Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 25
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Umræða 25
Við þurfum að hætta að
vera meðvirk með veðrinu
Þeir ætla sér örugg-
lega ekkert að gera
Ég held að framsóknarmenn
séu almennt hógværir
Jónína Ben var ekki ánægð með leik Argentínu og Hollands á HM. – Facebook Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur ræðir um áhrif veðurs á andlega líðan. – DV Jóhanna Bergmann geitabóndi ræðir um framtíð íslenska geitastofnsins. – DV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ánægður með árangur ríkisstjórnar sinnar. – DV
V
íst má fullyrða, að vonin sé
vítamín sálarinnar og eins
má okkur ljóst vera að bið-
lundin sé birta hjartans.
Maður þarf reyndar ekki mikið hug-
myndaflug til að sjá þessar líkingar
verða að veruleika. En einn var sá
maður sem hafði miklar væntingar
til lífsins og eins þóttist hann sjá í
fari sínu eitthvað sem líktist bið-
lund. Væntingarnar reisti hann þó
á öllu öðru en sinni eigin atorku og
biðlundina fékk hann að láni hjá
samferðafólki sínu.
Maður sá, sem hér kemur við
sögu, var borinn og barnfæddur Ís-
lendingur. Hann var einn af þessum
mönnum sem mála skrattann á
þann vegg sem þeir tilbiðja og hafa
mestar mætur á. Hann var svona
eðalsál sem treystir ekki þeim sem
fletta ofan af spillingunni. Og hann
var helst í liði með þeim sem þykja
lausir við allt sem kallast siðvit eða
siðfágun. Það var eitt í fari þessa
manns sem var afar áberandi; hann
ætlaði sér að verða ríkur.
Hann hafði sagt við sjálfan sig
oftar en hann gat talið, að einn góð-
an veðurdag, ætlaði hann að verða
auðugur, að hann ætlaði að vera
sáttur við alla menn. Hann ætlaði
að láta drauma sína rætast, hann
ætlaði að leyfa von sinni að vaxa og
dafna og það eina sem hann lagði í
púkkið, var von og veðsett biðlund.
Ósjaldan átti hann það til að
segja sem svo: -Þegar ég verð ríkur,
þá ætla ég að gefa henni frænku
minni nýjan bíl, svona til að bæta
fyrir þann sem ég klessti. Þegar ég
verð ríkur, ætla ég að greiða allar
mínar skuldir og ég ætla meira að
segja að bæta öllu fólki allt það tjón
sem ég hef unnið.
Hann tók svona til orða, þar eð
hann var síður en svo fingrastuttur
og eins var um hann sagt að hann
færi sparlega með sannleika og
góðvild. En von í dulbúningi lof-
orða átti hann á gnægtaborði drau-
manna. Og þessi von feykti hon-
um yfir farveg daganna. Örlátur á
ósannindi og gjafmildur á loforð
einsetti hann sér það eitt að verða
ríkur. Og loforð hans voru svo ná-
kvæmlega skipulögð, að hann
hafði vissa dagsetningu í huga fyr-
ir hið væntanlega ríkidæmi. Hann
vissi sem sagt nákvæma dagsetn-
ingu þessa merka viðburðar. Hann
sá daginn í hillingum, hann sá fyrir
sér þær breytingar sem peningarn-
ir myndu hafa til batnaðar; hvern-
ig sjálfsmynd hans myndi taka á sig
nýjan og ferskan blæ vellystinga og
ríkidæmis, hvernig fasið yrði fullt
af öryggi og hvernig hann gæti látið
gusta af sér þegar hann strunsaði
um bæinn. Hann myndi verða laus
við sjálfsblekkingu og aumingjaleik.
Hann yrði öryggið uppmálað. Þann
dag ætlaði hann sjálfur að dæma.
Hann ætlaði að sýna sitt rétta andlit.
Hann beið og hann beið. Svo
gerðist það að hin tiltekna dagsetn-
ing varð að veruleika. En sjálfur
dagurinn kom þó ekki.
Flestir dagar færa ást
því fólki sem ég þekki,
aðrir vart í sorta sjást
og sumir koma ekki.
Dagurinn sem aldrei kom
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
E
ins ógeðfelldir og mér fundust
fyrirhugaðir hreppaflutningar
sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis á
fólki á milli landshluta þá hugn-
ast mér ekki frekar sú aðferðafræði
stjórnvalda að flytja stofnanir eins og
Fiskistofu fyrirvaralaust með manni
og mús á milli landshluta. Hvort
tveggja eru þetta ruddaleg vinnu-
brögð sem ekki eiga að viðgangast og
lýsa vanvirðingu gagnvart starfsfólki
og fjölskyldum þeirra.
Aðkoma Alþingis var engin að
málinu og engar fjárheimildir lágu
fyrir vegna kostnaðar af fyrirhuguð-
um flutningi. Þetta er óvönduð stjórn-
sýsla og setur svartan blett á það að-
kallandi verkefni að fjölga opinberum
störfum utan höfuðborgarsvæðisins í
réttlátara hlutfalli en nú er.
Ég tel það vera mjög brýnt verk-
efni að fjölga opinberum störfum á
landsbyggðinni, ekki bara á þéttbýl-
ustu stöðunum heldur ekki síður í fá-
mennari byggðum þar sem því verður
við komið að vinna verkefni. Reynslan
af staðsetningu opinberra starfa út
um land hefur fyrir löngu sýnt fram á
það að standast kröfur sem gerðar eru
til faglegra vinnubragða. Gott vinnu-
umhverfi og traust vinnuafl er þar líka
til staðar.
Umfang hins opinbera hefur vax-
ið mjög á undanförnum 20 til 30 árum
og fjölgun opinberra starfa hefur fyrst
og fremst orðið á höfuðborgarsvæð-
inu þótt tekist hafi að staðsetja nokkr-
ar opinberar stofnanir úti á landi á
liðnum árum. Þrátt fyrir það er það
eilíf barátta að halda þeim störfum
áfram í heimabyggð. Það þekkja all-
ir landsbyggðarþingmenn í gegn-
um tíðina þá baráttu sem er við hver
fjárlög að verja starfsemi á lands-
byggðinni þar sem um er að ræða fá
stöðugildi sem mega ekki við neinum
niðurskurði.
Það hefur verið sýnt fram á það
í rannsóknum að mikið misræmi
er í opinberum útgjöldum og skatt-
heimtu eftir landsvæðum. Það hefur
eflaust ekki verið markmið í sjálfu sér
en landsbyggðin hefur beðið skaða af
því en höfuðborgarsvæðið hefur not-
ið þess.
Færð hafa verið rök fyrir því að við-
skipti landsbyggðarinnar á höfuð-
borgarsvæðinu séu hlutfallslega meiri
en viðskipti höfuðborgarsvæðisins
á landsbyggðinni. Í þessu samhengi
er eðlilegt að líta til frekari flutnings
opin berra starfa út á land til að jafna
það efnahagslega misræmi sem er
staðreynd og hið opinbera ber líka
ábyrgð á með stjórnvaldsákvörðun-
um sínum í gegnum tíðina.
Stjórnvöld verða að vinna eftir
skýrt markaðri stefnu í flutningi opin-
berra starfa út á land og að þar sam-
ræmi ráðuneyti og opinberar stofn-
anir vinnu sína og gangi í takt. Kynna
verður með eðlilegum fyrirvara flutn-
ing á starfsemi ríkisins á milli land-
svæða og gæta vel að mannlega
þættinum og réttindum þeirra starfs-
manna sem hlut eiga að máli og líta
sérstaklega til nýrra verkefna og starfa
sem verða til hjá hinu opinbera. Að
sjálfsögðu á að tryggja aðkomu Al-
þingis að þeirri stefnumótunarvinnu
og að fjárlögin endurspegli þann vilja.
Allur undirbúningur þarf að vera
vandaður og landið kortlagt hvar
störfum, verkefnum og starfsemi er
best fyrir komið og þá tel ég að ekki
síst eigi að horfa til þeirra svæða sem
átt hafa undir högg að sækja undan-
farin ár og þurfa virkilega á fjölbreytni
að halda og þar eru góðar háhraða-
tengingar lykilatriði.
Það má nefna verkefni sem flust
hafa til landsbyggðarinnar í gegn-
um árin og vel hefur tekist til með
eins og Byggðastofnun á Sauðárkróki,
Skógræktina á Héraði, Greiðslu-
stofu Atvinnuleysistryggingasjóðs á
Skagaströnd og Skrifstofu Fæðingar-
orlofssjóðs á Hvammstanga. En ég
get líka nefnt dæmi um verkefni hjá
Innheimtustofnun sveitarfélaga sem
sett var niður á Flateyri en gekk ekki
upp vegna lélegra háhraðatenginga
og var færð yfir á Ísafjörð. Það er ekki
neitt einsdæmi að skortur á öflug-
um gagnaflutningi á landsbyggðinni
hamli atvinnuuppbyggingu.
Því miður hafa opinberar stofnanir
eins og Fiskistofa t.d. verið að hringla
með störf í útibúum sínum úti á
landi í skjóli breytinga sem orðið hef-
ur til þess að faglært fólk hefur hrak-
ist í burtu. Starfstöð Fiskistofu á Ísa-
firði hefur verið lokuð frá áramótum
en veiðieftirliti stofnunarinnar hafði
verið hætt og starfstöð fiskeldis kom-
ið í staðinn en henni var lokað um
áramótin og engin starfsemi er þar
í gangi nú og óvissa um framhaldið.
Þetta er dæmi um hve auðvelt er fyrir
pólitíkusa og stjórnvöld að skella í lás
þegar um litlar starfstöðvar er að ræða
og dæmi um óvönduð vinnubrögð.
Það á ekki að kynda undir eldum
milli landsbyggðar og höfuðborgar-
svæðisins með óvönduðum vinnu-
brögðum við flutning starfa og starf-
semi út á land heldur vanda vel til
verka og sýna það líka í fjárlögum
að menn vilji efla opinbera starf-
semi út um land en síðustu fjárlög
báru þess ekki merki þar sem gífur-
legur niðurskurður var í mörgum
verkefnum á landsbyggðinni eins
og Sóknaráætlun landshlutanna er
gleggsta dæmið um.
Landsbyggðin þarf á fjölbreyttari
atvinnutækifærum að halda og það
eru sameiginlegir hagsmunir allra
landsmanna að vel takist til með flutn-
ing opinberra starfa og uppbyggingu
atvinnustarfsemi á landsbyggðinni
því hún er jú einn stærsti viðskipta-
vinur höfuðborgarsvæðisins. n
Flutningur fólks eða starfa?
Lilja Rafney Magnúsdóttir
þingmaður VG
Kjallari
Mest lesið
á DV.is
1 „Við viljum bara fá hann heim“ „Það eina sem við erum
að hugsa um núna er að koma barninu
okkar heim,“ sögðu systkini Andra Freys
Sveinssonar, unga piltsins sem lést í
skelfilegu slysi í rússíbana í Terra Mítica-
skemmtigarðinum á Benidorm á Spáni
hinn 7. júlí síðastliðinn
48.975 hafa lesið
2 Selur átján ára dóttur Range Rover Fyrr á þessu ári
seldi Steinþór Jónsson, athafnamaður
og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjanesbæ, dóttur sinni,
sem er á nítjánda ári, Range Rover-bíl
með einkanúmerinu STEINI. Þrátt fyrir
það er skráður umráðandi bílsins enn
fyrirtæki í eigu Steinþórs, Hótel Keflavík.
40.832 hafa lesið
3 „Hann var einn af þeim flottustu“ „Hann var svo
hlýr og ljúfur,“ segir Harpa Bryndís
Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys
Sveinssonar, unga piltsins sem lést í
slysi í rússíbana í Terra Mítica-skemmti-
garðinum á Benidorm á Spáni hinn 7. júlí
síðastliðinn.
33.567 hafa lesið
4 Níu ára stúlka lést eftir að hafa sýkst af heila
étandi slímdýri Heilbrigðisyfirvöld
í Kansas-borg í Bandaríkjunum hafa
staðfest að banamein níu ára stúlku
sem lést í síðustu viku hafi verið heila-
étandi slímdýr, sem komst frá nösum
hennar og upp í heila.
30.800 hafa lesið
5 Birtir símtal við þingmann: „Ætla ekki að
sitja undir atvinnurógi“
Vilhjálmur Árnason, þingmaður
Sjálfstæðis flokksins, fullyrðir í
athugasemdakerfi DV að frétt Reykja-
víkur Vikublaðs gefi ranga mynd af
samtali sem hann átti við blaðamann í
síðustu viku. Í kjölfarið hefur blaðamað-
urinn, Atli Þór Fanndal, birt hljóðupp-
töku af símtalinu á netinu.
30.767 hafa lesið
Myndin Framkvæmdir Á Káratorgi í miðbæ Reykjavíkur eru framkvæmdir á vegum verkefnisins Torg í biðstöðu sem gengur út á að lífvæða biðsvæði með tímabundnum lausnum. Biðsvæði er svæði þar sem ríkir óvissa um framtíðarnotkun og möguleikar svæðisins eru vannýttir. MynD HöRðuR SveinSSon