Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 18.–21. júlí 20144 Fréttir Enn í láni hjá Sigmundi M argrét Gísladóttir, sem upp- haflega var ráðin sem að- stoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utan- ríkisráðherra, starfar enn í forsætis- ráðuneytinu. DV greindi frá því í apríl að hún hefði verið færð þang- að til að sinna sérverkefnum á sviði upplýsingamála. Upphaflega virðist hafa staðið til að hún ynni aðeins í tvo mánuði í ráðuneyti Sigmundar en þegar DV náði tali af henni í vikunni var Mar- grét þar enn að störfum. „Þetta var framlengt, en það er ekki komið á hreint hvernig framhaldið verður,“ segir hún. Aðstoðarmenn ráðherra eru póli- tískt skipaðir ólíkt hefðbundnum starfsmönnum stjórnarráðsins sem stundum eru færðir milli ráðuneyta og verkefna. Sá háttur sem hafður er á í tilviki Margrétar er afar óvenju- legur. Hún hefur aðsetur í forsætis- ráðuneytinu þar sem hún sinn- ir tímabundnum verkefnum, en er þrátt fyrir það enn þá aðstoðarmað- ur Gunnars Braga að nafninu til og skráð sem slík á vef utanríkisráðu- neytisins. Margrét tekur skýrt fram að starfstilhöguninni hafi ekki verið breytt vegna samskiptaörðugleika. „Mér finnst mjög leiðinlegt að slíkar sögur hafi farið af stað og ég get full- yrt að þannig er þetta alls ekki.“ Svo virðist sem þörf sé fyrir tals- verðan mannafla í ráðuneyti Sig- mundar Davíðs, en Margrét er fimmti pólitískt skipaði starfsmað- urinn sem vinnur þar. Aðrir eru að- stoðarmennirnir tveir, Jóhannes Þór Skúlason og Ásmundur Einar Daða- son, Sigurður Már Jónsson upplýs- ingafulltrúi og Benedikt Árnason efnahagsráðgjafi. n johannp@dv.is „Þetta var framlengt“ Í láni Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra, vinnur hjá forsætisráðuneytinu. Kaupa vændi á FacEbooK n Íslenskar konur selja sig á samskiptamiðlinum n „Fáránlega auðvelt“ d æmi eru um að íslenskar og erlendar konur noti samskiptamiðla á borð við Facebook til að selja vændi hér á landi. Samskipti fara öll í gegnum einkaskilaboð og þeir sem skrifa opinber skilaboð til kvennanna og falast eftir vændi eru umsvifalaust fjarlægðir og sett- ir í bann. Heimildarmenn DV segja auðvelt að finna slíkar síður á sam- félagsmiðlinum og gátu bent á slík- ar. „Mig langaði að gá að þessu um daginn og það tók enga stund,“ segir annar þeirra. „Mér fannst þetta eig- inlega fáránlega auðvelt.“ Nota dulnefni og krefjast þess frá kúnnanum Facebook-reikningarnir eru iðulega undir dulnefnum, en eiga það flestir sammerkt að viðkomandi er skrifað- ur búsettur hér á landi. Oftar en ekki fylgja erótískar myndir af konun- um, en þess oftast gætt að þær brjóti ekki notendaskilmála Facebook þótt sumar myndirnar séu á gráu svæði. Á einni myndinni er til dæmis að- eins afturendi konu, þá eru margar á nærfötunum einum klæða og aðr- ar myndir eru á svipuðum nótum. Heimildarmaður DV setti sig í sam- band við nokkrar kvennanna. Þær kröfðust þess yfirleitt að hann sendi þeim fullt nafn og símanúmer. Svo virðist sem það sé nokkurs konar öryggistæki fyrir konurnar. Annar heimildarmaður DV segir þetta hafa verið næsta skref. „Mér finnst skrítið að fólk hafi ekki kveikt á þessu fyrr. Þetta hefur verið svona lengi,“ segir hann. DV komst í símasamband við eina kvennanna sem brást hin versta við þegar blaðamaður, kona, hafði samband og vildi fá frekari upplýs- ingar. Það væri „tímasóun“, að mati konunnar sem er íslensk. Þegar haft var samband við sömu konu í gegn- um Facebook í nafni karlmanns benti konan viðkomandi á að stofna leynireikning og bæta sér við vina- listann. „Hæ ekki nota þitt Facebook. Stofnaðu nýtt. Ekkert ves“, sagði kon- an og svaraði ekki frekari spurning- um frá blaðamanni. Nota netið Ekki er óalgengt að netið sé notað til þess að kaupa og selja vændi og er það sérstaklega vel þekkt sölu aðferð erlendis og auðvelt að rata á slíkar síður. Borið hefur á slíkum auglýs- ingum hér á landi og hefur DV meðal annars fjallað um konur sem virðast koma hingað til lands í stuttan tíma gagngert til þess að selja sig. Þá hefur vefurinn Einkamál.is oft verið nefnd- ur sem staður þar sem fólk reyn- ir að kaupa eða selja vændi. Einka- mál segjast þó hafa skorið upp herör gegn slíkum auglýsingum og sölu og segjast vilja koma í veg fyrir slíkt. Vændisbrotum fjölgaði Ólöglegt er að kaupa vændi á Íslandi eða hafa atvinnu sína eða viðurværi af vændi annarra. Vændið sjálft er því ekki ólöglegt. Sektarviðurlög fylgja þeim sem verður uppvís af því að kaupa vændi eða allt að árs fangelsi. Talsvert margir vændisdómar hafa fall- ið að undanförnu, en slíkir dómar eru sjaldan gerðir opinberir og nöfn þeirra sem ákærðir eru fást ekki uppgefin. Skráðum brotum sem tengjast vændi fjölgaði umtalsvert á síðasta ári hjá lögreglunni, eða um 609,5 prósent alls. Þessa miklu fjölgun má rekja til sérstaks átaks í málaflokkn- um hjá lögreglunni á Suðurnesjum og lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Nokkur mál komu inn á borð lögreglunnar þar sem grun- ur lék á að aðilar væru að hagnast á vændi annarra, það er, að vera hór- mangarar eða svokallaðir mellu- dólgar. Árið 2013 voru hið minnsta sjö mál þar sem lögregla rannsak- aði slíka starfsemi. Árið 2013 voru skráðir vændiskaupendur 175, en í sama málaflokki voru 25 aðilar sem tengdust slíkum brotum. Alls 249 vændiskaupamál hafa verið skráð hjá ríkislögreglustjóra síðan 2010. n „Hæ ekki nota þitt Facebook Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Vændi Undanfarið ár hefur DV fjallað um einstaklinga sem nota Facebook sem miðil fyrir dópsölu. Vændi virðist einnig lifa góðu lífi á samskiptamiðlinum. Nefnd aðstoðar við flutninga Bæjarstjórn Akureyrar mun setja á laggirnar nefnd á næstu dögum sem mun aðstoða við fyrirhug- aðan flutning Fiskistofu til Akur- eyrar. Vikudagur greinir frá, en þar kemur fram að Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, muni leiða nefndina. Bæjaryfirvöld munu gera og gefa út sérstakt kynningar- efni sem snýr að bænum fyrir starfsfólk Fiskistofu. „Þarna verða til dæmis upplýsingar um atvinnumöguleika fyrir maka, hvernig staðan er í húsnæðismál- um og framboð á leikskólum,“ segir Eiríkur Björn í samtali við Vikudag. innan við tíu árásarmenn Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur fengið upplýsingar frá vitnum varðandi árás ung- menna á karlmann í Rimahverfi um síðustu helgi. Ungmennin eru sögð hafa beitt manninn of- beldi með því að slá hann ítrek- að með golfkylfum. Tala ung- mennanna er nokkuð á reiki, en lögregla telur líklegt að þau hafi verið innan við tíu. Í fyrstu var talið að allt að tuttugu einstak- lingar hefðu ráðist á manninn. Lögregla ræðir nú við vitni til að fá mynd af því sem gerðist. Maðurinn þekkti ekki árásar- mennina. Þeir sem hafa upp- lýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lög- regluna. Allt fyrir bæjarhátíðina, útileguna og verslunar- mannahelgina FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.