Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 8
Helgarblað 18.–21. júlí 20148 Fréttir
Maðurinn reyndi
að drepa Mig
É
g er með ör á líkamanum og sál-
inni eftir þetta,“ segir Kristinn
Kristinsson í samtali við DV en
hann varð fyrir fólskulegri árás
á Ólafsfirði hinn 27. júní árið
2012. Hann segir að árásarmaður sinn
hafi ráðist á sig með golfkylfu og bar-
ið ítrekað í höfuðið. Ef hefði ekki ver-
ið fyrir skjót viðbrögð félaga hans
hefði sennilega farið verr. Málið var
eitt ár í rannsókn þrátt fyrir að fjöl-
mörg vitni hafi verið að atburðinum.
Árásarmaðurinn hefur verið ákærð-
ur en ekki hefur tekist að birta hon-
um ákæruna og því þurfti að seinka
þingfestingu málsins á dögunum.
„Maðurinn reyndi að drepa mig.
Vinur minn þurfti að hoppa þarna
á milli því hann var ekkert að hætta
að berja mig,“ segir Kristinn. Gunn-
ar Jóhannsson, lögreglufulltrúi á Ak-
ureyri, staðfestir í samtali við DV að
málið hafi verið flokkað sem líkams-
árás.
Seldu saman
Kristinn segir að rekja megi for-
sögu árásarinnar til fíkniefnavið-
skipta sem þeir stunduðu í sam-
einingu. „Við vorum báðir að selja
gras en svo fokkar hann öllu upp í
kringum sig og það fer allt í klessu.
Hann brýst svo inn hjá mér og stelur
meðal annars „laptopi“ og Playsta-
tion-tölvu. Ég ákvað nú að hjálpa hon-
um samt, því þetta voru allt ranghug-
myndir í hausnum á honum. Ég er svo
aumingjagóður. Hann var orðinn skít-
blankur svo ég ákvað að hjálpa hon-
um og gefa honum séns,“ segir Krist-
inn. Hann segir að aðstoðin hafi verið í
formi tvö hundruð gramma af kanna-
bis sem hann hafi lánað honum. „Það
var nú bara til að hjálpa honum fjár-
hagslega.“
„Byrjar að ybba gogg“
Daginn sem maðurinn réðst á Kristin
hafði Kristinn hringt í árásarmanninn
og spurt hvort hann gæti ekki greitt
sér eitthvað fyrir kannabislánið. „Ég
hringdi í hann til að sjá hvort
hann ætti ekki einhvern smá aur til
að láta mig hafa upp í. Þá byrjar hann
bara eitthvað að ybba gogg og ég
sagði honum að vera ekki með ein-
hverja vitleysu,“ segir Kristinn. Þá hafi
árásarmaðurinn sagt honum að koma
til sín til að taka við fénu. Kristinn fór
þá af stað ásamt tveimur félögum sín-
um. „Ég rölti yfir til hans, hann var þá
hjá mömmu sinni og pabba. Ég hafði
vit á því að labba ekki inn nema vera
boðið inn. Ég sat bara fyrir utan og
fékk mér sígó,“ segir hann. Þar beið
hann þar til árásarmaðurinn kallaði
eftir honum og þá fór Kristinn inn í
húsið.
Tók eitt skref og þá kom kylfan
Kristinn lýsir því að þegar hann stíg-
ur inn í húsið sjái hann ekkert fyrr en
mótar fyrir golfkylfu. „Bara um leið og
ég labba eitt skref inn fyrir anddyrið
þá kemur golfkylfan á fullu í hausinn
á mér. Hann lemur mig tvisvar í haus-
inn og ég stóð bara kyrr og spurði
hvurn fjandann hann væri að gera. Þá
fríkar hann eitthvað út og hélt áfram
að berja mig í hausinn. Hann sagði að
hann ætlaði að drepa mig,“ lýsir Krist-
inn. Hann segir að við þetta hafi fé-
lagar hans skorist í leikinn og stöðvað
barsmíðarnar.
„Varð hálfvankaður“
Kristinn segir að þrátt fyrir hve alvar-
leg árásin var hugðist hann hvorki
ætla að kæra né fara á spítalann fyrst
um sinn. „Ég varð hálfvankaður eftir
þetta. Ég fór bara í tætlur þarna í end-
ann. Ég fór á spítalann á Siglufirði þar
sem þeir tjösluðu mér saman. Ég ætl-
aði nú fyrst bara að labba heim og fara
að grilla,“ segir Kristinn. Hann segir
að lögreglan hafi snúið sér frá þeirri
hugmynd. „Það var nú ein löggan á
Dalvík sem þekkir mig sem fékk mig
til að kæra, þó að þetta sé sjálfkært. Ég
ætlaði fyrst að segja að ég hefði labb-
að á hurðarkant. Þegar löggan kom
sögðu þeir að þetta væri nú alvarlegra
en það.“
Löng rannsókn
Kristni blöskrar hve langan tíma það
hefur tekið að ákæra manninn en er
þó ánægður að það sé þó loksins búið
að gera það. „Þetta er náttúrlega bara
rugl. Ef þetta er að taka tvö, þrjú ár þá
er bara hægt að fella þetta niður, þetta
er bara orðið of gamalt,“ segir Kristinn.
Drukkna í líkamsárásarmálum
Gunnar Jóhannsson, lögreglufulltrúi
á Akureyri, segir í samtali við DV að
rannsókn hafi vissulega verið frekar
löng en margar ástæður séu fyrir því.
„Þetta er bæði vegna tímaskorts og
mannaflaskorts. Svo næst ekki í þessa
gauka, þeir sinna ekki boðunum eða
kvaðningum. Þeir sem eru í rugli láta
ekki ná í sig,“ segir hann. Auk þessa var
ein ástæða fyrir því að rannsókn tók
langan tíma, að sögn Gunnars, að mál-
ið var tengt öðrum málum sem flækti
rannsókn. „Svo er það að lögregla og
ákæruvald eru að drukkna í svona lík-
amsárásarmálum.“ n
n Ráðist var á Kristin með golfkylfu árið 2012
n Tókst ekki að birta ákæru
„
Ég fór
bara í
tætlur
þarna í
endann
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Í dag Greina má ör sem Kristinn fékk eftir
árásina á nýlegum myndum. Hann segist vera með ör bæði á líkama og sál eftir árásina.
Illa lemstraður Sjá má
á myndinni að Kristinn var
illa farinn eftir golfkylfu-
árásina. Myndin var tekin
stuttu eftir árásina.
Bílar brunnu
í Kópavogi
Rannsókn á bruna þriggja bíla í
Auðbrekku í Kópavogi á miðviku-
dagskvöld er á frumstigi. Líkt og
greint var frá á DV.is var slökkvi-
liðið kallað út rétt eftir klukkan
ellefu á miðvikudagskvöld vegna
brunans. Mikill eldur logaði í
þremur bílum sem lagt hafði ver-
ið á bílastæði. Reykjarmökkur lá
yfir Hamraborginni, þykkur og
mikill.
Líklega kviknaði eldur í einum
bílanna og barst úr honum yfir í
hina tvo, en of snemmt er að slá
því föstu. Lögregla rannsakar nú
eldsupptök.
Líkamsárás í
miðborginni
Nóttin var nokkuð viðburðarík
hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók mann á þriðja tímanum
aðfaranótt fimmtudags vegna lík-
amsárásar. Atvikið átti sér stað á
Laugaveginum, en maðurinn var
undir áhrifum vímuefna. Hann var
vistaður í fangageymslu í kjölfar-
ið og var tekin af honum skýrsla
þegar ástand hans batnaði.
Lögreglan hafði einnig í fleiri
málum að snúast á miðvikudags-
kvöld og aðfaranótt fimmtudags,
en þrír ökumenn á götum borg-
arinnar voru stöðvaðir vegna
gruns um að aka undir áhrifum
áfengis.
Þá aðstoðaði lögregla leigubíl-
stjóra sem var í vandræðum með
farþega. Konan sem um ræðir var
í mjög annarlegu ástandi og ekki
hægt að ræða við hana. Hún gisti
fangageymslu þá nótt.
Einnig voru tveir handteknir
í borginni vegna gruns um fíkni-
efnamisferli. Þeir voru látnir laus-
ir að lokinni skýrslutöku.
Kennslanefnd að störfum
Kanna hvort björgunarsveitarmenn hafi fundið Ástu Stefánsdóttur
K
ennslanefnd kannar nú hvort
lík sem fannst í Bleiksárgljúfri á
þriðjudagskvöld sé af Ástu Stef-
ánsdóttur, 35 ára lögfræðingi
frá Reykjavík. Búist er við því að
nefndin ljúki störfum á næstu dögum.
Í kennslanefnd ríkislögreglustjóra
eru tveir rannsóknarlögreglumenn,
réttarlæknir og tannlæknir. Nefndin
mun bera saman myndir af tönnum
og skýrslur tannlækna til þess að fá
staðfestingu. Þá verða lífsýni einnig
borin saman. Réttarkrufning mun
fara fram í kjölfarið og þá verður hægt
að greina frá dánarorsök. Þegar þetta
hefur verið gert er hægt að staðfesta
hvort um Ástu Stefánsdóttur sé að
ræða.
Leit í Bleiksárgljúfri hófst þann
10. júní og er talið að þær Ásta og
sambýlis kona hennar Pino Becerra
Bolaños hafi farið frá bústaðnum sem
þær dvöldu í í Fljótshlíð á sunnudeg-
inum.
Pino fannst látin þann 10. júní í
hyl í Bleiksárgljúfri. Leitin að Ástu
hefur verið ein sú umfangsmesta sem
Landsbjörg hefur skipulagt og voru
meðal annars árfarvegir Bleiksár stífl-
aðir með mikilli fyrirhöfn. Þá komu í
ljós göng sem gleyptu vatn sem kom
úr fossi í gljúfrinu. Of hættulegt var
að leita í göngunum þar sem ekki var
hægt að staðfesta hvert þau liggja.
Leit var því hætt þann 28. júní síðast-
liðinn.
Ákveðið var að kanna svæðið með
reglulegu millibili og hófst slík leit
á þriðjudag. Þá fór fyrsti leitarflokk-
urinn á staðinn og fundu þrír fé lag ar
úr Flug björg un ar sveit inni á Hellu lík
fremst í gilinu í Bleiksárgljúfri. Allar
líkur eru taldar á því að um sé að ræða
Ástu Stefánsdóttur. n
Umfangsmikil leit Björgunarsveitar-
menn voru að störfum í gilinu nánast allan
júní. Leit var hætt um mánaðarmót en
vakta átti svæðið á tveggja til þriggja ára
fresti. MynD GUðBranDUr Örn arnarSon