Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 30. september–2. október 201436 Fólk Ha? Eru þau skyld? n þekktar stjörnur í Hollywood sem þú vissir ekki að væru skyldar Flest þekkjum frægustu fjölskyldurnar í Hollywood eins og Baldwins, Sutherlands, Smiths, Hawn/Hudson og Douglas. Mun fleiri stjörnufjölskyldur leynast innan kvikmyndabransans sem ekki allir þekkja. Vissir þú til dæmis að fyrirsætan Daisy Lowe væri stjúpdóttir söngkonunnar Gwen Stefani?  Daisy Lowe, Gavin Rossdale og Gwen Stefani Fyrirsætan Daisy Lowe er dóttir rokkarans Gavins Rossdale og því stjúpdóttir tónlistarkon- unnar Gwen Stefani. Daisy var ekki meðvituð um tenginguna við stjörnuhjónin fyrr en hún krafðist svara frá móður sinni árið 2004 um líffræðilegan föður sinn. Daisy sagði frá flóknu sambandi sínu við föður sinn í viðtali við Playboy. „Ég var alltaf viss um að pabbi minn væri einhver alveg sérstakur. Gavin og Gwen eru mjög gott fólk. Ég elska að eyða tíma með þeim. Eftir þessi sjö ár hefur okkur tekist að skapa okkar eigið fjölskyldulíf.“  Melissa McCarthy og Jenny McCarthy Húmor gengur greinilega í erfðir, allavega hjá McCarthy-fjölskyldunni. Leikkonurnar Melissa og Jenny McCarthy deila ekki aðeins sama ættarnafni, þær eru frænkur! Stóra tækifæri Melissu kom þegar hún nældi í hlutverk Sooki í Gilmore Girls. Á sama tíma var Jenny hins vegar meira í því að sitja fyrir hjá Playboy og kynna stefnumótaþætti í sjónvarpi. Jenny landaði svo sínum eigin grínþætti á MTV. Jenny tók upp hanskann fyrir frænku sína þegar Melissa var gagnrýnd fyrir að vera of mikið klædd á forsíðu Elle-tímaritsins. „Hún er stórglæsileg. Það getur enginn sagt okkur McCarthy-stelpum hvernig við eigum að klæða okkur! Svo er þetta haustblaðið og fjallar um kápur! Haldiði bara kjafti.“  Alfie Allen og Lily Allen Það gæti komið aðdáendum Game of Thrones á óvart að leikarinn Alfie sem túlkar Theon Greyjoy er litli bróðir bresku söngkonunnar Lily Allen. Theon lendir í skelfilegri meðferð í þáttunum sem reynist erfitt fyrir marga að horfa á, hvað þá stóru systur. Í viðtali sagðist söngkonan fylgjast með þáttunum. „En mér finnst erfitt að horfa á hann í þessum aðstæðum. Ég vil helst bara bjarga honum. En svo veit ég að þetta er bara sjónvarp og Alfie er heill á húfi.“  Emma Roberts og Julia Roberts Leikkonan Emma Roberts er dóttir Erics Roberts sem er bróðir stórstjörnunnar Juliu Roberts. Emma, sem er 24 ára, hefur leikið í American Horror Story, Scream 4 og Palo Alto. Frænku hennar þekkja svo allir. Julia segir velgengnina ekki hafa breytt Emmu: „Í hvert skipti sem hún kemur til okkar hugsa ég með mér að vonandi hafi hún ekkert breyst. Og hún er alltaf eins; ljúf og töfrandi stelpa.“  Zoey Deutch og Lea Thompson Leikkonan Lea Thompson var stórt númer á níunda áratugnum og lék til að mynda í All the Right Moves og Back to the Future. Nýleg mynd með henni er til dæmis Switched at Birth auk þess sem hún tók þátt í raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars. Lea er móðir leikkonunn- ar Zoey Deutch sem leikið hefur í Beautiful Creatures og fleiri þáttum. Kvikmyndabakterían er greinilega í ættinni því faðir Zoey er kvikmyndaleik- stjórinn Howard Deutch sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Some Kind of Wonderful. Zoey hefur lýst því hvernig er að eiga jafnfræga móður: „Mamma er svo mikil fagmanneskja að það skelfir mig. Í hvert skipti sem ég er í tökum kemur einhver að mér með sína eigin fallegu „Lea-sögu“.“  Rashida Jones og Quincy Jones Leikkonan Rashida Jones er dóttir tónlistargoðsins Quincy Jones. Þótt leikkonan hefði getað notfært sér frægð föður síns til að koma sér á framfæri gekk hún menntaveginn og leiddist ekki út í leiklist eftir að hafa útskrifast úr Harvard- háskólanum. Þegar Larry King spurði Rashidu hvernig faðir Quincy hefði verið þegar hún var að vaxa úr grasi lýsti hún honum sem ástríkum. „Hann var alltaf eins og pabbi allra. Hann á endalausa ást til að gefa.“  Phil Collins og Lily Collins Söngkonan Lily Collins er dóttir söngvarans, laga- smiðsins, framleiðandans og Óskarsverðlaunahafans Phils Collins. Lily reyndi lengi að halda faðerninu leyndu þar sem hún vildi komast áfram á eigin spýtur.  Chris Masterson og Danny Masterson Leikararnir Chris og Danny eru bræður sem hafa verið viðloðandi bransann í langan tíma. Chris er líklega best þekktur sem elsti bróðirinn í Malcolm in the Middle. Danny túlkaði hins vegar Hyde í That 70's Show. Bræðurnir eiga tvö systkini, Jordan og Alanna, sem eru einnig leikarar.  Ray J, Brandy og Snoop Dogg Söng- og leikkonan Brandy er systir söngvarans Ray J. Færri vita kannski að tónlistar- maðurinn Snoop Dogg er frændi þeirra! Systkinin höfðu verið talsvert lengi í bransanum áður en fjölmiðlar náðu að tengja þau við Snoop Dogg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.