Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Page 19
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Fréttir 19
Fölsk glansmynd af
hjáveituaðgerðum
þegar ég var búin að vera heima í þrjá
daga byrjaði ég að æla stanslaust. Ég
gat ekki fengið mér vatnssopa án þess
að æla honum.“
Var mjög veik
Harpa var þá lögð inn aftur en þá
kom í ljós að það hafði myndast
Síðkomnir fylgikvillar í Danmörku
Gríðarleg þreyta, óbærilegir verkir og alvarlegur skortur á vítamínum
D
anska ríkissjónvarpið DR1
fjallaði ítarlega um hjáveitu-
aðgerðir og langtímaáhrif
þeirra í heimildaþáttaröð-
inni „Historien bag Historien“, eða
„Sagan á bakvið söguna“, í síðasta
mánuði. Þar kemur meðal annars
fram að hundruð þeirra sem fóru í
hjáveituaðgerð í Danmörku í byrjun
þessarar aldar glíma nú við alvar-
lega fylgikvilla í kjölfar aðgerðar-
innar. Læknar og sérfræðingar eru
jafnframt gagnrýndir fyrir að fram-
kvæma aðgerðirnar á þúsundum
sjúklinga án þess að hafa sjálfir
nægilega þekkingu á hugsanlegum
síðkomnum fylgikvillum. Safna átti
upplýsingum um síðkomna fylgi-
kvilla í einn gagnagrunn en það var
hins vegar ekki gert fyrr en árið 2010,
þegar rúmlega 11 þúsund manns
höfðu þegar farið í aðgerðina. Með-
al síðkominna fylgikvilla eru gríðar-
leg þreyta, óbærilegir verkir og
alvarlegur skortur á vítamínum og
steinefnum.
Umfjöllunin kemur í kjölfar
skýrslu sem gerð var fyrir stjórn
heilbrigðismála í Danmörku um
síðkomna fylgikvilla vegna offitu-
aðgerða í Danmörku á árunum
2006–2011. Alls voru gerðar 11.498
hjáveituaðgerðir á þessu tímabili
í Danmörku og höfðu 7.646 sjúk-
lingar farið í aðgerðir aftur. Stór
hluti sjúklinga gengst einnig
undir valfrjálsar lýtalækningar á
þessu tímabili (áætlað um 20 pró-
sent sjúklinga) en þeir eru ekki
tilgreindir í skýrslunni. Þá vakti
athygli að 17 prósent sjúklinga
höfðu lagst aftur inn á sjúkrahús
að sex mánuðum liðnum, en 81
prósent höfðu þurft á endurinn-
lögn að halda fimm árum eftir að-
gerð.
Aðgerðum fjölgaði hratt
Hjáveituaðgerðum fjölgaði mjög
hratt á stuttum tíma í Danmörku.
Árið 2005 voru 284 aðgerðir fram-
kvæmdar þar í landi en árið 2010,
fimm árum síðar, voru þær orðn-
ar 4.400 talsins. Frá árinu 2010 hef-
ur aðgerðum síðan aftur fækkað
í Danmörku, en sjúklingar þurfa
nú að uppfylla strangari kröfur en
áður. Eftirspurnin er eftir sem áður
mjög mikil. Svipaða sögu er að
segja í Svíþjóð. Þar voru aðgerðirn-
ar um fimm þúsund árið 2008 en
rúmar átta þúsund aðgerðir voru
framkvæmdar árið 2010. Á tíu ára
tímabili tífaldaðist fjöldi aðgerða í
Svíþjóð.
Á Landspítalanum voru fram-
kvæmdar 52 hjáveituaðgerðir árið
2010 og árið 2011 hafði þeim fjölg-
að upp í 81 aðgerð. Árið 2012 hafði
þeim síðan fækkað niður í 42 og
á síðasta ári voru einungis fram-
kvæmdar 33 aðgerðir hér á landi.
Samkvæmt alþjóðlegum rann-
sóknum fær einn af hverjum fimm
sem fara í hjáveituaðgerð ein-
hverja fylgikvilla í kjölfar hennar.
Um tíu prósent þessara fylgikvilla
eru alvarlegs eðlis.
Á
Íslandi fara um 80
einstaklingar í hjáveitu-
aðgerð á maga á ári
hverju og eru um 80 pró-
sent þeirra konur. Í DV hinn 24.
júní síðastliðinn var sögð saga
Jóhönnu Hallbergsdóttur en
hún lá á sjúkrahúsi í tæpa tutt-
ugu mánuði eftir að hafa farið í
hjáveituaðgerð. Saumaskapur
á maga gaf sig og fékk Jóhanna
þrálátar sýkingar í kviðarhol.
Hún gekkst alls undir fimmtán
aðgerðir á þessu tímabili og var
lengst af höfð í einangrun. Að
endingu var maginn í henni fjar-
lægður, ásamt hluta af kviðvegg
sem var í raun ónýtur eftir allan
þennan tíma. Í viðtalinu sagð-
ist Jóhanna þrátt fyrir allt skilja
fólk sem velur að leggjast undir
hnífinn og heimila jafn stórt inn-
grip í líkamann í von um betra
líf. Þráin eftir því að verða mjór
sé svo sterk. „Ég sá allt mjóa
fólkið í sjónvarpinu sem var
búið að fara í þessar aðgerðir og
þannig langaði mig til að vera.
Ég sá þeirra líf í hillingum,“ segir
hún. „Ég hef alltaf verið rosalega
hraust. Það var ekki heilsuleysi
eða þunglyndi sem hrjáði mig.
Það var bara „lúkkið“ sem þurfti
að vera öðruvísi. Mér fannst ég
vera annars flokks manneskja í
þessari þyngd.“
önnur garnaflækja rétt fyrir neðan
tenginguna þar sem hjáveitan var
gerð. „Allur matur sem ég borðaði
fór inn í gamla magann. Það á ekki að
vera hægt,“ útskýrir Harpa. „En af því
að flækjan var þar beint fyrir neðan
þá bara tróðst allt þangað inn. Gamli
maginn var því orðinn eins og blaðra
sem var við það að springa.“
Hún var því svæfð og tengd við
magastóma til þess að tappa af gamla
maganum. „Út frá þeirri aðgerð fékk
ég sýkingu í brjósthol. Þá var sett dren
í brjóstholið til þess að reyna að drena
burt sýkinguna. Ég var komin með
langt yfir fjörutíu stiga hita og orðin
mjög veik. Þegar ég var búin að jafna
mig á sýkingunni var mér síðan rúllað í
enn aðra aðgerð og seinni garnaflækj-
an löguð. Alls lá ég inni í níu vikur.“
Fría sig allir ábyrgð
„Ég hef aldrei fengið það staðfest að
þessi garnaflækja sé tilkomin út frá
hjáveituaðgerðinni,“ segir Harpa. Hún
segir lækna alltaf tala undir rós þegar
umræðuefnið kemur upp. Harpa
kvartaði til landlæknisembættisins
en þar fékk hún einnig sömu svör, að
ekki væri hægt að færa sönnur fyrir
því að garnaflækjan hafi verið fylgi-
kvilli hjáveituaðgerðarinnar. Þá seg-
ist hún hafa reynt að leita réttar síns
vegna þeirra mistaka sem gerð voru á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel-
fossi þegar hún var send heim með
hægðalosandi lyf en var í raun með
alvarlega garnaflækju. „Þegar skurð-
læknirinn tók utan um garnirnar þá
nánast bráðnuðu þær í höndunum á
honum,“ segir Harpa. „Ef ég hefði tek-
ið hægðalosandi og haldið mig heima
þá væri ekkert spurt að því, ég væri
bara ekkert hér í dag. Allavega hefðu
veikindin orðið mikið alvarlegri. En
það er hægara sagt en gert að leita
réttar síns. Ég er búin að tala við tvo
lögfræðinga en þeir komust báðir að
sömu niðurstöðu. Það er ekki hægt
fara með málið lengra því það fría sig
allir ábyrgð.“
Reglulegir magaverkir
Spurð um líðan sína í dag segir Harpa:
„Ég myndi alveg vilja vera betri. Það
er náttúrlega búið að stytta á mér
garnirnar um meira en þrjá metra,“
segir Harpa en til fróðleiks þá eru
garnir í heilbrigðum fullorðnum
manni um sjö metrar á lengd. Þeir
eru styttir um tvo metra í hefðbund-
inni hjáveituaðgerð og þegar Harpa
fékk garnaflækjurnar var tekinn rúm-
ur metri í viðbót. „Vítamínupptakan
hjá mér mætti vera betri. Mér helst
til dæmis mjög illa á járni. Ég fæ síð-
an alveg svakalega í magann inn á
milli og leita reglulega upp á bráða-
móttöku. Í lok síðasta árs fundust svo-
kallaðar smokranir. Þá er eitthvert los
í görnunum og þær smokra sér inn í
hver aðra. Á endanum myndast mikil
bólga, garnirnar festast og þá er kom-
in flækja,“ segir Harpa og gerir hlé á
máli sínu í stutta stund. „Ég lifi bara
við það í dag að það er engan veginn
hægt að koma í veg fyrir að þetta komi
fyrir aftur. Það getur enginn fullvissað
mig um að þessu sé lokið.“
Veit um fleiri dæmi
„Það er mjög skrítið að hugsa til
„Ég gat
ekki
fengið mér
vatnssopa
án þess að
æla honum
„Annars flokks mann-
eskja í þessari þyngd“
80 prósent hjáveituaðgerða gerðar á konum
baka núna. Það eru þarna fjögur ár
þar sem ég er alltaf að fá í magann
og það er aldrei skoðað ítarlega. Það
var ekki fyrr en ég er orðin fárveik,
og nær dauða en lífi, sem ég var
send í myndatöku,“ segir Harpa um
fyrstu árin eftir hjáveituaðgerðina.
„Við fáum mjög góða fræðslu um
mögulega fylgikvilla svona aðgerðar
á Reykjalundi en einhvern veginn
hugsar maður alltaf að ekkert slíkt
geti komið fyrir mann sjálfan. En
þetta eru ekki einhverjar örfáar pró-
sentur sem lenda í fylgikvillum, það
eru bara mjög margir.“ Harpa seg-
ist hafa heyrt um mörg dæmi um
erfiða fylgikvilla hér á landi eftir að
hún veiktist, sér í lagi tengd görn-
unum. „Ég hef til dæmis heyrt mörg
dæmi þess að fólk er að fara og láta
hengja upp í sér garnirnar. Þá eru
garnirnar orðnar lausar og það þarf
að hengja þær upp. Það er svona al-
gengasta vandamálið sem ég hef
heyrt um.“
Svakalegt inngrip
Harpa vísar glansmyndinni sem iðu-
lega birtist okkur af hjáveituaðgerðum
á bug. Raunveruleikinn sé langt frá
því að vera töfrandi. „Auðvitað heyr-
ir maður dæmi um að allt hafi gengið
vel og það er að sjálfsögðu frábært. En
þetta er svo svakalegt inngrip. Það er
verið að eiga við stærstu líffærin okkar.
Líffærin sem halda okkur á lífi,“ segir
Harpa. „Auðvitað líður manni betur
þegar maður grennist. Maður getur
farið að kaupa sér föt og sjálfsmyndin
verður sterkari. Ég geri ekki lítið úr því.
Það er samt algjört helvíti að lenda
síðan í því að verða bara fárveikur.“
Að viðtali loknu sýnir Harpa
blaðamanni myndir af sér frá því
áður en hún fór í aðgerðina. Konan á
myndunum er talsvert ólík konunni
sem situr gegnt mér. „Þessi kona var
kannski ekki með sterka sjálfsmynd,“
segir Harpa og talar um sjálfa sig á
þessum árum í þriðju persónu. „En
hún hafði heilsu.“ n
„Það er
náttúr-
lega búið að
stytta á mér
garnirnar um
meira en þrjá
metra
Orðin mjög veik Harpa var um tíma með dren í brjóstholinu vegna sýkingar og maga-
stóma vegna garnaflækjunnar.