Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 6
Helgarblað 18.–21. júlí 20146 Fréttir
Dularfullt flug-
atvik á Tröllaskaga
n Flugmaður neitar að tjá sig n Í rannsókn hjá nefnd samgönguslysa
H
inn 22. maí síðastliðinn flaug
eins manns flugvélin TF –
KAJ í skafl á Tröllaskaga.
Mikil dulúð hvílir yfir atvik-
inu en enginn þeirra sem
koma að málinu er reiðubúinn til að
skýra það en DV hefur þó heimildir
fyrir því hvað átti sér stað. Þorkell
Ágústsson, rannsakandi hjá rann-
sóknarnefnd samgönguslysa, stað-
festir í samtali við DV að málið sé í
rannsókn. Samkvæmt heimildum
DV lendir flugmaður vélarinnar TF –
KAJ í svokölluðu „wipeouti“ – þegar
reynt er að skríða yfir fjöll þegar lág-
skýjað er og lent er í snjónum. „Ég er
því miður ekki til umræðu um það,“
svarar flugmaður vélarinnar, Snæ-
björn Jónsson, spurður um hvað
hafi átt sér stað á Tröllaskaga. Snæ-
björn er prófdómari hjá Flugmála-
stjórn og flugstjóri hjá Icelandair.
Ekkert óljóst
Snæbjörn harðneitaði að tjá sig um
hvers eðlis atvikið, eða slysið, var er
DV hafði samband við hann. „Það
er bara minn standard að tjá mig
ekki um þetta. Þetta var allt tilkynnt,
bara eftir bókinni. Ég hef ekki tíma
né áhuga á að tjá mig um þetta. Ég er
búinn að ræða þetta við yfirvöld og
allt er frágengið,“ segir hann. Snæ-
björn segir enn fremur að ekkert sé
óljóst við atvikið.
„Litli-Geysir á Bárðarbungu“
Heimildarmaður DV innan flug-
geirans segir að hæglega hefði getað
farið verr en raun varð. „Menn inn-
an geirans eru farnir að tala um það
sín á milli að þetta hafi getað ver-
ið Litli-Geysir á Bárðarbungu,“ segir
hann og vísar í frægt flugslys frá ár-
inu 1951. „Hún fer á fullu afli í fjall-
ið en hann er heppinn að dekkin eru
stór og mikil þannig að hann hoppar
upp á eftir höggið og lendir síðan á
nefinu. Kannski færni flugmannsins
að þakka að hægt var að bjarga því
sem hægt var að bjarga,“ segir heim-
ildarmaðurinn. Að hans sögn flýgur
félagi Snæbjörns á vettvang og hjálp-
ar honum við að rétta við vélina og
flogið er á vélinni, sem þó er nokk-
uð skemmd, til Akureyrar. „Þarna er
bara flogið af vettvangi. Þetta er svip-
að og að stinga af eftir árekstur. Allt í
lagi að sýna sjálfsbjargarviðleitni en
það þarf að gera það í réttu ferli,“ seg-
ir flugmaðurinn.
Í rannsókn
Í samtali við DV staðfestir Þorkell
Ágústsson, rannsakandi hjá rann-
sóknarnefnd samgönguslysa, í
megindráttum frásögn heimildar-
manns DV. „Ég veit ekki hvort við
köllum þetta slys eða atvik. Hann
lendir í þannig skilyrðum að hann
þarf að lenda í snjónum. Það eina
sem ég get sagt er að hann lend-
ir þarna og við erum að rannsaka af
hverju. Ég veit ekki hvers vegna þetta
spyrst ekki út. Þetta var tilkynnt strax
til okkar,“ segir Þorkell Ágústsson.
Stjórnarmenn neita að tjá sig
Flugvélin er í eigu flugklúbbsins Þyts.
Þegar DV ræddi við stjórnarmenn
klúbbsins kom fát á þá er spurt var
um vélina. „Ég tala ekki við blaða-
menn,“ sagði Reidar Kolsöe, með-
stjórnandi klúbbsins, þegar afdrif TF
– KAJ bar á góma. „Ég held að það sé
best að ég tjái mig ekkert um það. Það
er minn réttur að tjá mig ekki,“ svarar
formaður klúbbsins, Þorsteinn Jóns-
son, spurður um hvort vélin hafi lent
í einhvers konar slysi.
Ekki fyrsta slysið
Ekki er um að ræða fyrsta skipti sem
flugvélin lendir í einhvers konar
slysi eða atviki. Árið 2004 varð flug-
slys þegar vélin fór fram yfir sig og
á bakið við lendingu nærri Hjálpar-
fossi. Flugmann sakaði ekki en vélin
skemmdist. Árið 2008 nauðlenti vél-
in við Stíflisdalsvatn eftir að hreyfill
flugvélarinnar stöðvaðist. Flugvélin
var smíðuð árið 1975 en kom til Ís-
lands árið 1991. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Flugstjóri Snæbjörn Jónsson flaug vélinni
er hún fór niður á Tröllaskaga. Hann harðneit-
aði að tjá sig um atvikið í samtali við DV.
Í eigu Þyts Flugvélin
TF – KAJ er í eigu flugklúbbsins
Þyts. Stjórnarmenn klúbbsins
neituðu að tjá sig um í hvaða
ásigkomulagi vélin væri nú.
Mynd BaLdur SvEinSSon
Upptaka meðal sönnunargagna
Lögreglan rannsakar alvarlega líkamsárás á Grundarfirði
M
ennirnir tveir sem réðust
á mann á Grundarfirði að-
faranótt miðvikudags eru
í áhöfn skipsins Baldvins
NC 100. Skipið er í eigu dóttur-
félags Samherja, Deutsche Fischfang
Union. Árásarmennirnir tveir eru í
haldi lögreglunnar, skipið lagði úr
höfn frá Grundarfirði á fimmtudags-
morgun.
Samkvæmt heimildum DV fóru
mennirnir þrír saman um borð í
bátinn eftir að hafa verið saman á
veitingahúsi í bænum og voru þeir
undir áhrifum áfengis þegar árásin
átti sér stað. Samkvæmt sömu heim-
ildum réðust tvímenningarnir á
manninn á hafnarsvæðinu þegar
hann var á leið frá höfninni.
Í árásinni hlaut maðurinn alvar-
lega höfuðáverka. Hann var fyrst
fluttur á heilsugæslustöðina í
bænum, þar sem hlúð var að hon-
um. Í kjölfarið var ákveðið að fá
þyrlu Landhelgisgæslunnar til að
sækja hann, vegna þess hve alvar-
legir áverkar hans voru taldir. Mað-
urinn var meðvitundarlaus þegar
komið var með hann á gjörgæslu-
deild og var honum haldið sofandi í
öndunarvél á fimmtudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni voru sjónarvottar að
árásinni í sama hópi og mennirnir.
Lögreglan staðfestir einnig að
mennirnir hafi sést saman í bænum
áður en árásin átti sér stað. Hún seg-
ir enn fremur að atvikið hafi að ein-
hverju leyti náðst á myndbandsupp-
töku í öryggismyndavélum sem eru á
hafnarsvæðinu.
Þegar DV ræddi við lögreglu á
fimmtudag var ekki búið að yfir-
heyra mennina. Áður en það var
gert vann lögregla að því að glöggva
sig á atburðarás næturinnar. „Það
er bara verið að púsla kvöldinu
saman,“ sagði lögreglumaðurinn í
samtali við DV. n jonsteinar@dv.is
Grundarfjörður Mennirnir voru úr áhöfn
Baldvins sem lagði úr höfn á fimmtudags-
morgun.
Sautján
milljónir
glataðar
Dýr varð dótakassinn allur
Engar eignir fengust upp í 17
milljóna kröfur sem lýst var í bú
J-EinnÁtta ehf., einkahlutafélag
Jóns Þórs Sigurðssonar. Félag-
ið var tekið til gjaldþrotaskipta
þann 16. apríl síðastliðinn og
er skiptum nú lokið. Þetta kom
fram í Lögbirtingablaðinu á
fimmtudag.
J-EinnÁtta gegndi mikil-
vægu hlutverki fyrir FL Group á
útrásarárunum og geymdi með-
al annars lúxusbifreiðar, snjó-
sleða og fjórhjól fyrir Hannes
Smárason, fyrrverandi forstjóra
FL Group, og fleiri útrásarvík-
inga. Félagið var með aðsetur
í Faxafeni og leigði húsnæði af
félagi Hannesar, en í bílakjall-
aranum var meðal annars að
finna sjaldgæfa Jagúar-bifreið
frá árinu 1965 auk lúxusjeppa
á borð við Range Rover og
Lincoln Navigator. Vísað var til
bílakjallarans sem „dótakassa
Hannesar“ í umfjöllun sem DV
birti árið 2009 þegar blaðinu
áskotnaðist myndir úr kjallaran-
um. Vakti málið talsverða athygli
og þótti „dótakassinn“ vera til
merkis um bruðlið sem var ein-
kennandi fyrir hrun.
Útseld vinna Jóns Þórs nam
140 milljónum króna á árun-
um 2006 og 2007 sem þýðir að
mánaðartekjur hans voru að
jafnaði um 5,8 milljónir króna.
Síðar kom í ljós að á þess-
um árum framdi hann stór-
felld skattsvik, en Jón Þór var
dæmdur fyrir þau í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í fyrra. Höfðu
rekstrartekjur verið vantaldar
og rekstrargjöld oftalin auk þess
sem arður hafði verið greidd-
ur út úr félaginu með ólög-
legum hætti. Nú heyrir félag-
ið fræga sögunni til, félagið er
orðið gjaldþrota og er skiptum
nú lokið.
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5