Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 18.–21. júlí 201418 Fréttir Fölsk glansmynd af hjáveituaðgerðum n Fékk bráða garnaflækju eftir hjáveituaðgerð n Veit um mörg dæmi alvarlegra fylgikvilla Þ að skiptir svakalegu máli að fólk stígi fram og segi sína sögu. Þetta er hluti af fróð- leiknum. Það er ekki nóg að fara inn á Reykjalund og hlusta á fólk, sem hefur ekki geng- ið í gegnum þessa aðgerð, segja frá því sem það hefur lesið.“ Þetta segir Harpa Lind Pálmarsdóttir sem fór í hjáveituaðgerð árið 2006 en var lögð inn á sjúkrahús fjórum árum síðar með alvarlega garnaflækju og drep í görnum. Harpa segir ákveðna glans- mynd dregna upp af hjáveituaðgerð- um í fjölmiðlum þar sem lögð er áhersla á þyngdartap og myndir fyrir og eftir aðgerð. Raunveruleikinn geti hins vegar verið bæði erfiður og dýr- keyptur. Hún segir umræðuna um hjáveituaðgerðir vera einsleita og að fólkið sem hefur lent í heilsubresti í kjölfar aðgerðarinnar hafi hingað til ekki fengið rými til þess að segja sína sögu í fjölmiðlum. Saga Hörpu Lind- ar er því brýnt innlegg í umræðuna. Óbærilegir verkir Harpa Lind Pálmarsdóttir hafði glímt við ofþyngd frá því á kyn- þroskaaldri þegar hún ákvað að fara í hjáveituaðgerð árið 2006. Hún hafði reynt margar mismunandi leiðir til þess að grennast en þegar systir hennar lagðist undir hnífinn kviknaði von í brjósti Hörpu um að hún gæti einnig farið sömu leið. Að- gerðin sjálf gekk vel og þyngdartap- ið var talsvert í kjölfarið. Hörpu leið samt aldrei vel. Hún fékk oft slæma magaverki en hún veigraði sér við því að leita til læknis, enda voru svörin ætíð á þá leið að hún hlyti að vera að borða eitthvað vitlaust. „Það virð- ist vera rosalega ríkt í þeim að kenna sjúklingunum um ef þeir kenna sér meins. Þetta hljóti bara að vera eitt- hvað sem þeir séu að borða,“ segir Harpa. Ágústkvöld árið 2010, fjórum árum eftir aðgerðina, fékk Harpa hins vegar óbærilega verki og hringdi í Neyðarlínuna. „Ég gat ekki setið, ég gat ekki legið, ég gat ekki staðið kyrr – en samt gat ég ekki verið á hreyfingu heldur,“ segir hún þegar blaðamaður biður hana að lýsa verkjunum. „Þetta var bara algjör viðbjóður.“ Send heim með leigubíl Sjúkrabíll var sendur að heimili Hörpu en á þessum tíma bjó hún í Þorlákshöfn. „Þeim leist ekkert á blikuna,“ segir Harpa um sjúkra- flutningamennina sem komu á vett- vang. Þeir urðu hins vegar að fá leyfi frá lækni á Selfossi til þess að flytja hana beint á sjúkrahús í Reykjavík. Leyfi sem þeir fengu ekki. „Lækn- irinn á Selfossi vildi fá mig á Selfoss,“ útskýrir hún. Á Selfossi tók á móti henni velvilj- aður læknanemi. Að sögn Hörpu reyndist tilfelli hennar nemanum ofviða. „Hún skoðaði mig aðeins og spurði síðan hvort ég treysti mér til þess að fara heim. Ég sagðist ekki treysta mér til þess. Þá fór hún í sím- ann, hringdi í deildarlækninn, kom síðan til baka og sagðist þurfa að senda mig heim og gefa mér stíl. Ég væri bara með svona mikla hægða- tregðu,“ rifjar Harpa upp. „Ég man að það fauk í mig og ég reif eitthvert teppi með mér, sagðist vera kalt, og fór með leigubíl heim.“ Kvölunum linnti ekki og segist Harpa eiginlega ekki skilja hvernig hún hafi lifað af nóttina. Ældi stanslaust Daginn eftir leitaði Harpa á heilsugæsluna og bað um að fá að fara með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Að þessu sinni var hlustað. Harpa var flutt á bráðamóttökuna í Fossvogin- um og stuttu síðar á Hringbraut þar sem hún fór beint í bráðaaðgerð. Hún var komin með garnaflækju og drep var farið að myndast í görnunum. „Það mátti ekki tæpara standa,“ segir Harpa. Við tók löng sjúkrahúslega og mikil veikindi. „Fyrst lá ég inni í tvær vikur. Allt greri vel eftir aðgerðina og leit mjög vel út. Ég var síðan útskrifuð á afmælisdaginn minn 22. ágúst. Hins vegar gat ég ekkert borðað. Ég hélt fyrst að þetta væri bara lystarleysi, en Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Þessi kona var kannski ekki með sterka sjálfsmynd. En hún hafði heilsu Fær óbærilega magaverki Harpa Lind hefur glímt við erfiða fylgikvilla hjáveituaðgerðar sem hún gekkst undir árið 2006. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.