Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 16
Helgarblað 18.–21. júlí 201416 Fréttir Már, Friðrik og ragnar líklegastir n Hver verður næsti seðlabankastjóri? n Lögreglustjóri og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks meta fyrir Bjarna Benediktsson n Hæfnisnefndin er formsatriði M ár Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru þeir um- sækjendur sem þykja lík- legastir til að verða skip- aðir í embætti Seðlabankastjóra. Sjálfstæðismenn horfa helst til Ragnars Árnasonar, prófessors við Háskóla Íslands, en viðhorf hans til efnahags- og peningamála samrým- ast vel stefnu flokksins. Það sama verður ekki sagt um Má Guðmunds- son, núverandi Seðlabankastjóra, en ýmsir í flokknum hafa hugsað hon- um þegjandi þörfina allt frá því að Davíð Oddsson hraktist úr bankan- um og Már kom í hans stað. Viðmæl- endur DV benda á að Friðrik Már, prófessor við Háskólann í Reykja- vík, gæti orðið heppilegur milliveg- ur, kandídat sem náðst geti sátt um, enda sé hann hokinn af reynslu. Lögreglustjórinn metur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði nefnd í byrjun mánaðarins sem mun meta hæfni þeirra tíu einstaklinga sem sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu og lögfræðingur, var skipaður formaður nefndarinn- ar án tilnefningar, en með honum í hæfnisnefndinni eru Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Há- skóla Íslands, tilnefndur af sam- starfsnefnd háskólastigsins og Ólöf Nordal, lögfræðingur og fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins. Bankaráð Seðlabankans tilnefndi Ólöfu til starfans, en bæði hún og Ragnar Árnason, umsækjandi um stöðuna, sátu bankaráðsfundinn hinn 22. maí þegar tilnefningin var tekin fyrir. Guðmundur er eini hagfræðingur- inn sem metur hæfni þeirra hag- fræðinga og viðskiptafræðinga sem sækja um stöðu seðlabankastjóra. Til samanburðar má nefna að þegar hæfnisnefnd um skipan seðla- bankastjóra var skipuð í fyrsta sinn árið 2009 sátu tveir hagfræðingar í nefndinni og einn lögfræðingur. Umdeild skipan í hæfnisnefnd Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa valið í hæfnisnefndina eru Guðrún Johnsen, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og Regína Bjarnadóttir, yfirmaður greiningar- deildar Arion banka, en þær óttast að skipan nefndarinnar geti bein- línis skaðað sjálfstæði Seðlabankans sem og starfsanda innan hans. Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia-háskóla í Bandaríkj- unum, skrifar á Facebook að hon- um þyki furðulegt að Stefán hafi tekið að sér að gegna formennsku í nefndinni. „Sjálfur myndi ég til dæmis ekki taka að mér að leggja faglegt mat á umsækjendur í stöðu hæstaréttardómara (eða dómara í héraðsdómi eða lögreglustjóra ef út í það er farið),“ skrifar Jón. Ákvörðunin pólitísk Bjarni Benediktsson hefur blásið á þessa gagnrýni og sagt í viðtali við fréttastofu RÚV að umræðan sé öll á misskilningi byggð, enda sé það hann sjálfur sem á endanum skipar í embættið. Af orðum hans má ráða að fyrst og fremst sé litið á hæfnis- nefndina sem formsatriði; á end- anum verði ákvörðunin pólitísk. Hér ber að hafa í huga að ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og flokksbróðir Bjarna, gerði Hrafn- hildi Ástu Þorvaldsdóttur, systur Ólafs Barkar og frænku Davíðs Odds- sonar, að framkvæmdastjóra LÍN þrátt fyrir að stjórn sjóðsins hefði mælt með öðrum umsækjanda. Nú er talsvert veigameira embætti í húfi, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn impraði sérstaklega á því í nýjustu eftirfylgniskýrslu sinni um Ísland að miklu skipti að standa vörð um sjálf- stæði og trúverðugleika Seðlabank- ans. Eftir því sem DV kemst næst mun hæfnisnefndin kynna ráðherra mat sitt á umsækjendum í næstu viku. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is F riðrik Már Baldursson var efnahagsráðgjafi ríkisstjórn- arinnar á síðasta kjörtímabili. Hann hefur umtalsverða náms- og starfsreynslu, hefur gegnt prófessorsstöðu við þrjá háskóla og starfað sem forstjóri Þjóðhags- stofnunar og stjórnarformaður Landsnets og Hafrannsóknastofn- unar. Ólíklegt er að framsóknar- menn renni hýru auga til Friðriks, enda hefur hann verið ósmeykur við að gagnrýna skuldaniðurfell- ingar ríkisstjórnarinnar. Friðrik hvatti til einhliða upp- töku nýs gjaldmiðils fyrir hrun. Í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2012 sagði hann að ef til einhliða upp- töku kæmi væri Bandaríkjadalur heppilegasti kosturinn. „Hvað sem má segja um evruna og evrusvæðið, þá geta menn samt reitt sig á evrópska seðla- bankann þegar til myntsamstarfs kæmi milli hans og Íslands. Það er því ein mögu- leg leið til að aflétta gjaldeyrishöftum áfallalaust. En þar gildir það sama, þró- unin þar er á þann veg að ríkisfjár- málum verður í auknum mæli mið- stýrt af sambandinu sjálfu,“ sagði hann í sama viðtali. Á síðasta árs- fundi Samtaka atvinnulífsins benti hann á að krónan yrði alltaf þránd- ur í götu erlendra fjárfesta og í raun yrði Ísland að velja á milli sjálf- stæðrar peninga- stefnu og frjáls flæð- is fjármagns. Þá gæti íslenska krónan orðið viðráðanleg með bættri hagstjórn og aga. Þegar breski há- skólaprófessorinn Robert Wade skrif- aði pistil í Financial Times um óraðsíu og óstjórn íslensku bankanna, gegndarlausa skuldasöfnun og slælegt eftirlit var Friðrik Már einn þeirra sem svöruðu honum af hörku. Í pistli þeirra Richard Portes var staðhæft að bankakerfið stæði á traustum grunni, en aðeins örfáum mánuðum síðar kom annað í ljós. R agnar Árnason, hagfræði- prófessor við Háskóla Ís- lands, hefur sérhæft sig í rekstrar- og umhverfishag- fræði og starfað við hagrannsókn- ir bæði á Íslandi og erlendis. Hann er einn ötulasti talsmaður kvóta- kerfisins og hefur lagst eindregið gegn hækkun veiðigjalda. Því þarf engan að undra að Ragnar nýtur velþóknunar innan Sjálfstæðis- flokksins. Í aðdraganda síðustu þing- kosninga kom hann fram í viðtöl- um og gagnrýndi efnahagsstefnu fyrri ríkisstjórnar harðlega. Ragn- ar hefur setið í bankaráði Seðla- bankans undanfarin ár, en strax í nóvember árið 2010 var hann far- inn að senda stjórnendum bank- ans og vinstristjórninni tóninn. Í viðtali við Morgunblaðið hvatti Ragnar til þess að gjaldeyrishöftin yrðu afnumin með hraði og sagði gengi krónunnar óeðlilega sterkt. „Við viljum auðvitað að lífskjör séu sem best og það þýðir að inn- fluttar vörur séu sem ódýrastar. Það gerist hins vegar ekki með sjálfbærum hætti nema ef útflutn- ingsgeirarnir eru sterkir. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur hins vegar þau áhrif að draga allan mátt úr útflutningsfyrirtækjum,“ sagði Ragnar. Fræðimaðurinn er, ásamt þeim Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og Birgi Þór Run- ólfssyni, í rannsóknarráði Rann- sóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, hugveitu sem boðað hef- ur frjálshyggju af miklum móð í Háskóla Íslands undanfarin ár. Vinsæll meðal sjálfstæðismanna Vill sterkan útflutningsgeira og afnám hafta strax Heppileg millilending? Friðrik Már er líklegur Formaður hæfnisnefndar Stefán Eiríksson lögreglustjóri gegnir lykilhlutverki. Tilnefnd af bankaráði Ólöf Nordal, fyrr- verandi þingkona er einnig í hæfnisnefndinni. Hvað gerist? Bjarni Benediktsson skipar seðlabankastjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.