er Gotham-borg
sem flestir kannast við úr
sögunum um Batman en
sagan gerist þegar Bruce
Wayne var ungur drengur
og glæpagengi réðu ríkjum
í borginni. James Gordon
(Ben McKenzie úr Soutland
og The O.C.) er nýliði í
lögreglunni og hann kemst
fljótt að því að spillingin
nær til æðstu manna.
22:20 Burn Notice (17:18) Njósn-
arinn Michael Westen kemst
að því sér til mikillar skelf-
ingar að hann hefur verið
settur á brunalistann en
það er listi yfir njósnara sem
ekki er lengur treystandi og
njóta því ekki lengur verndar
yfirvalda. Þetta þýðir að
hann er orðinn atvinnulaus
og einnig eftirsóttasta fórn-
arlamb helstu glæpamanna
heimsins.
23:05 Daily Show: Global Edition
23:30 Covert Affairs (11:16)
00:15 Restless (2:2)
01:45 Bones (14:24)
02:30 Girls (9:10)
02:55 Super
04:25 Chronicle
05:50 Fréttir og Ísland í dag
L
indsay Lohan mun seint eiga
sjö dagana sæla en veðbankar í
Bretlandi hafa nú boðið líkurn-
ar 2–1 að leikkonan verði rek-
in úr leikhlutverki sínu á West End.
Þetta er frumraun leikkonunnar í
leikhúsi í West End en leikritið hef-
ur ekki orðið eins vinsælt og von-
ast var til. Gagnrýnendur eru ekki
sannfærðir um ágæti hennar í leik-
ritinu Speed – The-Plow í leikstjórn
Davids Mamet og hafa veðbankar
því veðjað að hún verði rekin fyr-
ir síðustu sýningu í byrjun nóvem-
ber. Eins bjóða þeir líkurnar 10–1
að sýningum verði hætt alfarið fyr-
ir þann tíma. Blöðin birtu fréttir af
leikritinu eftir frumsýningarkvöldið
en ekki til að lofa það, heldur vegna
þess að Lindsey virtist föl og stressuð
og var haft á orði að hún hefði þurft
hjálp til að muna textann. Svo virt-
ist sem hún hefði lesið eitthvað af
textanum úr bók sem hún hélt á
en þurfti svo hjálp frá sviðsmönn-
um þegar hún gleymdi öðrum at-
riðum. Samkvæmt heimildum var
enskur hreimur hennar svo agalegur
að áhorfendur skellihlógu og sögðu
sumir að allur hennar tími á sviðinu
hafi verið mjög vandræðalegur. Tals-
maður Ladbrokes sagði að það væru
tíu ár síðan Lindsay lék eitthvað af
viti og það var í Mean Girls og að
Speed –The-Plow væri ekki það verk
sem blása myndi lífi í feril hennar. n
helgadis@dv.is
Veðjað á að Lindsay verði rekin
Frumraun hennar á sviði í West End er ekki vinsæl
Lindsay Lohan Leikkonan á erfitt með að
koma ferli sínum á réttan kjöl.
Tilvistarkómedía með
vafasaman boðskap
Afinn eftir Bjarna Hauk Þórsson
A
ðstandendur Afans
segja að þeir hafi ekki
viljað gera brandara-
mynd um það að vera
miðaldra og ákveðið að
grafa dýpra. Myndin er tragík-
ómísk saga um Guðjón, fúlan
orðheppinn en ómálglaðan
miðaldra verkfræðing í tilvistar-
kreppu. Hann er lítt eftirsóttur í
vinnunni, finnur hvernig líkam-
inn er farinn að bregðast, jafn-
aldrar farnir að geispa golunni
og íslenskur plebbismi farinn að
fara í taugarnar á honum.
Í stað þess að gera Ladda-lega
vitleysisgrínmynd er verið að
reyna að búa til ljúfsára tilvistar-
kómedíu, kannski í anda Alex-
anders Payne (About Schmidt,
Nebraska). Þetta kom mér, sem
hef hingað til frekar sóst í ítalskar
indímyndir en íslenskt vin-
sældagrín, skemmtilega á óvart.
Siggi Sigurjóns, sem er kannski
fyrst og fremst þekktur fyrir ýkt-
an karakter leik, tekst á frábær-
lega tilgerðarlausan hátt að
gæða þennan önuglynda mann
sympatísku lífi.
Á meðan ég hélt mig í popp-
og-kók gírnum í Kringlubíói
skemmti ég mér vel, hló meira að
segja nokkrum sinnum, en um
leið og ég fór í gagnrýnendabux-
urnar og fór að pæla alvarlega í
því sem ég var að horfa á, komu
þessar tilfinningar í ljós: Mér
fannst handritið ekki nógu gott
og leikaravalið skrýtið.
Hugmyndin er góð. Undir-
liggjandi er vanmáttur gagn-
vart yfirgangi æskunnar og
fallvaltleika tilverunnar, óttinn
við dauðann og spurningar
um hvernig maður hefur lifað
lífi sínu. Hins vegar finnst mér
vandamálin ekki dregin nógu
skýrt fram í handritinu og það
hvernig Guðjón tekst á við þess-
ar tilfinningar og ótta er á vissan
hátt ótrúverðugt, eða frekar
óskiljanlegt og barnalegt.
Í stað þess að velta vöngum
yfir hlutverki sínu í tilverunni
þá býr hann til vesen úr brúð-
kaupi dóttur sinnar, er ósáttur
við að hún taki ekki pirring föð-
ur síns í garð kærastans með í
myndina og hætti við ráðahaginn
(og þannig er þjösnast á leiðan-
legasta brandara leikritsins sem
Afinn er byggður á: hann kall-
ar tengdasoninn Nökkva alltaf
Sökkva). Þetta er einhver undar-
leg þrá eftir feðraveldi frá manni
sem virkar ekki týpan til að vilja
stjórna.
Guðjón tuðar sig út í bílskúr
og, eftir innihaldsrýr heilræði frá
prestinum, alla leið í heimspeki-
deild háskólans. Það er þó erfitt
að sjá að það sé af raunveruleg-
um áhuga heldur meira bara af
því að það er það sem fólk í til-
vistarkrísu á að gera. Og þetta er
kjarninn samkvæmt handritinu:
Guðjón fattar ekki hvað hann
hefur það gott í úthverfahús-
inu með heita pottinum og sínu
hefðbundna fjölskyldulífi.
Til að réttlæta ruglingslegt
handritið er presturinn látinn
útskýra að stundum haldi fólk
að það sé týnt, en sé það ekki.
Hann var aldrei í tilvistarkrísu,
hann bara hélt það og hagaði sér
þannig. Niðurstaða myndarinnar
er sem sagt að maður þurfi bara
að „læra að eldast“ og vera sáttur
við það sem maður á.
Ég get ekki annað en hugsað
að þetta geri lítið úr réttmætum
tilfinningum og krísum ellinnar.
Þannig grunar mig að handritið
líði kannski fyrir of ungan ald-
ur höfundanna Bjarna Hauks og
Ólafs (eða er það bara þessi rýni
sem líður fyrir of ungan aldur
gagnrýnanda?).
Eins mikið og mig langar að
hrósa leikurunum, þá finnst mér
leikaravalið vera eins og fyrir
ýktu vitleysisgrínmyndina sem
ákveðið var að gera ekki: Steindi
Jr. og Pálmi Gestsson eru fyndn-
ir í hlutverki hjartagóðu feðganna
Nökkva og Leifs – en þeir eru bara
í vitlausri mynd.
Það er hægt að mæla með Af-
anum. Hún er fínasta afþreying
með poppi og kók en verri ef mað-
ur er á gagnrýnendabuxum. n
Afinn
Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson
Handrit: Bjarni Haukur Þórsson, Ólafur
Egill Egilsson
Leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachman og
Steinþór Hróar Steinþórsson.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Kvikmynd „ Í stað þess að
gera Ladda-lega
vitleysisgrínmynd er
verið að reyna að búa til
ljúfsára tilvistarkómedíu.
Erfiðleikar í hjónabandinu
Siggi Sigurjóns gæðir hinn önuglynda
Guðjón lífi á tilgerðarlausan hátt og
Sigrún Edda Björnsdóttir er traust í
hlutverki eiginkonunnar.