Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 28
Helgarblað 18.–21. júlí 201428 Fólk Viðtal K arl ætlaði sér aldrei að taka þátt í pólitík. Í nóvember 2012 fékk hann hins vegar símtal frá gömlum vini, þá- og núverandi þingmanni Framsóknarflokksins, sem hvatti hann til að taka slaginn. Karl sló til og hlaut skömmu síðar náð fyrir augum valnefndar; var settur í annað sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Það sæti var ekkert sérstaklega álitlegt á þeim tíma. Svo svartar voru horf- ur Framsóknar í Reykjavík að sjálfur formaður flokksins flúði kjördæmið og settist að á bóndabæ. Síðan féll Icesave-dómurinn og bóndanum á Hrafnabjörgum – Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni – var fagnað sem þjóðhetju. Fylgi flokks- ins jókst í skoðanakönnunum og hag- ur Karls vænkaðist. Samkvæmt þeim tölum var Karl inni sem varaþing- maður og undi þeirri stöðu vel að eig- in sögn. Eftir að flokkurinn lofaði að skjóta erlenda hrægamma og færa þjóðinni fjársjóð þeirra fór fylgið aftur á móti með himinhvolfum og líf Karls breyttist til frambúðar. Í dag er hann ekki fréttastjóri og fjölskyldumað- ur heldur einhleypur alþingismaður og einstæður faðir. Hann samþykkir að hitta mig í spánnýrri kjallaraíbúð sinni í Kópavogi, þar sem hann býr ásamt syni sínum. Áður en viðtalið hefst fær ljós- myndarinn að smella nokkrum myndum af þingmanninum, sem er greinilega óvanur módelstörfum. „Hvernig á ég eiginlega að vera?“ spyr hann um leið og hann lagar hárið lítið eitt. Ljósmyndari svarar að það fari eiginlega eftir því hvað hann segi; hvort gleði eða harmur búi í brjósti hans. „Ég hef enga harmsögu að segja þér,“ segir Karl og kímir. „Brostu þá bara. Framsóknargen Að myndatöku lokinni sest fyrirsætan í stól gegnt blaðamanni, sem sjálfur tyllir sér í sófann. Báðir drekka þeir instant-kaffi. Þetta er pínulítil stofa sem inniheldur ekkert nema nefnd- ar mublur, lítið og lágt sófaborð og flatskjá. Svo steríl er stofan að það mætti halda að Karl hafi keypt sýn- ingarherbergi úr Ikea í heilu lagi og plantað í íbúðina. Hún rímar ágæt- lega við instant-kaffið sem aftur rím- ar við þetta nýbyggða blokkahverfi í heild sinni sem gæti verið geimstöð. Ég nefni þessar hugleiðingar ekki við Karl heldur spyr hann frekar hvers vegna hann sé í Framsóknarflokkn- um. Hann minnist á nefnt símtal vinar síns þingmannsins, sem hann vill ekki nafngreina, og bætir svo við: „Ég kem af gömlum Framsóknarætt- um; afabróðir minn var Skúli Guð- mundsson, ráðherra og þingmað- ur flokksins. Þannig að ég hef þessi Framsóknargen. Eftir að hafa fund- að með helstu ráðamönnum flokks- ins um helstu stefnumál og framtíð- ina þá ákvað ég að taka þennan slag. Ég hafði aldrei verið skráður í flokk áður, aldrei verið í pólitík áður. Það var reyndar með vilja gert líka. Ég var auðvitað blaðamaður í 25 ár; blaða- menn eiga helst ekki að vera tengd- ir flokkspólitík enda hafa slík tengsl óhjákvæmilega áhrif á þeirra skrif. Og ég held að á ferli mínum sem blaða- maður hafi ég haft það orð á mér að vera ópólitískur, fólk vissi almennt ekki hvar ég stóð í stjórnmálum.“ Skepnur á Bylgjunni Karl er fæddur og uppalinn í Kópa- vogi, gekk í menntaskólann þar í bæ, fór í bókmenntafræði í Háskóla Ís- lands og lauk loks mastersprófi í fjöl- miðlafræði frá Minnesota-háskóla, með áherslu á útvarp og sjónvarp. Það var einmitt á þeim vettvangi sem Karl haslaði sér völl að loknu námi. „Ég kom heim úr námi frá Banda- ríkjunum 1986 þegar fyrsta frjálsa út- varpsstöðin var að fara af stað hérna á Karl Garðarsson hafði verið með sömu konunni og í sömu vinnunni í rúmlega tuttugu ár. Á stuttu tímabili missti hann hvort tveggja og þurfti að hefja nýtt líf. Það fannst honum erfitt, en þegar einar dyr lokast – jafnvel tvennar – þá opnast gjarnan aðrar og óvæntar. Nýtt líf Karls „Við eigum að leyfa þjóðinni að segja álit sitt á því hvort við höldum áfram með þessar viðræður Baldur Eiríksson baldure@dv.is „Ég var nú orðinn rúmlega fimmtugur og ekki seinna vænna að fara að byrja nýtt líf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.