Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Page 24
Helgarblað 18.–21. júlí 2014
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
24 Umræða
Þarna gekk allt
fyrir sig átakalaust
Maður á ekki að búa á
þessari eyju alla ævi
Rosalega er þetta
lélegur leikur!
Vigdís Hauksdóttir varði sumarfríinu í Flórens. – DV Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, íhugar að flytja úr landi. – DV Jónína Ben var ekki ánægð með leik Argentínu og Hollands á HM. – Facebook
Ráðherrann sem bannaði brennivín
Reynir Traustason
rt@dv.is
Leiðari
Ara ýtt út
Brotthvarf Ara Edwald af forstjóra-
stóli 365 kemur ekki á óvart. Eins
og fjallað hefur verið um í DV var
búið að ýta honum til hliðar og
gera hann valdalítinn innan fyrir-
tækisins. Fyrir stuttu var tilkynnt
að Sævar Freyr Þráinsson, fyrrver-
andi stjórnandi hjá Símanum,
yrði aðstoðarframkvæmdastjóri
við hlið Ara. Það stóð aðeins í
tvær vikur þar til Sævar var með
öll völd. Talið er að þetta sé gert
að kröfu þeirra sem koma inn
með milljarð krónur í fyrirtækið.
Ari er einn af dýrari forstjórum
landsins með á fimmtu milljón í
mánaðarlaun.
Veik staða Mikaels
Búist er við að Sævar Freyr Þráins-
son, forstjóri 365, taki til hendinni
innan fyrirtækisins. Freyr Einars-
son dagskrárstjóri
var látinn fjúka.
Staða Mikaels
Torfasonar, sem
óvænt varð aðal-
ritstjóri í tíð Ara
Edwald, þykir vera
mjög ótrygg. Mikil
ólga hefur verið í kringum Mik-
ael, sem hefur plantað inn sínu
fólki. Það kann því að styttast í að
Ólafur Stephensen, ritstjóri Frétta-
blaðsins, nái aftur vopnum sínum
og losni undan oki Mikaels.
Gæsalappir Hannesar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor þótti býsna orðhepp-
inn á dögunum þegar hann brást
við fréttaflutningi DV á Facebook.
„Gæti ég gengið
á vatni, þá myndi
DV birta frétt:
Hannes kann ekki
að synda!“ skrif-
aði prófessorinn
og uppskar aðdá-
un viðhlæjenda
sem létu sér vel líka. Ljóminn fór
dálítið af orðum hans þegar í ljós
kom að enn og aftur hafði Hann-
es gert orð annarra að sínum og
gleymt að nota gæsalappir. Að
þessu sinni var það ekki nóbels-
skáldið heldur Margaret Thatcher
sem mun hafa sagt: „If my critics
saw me walking over the Thames
they would say it was because I
couldn't swim.“
Vantraust á ráðherra
Innan stjórnarandstöðunnar eru
uppi hugmyndir um að bera upp
vantraust á Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur innan ríkisráðherra
vegna lekamáls-
ins þar sem tve-
ir aðstoðarmenn
hennar hafa stöðu
grunaðra. Menn
eru þó hikandi
því víst þykir að ef
vantrauststillagan
komi fram neyðist Bjarni Bene-
diktsson formaður og samherjar
hans til að taka slaginn til varnar
ráðherranum sem hefur orð á sér
fyrir að hafa ítrekað með undir-
málum reynt að fella formanninn.
Þar með yrði slegin um Hönnu
skjaldborg í stað þess að láta hana
standa á berangri eins og nú ger-
ist.
„Vilhjálmur
var með
hreint hjartaV
ilhjálmur Hjálmarsson, fyrr-
verandi ráðherra og bóndi á
Brekku í Mjóafirði, féll frá í
vikunni, 99 ára að aldri. Með
láti hans er genginn mikill héraðs-
höfðingi og stjórnmálamaður sem
ekki mátti vamm sitt vita. Vilhjálmur
var alla tíð framsóknarmaður. Hann
komst til þeirra áhrifa að verða þing-
maður og síðan menntamálaráð-
herra og markaði þar spor sín. Fyrst
og fremst voru það heilindi og hrein-
lyndi sem réðu för í störfum hans.
Hann var bindindismaður á áfengi
og blöskraði það hve víða var boðið
upp á áfengi í veislusölum ríkisins.
Ráðherrann frá Brekku bannaði því
að áfengi yrði veitt á vegum mennta-
málaráðuneytisins. Þetta vakti verð-
skuldaða athygli og hann uppskar lof
fyrir. Hann var ráðherrann sem út-
hýsti og bannaði brennivínið.
Vilhjálmur hélt alla tíð fast í ræt-
ur sínar í Mjóafirði. Þar bjó hann alla
tíð og sinnti þeim störfum sem féllu
til. Þá var hann gríðarlega afkasta-
mikill rithöfundur og skrifaði með-
al annars bækur sem náðu mikilli
hylli. Mest skrifaði hann þó um fólk
og byggðir í Mjóafirði. Sá menn-
ingararfur sem hann skilur eftir sig
í þeim efnum er ómetanlegur. Þegar
komið er í litla þorpið hans á Brekku
svífur andi hans yfir vötnum. Þar er
fátt annað til sölu en kaffi, vöfflur og
svo bækur Vilhjálms sem eru margar
hverjar afar skemmtilegar og fræð-
andi.
Vilhjálmur var með hreint hjarta.
Það er ómetanlegt þegar stjórnmála-
maður er annars vegar. Alltof mikið
er um lýðskrum og lygar til að smala
atkvæðum og komast til áhrifa. Of
margir stjórnmálamenn skara eld
að sinni köku til þess að hagnast
persónulega. Dæmin í nútímanum
eru ótal mörg og sum svívirðileg.
Gengið er á svig við lög og reglur í
frændhygli og vinavæðingu. Heið-
ur og æra er fyrir mörgum stjórn-
málamanninum einskis virði. Allt er
gert fyrir völdin. Svona hefur þetta
verið undanfarna áratugi. Bankar
eru einkavæddir og allt fer í kaldakol
með tilheyrandi tjóni almennings.
Lýðræðið er fótum troðið og stjórn-
málamenn umgangast eigur ríkis-
ins eins og sínar eigin. Hnignunin er
augljós öllum þeim sem vilja opna
augun. En því ber þó að halda til
haga að í garði íslenskra stjórnmála
eru þónokkrar fjólur sem hafa lítið
að segja innan um illgresið. n
H
runið, aðdragandi þess og eft-
irleikur breyttu Íslandi í hálf-
gildings blóðvöll eins og búast
mátti við. Úlfúðin tekur á sig
ýmsar myndir. Þungar ásakanir eru
bornar fram. Einelti og ofsóknir hafa
færzt í vöxt á vinnustöðum, einnig
málaferli. Þess eru dæmi, að reynt
hafi verið að þagga niður í mönn-
um með því að hóta þeim lögsókn
eða draga þá fyrir dóm. Aðrir hafa
misst vinnuna vegna skoðana sinna.
Þung orð, sem menn notuðu sjaldan
eða ekki áður fyrr svo aðrir heyrðu,
eru nú býsna algeng í opinberri um-
ræðu. Eitt þeirra er siðblinda, sem
t.d. Jónas Kristjánsson ritstjóri not-
ar stundum um stjórnmálamenn og
aðra.
Aukin harka birtist með ýmsu
öðru móti. Fv. dómsmálaráðherra
hefur lýst þeirri skoðun, að eðlilegt
sé, að lögreglustjóri höfuðborgar-
svæðisins hafi aðkomu að vali nýs
seðlabankastjóra, þar eð „á ábyrgð
seðlabankastjóra hafa verið teknar
ákvarðanir sem sumir telja brjóta í
bága við lög.“ Það virðist ekki skipta
ráðherrann fv. máli, ekki frekar en
lögreglustjórann sjálfan, að lögreglu-
stjórinn er sem stendur umsækj-
andi um annað starf hjá ríkinu. Til
að girða fyrir hagsmunaárekstra af
þessu tagi og vanda til verka er for-
seta Íslands falið að skipa formann
sjálfstæðrar nefndar til að fjalla um
skipun æðstu embættismanna skv.
frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár,
sem 2/3 hluta kjósenda samþykktu
í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20.
október 2012 og Alþingi heldur nú
í gíslingu. Eitt dæmi enn um aukna
hörku: Fram er komin annars vegar
kæra og hins vegar opinber ásökun
um lögbrot á hendur tveim sitjandi
hæstaréttardómurum og sérstökum
saksóknara. Morgunblaðið birti 25.
júní 2006 eftirminnilegt Reykjavíkur-
bréf um „andrúmsloft dauðans“ –
það var áhrifarík aldarfarslýsing – og
felldi síðan talið.
Siðblinda, siðleysi,
þvættingur, lygar
Siðblinda er ungt orð. Elzta dæmið í
Orðabók Háskólans er að finna í rit-
gerð eftir Halldór Laxness, sem hann
endurbirti í Sjálfsagðir hlutir 1946.
Þá eins og nú var hiti í mönnum.
Siðleysi er hundrað árum eldra orð
og kom stundum fyrir í fjölmiðlum
löngu fyrir hrun. Munurinn á sið-
blindu og siðleysi er sá, að siðleys-
inginn þekkir muninn á góðum og
vondum siðum og veit því, hvenær
hann fer út fyrir velsæmismörk. Sið-
blindinginn þekkir ekki muninn á
góðum siðum og siðleysi og hefur
því ekki hugmynd um, hvenær
hann fer yfir strikið. Hvor er ámæl-
isverðari? Kannski siðleysinginn
eftir kenningu Krists: „Fyrirgef þeim
því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“.
Þessi merkingarmunur er hliðstæð-
ur muninum á lygum og þvættingi
eins og Harry G. Frankfurt, heim-
spekiprófessor í Princeton-há-
skóla, hefur lýst í bók sinni On
Bullshit (2005; Um þvætting). Lyg-
arinn þekkir muninn á sannindum
og ósannindum og hallar réttu máli
vitandi vits. Bullarinn hefur ekki fyr-
ir því að kynna sér staðreyndir og fer
áhyggjulaust með staðlausa stafi.
Hvor er skaðlegri?
Siðrof slítur sundur friðinn
Heimska var bróðurpartinn af
öldinni sem leið nánast bannorð
í bandarískri stjórnmálaumræðu.
Stíflan brast árið 2001, eftir að Hæsti-
réttur Bandaríkjanna skipaði George
W. Bush, forseta Bandaríkjanna, með
fimm atkvæðum gegn fjórum eftir
flokkslínum. John Paul Stevens, einn
reyndasti hæstaréttardómari Banda-
ríkjanna fyrr og síðar, sagði, að með
þessu hefði Hæstiréttur fyrirgert því
trausti, sem fólkið í landinu gæti bor-
ið til réttarins. Alan M. Dershowitz,
lagaprófessor í Harvard-háskóla, tek-
ur í sama streng í bók sinni Supreme
Injustice: How the High Court Hi-
jacked Election 2000. Eftir þetta
var heimska ekki lengur bannorð
í bandarískri stjórnmálaumræðu.
Demókratar og repúblikanar á
Bandaríkjaþingi talast varla við, svo
mikil er úlfúðin. Bandaríkin njóta
ekki lengur sömu virðingar og sama
trausts og áður. Þessir atburðir vestra
ríma við reynsluna hér heima. Jónas
Kristjánsson birti 7. júlí s.l. örleiðara
á vefsetri sínu undir yfirskriftinni
Siðrof Hæstaréttar. Þar segir: „Hæsti-
réttur framdi siðrof, þegar hann
ógilti kosningar til stjórnlagaþings
á tæknilegum forsendum. Hann gat
ávítað Landskjörstjórn eða beitt við-
eigandi viðurlögum fyrir losaralega
túlkun á reglum um fyrirkomulag á
kjörstöðum. En Hæstiréttur gat ekki
látið þetta koma niður á þjóðinni og
mátti ekki. Engar vísbendingar höfðu
komið um kosningasvik. Hæstiréttur
var bara að skemmta sér á kostnað
saklausra. Við þetta brast trú margra
á kerfið. Bankar, ríkisstjórn og al-
þingi höfðu brugðizt og þarna brást
dómsvaldið líka.“
Sundruð þjóð í hrundu landi
Kannski er vandinn ekki sá, að orð-
ræðan er nú harðari og aðgangshark-
an meiri en áður. Kannski er vandinn
sá, að ærin tilefni gefast í hrundu
landi til vægðarleysis til orðs og æðis.
Veldur hver á heldur. n
Um siðblindu
„Aðrir hafa
misst
vinnuna vegna
skoðana sinna
Þorvaldur Gylfason
skrifar
Kjallari