Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 32
Helgarblað 18.–21. júlí 201432 Fólk Viðtal K atrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er sá stjórn- málamaður sem íslenska þjóðin ber hvað mest traust til samkvæmt könnunum. Hún segir þó slíkar mælingar vera fallvölt vísindi og leiðir hugann lítið að því, heldur heldur sínu striki. Haft hefur verið orð á því að Steingrímur J. Sig- fússon, fyrrverandi formaður og stofn- andi flokksins, sé enn of áberandi þó að Katrín hafi sest í formannssætið. Hún segist líta á stjórnmálaflokk sem eina samvinnandi heild og það sé ekki hennar kappsmál að vera andlit hans í öllum málum. Þvert á móti. Hún segir óeiningu innan flokksins hafa haft nei- kvæð áhrif en nú sé andinn góður. Aðspurð um þingstörf og fjöl- skyldulíf segir hún ekkert erfiðara fyr- ir þingmenn en aðra að sinna fjöl- skyldunni. Þeir eigi enga sérstaka vorkunn skilið þar sem fjöldi fólks vinni langa vinnudaga. Hins vegar þurfi íslenskt samfélag að endur- skoða vinnuumhverfið hér á landi í heild sinni með hag fjölskyldunnar í huga. Katrín telur að ójöfnuður og þar af leiðandi atvinnu- og húsnæðis- mál verði áfram ein mikil vægustu og brýnustu viðfangsefni stjórnmálanna næstu árin. Hins vegar þurfi kjark til ræða hluti eins og náttúruvernd og loftslagsbreytingar sem þurfi sífellt að lúta í lægra haldi fyrir kröfunni um hinn eilífa hagvöxt. 33 ára ráðherra „Það er auðvitað rosaleg lífsreynsla að verða ráðherra 33 ára,“ segir Katrín þegar hún er spurð út í það hvað standi upp úr á stjórnmálaferlinum. Katrín tók sæti á Alþingi árið 2007 en tveim- ur árum síðar var hún sest í ráðherra- stól. „Ég eignaðist barn í lok árs 2007 þannig að ég var hluta tímabilsins í fæðingarorlofi. Það er því ekki hægt að segja að maður hafi haft mikla þing- reynslu,“ segir Katrín sem hafði þó frá árinu 2003 verið varaformaður flokks- ins. „Eftir að kreppan og hrunið skall á voru auðvitað mjög erfiðir tímar og allt í einu var maður lentur inni í einhverju ráðuneyti. Þannig að þetta var allt mjög dramatískt.“ Katrín er óhrædd við að viðurkenna að starfið og ábyrgð- in sem hún stóð frammi fyrir hafi ver- ið yfirþyrmandi á köflum. Enda finnst henni sjálfsagt að sýna og ræða tilfinn- ingar sínar í stað þess að vera sífellt í feluleik. „Þegar dögunum vatt fram fann maður hvað þetta var stór pakki. Að bera ábyrgð á öllu sem mennta- málaráðuneytið gerir, vera yfirmaður á stórum vinnustað og að þurfa vera niðri í þingi. Þannig að ég tók þetta mjög alvarlega. Það þyrmdi bara yfir mann reglulega fyrstu árin. Það rigndi yfir mann tölvupósti og skeytum og til- finningin var alltaf sú að maður væri aldrei að standa sig og ná að gera allt sem þurfti að gera. Þetta var stundum eins og að elta skottið á sér.“ Erfitt að vera boðberi slæmra tíðinda Katrín segir þetta hafa verið lærdóms- ríkt og gefandi starf. Hún sé stolt af mörgum málum sem hún vann að þó að hún myndi gera ýmislegt öðruvísi núna: „Ef maður yrði ráðherra í annað sinn. Ef og þegar.“ Það er eflaust ekki öfundsvert hlut- verk að taka að sér ráðherraemb- ætti korteri eftir hrun þegar niður- skurðarhnífurinn var sem hæst á lofti. „Það var erfitt að vera sífellt boðberi hinna vondu tíðinda. Þannig að mað- ur leitaði sífellt leiða til að taka jákvæð skref líka. En ég held að þetta sé starf sem er alltaf erfitt. Það er fullt af fólki sem á undir því að stjórnsýslan virki þannig að þetta er eflaust flókið og vandasamt verk á öllum tímum.“ Þegar Katrín tók að sér ráð- herraembættið hafði hún ekki mótað sér sérstaka stefnu í menntamálum líkt og oft er þegar nýr ráðherra tek- ur við. „Sumum finnst mikilvægt að mæta með fullmótað plan eða dag- skrá þegar inn í ráðuneytið er komið. Augljóslega var ég ekki með það enda gerðist allt svo hratt. Maður var bara allt í einu mættur í vinnuna í ráðu- neytinu og bauð góðan daginn. En mér fannst það kostur því þá var ég ekki með fyrir fram mótaða skoðun á öllum hlutum heldur fékk tækifæri til að hlusta og vinna með öðrum í að finna bestu lausnirnar. Mér fannst mikilvægt að hafa sem mest samráð. Skömmuð fyrir að taka ekki ákvarð- anir hratt og vel eins og það heitir hjá sumum. Mér fannst mikilvægt að hafa samráð og leita að góðri niðurstöðu.“ Undarleg umræða um fæðingar- orlof Vorið 2011 var mikið fjallað um það í fréttum að menntamálaráðherra væri á leið í fæðingarorlof. Svandís Svav- arsdóttir, þáverandi umhverfisráð- herra, tók yfir skyldur Katrínar á með- an en hún segir umræðuna oft hafa verið skrítna. Auðvitað sé það sjálfsagt mál að ráðherra eins og allir aðrir fari í fæðingarorlof og hlúi að fjölskyldu sinni. „Ég fór í fæðingarorlof árið 2011 sem ráðherra og stuttu seinna fór nafna mín Júlíusdóttir einnig í or- lof þegar hún eignaðist tvíbura. Mér fannst mjög merkilegt þegar ég hlust- aði á útvarpsþátt þar sem var verið að ræða þetta mál. Þar var rætt að nú hlyti ég að hafa ákveðið að hætta í póli- tík. Þá hugsaði ég: okkur hefur miðað vel áfram í jafnréttisátt en samt sem áður erum við föst í því að þetta tvennt geti ekki átt saman. Ég held að það sé mikilvægt að fólk í öllum starfsstétt- um upplifi að það geti farið í fæðingar- orlof. Konur og karlar. „Ég held að þetta hafi skipt svolitlu máli. Því auð- vitað eiga stjórnmálamenn að geta gert þetta eins og allir aðrir.“ Togstreita atvinnu- og fjölskyldulífs Katrín segir að á Íslandi sé hreinlega erfitt að samþætta fulla atvinnuþátt- töku og fjölskyldulíf. „Ef báðir foreldrar eru í fullu starfi þá er þetta bara erfitt. Ég er búin að vera að skoða tölur um þetta og hvernig sé hægt að brúa bil- ið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við erum því miður eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða í þessum efnum. Við í VG lögðum fram tillögu varð- andi þetta í þinginu og hún var sam- þykkt þannig að vonandi fer þetta að hreyfast. Staðreyndin er að það er fullt af foreldrum sem lenda í vandræð- um út af þessu. Þetta er stór spurn- ing. Hvernig samræmist fjölskyldulíf og þátttaka á vinnumarkaði á Íslandi? Þetta er eitthvað sem við þurfum öll að hugsa út í sama hvaða stöðu við gegn- um eða í hvaða starfi við erum.“ Katrín segir að þrátt fyrir jákvæð skref sem hafi verið tekin í þessum málum sé enn mikið verk óunnið. „Fæðingarorlof var skert í hrun- inu og er enn of lágt. Fæðingarstyrk- ir til námsmanna og þeirra sem eru heimavinnandi eru of lágir. Þetta er eitthvað sem við ættum að einbeita okkur miklu meira að. Því við sjáum fæðingatíðnina detta aftur niður núna eftir að hafa farið upp í kringum hrun. Ég held að ástæðan sé meðal annars sú að fólk telur sig ekki hafa efni á því að eignast börn. Samspil atvinnu og fjölskyldu er gríðarlega pólitískt mál og hefur of oft setið á hakanum.“ Skuldsetning námsmanna óhófleg Það var í stjórnartíð Katrínar sem menntamálaráðherra sem ábyrgðar- menn á námslánum voru slegnir af og framfærsla hækkuð. Katrín vildi ganga enn lengra og umbylta lánakerfinu og gera það líkara því sem þekkist á hin- um Norðurlöndunum. Það gekk ekki eftir en Katrín segir núverandi kerfi ýta undir of mikla skuldasöfnun. „Fólk er að koma alltof skuldsett úr námi á sama tíma og það er erfiðara að kaupa sér húsnæði. Þessu verð- ur bara að breyta. Þetta er slæmt fyrir þjóðfélagið í heild sinni.“ Katrín vildi byggja kerfið upp með þeim hætti að hluti framfærslunnar væri styrkur og hluti lán. „Það hefur lengi þótt sjálfsagt mál á Íslandi að fólk vinni með námi. Undir lok góðæristímans var fram- færslan orðin svo lág að fyrsta krafa námsmanna eftir hrun var að hún yrði hækkuð. Því á sama tíma var erfiðara fyrir námsmenn að fá vinnu. Til að eiga fyrir hærri framfærslu voru tekju- skerðingarmörk lækkuð. Þannig að nú höfum við kerfi sem er þessi eilífi dans á milli lána og tekna og hvetur jafnvel til meiri skuldsetningar en þörf krefur.“ Náði ekki að klára Katrín lagði fram frumvarp í lok síðasta kjörtímabils síns sem menntamála- ráðherra og það fól í sér að breyta lána- kerfinu. „Bæði að framfærslan myndi duga og að ef námsmenn kláruðu nám sitt á tilteknum tíma yrði hluti láns- ins styrkur. Það er kerfi sem ég vildi sjá byggjast upp og koma þannig í veg fyrir þessa miklu skuldsetningu. Fyrir utan þetta yfirdráttarfyrirkomulag sem er ekki gott heldur. Að fólk sé alltaf að velta á undan sér skuldunum.“ Katrín vonast til að málið verði tek- ið aftur upp sem fyrst þar sem þetta sé þjóðhagslega hagkvæmt. „Þetta er hluti af þessari heildarmynd. Brott- hvarf úr skólum er gjarnan rætt og þetta er hluti af því. Við ætlumst til að fólk sé að ljúka námi, koma sér upp húsnæði, stofna fjölskyldu og koma undir sig fótunum, allt á sama tíma. Það er ekki hægt að gera þetta allt í einu og klára á réttum tíma.“ Katrín segir marga í þungri stöðu. „Það var kosið um skuldamál heim- ilanna í síðustu kosningum og mín Þyrmdi reglulega yfir ráðherrann unga Það þyrmdi reglulega yfir Katrínu Jakobsdóttur þegar hún settist 33 ára í ráðherrastól. Mikil ábyrgð fyrir unga konu sem þurfti að bregðast skjótt við í erfiðum aðstæðum. Katrín segir íslenska þjóð þurfa að endurskoða atvinnu- og húsnæðismál í heild sinni með tilliti til fjölskyldunnar. Hún ræðir óróleikann innan Vinstri grænna, skugga fyrrverandi formannsins sem truflar hana lítið og framtíðarsýn í pólitík. ríkisstjórn var skömmuð fyrir að sinna þeim ekki betur. Margt jákvætt var hins vegar gert, til dæmis varðandi atvinnu- málin. Atvinnuleysi fór niður, það var unnið markvisst í ríkisfjármálunum og við að koma landinu á koppinn eftir hrun. En ég held að umræðan í síðustu kosningum hafi verið of tak- mörkuð. Það er að segja í stað þess að kosningarnar snerust um verðtryggð húsnæðislán tiltekins hóps þá hefðu þær átt að snúast um húsnæðismál al- mennt og kjör almennt.“ Geta ekki eignast húsnæði „Eftir hrun eru stórir hópar fólks sem eiga erfitt með að ná endum saman og stór hópur fólks sem kemst ekki inn á þennan húsnæðismarkað. Þess vegna finnst mér forgangsröðunin í þessari skuldaleiðréttingu svo röng. Þar er verið að setja 80 milljarða af skatt- fé í að hjálpa tilteknum stórum hópi fólks – sumir í honum þurfa á slíkri að- stoð hins opinbera að halda en margir þurfa enga slíka hjálp. Á sama tíma er mikill fjöldi fólks sem kemst ekki inn á húsnæðismarkað og þarf að treysta á leigumarkað sem er mjög óöruggur.“ Katrín segir enga lausn í því að byggja bara ódýrt húsnæði hratt. „Þetta þurfa að vera mannsæmandi lausnir og það þarf að endurskoða húsnæðismál hér heildstætt. Við höf- um lagt til að ríkið sinni stærra hlut- verki því ríkið getur ekki bara setið að- gerðalaust hjá. Þá er ekki verið að tala að ríkið verði virkur aðili á leigumark- aði heldur sinni ákveðnum grunn- skyldum líkt og er víða á hinum Norð- urlöndunum. Við erum ekki einu sinni Einlæg Katrín er óhrædd við að ræða upplifun sína af því að setjast á ráðherrastól eftir tvö ár á þingi. Hún er lítið fyrir feluleiki og vill hafa hlutina uppi á borðum. MyNd HörðUr SvEiNSSoN Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is „Það þyrmdi bara yfir mann reglulega fyrstu árin. Þetta var stundum eins og að elta skottið á sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.