Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 14
Helgarblað 18.–21. júlí 201414 Fréttir „Komið fram við okkur eins og skítseiði“ n Þunguð bandarísk eiginkona íslensks manns fær ekki dvalarleyfi n Hyggjast flytja til Noregs Í slenskur maður og bandarísk eigin­ kona hans, sem er gengin fimm mánuði, hafa gefist upp á íslensk­ um útlendingayfirvöldum. Konan hefur ekki enn fengið dvalarleyfi hér á landi þrátt fyrir að umsókn um slíkt hafi legið inni hjá Útlendinga­ stofnun frá því síðastliðið haust. Þau eru orðin langþreytt á þeim mis­ vísandi skilaboðum sem þau segjast hafa fengið hjá stofnuninni. „ Maður fær mismunandi upplýsingar eftir því hvernig liggur á þeim starfsmanni stofnunarinnar sem maður ræðir við hverju sinni,“ segir Matthías Enok Hannesson í samtali við DV. Hann og eiginkona hans, Jessica Jacobs frá New Jersey í Bandaríkjun­ um, hyggjast flytja til Noregs í haust, en þar ku vera mun auðveldara fyrir hana að fá dvalarleyfi. „Það er nefni­ lega svo merkilegt að það er auð­ veldara fyrir mig að fá dvalarleyfi í öðrum löndum Evrópu, þar nægir að láta vita að ég sé gift íslenskum manni en hér virðist vera einhver óttaleg tregða,“ segir Jessica og tekur fram að hún vilja komast frá Íslandi sem fyrst. „Það er eins og öllum sé sama, enginn hafi áhuga á því að leysa þau vandamál sem komi upp. Ég treysti stofnunum hér ekki lengur enda hef­ ur ítrekað verið komið fram við okkur eins og einhver skítseiði.“ Draumalandið Ljóst er að viðhorf hennar til lands og þjóðar hefur breyst mikið síðan hún kom hingað fyrst fyrir um tveimur árum, þá sem íslenskunemi við Há­ skóla Íslands. „Ég hafði safnað fyrir námsdvölinni í tvö ár og látið mig dreyma um að koma til borgarinnar þar sem umburðarlyndið var í háveg­ um haft og Jón Gnarr var borgarstjóri,“ segir Jessica og tekur fram að hug­ myndir hennar um landið hafi um­ turnast síðan þá. „Maður hefur fengið að uppgötva að það er stálboltuð hurð fyrir landinu,“ segir Matthías. Jessica sem er 24 ára kom til Ís­ lands sumarið 2012. Hún eyddi fyrsta mánuðinum á tungumálanámskeiði á Ísafirði, áður en hún hóf nám í ís­ lensku fyrir útlendinga við Háskóla Íslands. Stuttu eftir að hún kom til Reykjavíkur kynntist hún Matthíasi og felldu þau fljótt hugi saman. „Þetta gerðist allt mjög hratt,“ viðurkennir Matthías og Jessica tekur undir: „Við vorum fljótlega farin að skipuleggja sameiginlegt ferðalag um Evrópu.“ Matthías flutti inn til Jessicu um ára­ mótin og bað hennar svo í febrúar – á Valentínusardaginn sjálfan – en þau skipulögðu brúðkaup þann 19. apríl og brúðkaupsferð til Írlands í lok maí. Í leit að skjali Ferðalagið sem þau voru að hefja átti þó eftir að reynast erfiðara en þau töldu í fyrstu. Hjá sýslumanninum í Reykjavík fengu þau þær upplýsingar að Jessica þyrfti að skila inn hjúskapar­ stöðuvottorði en slíkt vottorð er ekki gefið út í ákveðnum fylkjum Banda­ ríkjanna – þar á meðal New Jers ey. DV hafði samband við sýslumanns­ embættið í Reykjavík sem staðfesti að útlendingar sem hygðust ganga í hjónaband með íslenskum ríkisborg­ urum þyrftu að skila inn slíku vottorði. Aðspurð hvað væri í gert í þeim tilvik­ um þar sem slíkt vottorð er ekki gefið út sagði starfsmaður embættisins að þá ætti að vera hægt að fá „einhvers konar skjal“ frá viðkomandi ríki til staðfestingar því að útlendingur hefði ekki gengið í hjónaband þar. Vandinn er hins vegar sá að Jessica og Matthías gerðu ítrekað heiðarlegar tilraunir til þess að nálgast slíkt skjal hjá sýslumannsembættinu í New Jersey, án árangurs. „Þeir gefa ekkert slíkt út,“ segir Jessica sem fékk móður sína til þess að safna saman öllum opin berum skjölum sem til eru um hana í Banda­ ríkjunum, og senda á sýslumanns­ embættið hér heima. „Þar voru skatta­ skýrslur þar sem fram kemur að ég sé ógift og hvað eina en það dugði ekki.“ Þá brugðu þau á það ráð að hafa sam­ band við bandaríska sendiráðið á Ís­ landi. Þar var útbúið sérstakt bréf þar sem útlistað var að vonlaust væri að nálgast skjalið sem sýslumannsemb­ ættið vildi. Það breytti engu. Ýtt út í horn Þessi vandræði leiddu til þess að ekk­ ert varð úr fyrirhuguðu brúðkaupi að þessu sinni. Þau fór hins vegar í „brúð­ kaupsferðina“ til Írlands sem þau höfðu þegar skipulagt og greitt fyrir. „Við hætt­ um að velta okkur upp úr þessu í bili og vonuðumst til þess að einhver lausn fyndist en þegar við komum til baka í júní varð okkur ljóst að við gætum engan veginn gift okkur á Íslandi.“ Á þessum tímapunkti var land­ vistarleyfi Jessicu við það að renna út. „Þetta snerist ekki lengur um það að okkur langaði til þess að gifta okkur. Við þurftum þess hreinlega til þess að við gætum verið saman á Íslandi. Það var búið að ýta okkur út í horn,“ segir Matthías. Þau notuðu það sem eftir var af sparnaði Jessicu og flugu yfir hafið til móður hennar í New Jersey þar sem þau gengu loks í langþráð hjónaband. En það nægir ekki útlendingi að vera giftur íslenskum ríkisborgara til þess að fá dvalarleyfi. Ýmislegt ann­ að þarf að koma til eins og hinu unga pari varð ljóst þegar þau komu aftur heim. Hjá Útlendingastofnun fengust nú þær upplýsingar að Matthías væri ekki með nægar tekjur til þess að sjá fyrir eiginkonu sinni á Íslandi. Of fátækur fyrir maka „Ég var að vinna á veitingastað hér í miðbænum og var með um 230 þús­ und krónur á mánuði,“ segir Matthías en samkvæmt leiðbeiningum frá vel­ ferðarráðuneytinu, sem Útlendinga­ stofnun fer eftir þegar gefin eru út dvalarleyfi, þarf framfærsla hjóna að vera 245.453 krónur á mánuði. Ljóst var að Matthías þyrfti að finna sér betur launaða vinnu áður en Jessica gæti sótt um dvalarleyfi á nýj­ an leik. Það tókst að lokum en þá tók annað vandamál við. Landvistarleyfi Jessicu hafði runnið út í millitíðinni. Hjá Útlendingastofnun fengust nú þær upplýsingar að Jessica þyrfti að fara úr landi og hefja umsóknarferlið að nýju. „Samkvæmt þessu átti ég að fara aftur úr landi til þess að sækja um dvalarleyfi og búa í Bandaríkjunum meðan á ferlinu stóð,“ segir Jessica og bætir við að það hefði meðal annars þýtt að hún þyrfti að fá nýtt sakavott­ orð hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, sem kosti fúlgur fjár og taki langan tíma. „Og það þrátt fyrir að hún sé búin að skila slíku sakavottorði og búin að vera á Íslandi í allan þennan tíma,“ segir Matthías. Svikinn af heimalandinu Ofan á allt þetta bætist að Jessica er nú komin fimm mánuði á leið með barn þeirra Matthíasar. „Okkur hefur verið sagt að við munum þurfa að reiða fram um hálfa milljón bara til þess að eign­ ast barnið,“ segir Jessica en eins og gef­ ur að skilja heyrir hún ekki undir ís­ lenska sjúkratryggingakerfið. „Við höfum farið frá Útlendinga­ stofnun til sendiráðsins til þjóðskrár til sýslumanns og fram og til baka en alls staðar er beinlínis verið að vinna gegn okkur,“ segir Matthías. „Ég er fæddur og uppalinn á Íslandi en nú finnst mér eins og ég hafi verið svik­ inn af heimalandinu.“ Hann tekur fram að hann hafi ávallt borgað sína skatta til samfélagsins en lítið þurft að eiga við stofnanir þess fyrr en nú. „Og þá fæ ég enga þjónustu. Það er eins og ég hafi ekkert til míns máls. Það er svolítið eins og það sé verið að slá á hendurnar á manni. Maður sé bara lítið barn sem eigi ekki að vera að leika sér í kringum eldavélina.“ Ekki bara ég – útlendingurinn Eins og fyrr segir hafa þau nú ákveðið að flytja til Noregs. „Við erum búin að segja upp leigusamningnum og allt,“ segir Matthías en þau hyggjast setjast að hjá fjölskyldu hans í Ósló á meðan M atthías og Jessica hafa rekið sig á ótal veggi í til­ raunum sínum til þess að fá samþykki íslenska rík­ isins fyrir því að hún fái að dvelja á Íslandi. Þau hafa notið aðstoð­ ar fjölskyldumeðlima sinna í bar­ áttunni en segjast aðspurð ekki hafa efni á að ráða lögfræðing í verkið. Miðað við það hversu erf­ iðlega hefur reynst fá dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar þykir þeim næsta vonlaust að láta sér detta í hug að sækja um íslenskan ríkis­ borgararétt til handa Jessicu. En væri slíkt fordæmalaust? Það vakti athygli fjölmiðla árið 2007 þegar Allsherjarnefnd Al­ þingis veitti hinni 22 ára gömlu Lucia Celeste Molina Sierra frá Gvatemala ríkisborgararétt. Hún hafði verið með dvalarleyfi náms­ manna í álíka langan tíma og Jessica – fimmtán mánuði – en almenna reglan, samkvæmt lög­ um um ríkisborgararétt, er að einstaklingar hafi búið hér á landi í sjö ár áður en ríkisfang er veitt. Það sem vakti einna helst athygli í máli Luciu var sú stað­ reynd að hún var kærasta Birnis Orra Péturssonar, en hann er sonur Jónínu Bjartmarz, sem þá var umhverfisráðherra í ríkis­ stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Fréttablað­ ið greindi frá því að Jónína hefði einmitt sjálf greitt atkvæði með því að umræddir umsækjendur fengju ríkisborgararétt – þar á meðal tengdadóttir hennar. Þá hafði hún verið umboðsmaður Luciu þegar hún fékk skráð dval­ arleyfi á Íslandi í nóvember 2005. Þrátt fyrir að Útlendingastofn­ un hefði lagst gegn því að Lucia fengi ríkisborgararétt þar sem hún hefði dvalið hér á landi í of stuttan tíma neituðu nefndar­ menn, þau Bjarni Benediktsson, Guðjón Ólafur Jónsson og Guð­ rún Ögmundsdóttir, að hafa vit­ að um tengsl Luciu við Jónínu og sögðu ekkert óeðlilegt hafa verið við afgreiðsluna. Tengdadóttir ráðherra fékk ríkisborgararétt Hafði verið með dvalarleyfi námsmanna í fimmtán mánuði Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Ég er fæddur og uppalinn á Íslandi en nú finnst mér eins og ég hafi verið svikinn af heimalandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.